Morgunblaðið - 08.01.1965, Page 11
Föstudagur 8. janúar 1965
MORCUNBLAÐID
11
Hér lifir fólk ánægt
í sátt og samiyndi
Fréttabréf úr Rauðasandshreppi
PRJÓNASTOFUR
Viðskiptavinum sínum til hagræðis, hefir umboð okkar ODENSE
GARN A/S., Odense nú fyrirliggýandi byrgðir af hinu þekkta
ODELON gervi vélprjónagarni, sem við getum afgreitt frá Tollvöru-
geymslunni í Reykjavík með mjög stuttum fyrirvara. — Nánari upp-
lýsingar hjá umboðsmönnum.
Látrum, 31. des.
VEÐRÁTTA hér hefir verið af-
leit yfir desember, þó sérstak-
lega síðari hluta hans, svo nú er
kominn allmikill snjór, eða mun
rneiri en verið hefir undanfarin
ár, fiestir vegir ófærir, en verða
opnaðir þegar veður batnar.
Sauðfé er ailstaðar komið á
gjöf, og mun það einsdæmi hér
é Látrum. Fóðurbirgðir munu
ailgóðar hér í sveitinni þótt
vetur verði gjafafrekari en ver--
ið hefir. Sá galli mun þó víða
vera á heyfóðri, að gras var úr
sér sprottið, þegar slegið var, og
því óhoiiara fóður. Nokkuð hefir
borið á því að kýr hafi fengið
doða eftir burð, sem trúlegt er
«ð stafi af efnaskorti í heyfóðr-
inu.
Refaveiðar.
Óvenjumikið var skotið af ref
á síðastliðnu sumri, og það sem
af er vetrinum. Mun aðalorsök-
in vera sú, að nú er kominn
akfær vegur af Látrahálsi og
inná Brunnahæð, þótt hann sé að
mestu ofaniborinn. Þá er hægt
að aka upp á háfjallagarðinn,
einnig út á Geldingsskorardal,
og víðar er hægt að komast á
jeppa. Mörgum finnst þá gaman
«ð skreppa þetta, og þreyta við
rebba í leiðinni. Hann virðist
ekki vera búinn að átta sig á
mótJeik gegn þessu bragði of-
eóknara sinna, og er stráfelldur,
evo þetta er að verða sportveiði,
því að að bjarginu sækir rebbi_
meðan nokkur stendur. Einn
minkur náðist í vetur, svo hann
er setztur að hér í sveitinni. Illa
horfir þá hjá þeim, sem voru að
koma sér upp æðarvarpi, en til
þess eru hér víða allgóð skilyrði.
Byggingar.
Heimavistarbygging fyrir börn
ásamt kennaraíbúð er í byggingu
í ÖrJygshöfn. Byggingin á að
rúma 20 börn í heimavist ásamt
etarfsfólki. Svo er fulJkomin
íbúð fyrir kennara, svo og annað
tiJheyrandi, en ætlunin er að
kennslan fari fram í félagsheim-
ilinu eins og verið hefir, en það
er á sömu lóð. Búið er að steypa
bygginguna upp og plötuna yfir,
en þá voru veður orðin váJynd,
evo þá varð að nema staðar, og
verður ekki unnið við húsið sjálft
fyrr en síðari hluta vetrar, eða
með vorinu eftir veðurfari. Bygg
ingarmeistari er Páll Guðfinns-
eon Patreksfirði, en aðalverk-
etjóri og yfirsmiður Haraldur
Guðmundsson Reykjavik. Verk-
ið gekk mjög vel. í Breiðavík
voru byggð fjárhús fyrir 150 fjár.
Viðbættist á árinu fjögur súg-
þurrkunarkerfi í hlöður, tvö með
viðtegndum bJásurum, og tv. án
blásara.
Búskapur o. fl.
Ein jörð fór í eyði á árinu.
ÓJafur Lárusson hætti búskap á
Btökkum á Rauðasandi, og flutt-
ist til Reykjavíkur. En annað
býli byggðist, Saurbær á Rauða-
eandi hið forna höfuðbóJ, á það
fluttist ÓJafur Sigurvinsson frá
Reykjavík, svo þar tók Reykja-
vík ekki meira en hún gaf, og
er ekki oft á að minnast í þessu
eambandi. Þó hefir þessi sveit
þá sögu að segja, að frá Reykja-
vík hefir hún fengið ágæta
bændur og framúrskarandi bú-
konur. Bústofn í hreppnum mun
vera um 2.800 fjár, um 140 naut-
gripir og nokkuð af hænsnum,
svona vel til heimanota. Af þess-
um bústofni Jifa um 150 manns
sem aðalatvinnuvegi, að viðbætt-
um fjölskyldubótum og ellilíf-
eyri, svo og ýmsu, sem menn fá
eér til dundurs, ef til fellur með
búskapnum. Hreppsbúum var
gert að greiða yfir 100 þúsund í
tekjuskatt, svo ekki mun þar
hafa verið undan svikið skattin-
um.
Útgerð smátóta er með öllu
horfin, og skipakostur sá fúnar
upp í naustum. Af hverju, þarf
enginn að spyrja.
