Morgunblaðið - 20.10.1964, Qupperneq 23
Þriðjudagur 20. okt. 1964
MORCUNBLAÐIÐ
22
— Brezhnev
Framh. af bls. 1
myndu vinna ötullega að frið-
samlegri sambúð þjóðanna, al-
gerri afvopnun og samvinnu og
vináttu landa í milli.
1 „Við skulum fagna ykkur í
Moskvu og sýna ykkur allan
þann sóma, sem þið eigið skil-
ið“, sagði Krúsjeff á mánudaginn
var, er hann talaði við sovézku
geimfarana þrjá, Vladimir Koma
rov, Konstantin Feoktistov og
Boris Yegorov og óskaði þeim
til hamingju með ferðina. I»að
loforð Krúsjeffs var og efnt, þó
ekki stæði hann að því sjálfur,
og kæmi hvergi nærri hátíða-
höldunum. Ekki var heldur
minnzt á hann einu orði í ræð-
um þeim, sem þar voru fluttar.
Geimfararnir komu í morgun
flugleiðis til Moskvu og tóku á
*nóti þeim á flugvellinum Leonid
Brezhnev, Kosygin og Mikoyan.
Heilsuðust menn með faðmlög-
um og kossum að gömlum og
góðum sið, Brezhnev fyrstur en
eíðan hinir á eftir. Áður var það
alltaf í verkahring Krúsjeffs, að
taka á móti geimförum Sovét-
ríkjanna, er þeir komu til höf-
uðborgarinnar.
) - Frá flugvellinum var haldið
inn í borgina eftir Leninsky-
breiðgötunni, sem nýlokið var
við að prýða myndum hinna
nýju leiðtoga Sovétríkjanna og
til Kreml. Fjöldi fólks fagnaði
geimförunum og þjóðarleiðtog-
unum á leiðinni til Kreml og er
á Rauða torgið kom var þar fyr-
ir múgur og margmenni, yfir 50
þúsund manns að því er mönn-
um taldist tiL
I * Á Rauða torginu fóru svo fram
hátíðahöld til heiðurs geimför-
unum þrem og voru þau með
svipuðu sniði og verið hefur síð
an Yuri Gagarin var fyrst fagnað
á Rauða torginu 1961. Þar á-
varpaði Brezhnev geimfarana,
hélt þeim 20 mínútna ræðu og
kom víða við. Þá skýrðu geim-
fararnir frá ferðum sínum og
héldu einnig ræður og síðan fór
fram orðuafhending og hlutu
geimfararnir Lenin-orðuna og
sæmdarheitið „Hetja Sovétríkj-
anna“, að því er sovézka frétta-
stofan Tass hermir. Var það Mik
oyan, sem sæmdi geimfarana orð
um þeirra. Þá hefur geimförun
um einnig verið veitt sæmdar-
heitið „Flugmenn og geimfarar
Sovétríkjanna".
RÆÐA BREZHNEVS.
1 ræðu þeirri, er Brerhnev
flulti af tröppum Leninminnis-
merkisins á Rauða torginu í
Moskvu í dag, er hann fagnaði
sovézku geimförunum úr „Vos-
hkod“, sagði hann m.a., að ut-
anríkisstefna Sovétríkjanna yrði
óbreytt frá því sem verið hefði
og gaf í skyn, að reynt yrði að
bæta samkomulagið við Kina.
Þetta var fyrsta ræða Brezhnevs
siðan hann tók við embætti að-
alritara kommúnistaflokksins af
Krúsjeff sl. fimmtudag og fyrsta
skiptið, sem hann kemur fram
opinberlega í embætti.
