Morgunblaðið - 20.10.1964, Side 21
f
Þriðjudagur 20. okt. 1964
MORCUNBLAÐIÐ
KRISTMANN GUÐMUNDSSO N SKRIFAR:
UM BÆKUR Á NÝNORSKU
DET norske samlaget í Osló
fæst nær eingöngu við útgáfu
fbóka á nýnorsku máli. Og þar
eð nýnorskan hefur unnið all-
mjö,g á hin síðari árin og er nú
iniklu meira lesin en áður var,
hefur forlagi þessu vaxið svo
íiskur um hrygg, að því er orðið
Ikleift að gefa út stór og mikil-
•væg verk, sem hafa mikla menn-
ingarlaga þýðingu. Skal hér getið
um nokkur hin helztu, sem
komið hafa út upp á síðkastið.
„Norske dikt“, (frá Eddu til
fiútímans), er safnrit kvæða og
Ijóða á nýnorsku, hin fegursta
hók og vel í hana valið. Um úr-
valið hafa séð: Bjarte Birkeland,
Johs. A. Dale, Erling Nielsen og
Halldis Moren Vesaas — en
Halldis er dóttir Sven Moren og
kona Tarjei Vesaas, og sjálf
ágætt ljóðskáld á nýnorska
tungu.
Safnrit þetta hefst á nokkrum
Eddukvæðum, svo sem Völuspá,
Hávamálum, og Guðrúnarkviðu
hinni fyrstu en þau eru öll þýdd
ef hinu sérkennilega skáldi Ivar
IMortensson Egnund. í formála
«r tekið, frám að af fornum norr-
eenum kvæðum séu birt aðeins
Iþau sem ort séu eða geti verið
ert af Norðmönnum. Þar er O'g
tekið svo til orða, að enn hafi
ekki farið fram endanleg skipti
i bókmenntalegu búi fsiendinga
cg Norðmanna, og verði þau trú-
lega aldrei gerð. Þess er getið að
íslendingar telji, og hafi jafnvel
eannað með nokkrum rökum, að
íslendingur hafi ort Völuspá. Þá
er Haraldskviða, eftir Þorbjörn
hornklofa, Haustlöng, eftir Þjóð-
clf frá Kvini og Hákonarmál
eftir Eyvind Finnsson. Öll eru
hvæði þessi sæmilega þýdd, þótt
elloft skorti á að fram komi
töfrar frumtextans, t.d. í Völu-
*pá. Nokkrum erindum er og
sleppt úr því kvæði, og eins úr
Hávamálum, og þykir mér það
lýta. Þá er úrval þjóðkvæða og
hefst á „ Draumkvedet“, hinu
fagra forna snilldarverki. Næst
er „Stev“, „Gamlestev“ og
*,Nystev“, hið fyrra mjög
skemmtilegt, fornt ljóð, sem enn
er á allra vörum í sveitum Nor-
egs.
Þá hefst úrval kvæða eftir
íkáld frá 18. og 19. öld, og er
þeirra fyrstur Michael Heiberg,
■em enn er nokkuð kunnar í
■veitum Noregs, einkum fyrir
Ikvæðið „Bóndinn í brúðkaups-
veizlunni". Síðan er birt kvæði
eftir Knut Soksen, sem er ná-
lega gleymdur, Edvard Storm
*»g Hans Hansson, en bæði þessi
skáld eru tekin mjög að fyrnast.
Þá er hin fræga „Ágots vise“,
eftir Henrik Anker Bjerregaard,
fagurt vikivakaljóð.
; M. B. Landstad er næstur með
^Kvenne-Karis vise“, gullfallegt
Ikvæði, sem mörgum er hug-
ijjekkt. Þá er Ivar Aasen
lK 1813-1896, sá er fyrstur mótaði
tiýnorskuna á vísindalegan hátt,
©g er eitt af stórmennum norskr-
*r sögu fyrir það afrek, en var
i jjiafnframt hið ágætasta skáld,
©g eru kvæði hans lesin og lærð
©m Noreg allan. Þarna eru meðal
©nnars meistaraverkin „Dei
Igamle fjeile“ og „Gamle grendi".
iNæstur er góðskáldið A. O.
