Morgunblaðið - 29.01.1965, Síða 13

Morgunblaðið - 29.01.1965, Síða 13
Föstudagur 29. janúar 1965 MORGUNBLAÐIÐ 13 i Jóhann Hjálmarsson: Nýjar sænskar Ijóðabækur f HAUST komu út margar ljóða- bækur í Svíþjóð. Meðal þeirra voru bækur eftir þekkta höfunda eins og til dæmis Artur Lund- ikvist, Werner Aspenström og Lars Forssell. I>að yrði of langt mál að telja kllar þessar bækur upp, enda ekki ástæða til þess. Ég hef aðeins í hyggju að segja lítillega frá fáeinum þeirra. Warnei''’Aspenström er líklega einna snjallastur þeirra skálda sem nú yrkja á sænsku. Bók hans „Om dagen om natten" (Ut- gefandi Bonniers) sem út kom fyrir nokkrum árum skipaði hon um á bekk með beztu skáldum Bvía. Nýjasta bók hans nefnist ,,Trappan“ (Útg. Bonniers) og er hún verðugt framhald þeirrar fyrrnefndu. Að vísu má halda því fram að þessi bók jafnist ekki á við „Om dagen om natten“ og að höfundurinn bæti ekki við stærð sína, en það er út í hött þegar þess er gætt hve mörg ljóð Aspenström færir okkur í „Trapp- an.“ Werner Aspenström er -alvar- lega þenkjandi skáld haldinn böl eýni undir niðri, en hann æðrast ekki, heldur horfir í augu þess heims sem nútímamaðurinn hef- ur skapað sér. Ljóð hans eru háð duttlungum tímans í vali yrkisefna, en hið raunverulega gildi þeirra er af hinum dular- fulla toga skáldskaparins. Hon- um heppnast að veita þeim það líf sem gerir þau sígild, og ef xnér skjátlast ekki mun hann í framtíðinni verða talinn með hinum merkari skáldum Norður- landa. „Ég vildi helzt af öllu yrkja eingöngu björt ljóð“, segir Aspen ström í greinargerð fyrir skáld- skap sínum, sem hann hefur sett framan við Ijóðaúrval sitt „66 dikter“ (Útig. Bonniers). í „Trappan“ lýsir hann manni sem klifrar upp stiga. Hann fellur, en rís alltaf upp og hefur sama leik- inn. Þessi maður minnir á Sísý- fos, og það liggur í augum uppi að maður Aspenströms er tákn sömu þrjózku og Sísýfos er hald- inn í glímunni við steininn. Mað- urinn í stiganum trúir. Hann spyr sjálfan sig reyndar að því hvort hann raunverulega lifi eða hermi eftir viðbrögðum lífsins. En það er þessi innilega trú hans sem er einkennandi fyrir Aspen- Ström. Óg hver þekkir ekki sjálf ,,En hver sá sem ekki er harð- um? í öðru ljóði kallar Aspenström lífið sorglega sögu, sagða í flýti. „En hver sá sem ekki er harð- brjósta verður snortinn“. í Ijóðum Werners Aspen- ströms skiptast á tvær tilhneig- ingar: sú fyrri hefur orðið æ rík- ari með árunum og það er hin sterka tilfinning hans fyrir því sem er að gerast, einkum því sem ógnar lífi mannsins; hin síð- Werner Aspenström ari er hinn óflekkaði ljóðræni draumur sem fæðir undrin. Þess- ar tvær áráttur hafa á giftusam- legan hátt sameinast í ljóðum hans, samið frið sín á milli. Ég minnist þess sem hann sagði við mig þegar ég dvaldi eina dag- stund á heimili hans í Stokk- hólmi: „Skáld sem lengi hefur fengist við eintóm fagurfræði- leg vandamál hlýtur fyrr eða síð- ar að finna sig knúið til að ræða IJIIIIMI.V - - V.V. . Lars Forssell opinskátt um það sem er að ger- ast í samtíð þess, taka afstöðu." Lars Forssell