Morgunblaðið - 08.01.1965, Síða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 8. janúar 1965
tíðindi
d
^ííísscv.
EKKI er annað sýnna en bú-
ast megi við stórtíðindum frá
Austur-Asíu áður en langt um
líður. Litur allt út fyrir, að
Indónesar ætli að gera alvöru
úf endurteknum hótunum sín-
um um að ganga milli bois <»i
höfuðs á Malaysíu rikjasam-
bandinu.
Að undanförnu hefur óttinn
við stórátök þar eystra aukizt
dag frá degi. Kemur þar eink-
um til sú ákvörðun stjórnar
Indónesíu að segja ríkið úr
samtökum Sameinuðu þjóð-
anna — svo og að menn hafa
ekki gleymt þeirri heitstreng-
ingu Sukornos forseta frá
síðasta ári að láta til skarar
skriða gegn Malaysíu, áður en
haninn galaði á nýjársmorgun
1965.
Að vísu stóð Súkarno ekki
við þetta heit — haninn gól
1. janúar án þess til átaka
drægi — en síðustu dagana
hefur liðssafnaður Indónesa
á Sumötru og við landamæri
Borneo og Sarawak farið sí-
vaxandi. Af hálfu Malaysíu
hefur þessu verið svarað með
því m.a., að mælast til þess, að
Sameinuðu þjóðirnar láti mál-
ið til sín taka og auka jafn-
framt herbúnað. Brezka
stjórnin hefur sent aukalið til
Malaysíu og hefur þar nú um
það bil 18.000 hermenn. Lið
Malaysíu stjórnar sjálfrar er
nokkurn veginn jafn fjöl-
mennt nú þegar og verið er
að koma upp þjálfunarstöðum
víðsvegar í ríkjasambandinu.
Þess utan getur Malaysía
vænzt nokkurrar aðstoðar frá
Ástralíu og Nýja-Sjálandi,
komi til vopnaðra átaka. I her
Indónesíu er hinsvegar talið
að séu liðlega 400.000 manns.
Verulegur hluti þess liðs er
að vísu dreifður um eyjarnar,
því að víða gengur stjórninni
erfiðlega að halda uppi reglu
— en kjarni hersins er við-
búinn átökum við Malaysíu
og vel búinn hinum nýjustu
og fullkomnustu vopnum og
hergögnum.
★ ★ ★
Súkarno hefur haldið uppi
látlausum ógnunum við
Malaysíu ríkjasambandið frá
því það var stofnað í septem-
ber árið 1963, — oig hafði áður
barizt harðlega gegn stofnun
þess. Jafnframt hefur hann
haldið uppi sleitulausum
skæruhernaði. Hafa flokkar
skæruliða verið sendir hvað
eftir annað inn x Sarawak til
skemmdarverka og til þess
að hreiðra um sig með-
al íbúanna. Ekki hafa til-
raunir þessar borið ýkja góð-
an árangur. Brezka blaðið
OBSERVER telur að alls hafi
um 1200 indónesískir skæru-
liðar verið sendir til Malaysíu
frá þvi haustið 1963 og þar af
hafi a.m.k. 700 verið felldir
eða teknir til fanga og nokk-
ur hundruð til viðbótar flúið
aftur til föðurhúsanna.
Síðasta hálfa árið hefur svo
virzt, sem úr skæruhernaðin-
Ná kommúiiistar algerum
yfirráðum í hdónessu?
um drægi. En svo bar við
daginn tyrir gamlaarsaag, að
flokkur skæruliða gekk á land
á suðvesturströnd Malakka-
skaga. Flestir þeirra voru
handteknir, þeirra á meðal
tveir liðsforingjar, sem gáfu
þær upplýsing;ar, að indónes-
ískum skæruliðum hefði tek-
izt í samvinnu við sveitir
kommúnista í Malaysíu að
Indónesísklr hermenn og konur á hersýningu.
stofna hersveit er kall-
aði sig „Malayiska þjóð-
frelsisherinn". Næsta dag,
gamlársdag, voru teknir sjö
prammar með indónesískum
skæruliðum um borð. Stefndu
þeir yfir sundið frá Súmatra.
Þegar svo njósnir bárust af
liðssafnaði Indónesa var þeg-
ar talið næsta víst, að stund-
in væri komin, Súkarnó
myndi láta til skarar skríða
fyrir næsta hanagal.
Malay.síustjórn brá skjótt
við, gerði brezku stjórninni
viðvart og fór fram á frek-
ari stuðning hennar, jafn-
-framt því sem forsætisráð-
herrann Tunku Abdul Rah-
man kvaðst mundu kæra mál-
ið til Sameinuðu Þjóðanna,
sem hann hefur nú ,gert.
★ ★ ★
Indónesía er hið fyrsta af
115 aðildarríkjum Samein-
uðu Þjóðanna sem gerir al-
vöru úr hótun sinni um að
segja sig úr samtökunum.
