Morgunblaðið - 20.10.1964, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.10.1964, Blaðsíða 5
5 Þriðjudagur 20. okt. 1964 MORGU NBLAÐIÐ Svona má ekki leggja Á miðri Hverfisgötunni á umferðartíma lagði einn bílstjórinn bílnum sinum svona. Sveinn Þormóðs- *on tók þessa mynd um daginn. Eins og allir vita, er Hverfisgatan ein mesta umferðaræð borgar- innar, og er það furðulegt, að menn skuli gera annað eins og þetta. Svona menn eiga ekki að hafa ökuskirtein;, nema að læra upp á nýtt allt um bifreiðastöður og þá ekki síður um háttvísi í umferð. Svona má alls ekki leggja bíl, þótt ekki sé á Hveríisgötunni. Hjálprœðisherinn Samkomur fyrir unga og eldri á Hjálpræðishernum. Kl. 6 e.h. á hverjum degi í þess- ari viku eru bamasamkomur á Hjáilpræðishernum . Brigader Rudoif Rompren frá Noregi sýn- ir litskuggamyndir og kvikmynd- ir. Hann syngur einnig og leikur á hljóðfæri. Margir, bæði ungir og eldri notuðu tækifærið til að hlusta á Romoren á sunnudaginn, svo salurinn var fullsetinn mörg um sinnum þann dag. Örugglega koma mörg börn á Heriun í kvöld og á samkomurnar sem eftir eru í vikunni. Efnisskráin verður fjölbreytt. í kvöld kl. 8.30 er æskulýðssamkóma og mikill söngur og hljóðfæraleikur. Brigader Rompren, Auður Eir Vilhjálmsdóttir cand. theol. og fleiri taka þátt. Fimmtudag kl. S.30 er söng og hljómleikasam- koma. Brigader Romdren, Deild- arstjórinn majór Driveklepp o. fl. Á ferð og flugi Akranesferðir með sérleyfisbílum P. Þ. Þ. Afgreiðsla hjá B.S.R. Frá 1 Reykjavík alla virka daga kl. 6 Frá Akranesi kl. 8, nema á laugardögum farið frá Akranesi kl. 8 og kl. 2 frá Reykjavík kl. 2 og kl. 6 Á sunnudög- Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug: Sólfaxi fer til Glasgow og Kaupmarkna hafnar kl. 08:00 í dag. Vélin er væntan Xeg aftur til Rvíkur kl. 23:00 í kvöld. Sólfaxi fer til Glasgow og Kaupmanna hafnar kl. 08:00 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), ísa- fjarðar, Vestmannaeyja, Egilsstaða, Sauðárkróks og Húsavíkur. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), íseifjarðar, Vestmannaeyja, Kópaskers og Þórshafnar. Bimskipafélag Reykjavíkur H.f.: Katla kom tii Rvíkur í gærkvöldi frá Spáni. Asikja fór frá Kaupmannahöfn ».l. laugardagskvöld áleiðis til Rvíkur. H.f. Jöklar: Drangajökull fór 13. l>m. frá Sommerside til Grimsby og Great Yarmouth. Hofsjökull kom í nótt til Gautaborgar og fer þaðan til Len- ingrad, Helsingfors og Hamborgar. Langjökull fór frá Hamborg 17. þm. til Rvíkur. Vatnajökull kom í gær- morgun til Relfast og fer þaðan til Liverpool, Cork, London og Rotter- dam. Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er á Akureyri. Jökulfell fór 1 gær frá Reyðarfirði til London og Rotterdam. Disarfell er á Blönduósi, fer þaðan til Breiðafjarðarhaí la og Rvíkur. Litlafell er væntanlegt til Hafnarfjarð ar á morgun. Helgafell fór 18. frá Seyðisfirði til Helsingfors, Aabo og Vasa. Hamrafell fór 14. frá Aruba til íslands. Stapafell fór í gær frá Rvík til Austfjarða. Mælifell fór 10. frá Archangelsk til Marseilles. Þú rœður hvort þú trúir því Niels Pálsson í Uppsalaborg í Svíþjóð, sem dó á'rið 1907 og var þá 160 ára að aldri, lét eftir sig tvo syni, annan 9 ára en hinn 103 ára! GAIVIALT oc goti Það er svo margt í þokunni býr, ég þori ei einn að ríða, misjöfn dýr mörg um skóginn skríða. Málshœttir Löngum hlær lítið vit. Lýist fiskur er lengi er barinn. >f Gengið >f Gengið 29. september 1964 Kawp Sala 1 Enskt pund .... 119,64 119,94 1 Banoarik.iadollar _ 42 95 43.06 1 Kanadadollar ....... 39,91 40,02 100 Austurr.. sch. 166.46 166,83 100 Danskar krónur .. 620,20 621,80 100 Norskar krönur 600,30 601.84 100 Sænskar krónur ... 384.52 836.67 100 Finnsk mork..» 1.335.72 1.339.14 100 Fr franki ____ 874.08 876.32 100 Svissn. frankar .. 992.95 995.50. 1000 ítalsk. lí^’ir ... 68.80 68.98 100 Gyllini ... 1.191.40 1.194.46 100 V-þýzk mörk 1.080,86 * .083 62 100 B*Jg. frankar .... 