Morgunblaðið - 29.01.1965, Qupperneq 10
10
MORGUNBLADID
Föstudagur 29. Janúar 1965
Vortízka í réttu umhverfi
Glefsur úr bréfi frd Gunnari Larsen
og viðtal við Pdlínu Jónmundsdóttur
um tízkuferð til Tyrklands
ógöngunum. Við Norðurlanda
búarnir stóðum eins og illa
gerðir hlutir innan um hið
biðjandi fólk, og vissum ekk-
ert hvað við áttum af okkur
að gera“.
í>AÐ voru ekki liðnir nema
nokkrir dagar af nýja árinu,
þegar okkur barst þykkt um-
slag með frönskum póst-
stimpli. Innihaldið reyndist
vera tízkumyndir frá Tyrk-
landi, teknar af Gunnari
Larsen. Miðdeplar myndanna
var íslenzka sýningarstúlkan
Pálína Jónmundsdóttir og
sænska sýningarstúlkan Kir-
sten Oden. Myndunum fylgdu
nokkrar línur, þar sem saigði:
„Við höfum ekki þolinmæði
til að bíða eftir vorinu og
flugum til móts við það með
yndisleg sumarklæði frá tízku
húsum Parísarborgar í ferða-
töskunum. Við hittum vorið
í Antalya, smábæ á suður-
strönd Tyrklands. Þar var
reglulegt vorveður, glaða sól-
skin og steikjandi hiti.“
Við þóttumst hafa séð Pá-
línu bregða fyrir hér milli
bylja í jólahríðinni, og tókst
að ná sambandi við hana
skömmu áður en hún yfirgaf
landið á ný. Hún hefur eins
og kunnugt er starfað sem
sýningarstúlka oig ljósmynda-
fyrirsæta í París frá vetrar-
byrjun ásamt Guðrúnu
Bjarnadóttur og Maríu Guð-
mundsdóttur, sem Pálína seg-
ir vera eina vinsælustu fyrir-
sætu borgarinnar. Pálína hef-
ur lítið breytzt frá því hún
var kjörin fegurðardrottning
íslands í vor, nema hvað hún
hefur látið hárið falla, þrátt
fyrir eindregnar yfirlýsingar
um það að hún mundi seint
fallast á að klippa sig. „Ég
streyttist á móti í lengstu lög,“
sagði hún, „en varð að lúta í
lægra haldi fyrir tízkunni.
Svona vilja þeir hafa hár sýn-
ingarstúlknanna þessa stund-
ina, rennislétt í axlarhæð.“
Meðan við skoðuðum Tyrk-
landsmyndirnar, spjölluðum
við saman um ferðina þang-
að. „Það var löng og ströng
ferð,“ sagði Pálína. „Við lögð-
um af stað 6. desember og
komum ekki til Parísar fyrr
en 22. Þaðan fór ég svo að
segja beint hingað, og veðra-
brigðin vöru gífurleig, því að
Við stönzuðum fýrst í Istan-
bul en héldum síðan suður á
bóginn til Antalya, sem er 50
þúsund manna bær og stend-
ur við Miðjarðarhafið. Við
lentum í dálitlu ævintýri á
leiðinni þangað og má kannski
segja að það gengi kraftaverki
næst að við slyppum lifandi
„Varstu hrifin af Tyrk-
landi?“
„Að sumu leyti. Ég varð
fyrir vonbrigðum að því leyti
að ég hélt að Tyrkland væri
austurlenzkara en það í raun
og veru er. Ferðalangar eru
fáséðir gestir í Antalya og þar
um kring og á okkur var litið
Pálína í svart- og hvítröndóttri nælondragt frá Arnel. Ljós-
mydin er tekin á bananaekru í Antalya, en þar er inikil
bananarækt; ennfremur eru þar ræktaðar appelsínur' og döðl-
ur í stórum stíl.
frá því. í stuttu máli sagt,
þegar við vorum um það bil
hálfnuð kom í ljós að elds-
neytisgeymar flugvélarinnar
láku. Farþegarnir 32 vörpuðu
öndinni léttara þegar þeir
höfðu loksins fast land und-
ir fótum, margir fleigðu sér
til jarðar og þökkuðu Allah
> y „ ;
*f ■' / .' /
/ / / , 'ár ./ • •.
