Morgunblaðið - 14.08.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.08.1964, Blaðsíða 24
ELEKTROLUX UMBOÐIÐ iAUGAVEOI « s.'ml 3)800 187. tbl. — Föstudagur 14. ágúst 1964. bilaleiga magnúsap SkipHolt 21 •Imar: 21190-21105 ooo 0 0 0 z z z I V) V) tfl • C C C I r r r 0 0 0 o 0 o I 111 Leitarleiðangur Sigurðar Waage leggur áf stað til leitar í Lambafelli. — Ljósm. S\'. I*. Á LEITARSVÆÐINU Klukkan rúmlega 7 í gær- kvöldi fóru fréttamenn blaðs- ins austur á Þrengslaveg og hittu þar fyrir einn af hjálpar bílum FÍB, sem fyrstur var kominn á þær slóðir, þar sem síðast hafði heyrzt til flugvél ar Elmers Roberts, sem sakn að var. Skömmu síðar kom fyrsti bíll Flugtojörgunarsveit arinnar, sem hefir kallmerkið FBS 2 og með honum leitar- flokkar undir stjórn varafor- manns sveitarinnar, Sigurðar Waage. Haldið var út af Þrengsla- veginum í Þrengslaskarði og út á flatir fyrir sunnan veg- inn undir Lambafelli. Var flokkunum skipt til leitar um fellið og upp á það. Héldu flokkarnir af stað tæpum stundarfjórðungi fyrir kl. 20 og voru fyrstir flokka á vett- vang. Skömmu síðar bættust fieiri í hópinn og smátt og smátt voru komnir leitarflokk ar beggja vegna Þrengsla ag leituðu hlíðar og fell allf neð an frá 3vínahrauni austur fyrir Skáiafeli suður um Kamba og vestur í Bláfjöll. Fiéttamenn höfðu tal af tveimur vegavinnubílstjórum, sem höfðu heyrt til vélarinn ar. Gunnlaugur Jónss. bifreiða stjóri hjá vegagerðinni heyrði í vél 5 mínútum fyrir kl. 4 síðdegis og sá hana örskömmu síðar. Höfðu hann og félagar hans setið á mosaþembu og voru að drekka síðdegiskaffið sitt og bifreiðar ekki i gangi. Sáu þeir greiniiega Ijósa hé- þekju og einn mann í henni og flaug hiún yfir veginum og hefir að líkindum séð ljós frá bitfreiðum, sem þar voru á ferð í þokunni, en hún hafði verii svo þétt að aldrei sá til fjalla allan þann tíma sem vegavinnumennirnir voru þar efra eða frá kl. 9 í gær- morgun. Lá þokan fyrst og fremst yfir Þrengslaskarð- inu. Þeir Gunnlaugur telja sig greinilega hafa heyrt vélina snúa við og halda austur aft- ur og stendur það heima að örskömmu síðar heyrir Hall- dór Dagbjartsson, vélskóflu- maður frá Vegagerðinni í henni, er hann var á gangi rétt hjá veginum, og segir að skyndilega hafi hún aukið við vélarkraftinn og síðar hafi hann heyrt allmikinn há vaða en siðan ekkert hljóð. Hann var þá staddur á veg- inum nokkuð sunnar við sjálft Þrengslaskarðið og virt ist honum hávaðinn sem hann heyrði siðast koma sem úr suðri eða úr hlíðum Lamlbafellsins. Þess vegna var haldið þangað fyrst til leitar. Þá heyrðu þrjár konur sem voru í berjamó frá Hlíð- ardalsskóla í vélinni innar- lega á heiðinni um kl. 4 í gær dag. Kl. um 22.00 í gærkvöldi fór flugumferðarstjórnin þess á leit að leitarflokkar breyttu ekki út af fyrrgreindum áætlunum um leitina svo auð veginn I Þrengslaskarðinu og beið hún þar eftir frekari frétt um af leitinni. veldara værí að hafa glögga FÓLK er varað við að- fara yfirsýn yfir hana. _ , . , , um Prengslaveginn í dag, Laust fyrir kl. 20.30 lenti þyrla frá varnarliðinu við því að hann er lokaður. - r r rripvy rr -r, r , r r J/,i./rr r r^r , • , ry ,r.r ., rr^f { Forsætis- róðherro til Woshington 18. þ.m. ÍBJARNI Benediktsson, for- / sætisráðherra, er væntanlegur Jtil Washington árdegis á tþriðjudaginn 18. ágúst nk. — iThor Thors, sendiherra, tekur íá móti forsætisráðherra á flug ; vellinum, en þaðan verður tekið til Hvíta hússins þar sem ^Johnson forseti tekur á móti ( gestunnm. / Að móttökunni lokinni verð )ur haldið til íslenzka sendi- Iráðsins, en síðan snæðir for- Lætisráðherra hádegisverð með íDean Rusk, utanríkisráðherra iSíðdegis