Morgunblaðið - 17.09.1964, Side 8

Morgunblaðið - 17.09.1964, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. sept. 1964 Einhæft atvinnulíf hefur valdiö Siglufirði erfiðleikum - en ástæðulaust er að missa kjarkinn, þótt á móti blási um sinn, segir Sigurjón Sæmundsson, bð£ j arstjóii, í viðtali við Morgunblaðið UM þessar mundir er staddur í Reykjavík Sigurjón Sæmunds- son, bæjarstjóri á Siglufirði, á- samt öðrum fulltrúa bæjar- stjórnarinnar þar, til viðræðna við ríkisstjórnina vegna hins al- varlega atvinnuástands sem skap- azt hefur á Siglufirði vegna síld- veiðibrests fyrir Norðurl. í sum- ar og undanfarin sumur. Morgun- blaðið hefur átt tal við Sigurjón um ástand og horfur í bæjarfé- Jagi hans og fer viðtalið hér á eftir: — Hvernig er ástandið í at- vinnumálum ykkar nú, Sigurjón? — Svo sem kunnugt er hafa atvinnumál Siglfirðinga verið mjög á dagskrá síðustu vikur. Síldveiðarnar fyrir Norðurlandi hafa brugðizt, en meginhluti síld- araflans veiðist austan Langa- nesS. Síldarsöltun á Siglufirði er svo til engin á okkar mælikvarða, eða ca. 10 þúsund tunnur, en til samanburðar má geta þess að hjá okkur voru saitaðar um 140 þús. tn. 1962 og 70 þús. tunnur 1963. Þá má einnig nefna, að sl. vet- ur brást þorskveiði fyrir Norður- landi og afkoma varð því mjög léleg hjá þeim, sem treysta á sjávaraflann. Öðru frystihúsi bæjarins var lokað skömmu eftir áramót, hitt hélt áfram, en skorti tilfinnanlega hráefni. Auk þess stöðvaðist niðurlagning síldar hjá Niðurlagningarverksmiðju SR, en miklar vonir voru í upp- hafi bundnar við, að það fyrir- tæki yrði til að auka atvinnu og verðmæti afurðanna. Loks brann Tunnuverksmiðja ríkisins og misstu fjölmargir verkamenn við það atvinnu sína. Það er því ekki ofsagt, að áföllin eru stór og þung, sem Siglufjörður hefur orðið fyrir í atvinnumálum á þessu ári. — Hvaða úrbætur eru á prjón- unum til að bæta ástandið? — Siglufjörður er fyrst og fremst byggður upp til að veita viðtöku og vinna úr sjávarafurð- um, síld og öðrum fiski, eins og aðrir bæir á íslandi við sjávar- síðuna. Þegar aflinn bregst, eins og átt hefur sér stað með Siglu- fjörð, er það grundvallarröskun á tilveru slíkra bæjarfélaga. Nauðsyn ber því til að athuga leiðir, sem öruggari eru en hinn stopuli sjávarafli. Bæjarstjórn Siglufjarðar kaus í fyrravetur nefnd, sem gera skyldi tillögur um atvinnumál. Hafa þær till.- verið sendar ríkis- stjórn til athugunar. Yerður að teljast eðlilegt, að ríkisstjórnin taki mál þetta til yfirvegunar og afgreiðslu, þar sem um hallæris- ástand er að ræða í atvinnumál- um hja stóru bæjarfélagi og þar sem einnig hagar þannig til að ríkisvaldið hefur meirihlutann af atvinnurekstri bæjarins á sínum ^yegum (SR, tunnuverksmiðjuna o. fl.). Á síðasta Alþingi var einnig skipuð nefnd til þess að gera til- lögur um lausn á vandamálum at- vinnuveganna, sérstaklega í kaup stöðum og kauptúnum á Norður- landi. Nefndin mun skila áliti innan tíðar og þá tekið til athug- unar hvernig mæta skal þeim vanda í atvinnumálum, sem steðjar að þessum landshluta, og verður að sjálfsögðu unnið að því af öllum aðilum, sem hér eiga hlut að málL — Hvernig er með samgöng- urnar hjá ykkur? — Til þess að sómasamlegt megi teljast í nútíma þjóðfélagi þurfa allar þrjár greinar sam- göngumála að vera í lagi, þ.e. á landi, í lofti og á sjó. Sjórinn hef- ur frá fyrstu tíð og fram á þenn- an dag verið aðalsamgönguleið Siglfirðinga. Vegasamband á landi hefur verið um Siglufjarð- arskarð, sem hefur teppzt í fyrstu snjóum á haustin og oft um há- sumar. Sú leið er torfær og kem- ur að takmörkuðu gagni. Undan- farin ár hefur hins vegar verið unnið að lagningu Strákavegar og senn komið að þeim áfanga að sprengja um 