Breiðavík.
Forstjóraskipti urðu við vist-
heimiJið á árinu. Frá fór Hall-
grímur Sveinsson og frú hans,
Guðrún Steinþórsdóttir. Þau
fJuttu að Hrafnseyri við Arnar-
fjörð. Við tók Þórhallur Hálf-
dánarson skipstjóri og frú hans,
Guðmunda HaJJdórsdóttir frá
Hafnarfirði. 14 drengir vorú á
heimiJinu um jólin. Mörg fyrir-
tæki sendu þeim jólagjafir, og
einnig heimilinu gjafir oftar á
árinu. Sýnir þetta vaxandi skiln-
jng þjóðarinnar á þörfinni fyrir
slikt heimiJi í okkar nútíma þjóð
félagi. Kennari heimilisins er í
vetur Eiríkur Hjartarson, ungur
og efnilegur kennari.
Ferðafóík.
Fjöldi fólks lagði leið sína á
Látrabjarg á síðastliðnu sumri,
ég held úr flestum landshlutum.
Fer sá hópur stöðugt vaxandi,
einnig útlendingar. Virðist eng-
inn verða fyrir vonbrigðum með
að sjá þann stað, en óneitanlega
er það leiðinlegt, svo ekki sé
meira sagt, fyrir okkur sem
þarna búum, hvað þá fyrir hina,
sem í því Jenda að sjá fjölda
biJa sitja fasta í sandinum á leið-
inni frá Látrum, og útá bjargið,
og fá ekkert aðgert í þeim efn-
um nema rétta fólkinu hendi við
að ná bilunum upp. Ekki mundi
það stóran mínus gera í vegafé
Jandsmanna þótt þessi stutti
spotti væri Jagfærður, en það
mundi stóran plús gera í ánægju
þess fólks, sem leggur á sig að
sækja þennan stað.
Ósköp væri það nú ánægjuleg
hugdetta, svona í ársbyrjunina,
ef alJir háttvirtir þingmenn
vjJdu hugJeiða, hvaða ánægju-
auka og greiðasemi hver þeirra
gerði sínum kjósendum, með þvi
að láta lagfæra þennan spotta.
Ég veit ekki heJdur hvort það
teJst vansalaust, á svo fjölfar-
inni leið að sumrinu, að láta vita
vörðinn halda við fyrir eigin
reilming því af þessum vegi, sem
er orðinn góður vegur, en það
hefir hann gert til þessa, af
þeirri einföldu ástæðu, að hann
þarf stundum að fára í bíl til
vitans.
Lokaorð.
Yfirleitt er alit gott að frétta
úr þessari vestustu sveit Jands-
ins. Fólkið Jifir hér ánægt með-
an það er, og í sátt og samlyndi,
innbyrðist og út á við. Hér hefir
ekki verið stefna Jesin í áratugi,
eða Jögtak tekið. Þannig á líka
samfélag siðmenntaðs fóJks að
vera.
GleðiJegt nýtt ár!
Þóröur Jónsson.
Samningur um
landbúnaðar-
rannsóknir
London, 6. jan. NTB.
STJÓR.NIR BretJands og Sovét-
rikjanna hafa undirritað sam-
komulag til 5 ára um samvinnu
á sviði landbúnaðarrannsókna.
Samkvæmt því munu stjórnirn-
ar skiptast á sendinefndum Jand
búnaðarvísindamanna þegar á
næsta ári.
STEINAVÖR hi.
Norðurstíg 7, Reykjavík. — Sími 24123
VAÐSTÍGVÉL
flestar stærðir —
margar gerðir —
Góð/r skór glebja góó börn
Skóhúsið
Hverfisgötu 82.
Sími 11-7-88.
T
4
ÖSKAST í EFTIRTALDAR VÖRUR, SEM ÖSELDAR ERU
FRÁ ÞVÍ ELDUR KOM UPP í VÖRUGEYMSLU SÍS:
Tréskrúfur, margar gerðir
Límbætur, Continental
Rennilásar
Jakkafóður
Plastsvuntur
Skyrtuflúnel, bútar
Fiðurhelt léreft
Flauel, hvítt
Kragaklæði
Skjalatöskur
Smellur
Teyjur og silkiborðar
Tvinni
Blek o. fl.
Plast í nillum
Tölur, ýmsar gerðir
Prjónar
og ýmsar fleiri vörur
Niðursuðuglös
Bómullarsokkar, barna
Bómullarsokkar, kvenna
Vinnubuxnaefni
Pönnur
Gastæki
Auglýsingastafir
Register
Skólakrít
Prófpappír
Bókhaldsbækur
Cellophanepappír
Flísalím
Þvottasnúrur
Kosangasþvottapottar
Gardínulykkjur og krókar
Skóflur og hakar
Framangreindar vörur eru flokka ðar niður og verða til sýnis að Hall-
veigarstöðum, Garðastræti til hádegis í dag. — Tilboð óskast í hvern
flokk fyrir sig og skal þeim skilað á sama stað fyrir kl. 3 í dag,
föstudaginn 8. janúar 1965. Tilboðin miðist við staðgreiðslu.
SAMVINNUTRYGGINGAK