leggur svo Bjarni^ tBenediktsson blómsveig að /leiði Kennedys, fyrrum for- Jseta, en fer flugleiðis til New \York um kvöldið. Hausinn sem klipptur af kópunum Halidór Dagbjartsson vélskóflustjóri og Gunnlaugur Jónsson. Þeir heyrðu síðast til vélarinnar og Gunnlaugur sá hana snúa við. BÚÐARDAL, 13. ágúst. — Bænd- ur á Skarðsströnd hafa í sumar fundið þrjá seli á floti eða rekna, sem hafa verið illa útleiknir eins og hausinn hafi verið klipptur af þeim. Kristján bóndi á Skarði,- sagði fréttamanni Mbl., að í sum- ar hefði fundizt þar einn kópur þannig útleikinn, annar í Gilsfirði og sá þriðji á Ballará í Klofninga hreppi. Eru skinnin af þessum kópum ónýt, en selskinn munu vera um tvö þúsund króna virði. Enginn veit hvað þessu veldur, en Kristinn minnist þess, að þetta hafi áður komið fyrir í úteyjum fyrir nokkrum árum. Sagði hann, að selveiði í sumar og í fyrra hafi verið minni en venjulega. — FréttaritarL Urrari barst til Ólafsvíkur ÓLAFSVÍK 13. ágúst — f gær kom dragnótabáturinn Garðar hingað til Ólafsvíkur með sér- 'kennilegan og fáséðan fisk hér um slóðix. Veiddist hann suður af Malarrifi á u.þ.b. 30 faðma dýpL Er fiskurinn ekki ósvipaður ýsu í lögun, 20—60 sm. ex mó- dröfnóttur að lit, hvítur á kviðn- um með tvo bakugga, sem beint standa út úr. Mun þetta vera urrari, sem veiðzt hefur annað slagið milli Dyrhólaeyjar o.g Snæfellsnes, en þetta mun vera í fyrsta skipti, sem hann berst hingað. Bíll valt 20-30 m. í gil á Oxnadalsheiði i>rír menn eru í sjúkrahúsi Óvíst hve beinin í Dýrafirði eru qömul AKUREYRI 13. ágúst. — Klukk- an ellefu í gærkvöldi var til- kynnt frá Bakkaseli til lögregl- unnar á Akureyri, að sex manna Ford-bíll úr Reykjavík hefði far ið út af veginum og oltið í djúpu gili vestan við Klifið á Öxnadals- heiði, svonefndu Reiðgili, Billinn haiði íarið út af snarbrattri veg- arbrún norðan við brúna og oltið 20—30 metra niður í gilið, og staðnæmdist á hvolfi í læknum. f bilnum voru fimm ungir menn, tveir brezkir stúdentar, annar frá Bristol og hinn írá Cambridge, og þrir íslenzkir pilt- ar úr Reykjavík, Kópavogi og j Akureyri. Mönnum tókst að kom ast út úr bilnum og tveir þeirra klifruðu upp á veginn. Þar bar brátt að bíl sem tók einn þeirra með áleiðis til Akureyrar og gerði aðvart frá Bakkaseli, en þar er sími, þó að bærinn sé í eyði. Héðah fór þegar af stað sjúkróbíll með héraðslækni. — Voru mennirnir allir fluttir í sjúkrahúsið hér. íslendingarnir liggja þar enn, en þeir brezku sluppu með minniháttar meiðsli og fóru af sjúkrahúsinu í dag. Ekki er fullkannað enn, hversu alvarleg meiðsli íslenzku pilt- anna eru, en þeim líður vel eftir atvikum. Náttmyrkur var og svartaþoka á heiðinni, þegar slysið vildi til. Bíllinn er gjörónýtur og mölbrot inn. Sv.P. ÞINGEYRI, 13. ágúst. — Fulltrú- ar Þjóðminjasafnsins hafa ekki enn gert ráðstafanir til að sér- fræðingar kanni mannabeinin, sem fundust í gær við vegarlagn- ingu milli Alviðru og Leitis. — Leikur vafi á, hvað beinin séu gömul, en samjtvæmt kenningum leikmanna munu þau vera frá því fyrir 1945. Er sú staðhæfing byggð á frásögn í Jarðabók Árna Magnússonar, þar sem segir um Alviðru: „Bænahús hefur hér verið, sem stendur enn, en ekkl hefur hér embættisgjörð framin verið í 60 ára eða lengur". Það mun hafa verið í kringum 1705, sem þetta var ritað. Menn, sem fæddir eru um síðustu alda- mót segjast muna eftir grjótvegg, sem hlaðinn hafi verið í ferning nákvæmlega á þessum stað, og bendir það til þess, að grafreitur hafi verið á fundarstaðnum. —« Ekkert verður hróflað við bein- unum fyrr en nánari rannsókn hefur farið fram. — Þór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.