Morgunblaðið - 14.08.1964, Side 3
f Föstudagur 14. águst 1964
MORGUNBLADfÐ
3
Læknanemamir við brottförina í gærmorgun. Talið frá vinstri: Sigurður Friðjónsson, Einar Sindrason, Guðmundur Jó-
hannesson, Gunnar Sigurðsson, Helga Hannesdóttir, Magnús Jóhannesson, Bergþóra Ragnarsdóttir, Hlédís Guðmunds-
dóttir, Ástráður Hreiðarsson og Geir Ólafsson. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.)
10 læknastúdentar fara til
Skotlands að kryfja Frakka
í GÆRMORGUN fóru 10
læknanemar á þriðja ári með
Sólfaxa Flugfélags íslands til
Skotlands. Eru þeir að fullu
styrktir til ferðarinnar og
mánaðardvalar við Háskólann
í Glasgow, þar sem þeir munu
ásamt dönskum læknastúdent
um starfa að krufningum.
Prófessor Jón Steffensen er
þegar farinn utan, en hann
mun fylgjast með námi stú-
dentanna. Um langt skeið
hefur vantað efni og aðstæður
til þess að stúdentarnir gætu
unnið að krufningum, bæði
hér á landi og í nokkrum
öðrum löndum. í>að þekkist
varla lengur, að læknadeild-
inni berist í hendur lík til
slíkra ranrisókna og náms.
Reyndar eru lík þau, sem
notuð verða í Glasgow, fengin
frá Frakklandi. Er víðar hægt
að fá lík, sem hægt væri að
flytja hingað til íslands, en
það mundi kosta talsvert fé
að koma þeim heim og stofna
sérstakt prófessorsembætti til
umsjónar henni.
Blaðamaður Morgunblaðs-
ins hitti tvo af stúdentunum
að máli rétt áður en þeir stigu
upþ í fiugvélina. Fyrst varð
fyrir honum Helga Hannes-
dóttir.
— Euð þið alveg líklaus
hér, Helga?
— Við erum aðallega pen-
ingalaus. Það má alltaf fá lík
frá útlöndum til anatomiskra
krufninga, en okkur skortir
allar aðstæður til að fram-
kvæma þær. Við erum svo fá
að það borgar sig heldur að
styrkja 10 stúdenta til utan-
farar en að kaupa tæki og
ráða nýjan prófessor.
— Skotarnir fá líkin frá
Frakklandi, er það ekki?
— Jú, það er skortur á lík-
um til þessara nota víða
í smærri ríkjum, svo að fá
verður þau erlendis frá. í
Frakklandi er eitthvað af
fólki, mest fátæklingum, sem
deyr drottni sínum án þess að
nokkur hirði um að gera til-
kall til jarðneskra leifa þess.
— Er ekki ennþá forvitni-
legra að rannsaka til dæmis
innyfli ofdrykkjumanna og
annarra vesalinga?
— Það held ég ekki. Þýð-
ingarmest við slíkt nám í
anatómíu er, að líkin séu sem
minnst afbrigðileg og innyflin
af eðlilegri stærð. Það er því
fremur óæskilegt að fjalla um
innyfli drykkjusjúklinga með
risastóra lifur og fleiri lýti.
— Hvað þá um fátæklinga,
sem kannske hafa þjáðst af
næringarskorti?
— Mér er sagt að slíkt fólk
hafi oft ákaflega heilbrigð líf
færi. Til dæmis eru hjarta og
æðasjúkdómar sjaldgæfari hjá
því.
Þá hittum við Sigurð Frið-
jónsson.
— Hvernig stóð á því, að
þið fenguð boð til Glasgow,
Sigurður?
— Nokkrir íslenzkir lækna
nemar fóru í fyrra til Kaup-
mannahafnar til að fylgjast
með slíkum krufningum. Var
þá ráðgert, að danskir stú-
dentar, sem hafa haft aðstöðu
í Glasgow, byðu fimm íslenzk
um kollegum sínum að vera
með sér þar í sumar. Síðan
tókust bréfaviðskipti um mál-
ið og prófessorarnir okkar
fengu því komið til leiðar, að
stúdentar á 3. ári fara og eru
styrktir að fullu héðan, bæði
greiddur ferða- og dvalar-
kostnaður.
'' — Hvað eru margir á 3.
ári?
— Við erum 22. Það er
verst að ekki skyldu allir geta
farið. Valið var eftir einkunn
um, þar sem einhvern veginn
varð að ákveða, hverjir skyldu
fara.
— Hvað verðið þið lengi í
Glasgow.
— Reiknað er með mánað-
ardvöl. Mánuður hefur yfir-
leitt þótt hæfilegur tími til
að allir geti komizt yfir krufn
ingu á öllum hlutum líkam-
ans.