Fullviasaði Brezhnev áheyr-
endur sína á Rauða torginu og
allan heiminn um, að stefna Sov
étríkjanna í utanríkis- og innan-
ríkismálum yrði í öllum aðalat-
riðum eins og hún hefði verið
síðan 1956. Hornstein utanríkis-
Stefnu Sovétríkjanna kvað Brezh
nev vera kenninguna um frið-
samlega sambúð ríkja og sagði
að Sovétríkin myndu ekki láta
af viðleitni sinni til þess að
varðveita friðinn í heiminum,
stuðla að samvinnu og vináttu
landa í milli og draga úr spennu
í alþjóðamálum. Bætti Brezhnev
því við, að þetta væfl hið eina
vituriega eins og á stæði. „Ef
6tjórnir allra landa vinna að því
af einhug, að friður ríki í heim-
inum og ef tillit er tekið til rétt
ar allra þjóða til þess að ráða
Sjálfar málum sínum, hvort held
i hlut eiga stórveldi eða smá
þjóðir, þá er friðurinn tryggður
©g framfarirnar með“, sagði
Brezhnev.
Brezhnev nefndi ekki Kína á
nafn í ræðu sinni en kvað sov-
ézka kommúnistaflokkinn myndu
gera sitt ítrasta til þess að sigr
ast á erfiðleikum þeim, sem á-
sæktu alheimshreyfingu komm-
únismans, styrkja einingu flokk
anna og samvinnu þeirra á
grundvelli jafnréttis, með fullu
tilliti til kenninga Marx og Len
ins, hins alþjóðlega eðlis ör-
eiganna og ályktana þeirra, sem
samþykktar voru á heimsþing-
um kommúnista 1957 og 1960.
Þá drap Brekhnev á ráðstefnu
allra kommúnistaflokka heims,
(sem Krúsjeff átti uppástung-
una að) og sagði að Sovétríkin
væru því mjög fylgjandi, að af
henni yrði, það gæti stuðlað að
lausn ýmissa vandamála. Brezh-
nev sagði ennfremur, að Sov-
étríkin teldu það skyldu sína að
styðja réttláta baráttu þjóðanna
gegn heimsveldisstefnu, nýlendu
stefnu og áþekkum stefnum og
styðja þær í frelsisbaráttu þeirra
og starfi fyrir friði, lýðræði, sjálf
stæði og sósíalisma. Einnig vildi
Brezhnev stöðva vígbúnaðar-
kapphlaupið og mælti með al-
gerri afvopnun, svo þjóðirnar
slyppu við hinn þunga bagga,
sem útgjöld til hernaðarmála
væru þeim. Breshnev sagði enn
fremur, að Sovétríkin vildu auk
inn mátt S.Þ. og traustar varnir
Evrópulandanna.
í innanríkismálum spáði
Brezhnev engum breytingum að
heldur og sagði að fram yrði
fylgt stefnu flokksins eins og
hún hefði verið mörkuð á 20.,
21. og 22. flokksþingunum á ár
unum 1956, 1959 og 1961, en þá
var ákveðið, að afmá áhrif Stal
íns, vinna að friðsamlegri sam-
búð og bættum lífskjörum al-
þýðu manna. Bætti Brezhnev því
við að flokkurinn teldi það æðstu
skyldu sína að þjóna fólkinu og
föðurlandinu. Fyrsta hlutverk
stjórnar sinnar sagði Brezhnev
myndu vera að auka framleiðslu
landsins og bæta lífskjör manna
og menningarbrag.
Til þess var tekið, að Brezhnev
minntist ekki á Krúsjeff einu
orði í ræðu þessari, sem hann
flutti af blöðum. Oft var gripið
fram í fyrir honum með húrra-
hrópum og fagnaðarlátum. Ræðu
Brezhnevs var bæði útvarpað og
sjónvarpað.
KOSYGIN flutti stutta ræðu
á Rauða torginu við hátíðahöldin
og sagði að Sovétríkin myndu
vinna ötulléga að því að leysa
alþjóðleg vandamál með samn-
ingum til þess að auka traust og
skilning þjóða í milli. Sagði Kos-
ygin, að „sjötta heimshafið", —
Kosmos — eða geimurinn yrði
alþjóðlegt svið samvinnu landa
í milli og kvað Sovétríkin mjög
áfram um algera afvopnun.
f síðdegisveizlu í Kreml í
dag, geimförunum þrem til
heiðurs, lét ritstjóri Pravda,
Pavel Satjuikov, sem nú er
kornin'* aftur til Moskvu úr
heimsókn til Frak'klands, þess
getið við blaðamenn frá Vest-
urlönd'um, a’ð þeir hefðu
fyrirgert stéttarsóma sínum
með fregninni um að honum
hefði verið vikið frá.
