Morgunblaðið - 17.09.1964, Side 13

Morgunblaðið - 17.09.1964, Side 13
CTmmtudagUF 17. sept. 1964 MORGUNBLAÐID 13 Sigurður H. Líndal, hæsl aréttarritari Norræna sagnfræðinga- þingið i BJÖRGVIN NORRÆNIR sagnfræðingar komu saman til þings í Björgvin dagana 10—12 ágúst S.l. og var þetta í 14. sinn, að efnt var til slíks þings. Þar sem oft má lesa það í blöðum og heyra í ræðum, að íslendingar séu söguþjóð, hefur mér þótt hlýða að taka saman stutta frásögn af þingi þessu. Þingið sátu um 400 menn frá öllum Norðurlöndum, 3 frá ís- Jandi Lúðvik Kristjánsson, rit- höfundur, Magnús ' Stefánsson, lektor við Bjöngvinjarháskóla og undirritaður. Var það haldið í Verzlunarháskóla Noregs, en hann er í nýrri myndarlegri byggingu, og var þar ágæt að- Btaða til fundarhalds. Tvö málefni voru sérstaklega tekin til meðferðar: Eyðibýli oig landnám á Norðurlöndum á EÍð-miðöldum og þróun stjórn- málaflokka á Norðurlöndum á 19. öld. Höfðu ritgerðir um efni Iþessi verið prentaðar og sendar (þeim, sem þingið hugðust sækja nokkru áður en þingið hófst. Var málsmeðferð síðan þannig hag- eð, að höfundur hverrar rit- gerðar reifaði efnið stuttlega, en síðan fóru fram umræður. IBárust ritgerðir um bæði þessi efni, eyðibýflin og stjórnmála- (lokkana, frá öllum Norður- iöndum, nema íslandi. Undirrit- aður flutti hins vegar sér fyrir- lestur um þróun stjórnmála- flokka á íslandi á 19. öld. Um stjórnmálaflokkana á Norðurlöndum kom það í ljós, að furðumargt er svipað í þró- uninni, einkum þegar almennt er skoðað, og á þetta einkum og sér í lagi við um það, hverniig skipulag flokkanna hefur þró- azt. Engan veginn verður þó sagt, að öll kurl hafi komið til grafar, enda er þetta í fyrsta sinn, sem leitazt er við að draga upp heildarmynd af þró- un flokkanna á Norðurlöndum. ÍÞannig hefur til dæmis ekki itekizt að skilgreina til hlítar huigtakið stjórnmálaflokkur. Þegar þetta orð er viðhaft, geta menn átt við margvísleg sam- tok, — allt frá lauslegum sam- tökum þingmanna, sem takmörk uð eru við þingin ein, til þaul- skipulagðra stjórnmálaflokka, sem taka til heilla landa. Er hér nauðsynlegt að greina milli ým- issa stiga á þróunarskeiði flokk-' anna, og skilgreina þau nánar. Er þetta verkefni, sem bíður frek ari úrlausnar. Þrátt fyrir þetta var það mál manna, að umræð- ur þessar hefðu mjög orðið til skýringar og aukins skilnings á þróun flokkanna. Má og fullyrða, að ritgerðir þær, sem fram voru lagðar séu nú sem stendur beztu heimildir, sem völ á um þetta efni. Ekki verður því neitað að þró- Sigurður Líndal un stjórnmálaflokka á íslandi á 19. öld er að ýmsu leyti frábrugð in þróuninni á hinum Norður- löndunum. Liggja til þess m.a. þær ástæður, að megin viðfangs efni íslenzkra stjórnmála á 19. öld var sjálfstæðismálið, þannig að segja má, að allt annað hafi horfið í skuggann, og þjóðfélag íslendinga á 19. öld var bænda- þjóðfélag án nokkurrar teljandi stéttaskiptinga. Auk þess má benda á fleiri ástæður, svo sem strjálbýli, samgöniguerfiðleika o.s.frv. Grundvöllur flokkaskiptingar verður því ekki sá sami á ís- landi og var á hinum Norðurlönd unum á síðari hluta 19. aldar — svipaður grundvöllur verður