er miklu inn- hverfara skáld en Werner Aspen ström. Ferill hans í sænfkum bókmenntum er sigurganga. Hann er ekki aðeins með fremstu Ijóðskáldum Svía heídur einnig merkilegt leikritaskáld. Hann er það skáld sem dyggilegast fylgir þeirri stefnu sem þeir Erik Linde gren og Gunnar Ekelöf mörkuðu. Forssell hefur þýtt 25 ljóð á- samt Cantos I-XVII eftir Ezra Pound á sænsku og í verkum hans má greina áhrif frá ýmsum höfuðskaldum evrópskra og bandarískra bókmennta. Forssell er alltaf að verða per- sónulegri og því ber gleggst vitni bók hans „Röster“, (Útg. Bonniers) sem margir hafa beð- ið með forvitni. Um þessa bók hefur margt verið ritað og ég er ekki fjarri því að Lars Gustafs- son hitti naiglann á höfuðið í rit- dómi sínum í tímaritinu BLM þegar hann segir að Forssell hafi aldrei verið jafn nærri hinum mikla skáldskap og í „Röster“, en þegar honum mistakist þá sé um hrapalleg mistök að ræða hjá honum. Um þetta má að vísu deila sem betur fer, því það væru undarleg skrif um bók- menntir sem allir gætu tekið undir. Ég býst samt við að marg- ir þurfi langan tíma til að átta sig á „Röster“. En eftir að hafa átt með bók- inni margar stundir opnast hún hægt og varlaga fyrir lesandan- um og dregur að ^ér með miklu afli. Þá byrjar skáldskapurinn að ver-ka eins og gamalt vín. Það er athyglisvert að Forssell velur sér oft ákveðna menn eða sögupersónur að yrkisefni og talar í gegnum þá í staðinn fyr- ir að láta þá tala í gegnum sig. I þessari bók stefnir hann á sinn fund dansaranum Nijinski, mál- aranum Maleviitsj, Don Quixote, skáldinu Fröding og fleirum. Allir hafa þessir menn verið sjúkir, ef undanskilinn er Male- vitsj, og það hefur verið bent á þá áráttu Forssells að gera geð- sjúka menn að yrkisefni, bæði í ljóðum sínum og leikritum. Satt Börje Sandelin er að Forssell lifir í mjög nán- um tengslum við þessa menn og þeir gefa honum kraft til að yrkja. Forssell er af þeirri gerð skálda sem að öllum líkindum verður fyrir meiri áhrifum af bókum en lifinu sjálfu, og heí ég ekkert á móti því a.ð þesai getgáta mín sé tekin sem mót- sögn. Ljóðaigerð Lars Forssells er myrkari, hættulegri og um lei# miskunnarlausari en flestr* þeirra sem yrkja á sænsku nú um mundir. Skyldleiki han* og Gunnars Ekelöfs er aug- ljós en Forssell hefur haldið aðra leið en Ekelöf. Hvort hann á eftir að komast eins langt og Ekelöf get ég ekki sagt fyrir um. Hann er enn ungur maður og. rödd hans hefur öðlast mikla festu. Rödd hans sem er fjar- stæðukennt bergmál hugans, óttalaus rödd með háðsku ívafi, búin miklum kulda og hlaðin djúpri þögn. Börje Sandelin er þekktur myndlistarmaður í Svíþjóð. Bókaskreytingar hans þykja af- bragðs vel gerðar. Sandelin hef- ur einnig fengizt við skáldskap og í haust kom út ný ljóðabók eftir hann: „Granarna" (Útg. FIBs Lyrikklubb). Þessari bó'k hefur verið vel tekið. Sandelin éh persónulegt skáld, dálítið angurvær, en alltaf einlægur í ljóðum sínum. En það sem mestu máli skiptir er að hin mjúku og tregafullu ljóð hans eiga sér líf. Þau eru einföld að gerð, stund- um líkt og þau svífi í lausu