Morgunblaðið - 09.10.1964, Side 25

Morgunblaðið - 09.10.1964, Side 25
FöstuSagur 9. okt 1954 MORCUNBLAÐIÐ 25 100 ára minning Sr. dlafur Magnússon, Arnarbæli Frú Lydia Angelika og sr. Ólafur Magnússon. ÞANN fyrsta október s.l. voru liðin 100 ár frá fæðingu sira Ólafs Magnússonar í Arnarbæli í Ölfusi. Hann var fædduj- að Viðvik í Viðvikursveit í Skaga- firði. D. 12. ágúst 1947 að Öxna- læk í ölfusi. Hann var sonur þeirra hjóna Magnúsar Árna- eonar, trésmiðs, og Vigdisar Ólafsdóttur, prests í Viðvík. Flutt tist þau hjón snemma til Rvíkur og stundaði Ma.gnús þar trésmíð sr. Síra Ólafur útskrifaðist úr pre.vtaskólanum í Reykjavik 24. ágúst 1887. Honum voru veittir Eyvindarhólar sama ár, en hann tók aldrei við því brauði, heldur BÓtti hann um Sandfell í öræ-f- um og fékk veitingu fyrir því 1838. Þjónaði hann því embætti í 15 ár, eða þar til að honum var veitt Arnarbæli í Ölfusi 1903. Þegar bann varð sjötugur og samkvæmt lögum, varðandi ald- ur embættismanna, hefði átt að iáta af embættti, sendu sóknar- börn hans beiðnisbréf il kirkju- málaráðuneytisins, þess efnis að mega njóta þjónustu hans lengur, þar sem starfskraftar hans virt- ust óskertir. Var sú bón veitt, og þjónaði hann því Ölfusþingum, 6amfleytt í 37 ár. 1940 fékk hann lausn frá prest- skap. Hann var skipaður próf- astur í Árnesprófastsdæmi frá 1926. Þegar hann lét af embætti, t>á hafði hann þjónað samfleytt í 52 ár og þá orðinn 76 ára. Margur mundi þá hafa þörf fyrir hvíld, en það var eins og síra Ólafur þyrfti aldrei að hvíl ast. Því var það, að hann gegndi prestþjónustu í Stokkseyrar- ' prestakalli 1941—1943 í veikinda forföllum síra Gísla Skúlasonar, 1 Mosfellsprestakalli í Grímsnesi 1945—1946 í forföllum síra Guð- mundar Einarssonar, og í Breiða Ibólstaðarprestakalli í Fljóts’hlíð júní og ágúst 1946 í veikinda- forföllum síra Sveinbjörns Högna sonar, þá orðinn 82 ára. Hann sat í landsdómi og sýslunefndar- maður var hann í Austur- Skafta fellssýslu og í Árnessýsiu. Hann mætti á lútherska kirkjuþinginu í Kaupmannahöfn 1929, ásamt fjórum öðrum prestum og voru þeir fulltirúar íslands á því þingi. Að framanskráðu má geta sér •til, hverrar virðingar hann naut hjá sóknarbörnum sínum, eins og beiðnisbréfið ber með sér. Persónulega er mér kunnugt um, að vinátta hélzt með honum og Öræfingum óslitin, þó „vík væri milli vina“ og minntist hann (þeirra jafnan með hlýju-m huiga. ÍFraman ritað sýnir einnig, að síra Ólafur hafi mörg jám í eld- inum og þjónaði embætti sínu og öllum trúnað.arstörfum af þeirri alúð og kostgæfni, sem ein lcennir siannan mann og þjóðfé- ’lagsþegn. Starfsorka hans var frá bær, og lífsgleðinnar naut hann í starfinu. Ekki aðeins sem em- bættismaður, heldur féla-gi og þá Ikem ég að þeim þætti í lífi hans, sem ekki hvað sízt gerir hann minnistæðan, en það er skerfur sá, sem hann lagði til menningar mála héraðsins í aukinni þekk- ingu á tónlistinni. Það starf hans mun seint metið, og sá óhemju tími og orka, sem hann lagði í þann hlut verður ekki vaginn. En þeir, sem nutu þessarar þekk jngar og niðjar þeirra, sem hann kvo fúslega miðlaði þeim, munu búa að henni meðan líf endist, og <3ýpra ma taka í árinni, því áhrif Blíks menningarstarfs á líf héraðs búa verða aldrei rakin, en hins- vegar orka þau á mannssálirnar, eins og súrefni loftsins á jarðar- gróöur. Þegar síra Ólafur kom að Arn- erbælisþingum þá var aðalkirkj- an í Amarbæli en annexiur að Reykjum og á Hjalla. Árið 1909 voru Arnarbælis- og