Morgunblaðið - 29.01.1965, Page 3
Föstudagur 29. janúar 1965
MORGUNBLAÐIÐ
3
\
Óvinurinn (Kári Jónsson), kerlingin (frú Anna Guðmundsdóttir) og Jón karl (Guðjón Sig-
urðsson). (Allar ljósm.: Stefán Pedersen)
Leikfélag Sauðárkróks sýnir
„Gullna hliiið"
eftir Davíð Stefánsson
LEIKFÉLAG Sauðárkróks,
eitt bezta leikfélag lands-
ins, sýnir um þessar mund-
ir sjónleikinn „Gullna hlið-
ið‘ eftir Davíð Stefánsson
frá Fagraskógi. Árni Þor-
björnsson, lögfræðingur á
Sauðárkróki, skrifar hér
um leikritið og sýninguna.
Einn sárafárra andlegra
afreksmanna okkar, sem lítt
eða ekki varð fyrir eitur-
skeytum níðgjarnra blekbull-
ara, hvorki í ræðu né riti,
var hið nýlátna þjóðskáld,
Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi. Allt frá því, er hann,
nánast barn að aldri, sendi frá
sér fyrstu Ijóðabók sína og
til hinztu stundar, hefir þjóð-
in, ungir sem aldnir, lotið
honum sem ókrýndum kon-
ungi íslenzkrar ljóðagerðar.
Með Ijóðum sínum lyfti
Davíð þjóð sinni á hærra stig.
Hann var frjáls andi i öllum
kveðskap sínum, óbundinn af
öllum „ismum" og kreddum,
einskis skósveinn, og einmitt
þess vegna varð hann eitt
ástsælasta skáld, sem fsland
hefir alið.
Davíð Stefánsson var stór-
virkur við fleira en ljóða-
gerð, m.a. sem leikritaskáld.
Eftir hann liggja fjögur stór-
leikrit, „Munkarnir á Möðru-
völlum“, „Gullna hliðið“,
„Vopn guðanna" og „Landið
gleymda". Af þessum fjórum
verkum hefir „Gullna hliðið“
náð langmestum og raunar
eindæma vinsældum af ís-
lenzku leikriti að vera. Það
hefir verið sýnt bæði erlend-
is og hérlendis við hina mestu
hrifningu og lof. Nokkrum
sinnum hefir það verið sýnt í
Reykjavík við mikla aðsókn,
og nokkur leikfélög utan
Reykjavíkur hafa tekið það
til sýninga, þó að vissulega
megi segja, að þar sé mikið
í fang færzt.
Boðskapur þjóðsögunnar,
sem er upþistaða verksins, hef
ir fundið sterkan hljómgrunn
í brjóstum íslenzkra leiklist-
arunnenda. Boðskapur hins
óeigingjarna kærleika á ekki
hvað sízt nú í dag erindi til
okkar jarðarbarna, ef vera
mætti að með þann boðskap
að leiðarsteini, mætti okkur
takast að finna hið „Gullna
hlið“.
Ekki neita ég því, að mér
fannst í nokkuð stórt ráðizt,
þegar stjórn Leikfélags Sauð-
árkróks ákvað á síðastliðnu
hausti, að „Gullna hliðið"
skyldi verða jólaleikritið í ár.
Að vísu hefir þetta gamla
(landsins elzta) leikfélag
aldrei verið með neina minni-
máttarkennd varðandi leik-
ritaval, og margt hefir dável
tekizt, — sumt ágætlega, enda
löngum harðduglegir áhuga-
menn í fararbroddi. Félagið
hafði leikið „Gullna hliðið“
á árinu 1948 og þótti þá vel
takast, þrátt fyrir erfiðar að-
stæður, hvað húsakost og
fleira snerti. Nú voru sumir
þeirra erfiðleika minni, t.d.
húsnæði allt annað og betra.
Mörg ljón voru samt eftir á
veginum, svo sem fjárskort-
ur, hörgull á sviðsvönu fólki
o. fl. o. fl. Hvað sem tautaði
gengu menn ótrauðir til
starfa.