86.34 86,56 Þriðjudagsskrítla Tveir meðlimir í „alþýðulög- reglunni“ stóðu vörð við Berlín- armúrinn. — Hvernig lízt þér á ástandið í Austur-Þýzkalandi, spur'ði ann ar. — Mér lízt á það eins og þér, svaraði hinn varfærnislega. — >á verð ég víst, því miður, að taka þig fastan. Við aliarið eftir Sigfús EBíasson SIGFÚS ELÍASSON hefur nýlega gefið út ljóðaflokk: VIÐ ALTAR.IÐ í tilefni af fundi Lútherska heimssambandsins í Reykja- vík. Flokkurinn er í 6 hlutum í 6. flokknum er þetta erindi: Hann biitist oss í bjarma dags, í bláma skyggndra ósa, í seiði fagurs solarlags, í sálum hvítra rósa, í barnsins auga-hjarta hljótt það helgast marga vetrarnótt í nálægð Norðurljósa. — s«* NÆST bezti Gunnar bóndi í Seljatungu er mikill Sjálfstæðismaður, svo sem ýmsir kannast við. Eitt siiin fyrir nokkrum árum brá hann þó á það rá’ð að sækja árshátíð framsóknarmanna í Árnessýslu. Er ekki af því útaf fyrir sig frekar aö segja nema hvað þarna var meðal annara rétttrúaðra framsoknarmsnna Eyþór Einarsson nú bóndi í Kaldaðarnesi, en þeir eru kurmingjar góðir, Gunnar og hann. Mörgum þótti nýstárlegt að sjá Gunnar í þessum hóp og Eyþór, sem er maður vígreifut og oft orðheppin víkur sér að Gunnari og segir: „Jæja hvernig kanntu nú við þig í vorum hóp kunningi". Gunnar svarar, áð heldur virðist sér nú andrúmsloftið þúngt. Þá segir Eyþór: „Það er ekkert að marka það, svona ku það alltaf vera fyrst, þegar menn koma í himnaríki“. Tek að mér dúklagningar og allt sem að því lítur. Ólafur Ingimundarson, veggfóðrarameistari. Sími 51895. Silfurplast einangrun í öllum þykkt- um, til á lager. Þakpappaverksmiðjan Silfurtúni. - Sími 50001. íbúð Hjón með stálpaðan dreng óska etfir 2—3 herb. íbúð. Sími 20974, eftir kl. 5. íbúð til leigu 4ra herb. íbúð til leigu í Kópavogi. Þeir sem áhuga hefðu á þessu, sendi nöfn sín í lokuðu umslagi til Mbl., fyrir 25. okt., merkt: „Goð íbuð—9109. Ung stúlka óskar eftir vellaunuðu skrifstofustarfi. Tilboð merkt: „Stundvís—9110. Tveir páfagaukar og búr til sölu. Upplýsing ar í síma 10134. Takið eftir! Mjög fallegar og sérkenni legar kápur til sölu; einn- ig fermingarkápa og grá tweed dragt með skinn- kraga, ódýr. Upplýsingar í síma 51711. Herbergi til leigu fyrir reglusama stúlku, gegn húshjálp tvisvar í viku. Uppl. á Laugarás- vegi 64. Prjóna „model“-kjóla. Astrid Ellingsen Dunhaga 21 Sími 12774 Valhúsgögn Svefnbekkir, svefnstólar, svefnsófar, sófasett. Munið 5 ára ábyrgðina. Valhúsgögn Skólavörðust. 23. S. 23375. Bókhaldsskrifstofan (Ó. H. Matthiasson) Sími 36744 Tökum að okkur bókhald fyrir stærri og smærri fyrir tæki. Hárgreiðslustofan Venus Grundarstíg 2 A. Lagning- ar, permanent, litamr, hár- skol, við allra hæfi. Gjörið svo vel að ganga inn eða panta í síma 2177L Kópavogur 1—2 herbergi og eldhús óskast til leigu. Uppl. 1 síma 11974 eftir kl. 6. Ævisaga ' Helen Keller fæst 1 öllum bókabúðum og í skrifstofu félagsins. Ingólfsstræti 16. Blindravinafélag íslands. Permanent litanir geislapermanent, — gufu- permanent og kalt perma- nent. Hárlitun og hárlýsing Hárgreiðslustofan PERLA Vitastíg 18A - Sími 14146 4—5 herb. íbúð óskast til leigu. Uppl. í síma 10883 eða 20172. Nýinnréttuð 4ra herb. kjallaraíbúð, ásamt bílskúr til sölu, milliliðalaust. Laus strax. Tilboð sendist Mbl. fyrir fimmtudagskvöld, merkt: „55—9107“. Stýrishjól af Chevrolet, árg. 52 eða 47, óskast til kaups. Sími 37642. Ráðskona óskast Sér íbúð, góð kjör. Upplýs ingar í síma 24366, og eftir kl. 1830 í síma 10135. Gardínuefni (Rayon), Sterk, fjölbreytt litaval, — Ódýr. Haraldur Sveinbjarnarson Snorrabraut 22. Sniðkennsla Næsta kvöldnámskeið í kjólasniði hefst mánud. 26. október. Sigrún Á. Sigurðardóttir, Drápuhlíð 48 Sími 19178. Útvarpsvirkjun Ungur maður 17—20 ára, getur fengið vinnu við út- varpsvirkjun strax. Náms- samningur kemur til greina. Uppl. í síma 23220, eftir kl. 6. Frímerki Allstórt frímerkjasafn til sölu, elzt 1873. Væntanleg ir kaupendur sendi nöfn og símanúmer til Mbl. . fyrir 25. þ. m., merkt: 1873 —- 9100“. íslenzk frímerki Mikið af fágætum íslenzk- xxm frímerkjum fyrirliggj- andi. Ennfremur frímerkja album af ýmsum stærðum og fleira. Frímerkjasalan, Njálsgötu 23. Ráðskona Ráðskona óskast til að sjá um heimili fyrir 2 karlmenn. — Upplýsingar í síma 50782. ____________________________ íbúð óskast 2—4 herb. íbúð óskast. Upplýsingar í síma 35365.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.