Reykjasókn- ir sameinaðar og þá byggð ný kirkja að Kotströnd, sem enn Btendur. Þá stofnaði síra Ólafur íyrsta visi að blönduðum kór, sem átti að syngja við allar guðs þjónustur og kirkj uathaf nir. Ekki var leitað langt til fanga til þessa fyrirtækis, því meðlimir kórsins voru aðallega ung- menni úr Arnarbælishverfinu, og þeirra á meðal þrjú börn prestsins, sem öll höfðu sérlega fallegar raddir og músiknæmi, sem var þeim í blóð borið. Vig- dís rneð sópran rödd, Louisa, alt- rödd og Þorvaldur baritonrödd, en þá vantaði organistann. Pró- fastur hafði álit á ungum manni, sem Sigurður beitir Steindórsson frá Egiilsstöðum. Hann var dubb- aður upp og sendur til náms í orgelleik til Sigfúsar Einarsson- ar. Að örstuttum tíma liðnum hvarf Sigurður heim og varð fastur organisti við Kotstrandar- kirkju ti‘1 ársins 1911, en þá tók við því starfi Louisa dóttir prests ins og gagnir því starfi enn í dag með miklum sóma. , Komu nú fljótt í ljós músik- hæfileikar síra Ólafs. Hann færði út kvíarnar og veturinn 1917 efndi hann til söngnámskeiðs að Þjórsártúni og síðar veturna 1918 og 1919 að Eyrarbakka. Mun hafa verið 50—60 manns á nómskeiðunum, þegar flest var. Síra Ólafur kom fljótt auga á tvo unga menn á fyrsta nám- skeiðinu, þá Kristin Ingvars- son, organleikara í Laugarnes- kirkju og Kjartan Jóhannes- son á Stóra-Núpi sem verið hef- ur kennari í orgelleik í Árnes- sýslu um tugi ára. Vart er hægt að hugsa sér hversu djúp áhrif störf þessa manns hafa haft á ungar og næmar sálir, sem höfðu hlotið tónnæmi í vöggugjöf, en engin skilyrði til að þroska þann hæfileika. Verður slíkt starf al- drei metið að verðleikum. Það þarf varla að taka það fram, að sr. Ólafur sitofnaði bland aðan kór í Hveragerði, það var svo sjálfsagt, að þar sem hann var, þar var sungið. Þessi kór hafði góðu fólki á að skipa og skilaði hlutverkum svo vel, að af bar. Tónlistin var lífsnaufn hans. Þegar hann þjónaði í Stokkseyr- arprestakalli 1941—1943, þá kom inn fast að áttræðu, var ekki prestsþjónustan nægilegur vett- vangur fyrir þennan mann. Lífs- orkan virtist ótæmandi, og varð að hafa útrás. Þá fór hann að kenna í barnaskólanum á Eyrar- bakka og þá vitanlega meðal annars söng. Svo lifandi og lífs- glaður var þessi maður, að það var líkast sem frískt loft streymdi um bæinn, er hann bar að garði. Minni hans var með afbrigðum, og þá gleymd- ist tíminn, er hann rakti atburða rás liðinna tíma. Er skaði, að hann skyldi ekki festa það á blað. Árið 1888 giftist síra Ólafur Magnússon Lydiu Angeliku, dóttur Ludvigs Arne Knudsens, bókhaldara í Reykjaví’k, hinni glæsilegustu konu. Sem síra Ólaf ur var félagsilyndur og vegna embættis og annarra starfa þurfti að vera mikið að heiman, var frú Lydia aftur á móti hlédræg og heimakær, en hún þjónaði sínu embætti með afbrigðum. Með tiginlegri framkomu og hljóð látu fasi, yrkti hún heimilis- reitinn sem hefðarkonu sæmdi. Dró því Arnarbæiisheimilið að sér margan gestinn, og það var enginn tilvi’ljun, að menn eins og Sigfús Einarsson dvaldi þar á sumrum með fjölskyldu sinni eða einn og var mikill heimilisvinur þar. Urðu þar mörg lög hans til. Sigvaldi Kaldalóns var heil- an vetur hjá þeim Arnarbælis- ‘hjónum, er hann las undir kandi- datspróf. Þar kom einnig and- inn yfir hann. Lýsir það einnig heimilinu að vera valið sem konungsbústaður, er Friðrik VIII, var á ferð um ísland 1907. Það var heldur engin tilviljun. Það má segja, að í Arnarbæii væri opið hús æðri sem lægri, og gestrisni þeirra