Morgunblaðið - 29.01.1965, Blaðsíða 5
Föstudagur 29. janúar 1965
MORCUNBLAÐIÐ
5
ólgandi þverá veltur yfir
sanda.
Svo kvað Jónas Hallgrims-
son forðum, og um nær heila
öld eftir það hélt Þverá áfram
að velta ólgandi yfir sanda
og olli miklum landsspjöllum
í Fljótshlíð, Landeyjum og
Þykkvabæ. En nú er þessu
lokið. Óhemjan var beizluð,
eða öllu heldur var henni vís-
að heim til föðurhúsanna,
sameinuð Markarfljóti að
nýju. Þetta hafði að vísu gerzt
einu sinni áður (líklega árið
1522). Þá hleypti Jón Halls-
son skáld hertri skötu í ána
og kvað þar yfir forn fræði.
Brá þá svo við, að Þverá sam-
einaðist Markarfljóti, en skat
an var þó eftir í Þverá og varð
hennar vart öðru hvoru fram
á þessa öld. En nú er Þverá
trylltist öðru sinni, voru öll
forn fræði geymd og enginn
Jón Hallsson til að fást við.
hana. Þá brugðu menn á það
ráð að gera mikinn stíflugarð
allt frá Þórólfsfelli niður að
Rauðuskriðum (Dimon) og
bægðu Þverá með því austur
í Markarfljót og verður henni
því vonandi haldið í skefjum
hér eftir. En þar sem hún
hafði beljað fram, voru eftir
breiðir ægisandar. Þar var
mönnunum fengið mikið verk
efni að hjálpa náttúrunni til
þess að græða þau sár. Allir
vissu að þetta mundi verða
mjög seinlegt verk. En þá kom
skógræktarstjóranum okkar,
Hákoni Bjarnasyni, snjall-
ræði í hug. Vestur í Alaska
hafði hann séð lúpinutegund,
sem óx á eyrum og dafnaði
þar vel. Hann flutti fræ af
henni hingað og sáði því á
Þveráraurum. Lúpínan festi
þar rætur og dreifðist óðfluga
út. Með þessu vann hún að
því að hefta sandfok og búa í
haginn fyrir annan gróður,
sem vildi festa þar rætur. Hef
ir þessi tilraun gefizt ágæt-
lega, en svæðið verður að
vera vel girt svo að kindur
komist þar ekki að, því að
þær eru sólgnar í lúpínuna
þegar hallar sumri. — Hér er
mynd frá Þveráraurum ,og
sýnir hvernig lúpínan hefir
þakið hina svörtu sanda. Þetta
er eitt dæmi þess hvernig lúp-
ínan hefir þakið hina svörtu
sanda. Þetta er eitt dæmi þess
hvernig erlendur gróður getur
hjálpað okkur til þess að
klæða landið.
ÞEKKIRDU
LANDIÐ ÞITT?
AKranesíerðír með sérleyfisbílum Þ.
1» Þ. Afgreiðsla hjá B.S.R. Frá Reykja
vík alla virka dag* kl. 6. Frá Akra-
nesi kl. 8, nema á Laugardögum ferðir
frá Akranesi kl. 8 frá Reykjavík kl.
22. Á sunnudögum frá Akranesi kl. 3.
Frá Reykjavík kl. 9.
Akraborg: Föstudagur frá R. kl. 7:45
©g 12 Frá B. kl. 18 Frá A. kl. 9 og
19:45 Laugardagur frá R. kl. 7:45 , 13
©g 16:30 Frá A. kl. 9, 14:15 og 18.
H.f. Jöklar: Drangajökull er í Grims
by og fer þaðan til Halden, Norrköp-
ing og Hanko. Hofsjökull er að lesta í
Vestmannaeyjum. Langjökull fór í
tfyrradag frá Gloucester til Le Havre
og Rotterdam. Vatnajökull fór í gær
tfrá London til Rotterdam og Rvíkur.