IJVinje. Margir fslendingar kann-
*st við kvæði hans „Váren“,
k.Gamle mor“ og „Ved Rondane“.
J>á er sálmaskáldið Elias Blix,
Jon Klæbo, Kristofer Janson,
John Lie; hinn síðastnefndi að
jnestu gleymdur, en hinir enn í
góðu gildi.
Fyrstur af skáldum tuttugustu
Éldar er talinn í bókinni Arne
Garborg (1851-1924). Garborg
Var, eins og kunnugt er, mikið
*öguskáld, og sem slíkur enn
■nikið lesinn og mikils virtur í
heimalandi sínu. En sem ljóð-
■káld má þó telja hann snöggt-
lun stærri og hefur talsvert ver-
ið þýtt af kvæðum hans á ís-
lenzku, t.d. flokkurinn „Haug-
tussa“, hinn góðfagri ljóðaflokk-
ur um Veslemöy. Af merkum
skáldum er næstur Ivar Morten-
sen-Egnund, ákaflega sérstætt
— og ekki sérvizkulaust —
skáld, sem gerðí m.a. ágætar
þýðingar á norrænu. Þessu næst
er Per Sivle, góðskáldið frá
Voss, sem mörgum er einnig
kunnugt hér á landi, ekki sízt
fyrir meistaraverkið „Tord
Foleson".
Nefna má Anders Hovden,
skáldprestinn, sem margt hefur
vel gert, þó bezt sé hið litla ljóð:
„Hande hans far min“:
Hande hans far min var slite og
hard
og skrukkut som gamalt horn,
ho fekk si bragt p& den magre
gard
i træling for kona og born,
Tidt n&r eg veiknar og b&ten
driv af,
eg trykkjer hans trugne hand
enn ror ved side mot straum og
hav
og bergar meg b&ten i land.
Þá er Hulda Garborg, kona
Arna Garborg, sem gerði mest
að því að endurvekja vikivaka-
dansinn í Noregi. Hún var sæmi-
legt skáld, bæði í bundnu og
óbundnu máli. Síðan eru taldir
all margir minni spámenn og er
Henrik Rytter þeirra fremstur,
þótt mér þyki valið á kvæðum
hans hafa ekki tekizt eins vel og
ég hefði kosið. Næstur er Kristo-
fer Uppdal, þungur í vöfum og
stundum torskilinn, höfundur
hins mikla skáldsagnabálks:
, Dansen gjenom skuggeheimen".
Gott úrval er af kvæðum
stórskáldsins Olav Aukrust, og
eftir hið ágæta ljóðskáld Olav
Nygard er gott úrval af hans
beztu kvæðum. Þá er og vel val-
ið eftir Tore Örjasæter.
Síðari helmingur bókarinnar
er helgaður nútimaskáldum, og
má meðal þeirra nefna Aslaug
Vaa, Inge Krokan og Hans
Henrik Holm, sem er borinn og
barnfæddur í Osló, en skrifar
einhverja þá römmustu nýnorsku
sem um getur. Hann er fjarska
orðmargur, en myndríkur og
ferskur og rammur safi í máli
hans: '
I storskogen hogg dei ein
mestetall,
ban tungt pá bakken fall.
Kvast rydja dei honom kvistene
av,
gnura han glatt og hard.
Alt veikt for sin dyre skyldnad
han gav.
Men bratt gjenom brem og
sjodende hav
i stom han skuta bar.
Tarjei Vesaas er og vel gjald-
gengur meðal ljóðskálda, þótt
n.estur sé hann í prósanum.
Rangvald Skrede er og gott
skáld, sömuleiðs Asmund Sveen,
Tor Jonsson, Ivar Orgland og
Marie Takvam.
Fyrir þá sem vilja kynna sér
úrval af því sem bezt hefur verið
ort á nýnorsku er þessi bók
útmetin.