prófasthjóna rómuð mjöig. Þeir voru heldur ekki vegnir bitarnir, sem stun.g- ið var upp í svanga munna smæl ing'janna, sem leituðu þangað, þegar svarf að í hörðum árum. Síra Ólafur hafði mikla og fagra tenorrödd, en það skapar sérstakan blæ í messugjörð, ef prestar tóna fallega. í þessu sam bandi get ég ekki stillt mig um að geta þess, að í fórum Ríkis- útvarpsins er grammófónplata, þar sem síra Ólafur les og syng- ur hina svokölluð „tónbæn" rúm lega 80 ára, en það er bæn, sem ævinlega var sungin í presta- skólanum gamla á undan fyrstu kennslustund, og þá vitanlega til þess valdir, þeir sem fallegasta höfðu röddina. Undrar það eng- an, sem heyrði síra Ólaf tóna, að hann skyldi hafa þennan starfa, meðan hann var í presta- skólnum. Sóknarnefndir í ölfusi og Sel- vogi hafa í tilefni þessara tíma- móta ákveðið að minnast hins látna og vinsæla prófasts síns, með því að fá eftirmann hans, síra Gunnar Jóhannesson í Skarði, núverandi prófast Árnes- prófastsdæmis, ti-1 að minn-ast hans í Kotstrandarkirkju við guðsþjónustu, sem haldin verður á sunnudaginn kemur, eða þann 11. þm. Sigrún Gísladóttir. íbúð til leigu Sá sem getur lánað eða út- vegað að láni kr. 100,000, get- ur fengið leigða góða 3ja herb. íbúð, með hóflegri leigu. — Tilboð merkt: „Beggja hagur —9395“ sendist Mbl. fyrir 13. október. — Loftleiðir Framhald af bls. 8 á blaðamannafundi í Stokkhólmi að innan IATA væri litið „alvar- legum augum“ á starfsemi Loft- leiða. Hitt var þó sannast mála, að það var SAS eitt sem leit starf- semi íslenzka flugfélagsins „alvar legum augum" og ekkert annað flugfélag átti þar nokkurn hlut að máli. í janúar 1963 baðst SAS leyfis af IATA og var veitt það, til þess að hefja flug með venju- legum skrúfuvélum á Atlants- hafsflugleiðinni fyrir sama verð og Loftleiðir. Nú átti að ganga milli bols og höfuðs á íslending- um. En skrúfuvélaævintýri SAS gekk ekki alls kostar eins og til var ætlast. Neytendur voru nógu klókir til þess að slá skjaldborg um Loftleiðir. Það var nefnilega ekki erfitt að gera sér grein fyrir því hvað verða myndi, ef fslend- ingar yrðu undir í samkeppninni. Þá myndi SAS hætta hinum ó- dýru flugferðum sínum og fasta- verð flugfélagasamsteypunnar stæði óbreytt. Hvað sem því leið, hætti SAS bráðlega við hinar ó- dýru skrúfuvélaferðir sínar af þeirri einföldu ástæðu að þær skiluðu halla. SAS hafði gert sér Ijóst, að í maímánuði 1960 var gerður loftferðasamningur við ísland. Þessi samningur er í engu frá- brugðinn öðrum loftferðasamning um, sem Svíþjóð hefur gert við önnur erlend ríki. EN — samn- ingi þessum fylgir viðbótar- ákvæði. Og klausan sú er stimpl- uð: „Leynilegt". „Aftonbladet“ var kunnugt um þessa viðbótarklausu og sneri sér til flugmálastjórnarinnar án þess að vita að hún væri leynileg og baðst leyfis að mega líta á hana. „Talið við skjalasafn utanrikis- ráðuneytisins“, sagði flugmála- stjórnin! — Utanríkisráðuneytið staðfesti svo á þriðjudag, að við- bótarklausan við loftferðasamn- ingana við ísland hefði verið stimpluð leynistimpli samkvæmt 3. grein 1. málsgreinar laga um takmörkun á rétti til dreifingar upplýsinga til almennings. í grein þessari er fjallað um af- stöðu sænska ríkisins til erlendra ríkja. Þeir vita það samt Ekki hvílir þó meiri leynd yfir leynilega viðbótarákvæðinu við loftferðasamningana en svo að fjöldi manna innan flugmálanna Á MIÐVIKUDAGSKVÖLD var framboðsfrestur í Sjómannasam- bandi íslands útrunninn, til full- trúakjörs sambandsins á 29. þing ASÍ. Aðeins einn listi hafði þá borizt frá stjórn sambandsins og urðu þeir menn því sjálfkjörnir, sem á honum voru, en þeir eru: Aðalfulltrúar: Bjarni Sumarliðason, Mela- braut 7, Hafnarfirði. Björn Pálsson, Háaleitisbr. 