Þriggja ára afmælis
minnzt í Berlín
Blómsveigar lagðir að minnisvörðum
látinna flóttamanna
Berlín, 13. ágúst (AP-NTB)
í DAG voru þrjú ár liðin frá
því Austur-Þjóðverjar lokuðu
fyrirvaralaust landamærum
Austur- og Vestur-Berlínar
með múrnum mikla, sem klýf
ur borgina í tvennt. Þessa af-
mælis var minnzt í báðum
borgarhlutum, og báðir aðilar
kölluðu út auka-lögreglulið til
«ð fyrirbyggja árekstra.
Austur þýzk blöð fögnuðu þess
um merkisdegi og sögðu að múr-
inn hafi komið í veg fyrir fyrir-
eetlanir vestrænna ríkja um út-
rýmingu kommúnismans í Þýzka
lundi. Kommúnistamálgagnið
Neues Deutschland segir að
„varnarmúrinn“ hafi komið í veg
fyrir að vestrænir aðilar gætu
erðrænt Austur Þjóðverja og
jafnframt gefið kommúnista-
etjórninni tækifæri til að efla
fjárhag landsins.
! í Vestur Berlín var minnzt
eérstaklega með tilliti til allra
þeirra manna, sem látið hafa
lífið í misheppnuðum flóttatil-
raunum að austan. Hundruð
Vestur Berlínarbúa lögðu blóm-
eveiga að minnisvörðum látinna
flóttamanna. Fór Willy Brandt
borgarstjóri þess á leið við íbúa
Vestur Berlínar að þeir minntust
dagsins með klukkustundar
þögn. öll umferð strætisvagna og
leigubifreiða var stöðvuð klukk
an sjö síðdegis, og íbúarnir
hvattir til að halda sig í heima-
húsum.
Brandt borgarstjóri var meðal
þeirra, sem minntust látinna
flóttamanna. Lagði hann blóm-
sveig að minnisvarða um tvo
menn og tvær konur, sem létust
hausið 1961 í Bernauer Strasse
er þau reyndu að stökkva út um
glugga á fjölbýlishúsi niður á
götu í Vestur Berlín. Meðal ann-
arra flóttamanna, sem minnzt
var á í dag, voru Peter Fechter
og Paul Schultz, sem báðir voru
18 ára þegar þeir voru drepnir,
Peter 17. ágúst 1962 og Paul s.l.
jóladag. Morðið á Peter Fechter
vakti sérstaka úlfúð í Vestur
Berlín, því austur þýzkir landa-
mæraverðir létu hann liggja hel-
særðan fyrir allra augum þar til
honum blæddi út.
Ekki kom til neinna meiri-
háttar árekstra í borginni, en þó
réðist hópur Vestur Berlínarbúa
að rússneskri herbifreið og
skemmdi hana lítillega. Varð
þetta um 150 metrum frá „Check
point Charlie" hliðinu þar sem
flestir útlendingar eiga leið um
milli borgarhlutanna.
múrsins
f rússnesku bifreiðinni voru að
minnsta kosti einn yfirmaður úr
hernum og ökumaður. Var for-
inginn á leið til Austur Berlínar
úr eftirlitsferð um Vestur Berlín.
í námunda við Charlie hliðið
var um 500 manna hópur saman
kominn, og reyndi vestur Berlín-
SEM kunnugt er rekur Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna stórt og
mikið dótturfyrirtæki í Banda-
ríkjunum, Coldwater Seafood
Corp., sem framleiðir og selur
mikið magn íslenzkra sjávaraf-
urða á Bandaríkjamarkaði. Fyrir
tæki þetta starfrækir verksmiðju
sem framleiði tileidda matarrétti
í Nanticoke í Marylandríki á
austuströnd Bandaríkjanna. Hef-
ur íyrirtækið sölu- og dreifingar-
‘kerfi um öll Bandaríkin.
Framkvæmdastjóri þessa fyrir
tækis er Þorsteinn Gíslason,
verkfræðingur, en _ stjórnina
skipa þeir Sigurður Ágústsson,
alþingismaður, stjórnarformað-
ur, Einar Sigurðsson, Ingvar
Vilhjálmsson, Guðfinnur Einars
son, Björn Halldórsson, Eyjólfur
f. Eyjólfsson, Þorsteinn Gísla-
son og l'ögfræðingur fyrirtækis-
ins, Alfred Bedard.
Til þess að tengja sem bezt
saman starfsemi Coldwater og
arlögreglan að beina rússnesku
bifreiðinni eftir hliðargötum að
hliðinu. En ökumaðurinn lét sér
tilmæli lögreglunnar sem vind
um eyru þjóta, og hélt sína leið.
Reyndi hann að aka gegnum
mannþröngina. Spörkuðu þá ein-
hverjir í bifreiðina og lömdu
hana að utan, og ullu nokkrum
skemmdum á aurhlífum og hurð
um. Einnig var annað skrásetn-
ingarnúmer bifreiðarinnar rifið
af áður en ökumanninum tókst
að aka að hliðinu. Mennina í bif-
reiðinni sakaði ekki.
frystihúsanna hér heima, og
fylgjast vel með markaðsað-
stæðum á hverjum tíma, er efnt
til stjórnarfunda ýmist hér
heima á íslands eða í Bandaríkj-
unum eftir því sem þörf krefur.