Reyndar er rétt að hafa í huga,
að U Thant, framkv.stj. sam-
takanna hefur ekki enn bor-
izt skrifleg úrsögn ríkisins og
meðan svo er ekki, er það tal-
ið aðili. Lambertus Palar, aðal
fulltrúi Indónesíu hjá S.Þ. í
New York hefur marglýst því
yfir, að staðið verði við úr-
sögnina En fréttir er bár-
ust frá aðalstöðvunum í New
York á miðvikudag bentu til
þess, að á hann hefðu
runnið tvær grímur, er
hann gerði sér Ijós viðbrögð
annarra aðildarríkja við
stefnu Indónesíu, einkum
„óháðu“ ríkjanna svonefndu,
sem Indónesar hafa gjaírna
talið sig til. Hafa stjórnir
margra þeirra látið í ljós von
brigði yfr ákvörðun Súkarnos
og talið hann svíkjast undan
merkjum. Svo virðist, sem
Sukarnó hafi ekki látið neina
Sukarno.
leiðtoga óháðu ríkjanna vita
um ákvörðun sína fyrirfram
en talið víst, að a.m.k. sum-
ir þeirra myndu fylgja hans
fordæmi. Þeir munu hinsveg-
ar á þeirri skoðun, að heppi-
legar sé að berjast innan sam-
takanna en utan. Komið hefur
fram nokkrum sinnum á síð-
ustu mánuðum, að með Sú-
karno og leiðtogum helztu
óháðu ríkjanna, svo sem
Nasser, forseta Egyptalands;
Tito, forseta Júgóslavíu og
Shastri ,forsætisráðherra Ind-
lands, ríkir ágreiningur um
það, hvórt halda beri stefnu
síðustu ára í samskiptunum
við stórveldin eða taka upp
aðra afdráttarlausari. Súkarnó
hefur haldið því fram, að hug-
takið ,,óháð“ ríki sé úrelt otg
óframkvæmanlegt og beri
þess í stað að koma stefnan
„Nefos versus 01dfos“, það er,
að hin svonefndu nýrri ríki
„Nefos“ bindist samtökum
gegn hinum gömlu og grónu,
t.d. Evrópuríkjunum og
Bandaríkjunum „Oldfos". Og
að sjálfsögðu telur hann Kín-
verja til „Nefos“.
Úrsögn Indónesíu úr Sam-
einuðu Þjóðunum er ekki tal-
in draga svo mjög úr áhrifum
samtakanna. Þó má það telj-
ast hnekkir fyrir S.Þ., ef Indó
nesar neita að standa við
skuldbindingar sínar gaignvart
sú, að láta fara fram á þessu
samtökum. Meðal þeirra er
sú að láta fara fram á þessu
ári kosningar á vesturhluta
Nýju Guineu — eða Irian,
sem Indónesar kalla. Land-
svæði þetta fengu þeir haustið
1963 með því skilyrði að þjóð-
aratkvæðagreiðsla yrði látin
skera úr um það árið 1965,
hvort íbúarnir vildu verða
sjálfstætt ríki eða tilheyra á-
fram Indónesíu. Einnig er á
það bent, að hér er um að
ræða fimmta fjölmennasta
ríki heims, — íbúar eru um
100 milljónir — og standa þá
utan samtakanna 8-900 millj-
ónir manna (Indónesar og
Kínverjar) sem að mestum
hluta búa við hin lélegustu
lífsskilyrði, meira og minna
hungur og hættulegán mennt-
unarskort. Það má og telj-
ast kaldhæðnislegt, að Indó-
nesía mun það ríki heims, er
hvað mestrar aðstoðar hefur
notið af hálfu S.Þ. Það voru
S.Þ. sem beittu sér fyrir vopna
hléi milli Indónesíu og Hol-
lands árið 1949, — og fengu Sú
karnó látinn lausan úr fanig-
elsi. Og þegar Indónesía gekk
í samtökin árið 1950, 60. aðild-
arríkið, var það boðið velkom
ið sem „afsprengi alþjóðlegr-
ar samvinnu". í bréfi U
Thants, framkv.stj. til Sú-
karnos, þar sem hann bað
hann endurskoða ákvörðun
sína skýrði hann svo frá, að
ákveðið hefði verið að kalla
árið 1965 „ár alþjóðleigrar sam
vinnu.“
★ ★ ★
Ein af ástæðum þess, að
ætla má að Sukarno geri nú
alvöru úr þeirri hótun sinni
að ráðast á Malaysíu er sú,
að hann er maður mjög heilsu
veill og alls ekki talið líklegt,
að hans njóti lengi við, þótt
læknar hans haldi fram hinu
gagnstæða. Um árabil hefur
Framhald á bls. 23