fyrst til á íslandi á 20. öld. Um eyðibýli verð ég að vera fáorður, þar sem þekking mín á því sviði er næsta takmörkuð auk þess hafði ég ekki aðstöðu ‘til að fylgjast með öllum um- ræðum, sem um efnið urðu. Auk þessara tvegigja höfuð- efna, sem til umræðu voru tek- in, voru fluttir 15 sér fyrirlestrar um margvíslegustu efni. Ekki er kostur að geta þessa hér. Þó skal þess getið, að einn slíkan fyrir- lestur flutti Lúðvík Kristjánsson um landnám Grænlands og breið firzka ibátinn. Voru þar leidd rök að þeirri skoðun, að land- námsmenn Grænlands hafi ekki siglt þangað á knörrum, eins og hinigað til hefur almennt verið talið, heldur á bátum sem verið hafi eins eða að minnsta kosti mjög svipaðir og breiðfirzki bát- urinn. Var fyrirlesturinn fjöl- sóttur og vakti mikla athyglL Einn hluti þingsins var helgað ur fornleifarannsóknum þeim, sem fram fara á bryggjunni í Björgvin. Hafa fundizt stórmerk ar fornleifar í grunnum verzlun- arhúsa, sem brunnu árið 1955, og varpa þær alveg nýju Ijósi á lifnaðarhætti manna og daglegt líf þar um slóðir á miðöldum. Einnig hafa þær mikið gildi fyr- ir verzlunarsögu Evrópu á mið- öldum. Eru minjar þessar hinar merkustu fyrir íslendinga, þar sem Björgvin var sú bong, sem Islendingar höfðu mest sam- skipti við allra borga á miðöld- um. Má því fastlega ætla að mun ir slíkir, sem þar getur að líta, hafi tíðkazt með forfeðrum okk- ar á miðöldum. Var fyrirlestur fluttur um þetta efni, en síðan gafst þinggestum kostur á að skoða staðhætti alla undir ágætri leiðsögn. Er ekki kostur að geta þessa frekar hér, sem þó væri verðugt, en ef til vill verður þess kostur síðar. Þá gafst og þeim, sem þingið sátu, kostur á að skoða helztu minjar liðins tíma, sem í Björg- vin eru, svo sem Hákonarhöll og Maríukirkju, en Björgvinjarborg er auðug að slíkum minjum, — a.m.k. í auigum íslendings, — þótt þar hafi hvað eftir annað orðið válegir eldsvoðar. Um þingið er það annars í heild að segja, að skipulag þess var með miklum ágætum. Komu- menn mættu mikilli gestrisni heimamanna — ekki aðeins þeirra sem fyrir þinginu stóðu, heldur einnig rektors Björgvinjar háskóla og stjórnar bongarinnar. Þá spillti það ekki, að vart er hægt að kjósa sér betri umgerð um þing sagnfræðinga en þessa sögufrægu ög fallegu borg. En gildi þinga sem þessa er ekki eingöngu bundið við þá miðlun staðreynda, sem þar fer fram. Gildi þeirra fer ekki síður eftir þeim kynnum sem menn öðlast á mönnum, viðfangsefnum og viðhorfum. Slík kynni eru jafn an vekjandi oig hvetjandi, þannig að ósjálfrátt hljóta menn að líta í eigin barm og spyrja hvernig málum sé hér háttað. Slíkur samanburður er líklegri en flest annað til þess að hvetja til að bet ur verði gert, — að það sem gert hefur verið verði endurskoðað og endurmetið með hliðsjón af nýjum viðhorfum. Allri mennimgar- og fræðistarf- serni á íslandi er jafnan hætta búin vegna mannfæðar. Hún leið ir til þess, að iðkendur hverrar fræðigreinar hljóta að verða fáir en það veldur því, að nauðsyn- lega viðmiðun er ekki að fá í landinu sjálfu, og þá skortir um leið það aðhald og þá ögun, sem hún veitir. Af þessum sökum verða íslendingar að leita út fyr ir