Á næstunni mun verða hald-
inn stjórnarfundur í Bandaríkj-
unum og í því tilefni munu ís-
lenzku stjórnarmennirnir fara
vestur eftir því sem þeir eiga
heimangengt. Á fundinum mun
væntanlega verða rætt um fram-
tíðaruppbyggingu Coldwater á
þessum þýðingarmikla markaði.
Hengdir fyrir morð
London, 13. ágúst NTB
Tveir ungir Bretar, Peter
Allen, 21 árs, og Gwynne
Evans, 24 ára, voru hengdir í
morgun fyrir að myrða vöru-
bílstjóra nokkurn. Innanríkis
ráðherrann hafði vísað á bug
öllum umsóknum um náðun.
Fara vestur um haf
til stjórnarfundar
8TAK8IEIIVAR
Kaupg j aldsr öskunin
og skattarnir
Stjórnarandstaðan lætur um
þessar mundir eins og álagnfng
skatta og útsvars sé í þetta sinn
árás ríkisstjórnarinnar á þegna
landsins. Vandséð er af hverjum
hvötum nokkur ríkisstjórn sæi
sér hag í því að ráðast á borgar-
ana og plokka af þeim fé af
tómri illgirni, eins og systurblöð-
in „Tíminn" og „Þjóðviljinn“
segja fullum fetum.
Staðreyndin er sú, áð hver og
einn gat reiknað út skatta sína og
útsvör snemma á þessu ári, og
þurfti því engum að koma á ó-
vart hinar háu álögur, sízt
„skattasérfræðingum“ Framsókn-
ar og kommúnista. Flestum mun
hafa brugðið, þegar þeir sömdu
framtal sitt síðast og sáu, hve
mikil tekjuaukningin var frá
næsta framtalsári á undan. Þegar
nýju skattalögin lágu fyrir, var
hægur vandi að reikna út skatt-
ana. Þeir eru háir, og skal eng-
um láð, þótt honum blöskri heild
aruþphæðin, sem gjalda skal til
ríkis og bæjar. Þegar kaupgjald
hækkar jafnmikið og það gerði
á síðasta ári, hljóta skattarnir að
hækka til samræmis við það. —
Snögg og mikil kauphækkun
hlýtur óhjákvæmilega að valda
óþægilegri röskun í efnahagslífi
þjóðarinnar. Ákvörðunin, sem
ríkisstjórnin tók í fyrradag, er til
þess gerð að gera mönnum skatta
hækkunina léttbærari.
Nýju skattalögin sam-
þykkt af Framsókn
og kommúnistum
Þótt öðru sé nú haldið fram
af stjórnarandstöðunni, lækkaði
skatt- og útsvarsstiginn verulega
með hinum nýju skattalögum.
Það er staðreynd, sem ekki verð-
ur fram hjá komizt, að án hinn-
ar nýju löggjafar hefðu álögurn-
ar verið enn hærri. Allt tal um,
að við nýju skattalögin sé að sak-
ast, er beinlínis fáránlegt.
Bæði Framsóknarmenn og
kommúnistar greiddu nýju lög-
unum atkvæði á seinasta Alþingi.
Þá þegar lá ljóst fyrir, hvernig
skattarnir mundu verða nú. Það
þýðir því ekki fyrir stjórnarand-
stæðinga að koma eftir á með
þær fullyrðingar, að lögin séu
ranglát.
Þykkt Berlínarmúrsins
Á þriggja ára afmæli Berlínar-
múrsins alræmda skrifar leigu-
penni Ulbrichts grein um hann,
sem þýdd er í málgagni Sovét-
ríkjanna á tslandi í gær. Greinin
er að vísu illa þýdd, sbr. setning-
una: „Þar með lokuðu þeir fyrir
rás, sem þýzka alþýðulýðveldið
hafði verið sogið óhemju magn
blóðs um“ (!) Þar standa þessar
setningar, sem leigupennanum
finnst auðsjáanlega mikið til um:
„Hringurinn um V-Berlín er 164
km langur . . . En múrinn sjálfur
er tæpir 14,6 km langur . . .
„Gamli“ múrinn nær hæst 4,5 m,
en „nýi“ múrinn er frá 1,8 til 2,5
m hár og er hann að meðaltali
30 cm þykkur. Á einstaka stað
. . . er hann 170 cm þykkur“.
Það er von, að „Þjóðviljinn"
sé ánægður með þykkt smánar-
múrsins, sem hefur nú aðskilið
foreldra frá börnum, eiginkonur
frá eiginmönnum og unnustur
frá unnustum í þrjú ár.
Þessi fyrirsögn birtist án nánari
útlistana í „Timanum" í fyrra-
dag. Mun hún eiga að vera
kveðja til iðnverkafólks.