Skipadeild SÍS: Arnarfell er vænt-
anlegt til Carteret í dag. Jökulfell er
í Camden. Dísarfell er í Bergen, fer
þaðan væntanlega í kvöld til Stav-
*nger, Kris-tiansand, Oslo og Kaup-
mannaJriafnar. Litlafell er væntanlegt
til Rvíkur á morgun. Helgafell lestar
á Austfjörðum. Hamrafell fer á morg
un frá Avonmouth til Aruba og Rvík-
ur. Stapafell er væntanlegt til Rvíkur
á morgun. Mælifelil er í Avonmouth.
Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug:
Bkýfaxi fer til Oslo og Kaupmanna-
hafnar kl. 08:00 í dag Vélin er vænt-
anleg aftur til Rvikur kl. 15:25 á
morgun. Sólfaxi fer til London kl.
08:30 í dag. Vélin er væntanleg aftur
til Rvíkur kl. 19:25 í dag. Sólfaxi fer
til Glasgow og Kaupmannahafnar kl.
08:00 1 fyrramálið. Innanlandsflug: í
dag er áætlað að fljúga til Akureyrar
(2 ferðir), Vestmannaeyja, Fagurhóls-
mýrar, Hornaf jarðar, ísafjarðar og
Egilsstaða. Á morgun er áætlað að
tfljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vest-
mannaeyja, Sauðárkróks, Húsavíkur,
ísafjarðar og Egilsstaða.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á
Austfjörðum á norðurleið. Esja er
væntanleg tiil Rvíkur í kvöld að aust-
an úr hringferð. Herjólfur fer frá
Rvík kl. 21:00 í kvöld til Vestmanna-
cyja- Þyrill tfór frá Rvík í gær með
lýsi ti-1 Skandinavíu. Skjaldbreið er á
Noi ð •_ landshöfnum. Herðubreið er á
Ausrtíjörðum á auðurieið.
>f Gengið >é
Reykjaviik 22. janúar 1065
Ka>jp Sala
1 Enskt pund .......... 119,85 120,15
1 Bandar. dollar ........ 42,95 43,06
1 Kanadadollar .......... 40,00 40,11
100 Danskar krónur 620,65 622,25
100 Norskar krónur — 600.53 602.07
100 Sænskar kr........ 835,70 837,85
100 Finnsk mörk _ 1.338,64 1.342,06
100 Fr. frankar ....... 876,18 878,42
100 Belg. frankar........ 86,47 86,69
100 Svissn. frankar______ 994,50 997,05
100 Gillini ........ 1,195,54 1,198,60
100 Tékkn. krónur ..... 596,40 598,00
100 V.-þýzk mörk ^.... 1.079,72 1,082,48
100 Lírur ............... 6,88 6,90
100 Austurr. sch. ....... 166,46 166,88
100 Pesetar -------w„... ..... 71,60 71,80
100 Reikningskrónur —
Vöruskiptalönd .......... 99,86 100,14
1 Reikninigspund —
Vöruskiptalönd 120,25 120,55
Áheit og gjafir
Gjafir og áheit til Sólheimakapellu
í Mýrdal, 1963 — 1964. Sigurður Gríms
son og frú 3000; Sigríður Árnadóttir
100; Þorsteinn Einarsson 400; Guðrún
Erlingsdóttir 200; Skæringur Sigurðs-
son 200; Eyjólfur Þorleifsson 200;
Ónefndur 100; Ingibjörg Jónasdóttir
1000; Als 5200. Með innilegu þakklæti
Elía-s Guðmundsson í Pétursey.