landssteinanna til þess að geta igert sér grein fyrir, hvar þeir séu á vegi staddir, og einmitt þess vegna geta mót og þing sem sagnfrjeðingaþingið, — og raunar fjölmörg önnur — haft mikið gildi. Þótt íslendingar taki nú æ virkari þátt í hvers konar sam- starfi þjóða, verður það ekki sagt um sagnfræðingaþing þessi, þótt undarlegt megi virðast, þeg ár haft er í huga það, sem sagði í upphafi þessarar greinar. Er mér aðeins kunnugt um,- að tveir íslenzkir sagnfræðingar hafi áður flutt fyrirlestra á þing um þessum, Barði Guðmundsson, þjóðskjalavörður, flutti fyrirlest ur á slíku þingi árið 1939 og Björn Þorsteinsson-cand. mag. ár ið 1957. Kann þó að vera, að um fleiri sé að ræða, þófct ekki sé mér um það kunnugt. Nokkrum sinnum hafa íslendingar sótt slíik þing — þess má t.d. geta, að dr. Jón Þorkelsson, þjóðskjalavörð- ur, sótti 1. norræna sagnfræðinga þingið árið 1920. Fjölmargir létu það í ljós á þessu þingi, að þeir söknuðu ís- lendinga og óskuðu virkari þátt- töku þeirra en verið hefur. Er þess að vænta, að íslenzkir sagn fræðingar komi til.móts við þess ar eindregnu óskir starfsbræðra þeirra á Norðurlöndum. Nánara samstarf mundi vera mikils virði — þar gæfist íslendingum kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og mundu þá um leið kynna þátt íslenzkrar menn ingar, sem jafnan hefur verið veigamikill. Hitt væri þó ekki síður um vert, að þau kynni sem stofnazt mundu, yrðu íslenzkri sagnfræði til mikillar eflingar og þroska. VETTVANGUR Páll Kolka skrifar Vettvangsgreinina í dag og ræðir þar einkum viðbrögð ýmissa góðra borgara við hátterni og tilhneigingum blaðamannsins s.a.m. MAÐUR er nefndur Sigurður A. Magnússon — skammstafað s.a.m. Hánn er bjartur yfirlitum og ljós á skegg og mun því líkjast Væringjum þeim, sem gengu í þjónustu stólkonungsins 1 Mikla- garði fyrir þúsund árum, enda hefur hann sjálfur verið suður þar, eins og Halldór, sonur Snorra goða. Hin fræga lýsing Gríms Thomsens á Halldóri á þó ekki að öllu leyti við s.a.m., sem er að vísu stilltur og stórlundað- ur, en ekki að sama skapi fá- talaður. Ekki er mér kunnugt um bernskubrek s.a.m., en trúað gæti ég því, að hann hafi haft freistingu til að klípa í skottið á köttum, sem sátu feitir og sjálf- umglaðir úti I sólskini og lyngdu augum. Varla mun hann heldur hafa verið frábitinn því að sprengja púðurkerlingar í nánd við pilsfalda og buxnaskálmar ftruverðugra borgara, sem hon- um virtist hátíðlegir úr hófi fram. Þessar ályktanir mínar um sálarlíf s.a.m. og fyrri lífsvenjur dreg ég af því, að þrátt fyrir kynni sín af hugarró Indverja og heimspeki Platós virðist hann enn hafa freistingu til að sprengja púðurkerlingar á al- mannafærL Gerði sú hæstan hvelL sem hann varpaði fram í ritdómi um bók Kristjáns Al- bertssonar um Hannes Hafstein. f hálfa öld höfðu flestir íslend- ingar lifað í þeirri trú, að stjórn- málastefna Hannesar hafi fyrst og fremst haft þann tilgang að selja vora ástkæru fósturmold undir ævarandi yfirráð og áþján Dana, en þeim svívirðilega til- gangi hafi verið hrundið 1908 af Valtýingum og Landvarnarmönn- um, sem skrýddir voru hertýgj- um Ijóssins, girtir sverði réttlæt- isins