-
Kirsten í rósóttum pífukjól úr chiffon frá Tiktine. í baksýn
er veggjarhluti Aspendos hringleikhússins, sem er með frægari
minjum frá blómaskeiði Rómaveldis hins forna, og ’ rúmar
tuttugu þúsund áhorfendur.
hefði drepizt úr hlátri í svip-
aðri aðstöðu.
En hjá Tyrkjunum er þetta
ekkert grín. Fylgdarmaður
okkar í Tyrklandi, maður í
kringum fertugt og enn ógift-
ur, sagði okkur að hann
myndi gifta sig á næsta ári.
Móðir hans væri í þann veg-
inn að finna stúlku handa
honum. Við spurðum, hvort
hann léti málið ekkert til sín
taka .og kvað hann nei við.
Hann hefði aðeins látið þá ósk
í ljós, að konuefni sitt væri
hjartahlý kona.“
Áður en við kvöddum Pá-
línu, spurðum við hana, hvern
ig henni vegnaði í París. Hún
saigðist hafa nóg að starfa.
Hún kvaðst fara til Portúgals
að loknu jólafríinu Oig 15. fe-
brúar til Þýzkalands, eða að
loknum stóru tízkusýningun-
um. Hún sagði að samkeppnin
væri ströng, enda rúmlega
þúsund stúlkur í París, sem
bitust um brauðið. Við spurð-
um Pálínu, hvort fegurðar-
drottningartitillinn hefði
hjálpað henni og kvað hún
nei við. Þegar út í starfið
kæmi væri annað hvort að
duga eða drepast, þar dygðu
engir titlar eða annar hégómi.
Framhald á bls. 23
í Antalya var 25 stiga hiti. fyrir að hafa hjálpað sér út úr
Pálína dreypir á þjóðardrykk Tyrkja, tei, í góðum félagsskap
í Antaiyu. Hún er í léreftskjól með skyrtusniði frá Arnel.
sem hverjar aðrar furðuskepn
ur. Allir hlutir þar eru hræ-
ódýrir, a.m.k. í augum Norð-
urlandabúa, t.d. kostar síga-
rettupakkinn 3 krónur. En
launin þar eru heldur ekki
há, meðal verkamannalaun
eru undir 2000 krónum. Og
stéttamunurinn er gífurlegur.“
„Hvað fannst þér kyndug-
ast af því sem fyrir augu
bar?“
„Ég varð einna mest hissa
þegar ég sá mann ríðandi á
asna, og konan hans trítlaði
á eftir með klyfjarnar á baki.
Þá skynjaði ég fyrst, hvað ég
var stödd í frumstæðu þjóð-
félagi, þar sem réttur kon-
unnar er að engu hafður."
Gunnar Larsen segir aftur
á móti í bréfi sinu, að það
hafi komið sér einna mest á
óvart, hve viðhorf Tyrkja til
hjúskaparmála væru langt á
eftir tímanum og aðferðir
þeirra til að vinna ástir
stúlkna sé gamaldags. „Éig
varð áhorfandi að stefnumóti,
sem ungur piltur átti með
sinni útvöldu. Þau hittust á
vel metnu veiingahúsi, og
með stúlkunni kom trúverð-
ug fylgdarkona. í tvær
klukkustundir samfleytt þuldi
pilturinn upp ástarljóð, sem
hann hafði sjálfur ort. Ég er
handviss um, að íslenzk stúlka
Tyrkneskir dansarar dönsuðu þjóðdansa í kringum Kirsten,
þegar hún birtist í hvítum léreftskjól frá Chlöe.