Det norske samlaget hefur
gefið út „Norsk folkediktning",
skrautlegt verk í sjö bindum, og
hafa hin tvö síðustu borizt mér
til umsagnar. Eru það norsk
þjóðkvæði: „Folkeviser", með
ágætum skýringum og formála,
eftir þá sem um útgáfuna hafa
séð, en það eru Olav Bö og Svale
Solheim, og gera þeir nokkra
grein fyrir verkinu í stuttum
formála. Þetta er önnur útgáfa
af „Folkeviser“. en hin fyrsta
kom út á árunum 1920-1924 og
sáu um hana Knut Liestöl og
Moltke Moe. Skrifaði þá Knut
Liestöl merkan formála, og er
hann endurprentaður í útgáfu
þessari.
Þjóðkvæðin og vikivakadans-
inn virðast hafa komið til
Norðurlanda .á 12. og 13. öld —
írá Frakklandi til Englands, og
frá Englandi til Norðurlanda.
Hvorugt var vel séð af kirkj-
unnar mönnum, og reyndu þeir
lengi vel að hamla gegn slíkum
ófögnuði, en varð ekkert
ágengt. Þjóðkvæðin fóru um
löndin eins og eldur í sinu og
ollu gjörbyltingu á sviði skáld-
skapar. Hetjukvæðin gömlu um
kappa og tröll og herskáa kon-
unga, bardaga og blóð, skáld-
skaparform, sem að vísu var nú
steinrunnið, varð að láta í minni
pokann fyrir ljúfri og trega-
blandinni fegurð hinna fram-
andlegu ljóða. Og smám saman
breyttu þau mannlífinu á marg-
an hátt, opnuðu augu fólksins
fyrir hinum rómantískari hlið-
um tilverunnar: blómum og
fuglasöng, litbrigðum ljóss og
gróðurs, leik og ljúfri gleði,
blíðri ást og ungri þrá.
Þótt kvæðin væru framandi í
fyrstu, hlutu þau brátt átthaga-
rétt í hverju landinu á fætur
öðru, og síðan var bætt við þau
úr efni æfintýra og sagna — er
að vísu upprunalega oft var
sameiginlegur sjóður margra
þjóðlanda.
Allmörg þjóðkvæðanna eru
nálega eins að efni og formi í
Svíþjóð, Noregi, Danmörku, ís-
landi og Færeyjum og er gaman
að bera sajman norsk og íslenzk
Ijóð af þessu tagi, en ekki skal
farið út í þá sálma hér.
Þjóðkvæðin lýsa lífi miðald-
anna og stundum fjalla þau um
sögulegar persónur, en oftast
um óþekktar konur og menn. f
fyrstu hafa þau verið ort aðal-
lega fyrir yfirstéttirnar, og eru
aðalpersónur þeirra því alloft
riddarar, hirðmenn, biskupar,
jarlssynir og kóngssynir, eða
jafnvel konungurinn sjálfur.
Bóndans og einkum dætra hans
er þó nokkuð getið. Þá er og
margt kappa og heljarmenna,
sem berast á banaspjótum, rækja
hefndir og ræna konum. Naut
þetta síðastnefnda ‘efni einnar
mestrar lýðhylli, svo sem kemur
fram í því er kerlingin sagði:
„Ekki er gaman að Guðspjöllun-
um, því að enginn er í þeim
bardaginn".
Eins og gefur að skilja hafa
þjóðkvæðin gífurlega mikið
menningarsögulegt gildi. í
þeim birtist meiri fróðleikur
um forfeður okkar á þessum
horfnu öldum en flestir gera sér
í hugarlund. Hugsunarháttur
þeirra, trú og viðhorf við lífinu
kemur greinilega i ljós og allt
fram á okkar daga hafa áhrif
þeirra á þjóðlífið verið rekjan-
leg.
Frá málfræðilegu sjónarmiði
eru þjóðkvæðin einnig mjög for-
vitnileg. Þau norsku eru nálega
öll á mállýzkum þeim, sem ný-
r.orskan er síðan byggð upp úr.