Leikstjóri var ráðinn Guð-
jón Sigurðsson, bakari, forseti
bæjarstjórnar, og skyldi hann
leika Jón karl. Allir leikend-
ur voru Sauðkræklingar, að
einum undanteknum, frú
Önnu Guðmundsdóttir, leik-
konu frá Reykjavík, sem feng-
in var sem gestur til þess að
leika kerlinguna.
Ég, sem þessar línur rita,
sá leikritið, er það var leikið
í Iðnó 1941—1942, og einnig
í Þjóðleikhúsinu um jólin
1951. Voru báðar þær sýning-
ar með ágætum. Einnig hafði
ég séð leikritið, er það var
leikið hér í fyrra skiptið. und-
ir leikstjórn Eyþórs Stefáns-
sonar. Var sú svning góð, mið
að við allar aðstæður.
Ekki get ég neitað þvf. að
ég bióst naumast við að sjá
margt eft’’’*^mnilegt á sviðinu
hér í ./Rífröst" á Sauðár-
krévi er ég var kominn í mitt
sæti í sal^um, núna á milli
jéia o<» n’éiárs og beið þess,
að -éning h^fi'-t.
Wi sé bað fiarri mér að
oVrifa hér lo’Vdóma; sh'kt
Vemur eWi fil vreina. Hins
vegar get ég ekki stillt mig
Kerling krýpur frammi fyrir Mariu mey (Hrafnhildi Stef-
ánsdóttur).
um að minnast á örfá atriði.
Forspjall höfundar las Eyþór
Stefánsson smekkvíslega. Á
frammistöðu fáeinna leikenda
langar mig til að drepa.
Guðjón Sigurðsson skilaði
hlutverkum sínum, — sem
leikstjóri og Jón karl —,
prýðilega, einkum þó því síð-
ara. Honum tókst vel að sýna
hinn þrjózka og orðskáa kot-
bónda, sem óblíð lífskjör og
hvers kyns skrokkskjóður
langrar ævi höfðu ekki bug-
að. Hann.var jafn-munnhvat-
ur, hvort sem hann átti orða-
stað við himnavöldin eða
myrkrahöfðingjann. Og samt
var þetta aðeins ytra byrðið
á Jóni. Það sást í lokin, og
einmitt þar fannst mér Guð-
jón komast næf því sanna,
sem leikskáldið á við, en nokk
ur annar leikari, er ég hefi séð
túlka Jón karl.
Frú Anna Guðmundsdóttir
lék kerlinguna af hófsemi,
nærfærni og innileika. í hönd
um hennar varð karling það,
sem mér finnst, að höfundur-
inn ætlist til: ímynd fórnfýsi,
þjónustulundar og óeigin-
gjarns kærleika. Hún bar ekki
utan á sér neina tærandi of-
urást á bónda sínum, enda víst
naumast ástæða til. Hún
hegðar sér samkvæmt sínu
innsta eðli. Hún er sómakær
og vill vita Jón sinn á við-
kunnanlegum stað.
Kári Jónsson lék Óvininn
og túlkaði það hlutverk nokk-
uð á annan máta en ég hafði
Gestaleikarinn, frú Anna
Guðmundsdóttir, leikur
kerlinguna.
áður séð. Kári er reyndur og
góður leikari og túlkaði á
sannfærandi hátt lævísi þá,
sem við tileinkum þessum
„klassíska“ mannkynshrellara,
en mér finnst nokkuð skorta
á léttleika í hreyfingum. —
Mörgum fleiri hlutverkum
voru þarna gerð hin þokka-
legustu skil, og heildarsvipur
sýningarinnar var - góður.
þótt greinilegt væri hins veg-
ar, að mikið var um óvan-
inga. Verður að segja, að
leikstjóra hafi tekizt vonum
framar — og fara þá sjálfur
með aðalhlutverk, en slíkt er
ætíð varasamt. En hvað skal
gera, þegar leikkrafta vantar
og fjármagn ekki fyrir hendi
til þess að ráða kunnáttu-
mann, þó að völ væri á slík-
um.