Minningargjafir til Fríkirkjunnar í
Reykjavík: Fríkirkjunni hafa undan-
farið borizt eftirtaldar minningargjafir
Til minningar um Ólínu Hróbjarts-
dóttur, fædda 29. ágúst 1884. frá
börnum hennar kr. 10.000. Til minn-
ingar um hjónin Önnu Á. Halldórs-
dóttur og Sigurjón Gíslason, sem
bjuggu lengi á Þórsgötu 6 hér í bæn-
um, kr. 5000 frá börnum þeirra. Frú
Helga Rocksén hefur gefið kirkjunni
til minningar um föður sinn, Jón
Ólafsson, og bróður sinn, Guðjón Jóns
son, kr. 300. Aðrar gjafir til kirkjunn-
ar frá velviljuðu safnaðarfólki:
Valdimar Þ. Valdimarsson, áheit kr.
500; NN 500; Sverrir Sigurðsson kr.
1000; Guðlaugur Jónsson kr. 500; Jóna
Sigríður Jónsdótti-r kr. 1000. Gísli
Sigurðsson, áheit kr. 1000; Eggertsína
Eggertsdóttir 2000; Ólafur Guðmunds
son kr. 1000; Leikfélag Hafnarfjarðar
áheit 100; Halla Jónsdóttir 5000. Við
þökkum af alúð góðu gjafir og þann
vinarhug, sem þeim fylgir. Safnaðar-
stjórnin.
SÖFNIN
Ásgrímssafn verður lokað í mánaðar
tíma vegna lagfæringar, en þá hefst í
safninu skólasýning.
Þjóðminjasafnið opið eftirtalda
daga: Þriðjudaga — fimmtudag —
laugardaga — sunnudaga frá kl. 1:30
til 4.
Listasafn íslands er opið þriðju-
daga, fimmtudaga, laugadaga og
sunnudaga kl. 1:30 — 4.
Borgarbókasafn Reykjavíkuc: Aðal-
safnið Þingholtsstræti 29A, sími 12308;
Útlánsdeild opin frá kl. 2—10 alla
virka daga nema laugardaga kl. 1 — 7,
sunnudaga 5—7. Lesstofan opin kl.
10 — 10 alla virka daga nema laugar-
daga kl. 10 — 7, sunnudaga kl. 2 — 7.
Útibúið Hólmgarði 34 ppið alla virka
daga nema langardaga kl. 5 — 7.
Útibúið Hofsvallagötu 16 opið alla
virka daga nema laugardaga kl. 5 — 7
Útibúið Sólheimum 27 sími 36814
fullorðinsdeild opin mánudaga, mið-
vikudaga og föstudaga kl. 4 — 9.
þriðjudaga og fimmtudaga kl. 4 — 7,
lokað laugardaga og sunnudaga.
Ðarnadeild opin alla virka daga nema
laugardaga kl. 4 — 7.
Bókasafn Seltjarnarness er opið:
Mánudaga: kl. 17,15—19 og 20—22.
Miðvikudaga: kl. 17,15—19.
Föstudaga: kl. 17:15—19 og 20—22.
Bókasafn Kopavogs 1 Félagshemul-
Uiu er opið á Þriðjudögum, miðviku-
dögum, fimmtud. og föstud. kl. 4,30
til 6 fyrir börn, en kl. 8,15 til 10
fyrir fullorðna. Barnatimar 1 Kárs-
MINJASAFN REYKJ A VÍKURBORG*
AR Skúatúnl 2, opið daglega frá kl.
2—4 e.h. nema mánudaga.
Tæknibókasafn IMSl er opið alla
virka daga frá kl. 13 til 19, nema
laugardaga frá kl. 13 til 15.
Pennavt,..r
Sænskur piltur, 16 ára, sem
hefur áhuga á frímerkjum, ljós-
myndum og málaralist, óskar
eftir þréfasamband við stúlku
eða pilt. Utanáskrift:
Peter Nyman,
Norrbygatan 15, S a 1 a,
Sverige.
Danskur piltur, Otto Nielsen,
V. Juelsgaard, Staby pr. Ulfborg,
Jyliand, Danmark óskar eftir
bréfaskriftum vfð islenzkar stúlk
ur á aldrinum 18—20 ára.