lofti, skáldinu hafi ekki tekizt að segja það sem það ætlaði sér, og flýti sér þess vegna að byrja á öðru ljóði í þeirri von að þar muni því takast að tjá hug sinn á sannfærandi hátt. Eftir lestur bókarinnar vakna margar spurningar í huga les- andans. Aleitnust verður sú spurning hvort listamaðurinn Börje Sandelin sé líka ljóðskáld? Þeir sem þekkja myndir hans kannast við anda ljóðanna, en ég býst við að flestir þeirra njóti ljóðanna einnig þrátt fyrir það, eða kannski einmitt vagna þess, hversu skyld þau eru myndun- um. Innileikinn er sá sami og i myndunum og einmanakenndin er alls staðar nálæg ásamt lotn- ingunni, lofgjörðinni. Stytzta ljóðið í bókinni heitir „Skjöldur- inn“ og er svona í íslenzkri þýð- ingu: Framhald á bls. 11 Drefjúr úr Þjöðverjn RsastwS bfstil líjíter tf :- .•>:-:■•:. STÓRSÓKN ROSSA VIÐ VISTULA SWb* Rtytslu teið til þýsku landamæraniMi i iu *««x»» t u* ÍHWtU - STAÍ W írt.H<-sAÍ*.<c WcU > cbiqslapoK > Vvökt mo> R?b> íúSrvfc*' t É>ic>ó>ji b«»xb<icWlb>gj» bóf ► SttÖUt- VicUía, íxtár tvcMO <bi$win «6- SW :Vtct ÍS*<t ftoxoxn <nt hxta. þlSÍ- '■VhiH'ikKSWM- Kvri-m t»r<r 'XU t>K: fcírt 6* þjrtfro Jii<VK+rpu, þítttk) ffáriíí S íKíkív 0$ vHiOrkchlM, þrór, tA i-• ii.*v> .<i>r .. ,;| n M|.........1: 5 •«*>«« <v?'Q áöáp II!!!! 4KVf þw .«»<* (octjx a U-it,Í»*«>><»>ilH-: •> -Hhxn «<ýK:jx<iJ<ó> •• ..:!*> *>K< ><.>< :♦!> .»*« >jtn>». »>k V»ix<-nt<t>MiH "Ö* ***H *í 'tr»x>kv«o«i b*P <•«>» »JiWlH •>>: : V** >h !<♦» >*,<« í<4 þn«.» *><ib»>i«<H<>*' »-> • W-<«><-M»S:ok } •**>>« lýxoM'W’M >K<».i»>i>f <«kov» «• 1«. tllnUmv }f>cO»fxvti: W»S*, tc* jxuoró v.c- >)</n*fl«*x<x *» *>/* >*»»»*x fctérói »: i&kiz:'...... Stríðshetja Sovetríkjanna við útför Churchills ttfúl . V rt iíl'K.ICt *><>- • o-.il Ó.ÓK jiH-Hróf x x« Mróio* M ’ w >i jX-iró •> > .«• <-X X< Kr>' * «>rólK ....,•••• - , ••>, < >"!<•:«< r<-«:». <•»•<'vf >>•>*•<««J> (»«»*■ nji<n >x n.»»a»>x,» »>.'.;«(>fr<r.* -: iKH.x.K <»'t'K-»,/ v»< •-»►>( -I < royx-Moqf »»♦« . tov :>i* ),KM H.f>*:a>»K *»><» <*tvHx>io. « ö>ok. »•>> *>x »>>>•> <>♦«(- <>»íx>: TbH* f txogv J>4 riCH- Sóknin á Luzon I >i :•: ► ' jW •: .,< K<»»^0*»<*>->: : : ;: ,0 v .->10 ö bo: >10* v , >< hc:$ oftMi f- j- . ,/ . >••• • < ><•< . H*l< Mök . >r.>^>-/H, ■ -••í;«< x\«it WwW&ítoí! < <;*:'!<«*»< f’inkaokcon új .jÍÉÍ;] ÍW R0x>«' ''íilííM HtRNVWTtH .«*' AMtiox QíjMm *.-.<>« V/V -. >>o ‘oxb »:►*• »**•>» « *yftft-v >* Ixtx ■■'Xi idcAf! s*t: ■¥>■<■•■ «.J<||» **»»■'•>• <••»* '■'*& -v ’■& íWoj -.;»•,rói/. Hx- .'>*'<>:<•:.•:•'.« Jfxró. :* W> < *•>*. öl újx í*<ir }**»(* »>ícja .•Sm No -u. t'ipxurbnA. tjX'SÖfojt. Swjxúrói. Vi’Vxkí*. Buxko' Véiyj otf B<qt. Kb aqfc Hó:Mí<> bóvbi >•*'' v xU : V<ik» fcftíJ •xo.<j»>?X|>K t>f*j. •'„•'••• ••<-•* -i- >k >'V«1;«r <i > i^ ÍHO/b •-« «*»J|Í'U tvA *'*i- tWirVMWfcVÍWJÍlW <» hþSÍ ' vfx on (»1 P-.KkMWX^ tfcújj nc c> bom «•«> «u.>*on ChbKoío*: :»OM I»f?wi : rnt&tt «**> •«*. ■róx !ix<* W olo-o c» nn«»h -»g kfc> iKpxwM'ir vJ K.-*k >»>MOV»X>t> s«|>. Íí*>'« !>*< * :■>>:«»>« -*-•*»o> * o»»> fc<A: xtrx>xfc-.k»if!t: tihA * <, olO« r*t* 0>fcs v»J> OXf/ ££*?