900 metra jarðgöng í gegnum fjallið Stráka, sem veg- urinn er kenndur við. Hann er mjög mikið mannvirki, sem kost- ar milljónir króna, en mun koma Siglufirði í varanlegt samband losnar þegar vinna hefst við jarð- göngin í gegnum Stráka. — Hver er afkastageta síldar- iðnaðarams á Siglufirði og hvernig er þjónustan við flotann? í Siglufirði munu vera nú 22 söltunarstöðvar og auk þess er í byggingu svonefnd Innrihöfn og mætti þar á tiltölulega skömmum tíma koma upp 6—8 nýtízku sölt- unarstöðvum. Ef síldin kæmi aft- ur upp að Norðurlandi og á það reyndi að salta mikið magn á skömmum tíma eru margfallt meiri möguleikar á því í Siglu- firði en nokkrum öðrum stað á landinu, slík er afkastageta sigl- firzkra söltunarstöðva. Afköst síldarverksmiðjanna (SR og Rauðku) munu vera um 22 þús- und mál á sólarhring og er þá gert ráð fyrir fullnýtingu á síld- arsoðinu, en það lækkar afköstin verulega, þótt hins vegar fáist miklu betri nýting á hréefninu. Eins og sjá má af þessu má nýta síldarverksmiðjur á þeim stöðum sem stytzt er á miðin hverju sinni. Þetta hefur haft í för með sér fjárfestingu, sem skiptir hundruðum milljóna króna, og nú eru síldarverksmiðjur stað- settar næstum því hringinn í kringum landið. í sumar hafa far- ið fram athyglisverðar tilraunir með að daela síld milli skipa, úr veiðiskipum í flutningaskip úti á miðunum, og hafa þær gefið góða raun. Ef síldin leggst frá landi um árabil, eins og nú virðist vera komið á daginn, þá myndi flutn- ingur á síldinni til þeirra staða, sem hafa hentugust vinnsluskil- yrði, vera hagkvæmari lausn en að halda áfram að leggja stórfé í byggingu nýrra verksmiðja. Væri þá ef til vill hagkvæmast að nota stór tankskip til flutn- inganna, sem dældu síldinni upp í þrærnar og væru því óháð venjulegum löndunartækjum. Síldarflutningar af miðunum mundu spara dýrmætan tíma, sem síldveiðiskipin verða að taka frá veiðunum til að sigla til hafna með aflann. En síldveiði- skipin eru of lítil og of dýr til þess að nota sem flutningaskip, þegar síldin veiðist úti á regin- hafi, eins og átt hefur sér stað undanfarið. — Mikilvægi Siglufjarðar fyrir þjóðarbúið fer þá ekki minnk- Séð yfir til Siglufjarðar. Hvíta línan er hinn nýi Strákavegur, sem er í byggingu. við þjóðvegi landsins. Við til- komu Strákavegar munu við- skipti aukast við sveitir Skaga- fjarðar, sem hafa mikla þörf fyr- ir að koma afurðum sínum á markað í Siglufirði. Er ekkert vafamál, að samskipti þessara að- ila munu stóraukast báðum til mikils hagræðis. Flugsamgöngur hafa takmark- azt við 300 metra flugbraut, en þar geta aðeins minnstu flugvél- ar lent. Nú er verið að byggja flugvöll, sem verður allt að 800 metrar að lengd til að byrja með, en möguleikar á að stækka upp í 1200 metra. Telja má Ííklegt, að flugvöllurinn verði tilbúinn til notkunar seint á árinu 1965. Með tilkomu Strákavegar og flugvall- ar er samgöngumálum Siglufjarð ar komið í eins gott horf og tök eru á, þar til tæknin ef til vill býður upp á annað betra. Rétt er að geta þess, að á þessu sumri tók bærinn í notkun mjög stórvirka grjótkvörn, sem mylja skal grjót í þær götur sem ekki eru þegar gerðar úr steinsteypu. Var vél þessi fyrst og fremst ætluð tii að mylja það grjót, sem mikið síldarmagn á skömmum tíma í Siglufirði, enda hefur upp- bygging atvinnutækjanna á und- anförnum áratugum fyrst og fremst miðazt við síldarvinnslu. Þjónustuskilyrði við síldarflot- ann eru hin ákjósanlegustu að öðru leyti en því, að dráttarbraut vantar fyrir síldveiðiskipin. Drátt arbraut, sem gæti tekið á land allt að 400 smálesta skip, þyrfti því að byggja og væri ákjósan- legt, að skipasmíðastöð væri rek- in í tengslum við slíka dráttar- braut. Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur samþykkt að láta fara fram athugun á kostnaði við byggingu og rekstur slíks fyrirtækis og hefur hafið undirbúning að hluta- félagsstofnun í því skyni. Er hér um að ræða eitt þýðingarmesta framtiðarverkefni Siglufjarðar, enda um mjög nauðsynlegt þjón- ustuatriði að ræða fyrir síldveiði- flotann. — Geta síldarflutningar ekki bætt eitthvað úr erfiðleikum ykk ar? — Á undanförnum árum hefur sú leið verið valin að eltast við duttlunga síldarinnar og byggja andi? — Ég vil vitna til þess, sem ég gat um áðan, að Siglufjörður hef- ur verið byggður upp til þess fyrst og fremst að taka á móti og vinna úr síld. Þetta hefur oft verið þýðingarmikið fyrir þjóð- arbúið og er ekki lengra en 1962, að Siglufjörður tók á móti meira fiskmagni, en nokkur önnur höfn landsins og var síldin að sjálf- sögðu meginhlutinn. Þegar síldin bregst, eins og nú hefur orðið raunin á, verður fyrirsjáanlega að breyta um atvinnuhætti. Það verður að skipa atvinnuöryggi með fjölbreyttari atvinnu og þá fyrst og fremst iðnaði í stórum og smáum stíl. Með það til við- bótar við áframhaldandi vinnslu sjávarafurða ætti Siglufjörður að geta orðið enn þýðingarmeiri fyrir þjóðarbúið en hingað til. — Hvers konar iðnað hugsið þið ykkur helzt? — í sjávarplássum eins og Siglufirði verður að sjálfsögðu fyrsta verkefnið að athuga um iðnað til að fullnýta sjávaraflann. Það verður að teljast hörmuleg vanþróun, að enn skuli megin- Sigurjón Sæmundsson, bæjarstjóri. hluti sjávarafurða vera fluttur út sem hráefni og á verði eftir þvL Aukinn iðnaður er það eina, sem getur komið útflutningsvörum okkar af hráefnisstiginu. Síldarverksmiðjurnar eru að vísu stóriðjufyrirtæki, en lýsið er flutt út óhreinsað sem hráefnL Það mætti hreinsa og herða lýsið svo það yrði fullbúið fyrir hinar mismunandi greinar iðnaðar. enda fengist margfalt hærra verð fyrir það þannig en nú tíðk- ast. Og því ekki að gera stórt átak til að athuga, hvort hægt sé að gera fiski- og síldarmjöl hæft til manneldis og fá þannig mat til að metta sveltandi þjóðir. Norðurlandssíldin íslenzka, sem er tvímælalaust bezta fiskmeti sem til er, hefur verið flutt út sem hráefni frá því íslendingar hófu að salta síld. í sextíu ár hef- ur sá útflutningur engum breyt- ingum tekið. Þótt tvær heims- styrjaldir hafa gjörbreytt við- horfum manna, notkun kjarn- orku sé hversdagslegur viðburð- ur og geimför sigli umhverfia hnöttinn og til fjarlægra himin- tungla, þá er meðferð bezta fisk- metis í heimi enn á frumstigi á íslandi og ennþá flutt út sem hrá- efni í trétunnum á sama hátt og 1905. Nú, en á meðan tunnur eru not- aðar sem umbúðir fyrir síldina, verður að telja að tunnusmíði sé í sínu rétta umhverfi á Siglufirði og er nú verið að byggja nýtízku tunnuverksmiðju þar í stað þeirr ar sem brann sl. vetur. Skipasmíð ar og viðgerðir á skipum hef ég áður nefnt, en að mínu áliti eru hagstæð skilyrði fyrir slíkan iðn- að í SiglufirðL þar sem hafnar- skilyrði eru mjög góð og fjöl- mennur hópur af vel færum iðn- aðarmönnum á staðnum. Smærri iðnað í ýmsum greinum mætti auka og fær slíkur iðnaður veru- leg skilyrði til að þróast, þegar Strákavegur kemst í gagnið >g samskipti aukast við nærliggj- andi héruð. — Hvernig er með byggingar- framkvæmdir hjá ykkur? — Frá því 1958, að núverandi meirihluti bæjarstjórnar tók við forystu bæjarmála, hefur verið gert stórátak í byggingarmálum bæjarins. Barnaskóli, gagnfræða- skóli og sundhöll hafa verið full- byggð, en þær byggingar voru i smíðum 1958. Stórt sjúkrahúa hefur verið í byggingu sl. 5 ár og er nú að komast á seinasta bygg- ingarstig. Þá er í byggingu svo- nefnt ráðhús, sem á að hýsa skrif Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.