Morgunblaðið - 17.09.1964, Blaðsíða 20
20
MORGU N BLAÐIÐ
Fímmtudagur 17. sept. 1964
HERMINA BLACK:
Eitur og ást
— Óskarðu þér ávisanaheftis í jólagjöf? Xil hvers ætlarðu að nota
það, þegar við höfum greitt jólareikningana?
ert til að fara í reiðföt og sitja
og bíða þangað til hann kæmi.
Hún gat varla trúað því, að hún
hefði trúlofazt í morgun •— hváð
sem öðru leið var þetta lengsti
dagurinn í aevi hennar. Nú ætti
Blake að vera kominn, eða hafa
gert henni orð, ef hann þá ekki
— ef hann þá ekki hefði iðrast
eftir allt saman. Kannske hefði
hann sagt þetta, sem hann sagði
í nótt, eingöngu af því að hann
vorkenndi henni, — af því að
henni leið illa útaf þessu, sem
hún hafði heyrt um föður sinn.
Það er stundum óheppilegt að
hafa of ríkt ímyndunarafl •— sér
staklega ef maður er ástfanginn.
Corinna gekk eirðarlaus fram og
aftur um stofuna. Nú var hún
komin að þeirri niðurstöðu, að
Blake gæti ekki fengið sig til að
sjá hana aftur. En svo varð henni
litið út um gluggann, og þá kom
hún auga á hann. Hann stóð úti
á pallinum og horfði upp í glugg
ann hennar.
Hann kom inn og rétti fram
báðar hendurnar móti henni. Og
á stuttri sekúndu var allur ótti
og efi horfinn. Hvað þurfti hún
að óttast þegar Blake var hjá
henni og varir þeirra mættust.
Loks sleppti hann henni úr
faðminum, ýtti henni frá sér og
virti hana fyrir sér. — Lofðu
mér að sjá þig, elskan mín. Er
þetta þú sjálf? Og á ég þig?
— Já, sagði hún og tók öndina
á lofti. — Og ég sem hélt að þú
mundir ekki koma!
26
— Það er ekkert við því að
segja, sagði hann alvarlegur. —
Það ætti ekki að leyfast, að dag
ar séu eins langir og þessi hefur
verið. Finnst þér ekki að mínút
urnar i hverjum klukkutíma hafi
verið tvöfalt fleiri en venjulega,
— og auk þess miklu lengri mín-
útur?
— Ég veit ekki annað en það,
að mér fannst tíminn standa
kyrr.
— Það er sjálfri þér að kenna.
Þú sagðir að ég mætti ekki koma
fyrr en þetta. Ertu nú búin með
þessa vinnu þína?
— Já, fyrir löngu.
— En hversvegna í ósköpunum
. . . byrjaði hann, en fannst svo
ekki vert að fara lengra út í þá
sálma, en kyssti hana í staðinn.
— Elskarðu mig?
— Já, svo mikið, að ég er
hrædd!
— Þú hefur í rauninni gert mig
hræddan líka, sagði hann. Hann
hafði verið að spyrja sig um það
í allan dag, hvort það sem gerðist
í nótt stafaði eingöngu af því að
hún hefði verið þreytt og ein-
mana.
Hann hefði helzt viljað sitja
svona með hana í faðminum til
eilífðar, af því að hann hafði
þurft að vera án hennar svona
lengi. En hús með mörgum opn
um gluggum og mörgu vinnu-
fólki, er ekki ákjósanlegur sama
staður fyrir elskendur. Loks
sleppti hann henni.
— Ég sé að þú hefur ekki farið
í reiðföt, og það var gott. Því
að við förum ekki á hestbak í
kvöld. Farðu og náðu þér í hatt
og kápu. Við skulum bregða
okkur í bæ, sem heitir Tel-el-
Karim.
