Morgunblaðið - 20.10.1964, Side 16
16
MORCUNB LAÐIÐ
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Ú tbreiðslus t j óri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
OTRAUST
VIÐSKIPTI
Oér í blaðinu var sl. sunnu-
dag birt grein um kapp
það, sem Rússar leggja á að
stórauka flota sinn, ekki sízt
fiskiskipaflotann, sem þegar
er orðinn geysimikill eins og
kunnugt er, enda áætlað að
Rússar eyði árlega hvorki
meira né minna en sem svar-
ar 13 þúsund milljónum ís-
lenzkra króna í fiskveiðar og
fiskveiðiiðnað sinn.
Rússar nota allar tegundir
veiðiskipa og eru við fiskveið-
ar á öllum höfum heimsins.
Þeir smíða nú fjölda fullkom-
inna togara, síldveiðiskipa og
stórra móðurskipa, sem bera
allt að 35 þúsund lestir og
geta verið meira en 6 mánuði
á opnu hafi. Þar eiga að vera
fiskvinnslustöðvar, sem geta
dagléga framleitt 300 tonn af
frystum fiski o.s.frv.
Þessi tíðindi hljóta að vekja
mikla athygli hér á landi, því
að stundum hefur því verið
haldið fram, að markaðir fyr-
ir fiskafurðir væru öruggir í
Rússlandi og öðrum komm-
únistaríkjum. Sannleikurinn
er sá, að það er mjög langt
-írá því að þessir markaðir séu
öruggir í dag og ennþá ólík-
legra að þeir verði það á
næstu árum.
Árið 1961 fluttu Rússar út
fimm sinnum meira af fiski
og fiskafurðum en þeir fluttu
inn. Þeir keyptu þá fiskaf-
urðir fyrir aðeins 8,4 millj.
dollara, en á sama tíma fluttu
Bandaríkin inn fisk fyrir
nærri 400 millj. dollara. ís-
lendingar voru þá megininn-
flytjandi fisks til Sovétríkj-
anna, og eru raunar enn lang
stærstir, því að Rússar flytja
inn sáralítið af fiskafurðum
miðað við það gífurlega
magn, sem þeir veiða sjálfir.
Auðvitað er engin ástæða
til að ásaka Rússa fyrir það
að þeir haga viðskiptum sín-
um á þann hátt, sem þeim
sjálfum er hagkvæmast. Þess
vegna er líka skiljanlegt, hve
erfiðlega hefur oft gengið að
selja fisk til Ráðstjórnarríkj-
anna, og þess vegna virðist
líka fyllsta ástæða til að ætia,
að enn erfiðara verði að selja
afurðir þangað í framtíðinni,
því að auðvitað segir hin gíf-
oirlega aukning fiskiskipa-
flota þeirra á öllum heimsins
höfum til sín.
í nefndri grein er að því vik
ið, að fiskveiðar Bandaríkja-
manna hafi dregizt saman.
Af því leiðir að sjálfsögðu að
innflutningur til Bandaríkj-
anna fer vaxandi, enda hefur
sala þangað gengið vel að
undanförnu. Sömuleiðis er
ástæða til að ætla, að við
getum aukið útflutning fisks
og fiskafurða til Vestur-Ev-
rópu og raunar á aðra mark-
aði.
Engin ástæða er þess vegna
til svartsýni fyrir íslendinga,
þótt Rússlandsmarkaðurinn
dragist saman eða ógerlegt
verði að selja fisk til Ráð-
stjórnarríkjanna, sem eru
sjálf miklu meiri fiskútflytj-
andi en fiskinnflytjandi nú
þegar, þótt auðvitað sé ekki
nema að einhverju leyti um
sömu tegundir fiskafurða að
ræða.
Hitt segir sig sjálft, að kapp
verður að leggja á markaðs-
öflun og auka sölu sem mest
má verða á frjálsum mörk-
uðum, því að ekki er hægt til
langframa að treysta því, að
Rússar kaupi fiskafurðir af
okkur af pólitískum ástæðum,
fremur en af öðrum.
Sem betur fer er líka mik-
ið og gott starf unnið af ís-
lenzkum fiskútflytjendum til
þess að afla öruggra markaða,
og hafa samtök fiskframleið-
enda þegar unnið stórvirki á
því sviði, eins t.d. sá mikli
markaður, sem Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna hefur unn-
ið í Bandaríkjunum, er ljóst
vitni um.
FÉLAGl
BREZHNEV
að var Leonid Brezhnev, sá
sem nú er mestur ráða-
maður í Kreml, sem átti við-
ræðurnar við félaga Einar
Olgeirsson og hina „félag-
ana“ héðan frá íslandi fyrir
skemmstu. Félagi Einar sagði,
að hann hefði lofað að kaupa
niðurlagða síld fyrir einar 100
millj. kr. Síðan hafa íslenzk
stjórnarvöld gengið hart eftir
því að koma slíkum samning-
um á, en erfiðlega hefur geng
ið að fá viðhlítandi svör.
En það er svo sem engin
furða, þó að félagi Brezhnev
hafi haft lítinn tíma til að
hugsa um félaga Einar Ol-
geirsson og erfiðleika ís-
lenzkra sjávarþorpa í atvinnu
málum. Hann hefur vissulega
haft öðrum hnöppum að
hneppa síðustu vikurnar.