í fyrstu hafa þau vafalaust verið
þýdd á norrænu eða mállýzkur
henni náskyldar, en hafa síðan
smám saman fylgt þróun tung-
unnar, án þess að bíða við það
mjög mikinn hnekk. í formála
sínum birtir Liestöl skemmtilegt
dæmi sem ég leyfi mér að tilfæra
hér:
Kvikjesprakk salar gangaren
með digra leggi og stífa:
,,Eg vil meg at Girklondo
han Ljodvor kongjen finne“.
Kvikjesprakk salar gangaren
med digre leggjer og stive:
„Eg vil nieg át Girklondo:
hore er skjemst’o rie?“
Síðan gizkar hann á hvernig
21
Elísiabet Bretadrottning er nú komin heim úr Kanadaförinni,
sem þótti vol takazt. Var drottn ingunni vel fagnað af löndum
sínum og var margt manna á flugvellinum óg á Teiðinúi til
Buckinghamhallar.
þetta muni hafa hljóðað á norr-
ænu:
Kvikesprakkr söðlar gangaxann
með digra leggi og stinna:
,Eg vil meg at Girklöndum,
hann Loðvé konung at finna".
Kvikesprakkr söðlar gangarann
með digra leggi og stífa:
,Eg vil meg at Girklöndum,
hvar mun skemmst at ríða?“
Munurinn er ekki mikill, en að
vísu er þetta ágizkun formála-
höfundar.
Enn eitt stórverk, sem fjallar
um norskan menningararf, hef-
ur Det norske samiaget nýlega
iokið við að gefa út, en það
nefnist „Gamalt or Sætesdal“
eftir Johannes Skar. Verk þetta
er í þrem stórum bindum, fagur-
lega útgefið með forvitnilegum
myndum og teikningum.
Höfundurinn, Johannes Skar,
fæddist í Guðbrandsdal árið
1837. Hann gekk menntaveginn,
en missti heilsuna að mestu,
stuttu eftir að hann varð stúdent,
og gekk aldrei heill til skógar
upp frá því. Aflaði hann sér þó
nokkurrar framhaldsmenntunar,
las mikið og ferðaðist nokkuð
um Evrópu. Snemma tók hann
að safna gömlum sögnum og sög-
um meðal alþýðunnar í jdölurii Víý
Noregs, en e.inkum tókl hann
ástfóstri við Sætesdál og'Tólkið ý-’:
á þeim slóðum. . Þár héldu'st
gamlir siðir ög forn huMsunár- . | >
háttur' alít. fram eftij- Vorri 'öld, ' :
og Skar var s.vö; beppinn að;,fi: ;
kjnnast mörgúm f rábæruhi; |>'
sogumönhúm óg konum, én- al'lt ;;j-;
sem hann heýrðij skrifaði hann.
upp og festi árbækur. Korhu þær
út í átta bindum á árúnuni i
1903-1916. Nú er þessú öilu
safnað í þrjú .feindij Og er (jneiri^
hlutinn af sÖgunum og ýsöghV||V
unum á Sjáetesdáls-máilýzkú,
sem er nokkuð fórnleg, Jén: þó
aðgengilegri fyrir ísláading,
læsan á Skandinavisku, en þann ;
Norðmann er einungis les| ríkis-,í
norsku. |
Erfitt er að gera verki þessu ;
skil í stuttu máli. Fjöldn sagn-ú |g
anna er mikill, svo og fjöllfreýtni^ ^
þeirra. Þetta er arfur hiargraV
kynslóða, allt frá forheskju .
sumt, og enda margt forr^eskju- .
legt í augum nútímamanhs, en
gefur tæmandi mynd af mann-
lífinu í norskum dölum og aft£ ,,
skekktum sveitum fram á vora **
öld.
Margt er líkt með skyldum og
lestur þessara sagna minnir
ósjaldan á íslenzkar þjóðsögur
Framhald á bls. 26
OSTA* OG SMJÖRSALAN s.f.
smior
*
A BRAUÐIÐ