Tel-el-Karim var í eyðimerkur
jaðrinum, um tuttugu mílur frá
búgarði frú Glenister og kring-
um fimmtán mílur frá Simoni
Zenoupous. Einn af þessum litlu
einkennilegu smábæjum Egypta
lands — nokkur hvít hús kring
um torg með gosbrunni og gyllta
turna samkunduhússins í baksýn.
Þar var líka gistihús, sem ferða
menn frá Evrópu dvöldu í stund
um. Áður en gjaldeyrishömlurn
ar komu, var þetta gistihús rek
ið af þýzkum manni og með
venjulegum þýzkum dugnaði. En
nú var það stór og digur fri sem
rak það; hann hafði komið suður
til þess að berjast 1 8. hernum
og orðið heillaður af þessum litla
hvíta bæ og afréð að setjast þar
að, þangað til heimþráin togaði
hann til írlands aftur.
BJake vissi að flugmennirnir
voru ekki vanir að fjölmenna í
gistihúsið þetta kvöld, til þess
að snæða kvöldverð. En slangur
af þeim sat innst á svölunum
þegar Corinna og Blake óku í
hlaðið. En engir þeirra þekktu
þau, og þeir fóru á burt þegar
þau komu, svo að ekki voru aðr
ir þarna en þau, og tveir skeggj
aðir Arabar, sem voru að drekka
kaffi og töluðu saman af kappi.
Blake og annar þeirra litu hvor
á annan, en þeir virtust ekki
þekkjast. En margir Arabar
þekktu hinn háa föngulega Breta
í sjón, þó að þeir létu ekki á
því bera, svo aðrir sæju.
Blake hvarf frá Corinnu nokkr
ar mínútur og fór inn til þess að
spyrja um, hvað hægt væri að fá
að borða. Hún hallaði sér aftur í
stólnum og horfði á fólkið, sem
gekk um torgið, og á gosbrunn
inn, sem jós úr sér vatninu á
miðju torginu. Nú var sólin að
ganga til viðar, og rödd heyrðist
úr háum turninum, til að minna
hina rétttrúuðu á, að snúa sér til
Allah og gera bænir sínar. Ar-
abarnir stóðu upp, sneru sér í átt
ina til Mekka og féllu fram og
báðust fyrir. Corinna horfði á
sólarlagið og friður var í hjarta
hennar.
Hún fann, að það að elska var
að vera miklu nær guði, og hún
var forsjóninni innilega þakk-
lát fyrir að hafa fundið Blake og
eiga að vera förunautur hans
ævilangt.
Meðan þau voru að borða varð
himinninn alstirndur, en glerhlíf
arnar á svölunum hlífðu þeim
við kaldri golunni frá eyðimörk
inni. Arabarnir voru nú farnir,
og Corinnu þótti vænt um, að fá
að vera þarna ein með Blake.
Þau höfðu margt að tala saman
um, en hvorugt þeirra hafði enn
minnzt á veizluna hjá Zenoupous
kvöldið áður. Blake sagði henni
að frú Glenister hefði breytt áætl
un og mundi ekki fara fyrr en
eftir hálfan mánuð.
— Mér þykir vænt um það,
sagði Corinna. — Ég sagði þér
að ég mundi sakna hennar og
finnast ég vera einstæðingur þeg
ar hún væri farin.
Það munaði minnstu að hún
spyrði: — Og hvar verður þú eft
ir hálfan mánuð? En hún var
hrædd um, að svarið mundi
spilla rónni, sem nú var yfir
henni.
Þau voru búin að borða og
kaffið var borið á borð. Augu
þeirra mættust, og Corinna fann
að ástin sem hún hafði eignast
var dýrmæt gjöf. Henni fannst
óhugsandi, að nokkuð gæti spillt
henni. Eva var svo örúgg í Para
dís sinni, að hana dreymdi ekki
um höggorminn.
Blake laut fram á borðið til
hennar og sagði: — Elskan mín,
það eru tvær ástæður til þess að
ég fór með þig hingað. Sú fyrri
er, að þetta er einn af þeim
fáu stöðum, sem við getum verið
ein. Og í öðru lagi þarf ég að
tala við þig um mjög mikilsvert
mál.