Félagi Brezhnev var sá, sem
menn töldu að Krúsjeff vildi
gera að eftirmanni sínum, en
Brezhnev leiddist biðin og
tók til við að grafa undan
Krúsjeff, er hann var f jarver-
andi frá Moskvu og árangur
þeirrar iðju er nú kominn í
ljós. Honum var vorkunn,
þótt hann gleymdi síldarsölu-
Þriðjúáagur 20. okt. 1964
= Wilson og kona bans koma úr kosningaferðalagi. =
|Mary Wilson leiðist að fiytja úrj
jlitla raðhúsinu fyrir utan London]
1| AÐ kvöldi sl. föstudags
H flutti hinn nýi forsætisráð-
| herra Bretlands, Harold
H Wilson, ásamt fjölskyldu
S sinni í forsætisráðherrabú-
S staðinn við Downing
s Street. En vinir fjölskyld-
| unnar segja, að einn með-
| limur hennar, að minnsta
H kosti, sé dapur vegna bú-
g staðaskiptanna. Það er
H eiginkona forsætisráðherr-
S ans, Mary Wilson. Þegar
H sigur Verkamannaflokks-
H ins í kosningunum var vís
3 á fimmtudaginn, sagði hún:
„Ég er svo þreytt. Það verð
ur ekki skemmtiiegt að yf-
irgefa húsið og garðinn“.
Frú Wilson stóð við hlið
manns síns í kosningabarátt-
unni og ferðaðist með honum
þúsundir kílómetra á mánuð-
unum fyrir kosningarnar.
Frú Mary Wilson er prests-
dóttir. Hún er mjög hlédræg
og yfirlætislaus kona, sem
kunni mjög vel við sig í litla
raðhúsinu í Hampstead Gard
en, þar sem fjölskyldan bjó.
Hjónin tóku lán til þess að
kaupa húsið og verður greiðsl
um ekki lokið fyrr en eftir
tíu ár. Kona Wilsons er dæmi-
gerð húsmóðir. Hún hefur
sjálf annazt uppeldi tveggja 3
sona þeirra hjóna, hugsað um 3
heimilið og garðinn og beðið §
eftir manni sínum með mat- 3
inn þegar hann kom heim. 3
Lítið var um veizluhöld í 3
húsi þeirra. Bæði er húsbónd- 3
anum lítið um þær gefið og 3
svo vinnur hann oft 16 klukku 3
stundir á sólarhring.
En nú ræður frú Wilson 3
ríkjum í Dawning Street 10, 3
þar sem þjónar ganga um 3
beina og íburður samsvarar 3
hinu háa embætti manns 3
hennar. Hún er gáfuð og 3
skyldurækin kona og enginn 3
vafi leikur á því, að hún mun 3
gegna hinu nýja hlutverki 3
sínu með sóma.
íuiiiiiiiiiiiiKitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiitttiriiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiniiiimiiiiiiuiiiiiiiiuiita
samningunum svona rétt á
meðan.
ALÞÝÐU-
SAMBANDSÞING
17'osningum til Alþýðusam-
bandsþings er nú lokið.
Þær hafa ekki verið eins
rammpólitískar og oft áður,
þótt hörð barátta hafi verið
í einstökum félögum. Og ekki
er á þessu stigi vitað, hvort
pólitísk átök muni blossa
upp á Alþýðusambandsþingi
eins og svo oft hefur hent
áður.
Hér í blaðinu hefur marg-
sinnis verið bent á þá póli-
tísku misnotkun, sem komm-
únistar hafa gert sig seka
um í verkalýðshreyfingunni.
Þeir hafa yfirleitt ekki hugs-
að um hag meðlimanna held-
ur einbeitt orkunni að því að
nota samtökin til pólitísks
framdráttar.
Innan verkalýðshreyfingar-
innar sjá menn nú betur og
betur, að það er henni ekki í
hag að slík vinnubrögð séu
látin viðgangast áratugum
saman og einmitt þess vegna
hefur mikið dregið úr hinum
pólitísku átökum.
Að sjálfsögðu eiga verka-
lýðsfélögin fyrst og fremst að
gæta hagsmuna félagsmanna
og reyna að haga aðgerðum
þannig að þjóðarheildinni sé
til heilla, enda eru flestir
landsmenn launþegar í einni
eða annarri mynd.
Vonandi verður næsta Al-
þýðusambandsþing með meiri
menningarbrag en stundum
áður, þegar pólitísk átök hafa
yfirgnæft heilbrigðar umræð-
ur og ályktanir, sem miðuðu
að því að finna heilladrjúga
lausn þeirra vandamála, sem
við hefur verið að glíma
I hveri u sinnL
Russor smíða
rlso-eldflaug
HAFT er eftir áreiðanlegum
heimildum, nákomnura
Bandaríkjastjórn, að henni
berist fleiri sannanir fyrir
því, að Sovétmenn vinni nú
að smíði risa-eldflaugar, sem
nota eigi til tunglferða.
Fylgir fregn þessari, að ekkert
sé vitaff um ytri gerð eldflaugar-
innar né hvenær hún niunl
reynd. Á hinn bóginn hafi nýaf-
staðin ferð geimfaranna þriggja
í „Voskhod“ fært bandariskum
vísindamönnum heim sanninn
um, að Rússar leggi alit kapp á
að verða fvrstir til að lenda á
tunglinu.
Fórust í skriðföltum.
Istanbul, 14. okt AP.
• Þrettán konur fórust og
fjórar særðust hætbulega í
gær, er þær urðu undir skriðu
fölluim í Ahatöliu. Hefur geng
ið þar á með sbórrignimguni
aíðlustu d,aipíina.