Er Satjukov sagður hafa ver-
ið á skrifstofu sinni á mánu-
dag en í fyrri viku var frá
því skýrt, að honum myndi
vikið frá við heimkomuna, og
fyrir þeirri fregn bomar á-
reiðanlegar heimildir, að sögn
NTB.
— Schollander
Framhald á bls. 31.
heims, sem syndir þá vegalengd
á skemmri tíma en mínútu.
„4. gull Schollanders“
Einn mesta yfirburðasundsigur
inn unnu Bandaríkjamenn á
sunnudag í 4x200 m skriðsundi
karla. Sá lakasti í sveitinni synti
á 2 mín. réttum — og um það er
lauk hafði sveitin rúmlega 7 sek.
forskot. Næsta sveit var 10 m á
eftir.
Steve Clarke synti fyrstur á 2
mín. réttum og skapaði iy2 m
forskot. Þá tók Saari við og synti
á 1.58.1 og nú var bandaríska
sveitin orðin 3 metra á undan. II-
man synti þriðja sprettinn og
teygði forskotið upp í 5 metra.
Don Schollander færði sigurinn
í höfn og kom um 10 m á undan
næsta manni í mark.
Með þessu sundi setti Dor
Schollander algert ÓL-met,
þar sem hann hefur nú unnið
fern gullverðlaun — en slíkt
hefur engum tekizt á Ólym-
píuleikjum fyrr.
Úrslit urðu:
ÓL-meistari
Bandaríkin 7.52.9
2. Þýzkaland 7.59.3
3. Japan 8.03.8
4. Ástralía 8.05.7
5. Svíþjóð 8.08.0
6. Frakkland 8.08.7
7. Rússland 8.15.1
8. Ítalía 8.18.1
Bandarísku stúlkurnar unnu
þrefaldan sigur í 400 m skrið-
sundi kvenna á lokadegi sund-
keppninnar. Þær voru í sérflokki
í þessari keppni — en mjóst þó á
mununum að þriðja sætið ynnist.
Hörkukeppni var um gullið og
varð heimsmeistarinn að lúta í
lægra haldi. ÓL-metið var stór-
bætt.
ÓL-meistari
Ginny Duenkel Bandar. 4.44.3
2. Ramenofy Bandaríkin 4.44.6
3. Strickles Bandaríkin 4.47.2
4. Fraser Átsralíu 4.47.6
5. O. Eves Kanada 4.50.9
6. Long Bretlandi 4.52.0
7. Herford Ástralíu 4.52.9
8. Lipja Svíþjóð 4.53.0
10 m dýfingar karla
Bandaríkjamaðurinn Bob Web-
ster náði gullinu eftir glæsilegar
dýfingar í lokastökkunum. Fram-
an af var hann aftarlega í röð-
inni og leit út fyrir að hann
myndi ekki vinna gullið, sem tal-
ið var hans örugga eign. En með
þremur mjög vel heppnuðum og
erfiðum stökkum hreppti hann
það loks. ítalskur 18 ára ungling-
ur varð annar. Hann er i dýfinga-
æfingum hjá föður sínum, sem
eitt sinn var margfaldur meistari
í þessari tignarlegu grein.