44, R. Garðar Jónsson, Skipholti 6, R. . Geir Þórarinsson, Keflavík. Guðmundur H. Guðmundsson, Ásvallagötu 65, Rvík. Guðmundur Hallvarðsson, Hrísa- teig 37. Hilmar Jónsson, Nesveg 37, R. Jón Helgason, Hörpugötu 7, R. Jón Júníusson, Meðalholti 8, R. Jón Sigurðsson, Kvisthaga 1. Jónas Sigurðsson, Arnarbr. 22, Hafnarf. Karl E. Karlsson, Skipholti 6, R. Kristján Jóhannsson, Njálsg. 59, Reykjavík, Loftleiðum varð ekki komið fyrir kattarnef. Þá var það sem farið var að tala um samvinnu. Við- ræður hófust í Reykjavík í febrú- ar í ár, en árangur þeirra varð enginn. Samkvæmt fundartil- kynningu voru viðræður þessar „vinsamlegar". En þar með var líka vináttan úti. 1. apríl í ár lækkuðu IATA-félögin fargjöld sín niður á móts við Loftleiðir. (Reyndar hafði verið lýst yfir því, nokkrum mánuðum áður, að slík lækkun væri „óhugsandi“ — af henni myndi hljótast stórkost- legt tap — en nú var hún eftir allt saman harla vel framkvæm- anleg). Loftleiðir svöruðu fyrir sig og vildu lækka fargjöld fé- lagsins, til þess að halda þeim mun sem var á fargjöldum þeirra og því sem keppinautarnir buðu. En þá sagði sænska flugmála- stjórnin: „Hingað og ekki lengra“. Ný árás íslendingum v-ar þröngvað til þess að minnka lækkun sína um helming og vísað til hinnar leyni- legu viðbótarklausu við löftferða samningana. Og þeir létu undan. Nú er verið að undirbúa nýja árás af hálfu flugmálastjórnar- innar. Það er kominn tími til þess að almenningsálitið í Svíþjóð taki af skarið, láti til sín heyra: Nú er nóg komið af svo góðu. Látið Loftleiðir í friði! veit mætavel hvað í því stendur. í aðalsamningnum er að sjálf- sögðu mjög frjáslega kveðið á um öll réttindi landanna. Þar er flug- vélum beggja landanna veitt heimild til þess að lenda, hefja sig til flugs og taka farþega, hvort í annars landi, að því til- skildu að virtar séu ákvéðsar reglur um öryggisráðstafanir og fjarskiptatækni. • ’ >r Orðin tóm En í leyniklausunni, sem þröngvað var upp á hina íslenzku samningsaðila, er að finna ákvarð anir, sem í raun og veru gera hin frjálslegu ákvæði samningsins sjálfs að engu. Með klausu þess- ari eru íslendingar og Loftleiðir í raun og veru hnepptir í mjög aðskorna spennitreyju. Og það er skiljanlegt, að sænsk stjórnarvöld telji það ekki heppilegt að þetta skjal komi fyrir augu almenn- ings. „Aftonbladet" hefur i dag átal- ið harðlega þá ákvörðun sænska utanríkisráðuneytisins að setja leynistimpil á viðbótarklausu þessa við loftferðasamningana við ísland. Kristján Jónsson, Hellisg. 5, HL Magnús Guðmundsson, Felli, Garðahreppi. Ólafur Sigurðsson, Brúnav. 7, R. Óli Bardal, Rauðalæk 59, R. Pétur Sigurðsson, Tómasar- haga 19, R. Pétur Thorarensen, Laugal. 6, R. Ragnar Magnússon, Grindavík. Sigfús Bjarnason, Sjafnarg. 10, R. Sigríkur Sigríksson, Akranesi. Sigurður Pétursson, Hverf. 34, Hf. Sigurður Sigurðsson, Gnoða- vogi 66, R. Sigurður Sigurðsson, Bergþóru- götu 33, R. • ÖIRGIR ISL GUNNARSSON Málflutningsskrifstofa Lækjargötu 63. — 111. hæð EGILL SIGURGEIRSSON Hæstaréttarlögmaður Má 1 f 1 u tn i ngssk r i fstof a Ingólfsstræti 10 - Simi 15958 Aftonblaðið ákærir Leynilegur stimpill á samningsákvæði Fulltrúar SJómanrasam- bardsins sjálfkjörnið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.