Hjálprœðisherinn
Æskulýðsvika Hjálpræðishersins.
er frá sunnudeginum 31. jan.
til sunnudagsins 7.. febr. Það
verða samkomur fyrir börn kl.
18 og fullorðna kl. 20:30. Ýmsir
munu taka til máls á samkom-
um þessum og einnig verður
mikill söngur. Góðar kvikmynd-
ir verða stundum sýndar á barna
samkomunum. Á sunnudaginn
stjórnar majór Óskar Jónsson og
frú samkomum dagsins. Fyrst
verður Helgunarsamkoma kl. 11,
þar næst fjölskyldutími kl. 17,
og þá eru bæði börn og fullorðn-
ir hjartanlega velkomnir. Um
kvöldið kl. 20:30. Mánudag er
Heimilasamband kl. 16 (kvik-
mynd), en engin samkoma um
kvöldið kl. 20:30. Mánudag er
verða: Séra Magnús Runólfsson,
séra Felix Ólafsson, Jóhannes
Sigurðsson, Brigader Henny Dri-
veklepp, cand teol. frú Auður
Eir Vilhjálmsdóttir, Kapteinn
Thordis Andreassen, Majór Ósk-
ar Jónsson og Kapteinn Ernst
Olsson.
Þess er vænzt að margir, bæði
börn og fullorðnir leggi leið
sína á „Herinn“ í æskulýðsvik-
unni.
Atvinna óskast
Kona óskar eftir atvinnu
við heildverzlun, skrifstofu
eða afgreiðslu í búð, er
vön innkaupum utanlands
og innan. Tilboð sendist
Mbl., merkt: „Ábyggileg
— 9633“ fyrir 1. febrúar.
ATHUGIÐ
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
Verzlunarhæð
við Laugaveginn til leigu strax! Hentugt fyrir smá-
•söluverzlun, heildverzlun, skrifstofur, sérskóla,
léttan iðnað o. fl. — Upplýsingar í síma 21815.
Piltur og stúlka
óskast. — Uppl. ekki gefnar í síma.
BorgarbúðSn
Urðarbraut, Kópavogi.
%
Félag ísl. snyrlisérfræðinga
heldur almennan félagsfund að Café Höll Austur-
stræti 3, uppi þriðjudaginn 2. febr. kl. 8,30 stund-
víslega.
Nýir félagar eru beðnir að hafa með sér „diplom“.
STJÓRNIN.
FARÞEGAÞJÓIMUSTA
Loftleiðir h.f. hafa í hyggju að raða til reynslu
nokkra unga menn til þjónustustarfa í flugvélum
félagsins. Umsækjendi m til upplýsingar skal eftir-
farandi tekið fram:
1
6
Umsækjendur séu á aldrinum 20—25
ára, 165—175 cm á hæð, hafi hraustlegt
og gott útlit, snyrtilegir, liprir og þægi-
legir í framkomu. Aðeins reglusamir
menn koma til greina.
Umsækjendur hafi góða almenna mennt-
un, gott vald á ensku og einhverju
Norðurlandamálanna og æskilegt er, að
þeir kunni jafnframt eitthvað í þýzku
eða frönsku.
Umsækjendur þurfa að geta sótt kvöld-
námskeið í marz n.k. og geta tekið til
starfa ekki síðar en 1. maí n.k.
Með farþegaþjónustu er hér átt við starf
hliðstætt því, er þernur félagsins vinna
í dag, sem verður þó með nokkru öðru
sniði, er til lengdar lætur.
Umsækjendur þurfa ekki að hafa neina
reynslu í þjónsstarfi, enda verður hið
nýja starf frábrugðið því um fjölmargt.
Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu fé-
lagsins að Lækjargötu 2 og Reykjavík-
urflugvelli, svo og hjá umboðsmönnum
félagsins út um land. Umsóknir skulu
hafa borizt ráðningardeild félagsins fyrir
10. febrúar n.k.
wrrmorn