Úrslit urðu:
ÓI-meistari stig
Bob Webster Bandar. 148.58
2. Dibiasi ftalíu 147.54
3. Gompf Bandaríkin 146.47
4. Garzia Mexikó 144.27
5. Palagin Rússlandi 143.77
6. Phelps Bretlandi 143.18
Leiðrétting
f GREINARGERÐ prófessors Þór
halls Vilmundarsonar um upp-
runa Leifs heppna, og birtist I
Mbl. sl. sunnudag, hefur lína fall-
ið niður á einum stað. Orðrétt
átti setningin að hljóða svo:
„Frásögn yngri heimildar, Ei-
ríks sögu rauða (frá síðara hluta
13. aldar), sem getur ekki ferðar
Bjarna Herjólfssonar, en segir,
að Leifur Eiríksson hafi fundið
Vínland, er hann var á leið frá
Noregi til Grænlands árið 1000,
sendur af Ólafi Noregskonungi
Tryggvasyni til þess að kristna
Grænlendinga, er hins vegar
„mjög tortryggileg“, eins og
Jón Jóhannesson prófessor hefur
vakið athygli á, þar sem þess er
ekki getið í elztu heimildum um
Ólaf konung Tryggvason, að
hann hafi kristnað Grænlend-
inga, þótt aðrar þjóðir, sem hann
kristnaði, séu þar kirfilega tald-
ar, en aftur á móti beinlínis tek-
ið fram í hinni fornu Noregs-
sögu, História Norwegiæ, að ís-
lendingar hafi styrkt Grænland
með hinni kaþólsku trú“.
Sala áfengis vex
um 14,7%
FYRSTU níu niánuði þessa árs
nam sala áfengis frá Áfengis- og
tóbakseinkasölu ríkisins samtals
kr. 229.625.429,00, en var á sama
1963 kr. 200.425.080,00. Söluaukn
ing 14,7%.
Hinn nýi utanríkisráðherra Bret-
lands, Patrick Gordon Walker,
sem Wilson forsætisráðherra til-
nefndi í trássi við þá hefð að ráð-
herrar skyldu eiga þingsæti sér
að baki, en svo sem kunnugt er,
þá féll Walker við kosningar í
kjördæmi sínu, Smathwick.
Gordon
Walker til
l)SA
London, 19. okt. NTB—AP
Tilkynnt hefur verið að hinn
nýi utanríkisráðherra Bretlands,
Patrick Gordon Walker, muni
fara til Bandaríkjanna á mánu
dag n.k. til tveggja daga við-
ræðna við Dean Rusk, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sem
bauð Walker vestur.
I tilkynningu brezka utanríkis
málaráðuneytisins um vesturför-
ina segir, að ráð'herrarnir muni
ræða mál þau, sem orðin sé hefð
að löndin tvö hafi samráð um og
þau heimsmál, sem nú séu efst
á baugi, s.s. vald'hafaskiptin i
Moskvu; kínversku kjarnorku-
sprenginguna, tillöguna um að
búa Atlantshafsbandalagið kjarn-
orkuvopnum, samvinnu NATO-
landanna o.fl.
Þá er gert ráð fyrir því, að
utanríkisráðherrarnir ræði fyrir-
hugaða Bandaríkjaför Wilsons
sjálfs, en kunnugir telja, að af
henni gæti orðið þegar í nóvem-
ber. Jo'hnson forseti hafði ráð-
gert að fara til Evrópu eftir for-
setakosningarnar í Bandaríkjun-
um, en er nú sagður hafa hætt
við þá fyrirætlun sína og ekki
'hugsa sér til hreyfings fyrr en
um áramót.
1964 1963
Selt í og frá Reykjavík .... kr. 67.826.796,00 kr. 58.055.280,00
— - — — Akureyri .... kr. 10.152.075,00 kr. 10.256.403,00
— - — — ísafirði kr. 2.206.580,00 kr. 2.040.521,00
Siglufirði .... kr. 2.374.660,00 kr. 2.599.402,00
— Seyðisfirði .. kr. 4.852.405,00 kr. 3.776.640,00
87.412.516,00 kr. 76.728.246,00
Tvö nýstofnuð
veioiielog a
Héraði
Egilsstöðum, 17. október.: —.
Á SÍÐASTLIÐNU sumri hafa
tvö veiðifélög verið stofnuð á
Flj ótsdalshéraði.
Veiðifélag fyrir vatnasvæði
Lagarfljóts og Jökulsár á Dal.