Ef satt skal segja, hafa þau
félög, er í slíkt stórvirki hafa
ráðizt sem „Gullna hliðið“.
mjög misjafna reynslu af (ég
á við oemneahliðina). Stund-
Framhald á bls. 23
STAK8TEI1\!AR
Stuðningur við
stóriðju
Á næsta leiti eru stóriðjufram-
kvæmdir á íslandi, mestu fram-
kvæmdir í sögu landsins. Ráðist
verður í að virkja stærstu fall-’
vötnin og nota orkuna til að
auðga þjóðina og styrkja efna-
haginn. Frjálsar þjóðir keppa að
því að tvöfalda þjóðareignina á
einum áratug, og fram til ársins
1975 þurfum við Islendingar að
byggja mannvirki og bæta land-
ið svo að þá verði áþreifanleg
mannanna verk a.m.k. tvöfalt
meiri en þau eru í dag. Ef þetta
á að auðnast þýða engin vettl-
ingatök, heldur verður að snúa
sér að verkefnunum með festu,
raunsæi og bjartsýni. Einn mikil-
vægasti þátturinn í þessari upp-
byggingu framtíðarinnar er stór-
iðjan, þess vegna berjast menn
fyrir henni. Ein og ein hjáróma
rödd heyrist auðvitað, eins og
ætíð þegar rætt er um nýjungar
og lagt út í stór viðfangsefni. Svo
eru það blessaðir kommarnir.
Þeir fjargviðrast heil ósköp út af
því að við ætlum að hefja stór-
iðjuframkvæmdir. Er sjálfsagt að
þakka þeim þeirra framlag, því
að á engan hátt gátu þeir betur
undirstrikað þýðingu stóriðjunn-
ar, en með því að snúast gegn
henni. Andstaða þeirra er ætíð
sönnun fyrir mikilvægi málefn-
anna. Þetta vita menn nú orðið,
og þess vegna bregður hverjum
þeim í brún, sem á hlut að mál-
efni, sem kommúnistar styðja, en
allir fagna andstöðu þeirra við
hugsjónir sinar.
Minnkandi
uppbætur
í ræðu þeirri, sem Bjarai
Benediktsson, forsætisráðherra,
flutti á Varöarfundi í fyrrakvöld,
vék hann að uppbótunum. Benti
hann á, að á síðasta ári hefðu
þær verið nokkrar, en þó auð-
vitað ekkert í líkingu við það,
sem hér var á hafta- og uppbóta-
tímabilinu. Hefðu þó sumir ótt-
azt að nýtt uppbótatimabil væri
að hefjast og uppbæturnar
mundu fara vaxandi, en reynslan
hefði orðið sú, að unnt hefði
reynzt að minnka uppbæturnar
aftur, og á þessu ári mundu þær
verða minni en siðasta ár. Er
þetta vel.
Listamannalaun
Alþýðublaðið ræðir í gær í for-
ustugrein um listamannalaunin
og stjórn Gylfa Þ. Gislasonar á
menntamálum, og segir m.a.:
„Þess má geta, að skömmu áð-
ur en Gylfi tók við þessum mál-
um, var veitt til skálda, rithöf-
unda og listamanna á fjárlögum
0,6 milljón króna. Strax á árinu
1958 var þessi upphæð tvöfölduð,
gerð 1,2 millj. og síðan hefur
hún hækkað stöðugt. Nú fyrir
jólin afgreiddi Alþingi fjárlög
með 3,1 milljón til listamanna-
launa.
Fyrir utan beinar launagreiðsl-
ur hefur ríkisvaldið á síðari ár-
um haldið uppi margháttaðri fyr-
irgreiðslu við listamenn, innan
lands og utan, og veitt þeim
beint og óbeint ýmiss konar
stuðning og viðurkenningu. Er
vissulega ekki ástæða til fyrir
Þjóðviljann að ráðast með sví-
virðingum á menntamálaráð-
herra, svo mjög sem málum lista-
manna hefur, þrátt fyrir allt,
miðað í rétta átt síðustu ár.“