og hafandi fyrir sér flekk- lausan skjöld föðurlandsástarinn- ar. S.a.m. fór harkalegum orðum um þessa arfhelguðu söguskýr- ingu og mun uppþot það, sem af hlauzt, flestum svo í fersku minni, að upprifjun þess er óþörf. Næsta strákapar s.a.m. er að vera með skæting á almannafæri út af því, að menn, sem sam- kvæmt tuttugu síðustu árgöngum skattskrárinnar eru fátækir eða í bezta falli bjargálna, skuli byggja sér miljónahallir, aka um landið á bílum, sem kosta árslaun eins prófessors, og skreppa einstöku sinnum suður á Spán eða Ítalíu til þess að fá sér matarbita á einhverju hóteli bændasamtak- anna í þeim löndum. Samkvæmt vísdómsfullri skattapólitík Ey- steins Jónssonar, sem hefur ver- ið löghelguð fram á allra síðustu ár, bar að vísu hverjum góðum íslendingi, sem hafið tekjur fram yfir þurftarlaun, að halda tíu aurum af hverri krónu sinna um- framtekna handa sjálfum sér, en afhenda til opinberra þarfa þá níutíu aura, sem afgangs voru. Það sýnir bezt, að hægt er þjóna bæði föðurlandinu, flokknum og Mammoni, að sumum harðvít- ugustu fylgismönnum Eysteins hefur tekizt með fyrirhyggju og sparnaði að láta eftir sig nokkra tugi milljóna, hvað þá hinum, sem hafa ofurlítið hagrætt fram- talinu sínu. Ber ekki að fagna því, að ísland skuli vera svona gott land og landsmenn svona flínkir í fjármálum? Síðasta hrekkjabragð s.a.m. við almenningsálitið er að láta í ljós efa um það, að boðun kristin- dómsins eigi að vera fólgin í hjali um lækjarnið og lóuklið, blómaangan og bjarkailm, jafn- vel gæftir og grassprettu, sem öll okkar velferð byggist á — a.m.k. hérna megin grafar. Eitt af merkustu blöðin landsins hefur líka sýnt það í ritstjórnargrein, að s.a.m. er með þessu orðinn sannur að sök um kreddufestu, sem ætti að vera óheimil í trú- frjálsu landL en auk þess að hann hafi gert sig sekan um fjandskap við náttúruvísindin. Ríkisútvarpið birti þennan dóm og nefndi s.a.m. með fullu nafni, enda þótt það hlífist annars við að birta nöfn dómfelldra glæpa- manna, ef þeir hafa lotið að minnu en mannsmorði. Hvað á að gera við menn eins og s.a.m., sem eru svo ósvífnir að draga í efa flekkleysi ís- lenzkra stjórnmálamanna, ráð- vendni sumra íslenzkra skattgreið enda og kristilega andagift sumra íslenzkra presta? Er þetta ekkL eins og blaðið sagði og birt var í Ríkisútvarpinu, hreinn og beinn fjandskapur við náttúruvísindin, a.m.k. þann hluta þeirra, sem fjallar um náttúru íslendinga? Hvað á að gera við menn, sem eru sífellt að klípa í skottið á okkur, þegar við sitjum úti í sól- skini velsældarinnar, lygnandi augum í rósemi sjálfsblekkingar- innar og lífslyginnar? Er nóg að hvæsa að þeim og klórá þá, eða á að fá eitthvert fressið til að bíta þá hreinlega á barkann? Eða — skyldi það ekki geta verið hollt að hrökkva stundum dálítið við, þegar værðin er að blinda okkur fyrir eigin ágöllum? Líka má á það líta, að ýmsum mönnum með heilbrigðan safa i æðum þykir í aðra röndina dá- lítið gaman að hrekkjabrögðum og hressilegu orðbragði. Það er eins og krydd í daglegan og held- ur bragðdaufan plokkfisk blaða- mennskunnar. P. V. G. Kolka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.