í stjórn þessa félags eru:
Sveinn Jónsson, Egilsstöðum,
formaður; Þorsteinn Jónsson,
Reyðarfirði og Jóhann Magnús-
son, Breiðavaði.
Hitt er veiðifélag fyrir vatna-
svæði Selfljóts.
í stjórn þess félags eru:
Þorsteinn Sigfússon, Sand-
brekku; Stefán Sigurðsson, Ár-
túni og Snæþór Sigurbjörnsson,
Gilsárteigi.
Bæði þessi félög hafa nú ný-
lega ákveðið á stjórnarfundum
sínum að auglýsa í útvarpi eftor
leigutilboðum í þessi vatnasvæði.
Ppplýsingar um vatnasvæðin
og væntanlega leikuskilmála, fást
hjá formönnum félaganna.
— S. E
— Wilson
Framhald af bls. 1
eftir því. Heilbrigðismálaráð-
herra í stjórn Wilsons hefur ver
ið skipaður Kenneth Robinson.
Þegar tilkynnt var um fyrir-
hugaða vesturför Gordon Walk-
ers, utanríkisráðherra, sat hin
nýja ríkisstjórn Wilsons á sínum
fyrsta fundi. Stóð fundurinn í tvo
tíma og voru einkum rædd efna-
hagsmál, en Wilson hefur oftlega
lýst áhuga sínum á að efla efna
hag landsins til þess að skapa
grundvöll fyrir þjóðfélagsumbæt
ur þær, er hann vill fá þingið
til þess að samþykkja.
Þá steðja að stjórninni erfið-
leikar varðandi launamál innan
þriggja fjölmennra atvinnuhópa
og fær atvinnumálaráðiherrann
nýskipaði, Ray Gunther, ærnu að
sinna á næstunni. Flutningaverka
menn, járnbrautarverkamenn og
verkamenn í rafmagnsiðnaðin-
um standa nú í samningaviðræð
um um launamál, sem gætu end
að með verkfalli 550.000 manna,
ef illa tækizt til og 4.500 hafnar
verkamenn í London hafa þegar
hótað eins dags verkfalli til á-
herzlu kröfum sínum, og heitið
á 65.000 samstarfsmenn sina sér
til fulltingis. Frank Cousin,
tæknimálaráðherra, átti að sjá
um samningana við hafnarverka
menn en það mál hefur nú verií
fengið öðrum til úrlausnar.
Meðan stjórn Wilsons hélt
fyrsta fund sinn komu meðlimir
stjórnarandstöðunnar saman til
fundar með fyrrverandi forsætis
ráðherra Sir Alec Douglas-Home
í forsæti. Ekkert hefur verið látið
uppi um það hvað rætt var á
fundinum, en sagt að þar miyndu
hafa verið rædd úrslit undangeng
inna kosninga og ályktanir þær,
sem af þeim mætti draga.
— Brezkir
Framhald af bls. 32
einfalt. Töfin varð vegna fram
kominnar kröfu verjanda skip-
stjórnas í Prince Philip um að
afihugun færi fram á ratsjá varð
skipsins.
— Sá athugun tafðist vegna
þess að veður hamlaði því að sér
fræðingur gæti farið vestur til
ísafjarðar. En athugunin fór
fram þegar er hægt var og leiddi
í ljós að ratsjáin var í fullkomnu
lagi og krafa þessi gerð að til-
efnislausu. Töfin var því alger-
lega sök varnaraðila. Þá skal
þess getið að þáð hefur aldrei
verið fallizt á að sleppa brotlegu
skipi fyrr en rannsókn í málinu
hefur farið fram. Loks má geta
þess að afli skipsins var með
dómi gerður upptækur.
Blaðið sneri sér einnig til ráðu
neytisstjóra utanríkisráðuneytis-
ins, Agnars Kl. Jónssonar, og
sagði hann að mótmæli þau er
um ræðir hér í fréttinni, hefðu
ekki borizt utanríkisráðuneytinu.