— Já, svaraði hún — hálfveg
is spyrjandi.
Hann lyfti brúnum. — Skil-
urðu ekki hvað ég á við þegar ég
minnist á mikilsvert mál? sagði
hann. — Hvað er orðið af allri
greindinni yðar, ungfrú Langly?
Jú, elskan mín, fyrsta og mikl
vægasta málið er þetta: hve fljótt
þú .vilt giftast mér. Finnst þér of
snemmt að gera það í næstu
viku?
— Ó, Blake, sagði hún, ■— þú
ættir að vita, að þó að þú hefð-
ir sagt „á morgun", mundi natr
ekki þykja það of fljótt. En hef
urðu hugsað til prófessorsins? Ég
get tæplega brugðizt honum og
farið frá honum fyrirvaralaust,
Blake hnykklaði brúnirnar. —
Hann skilur vafalaust, að þetta
hlýtur að breyta öllu.
— Jú, hann mundi vafalaust
skilja það — uppá sína vísu. En
þó hann féllist á að láta mig
hætta, svo að segja fyrirvara-
laust, þá finnst mér varla að ég
geti farið fram á það . . . þú
veizt að prófessor Lediard réð
mig hingað. Við gerðum engan
samning, en það var frá upphafi
gert ráð fyrir, að ég yrði hérna
þangað til hann væri búinn með
bókina sína. Og nú hef ég fyrir
liggjandi kynstur af minnisgrein
um og langa kafla af bókinni —
hraðritað. Og þetta verður að véi
ritast, og enginn nema ég getur
lesið úr hraðritinu mínu.
Kópavogur
Afgreiðsla Morgunblaðsins í
Kópavogi er að Hlíðarvegi 61,
sími 40748.
Garðahreppur
Afgreiðsla Morgunblaðsins :
fyrir Garðahrepp er að Hof-
túni við Vífilsstaðaveg, sími
51247. 1
Hafnarfjörður
Afgreiðsla Morgunblaðsins .
fyrir Hafnarfjarðarkaupstað
er að Arnarhrauni 14, símiv
50374.
Keflavík
Afgreiðsla Morgunblaðsins j
fyrir Keflavíkurbæ er að
Hafnargötu 48.
BLAÐADREIFING
FYRIR !
Morgunblaðið þarf þegar í stað að ráða fólk til blaðadreifingar
í þessi blaðahverfi:
■ÍT Sörlaskjól — Lnyghagi — Hagamel — Fálkagata.
ÍT Laugavegur frá 105—177 — Miðtún.
ÍT Barónsstígur — Skeggjagata.
★ Skúlagata — Sjafnargata — Langholtsveg I
ÍT Suðurlandsbraut.
ÍT Gjörið svo vel að hafa samband við afgreiðslu
Morgunblaðsins.
sími 22480.
KALLI KUREKI
Teiknari; J. MORA
— Eí Kalli verður á vegi þínum,
þar sem þú ert að reka kýrnar hans,
máttu búast við kúlnaregni. Nú skal
ég sjá til þess, að Litli Bjór reki 30
kýr úl í kjarrið, en þú skalt fara aft-
ur til borgarinnar. Svo geturðu sótt
þær á morgun — við uppsprettuna.
á perunni, um.
— Loksins kviknaði
segir Brandur.
— Eftir því sem Brandur telur
kyrnar, rekur Litli Bjór þær aftur
inn í girðinguna. Skröggur rekur
þær síðan út aftur, hverja á fætur
annurri, framhjá fjárhættuspilaran-
— Jæja, þá er hann farinn, án þess
að gruna nokkuð, segir Litli Bjór. En
á morgun kemur hann til þín með
bvssuna á lofti.
— í>á verður Kalli kominn hingað,
því að þú átt að síwuja hann alveg
eins og skot.