££ £ ',k¥**< *** » «.xo *o:*.xr «•»> x*x þ vv < v »> < «>k<.: v:ú:líl ?>**<*<•.. KfHr »• miaxðo fcijw, •-:< ««> . » v PMOfc-AH : lróW< hoffNoiitc VxfJHcVN :«<tt>> »»<|>> ((> VlfSfclA. ■ hhWJi :>xtfJ>': íúH (cortt vvo: x« tfjC.x <*J(Q þ*v?J S»iX»- i>J|A vm> j'oo.'o ii-i' <r jKý Kx->' ’* íi»Wi Ht«k ■ l-B** !»*<>> <■:<* >ko!« yfc<y íWvtv Rokró’sfcK-fX' > *>«•.*> jJ^ÖTÍOfli Og . !OH0 •.t-H'ifi: }#í»: vK i»u>i í-sWXIXUkO Jx»' iSwyf-.fVii-i' >iorfc»o'-.V>»Mt|i : tNtoNxciA i.i, Xuftróf M Ofcó'j footc- i»:coóia>>f: jiycróo-t «»H VvHctPfVHiHvlo íW ÍÍtifÍÍKÍ }“« k» J>1*.'öJ> «*>?<*> 4*1 - ív--- iKWl ■£»-Mr > fc-is ýiiýójý: <: v>. >:o: Jfc'ss A<o. .. ;> .,■:•;■■ :•/ , ■' ••■:■:»: ■■ , « Ks]>v ró'- w <y r<i t-Niró x 's-i<A' bx> *< <:•:;:• : ^<:>>:ft*>X-» XrófcKO <-!f fGiJOKX K. i rótWró f* áto: ífcíi:: * .ofc-xU >qpdM«Mi>i«> . !•)>*:>NMb*q(pi:feo>d>Mo.......... "ÚÚÍÓ r s>í*f borf* í dr*» - - * . ♦•xoSoor^xc JHJfto vf*:<<rt : ,;j:: JS'.. ■: . . . . É.Uhijí ÍUU'J > J<r<W<- . lx<ot> ::j:: :jj <1 löiwtc'.t .............................. : ^;:w./.,i:x.v: • oxx WxOt t <•:;» ■-.< -v «•>*«•'.! ío- >-«v.:N >«• •> .K«-x. x»/ - !>* ••* - ••<•. "o>«->«x« «..*•; > ik r* ^ivsVvo-Æv fiUM&x s- oiöíNp'Xoróx-*: :■«!•»4 > U>< »*•>' "BiJttft* .XCX. Í 'tiX/KX, ><:*; ><S ' ^t^‘'o°)« : íflc* ’ ^ ví - f. X-><V í<- ••:/»:ö:< bx«K 1» ÍJX-.S ■v. /• O róö:<AJ*--t>»v> s- .« -:<• •:o :■><■ ':**} bxA* <x»:' <o* . ..: • X- > > | «*, < >»*** tíjOý.o' * - <L L ‘ > ■ %■tVtú, Til gamans blrtlst hér forsíða 1945, þar sem segir frá stórsókn stjórn Konievs í S.-Póllandi. Morgunblaðsins 14. janúar 1. Ukraníuhersins undir MeSal fulltrúa Sovét- ríkjanua við útför Sir Winstons Crurchills á morgun, verður Ivan Kon iev, marskálkur, ein helzta stríðshetja þeirra í síðari heimsstyrjöldinni. Hann er nú fyrsti aðstoð- ar - vatnarmálaráðherra Sovétríkjanna og á sæti í Miðstjóm kommúnista flokksins. Koniev ávann sér álit og frægð fyrir frábæra her- stjórn í siðari heimsstyrjöld- inni. Hann barðist á vígstöðv unum í Evrópu og tók þátt í hinni mikilvægu orustu um Moskvu. Frá 1942-43 var hann yfirmaður herafla Rússa á Evrópuvígstöðvun- um og var þá hershöfðingi að tign. Um sumarið 1943 tók hann við yfirstjóm 2. Ukra- ínuhersins og vakti athygli á sér fyrir velheppnaðar skyndiárásir, sniFi sína í skriðdrekahernaði og fyrir það hve hersveitir hans voru fljótar í ferðum yfir illfær landssvæði. Náði hann nvirg- um mikilvægum borgum í Úkraínu aftur ír höndum Þjöðverja. Ivan Koniev, ir.uskú kur. Snemma á árinu 1944 var Koniev útnefndur Marskálk- ur Sovétríkjanna og skömmu síðar stjórnaði hann árásun- um, sem brutu 10. herdeild Þjóðverja á bak aftur við Dnijepr. Að því loknu var hann skipaður yfirmaður 1. Úkraínuhers Rússa. Hélt hann yfir éna Buig og inn í Póllanid. í jánúar 1945 hófu Rússar stórsókn í S.-Pól.landi undir stjórn Konievs. Héldiu þeir sókninni áfram og tóku á skömmuim tíma Galizíu, Slesíu og Saxla.nd, og áttu þátt í töku Benlínar. Því næst tók Koniev Dresden með skyndiáhlaupi og hélt þaðan inn í Prag. ★ Að styrjöldinni lokinni var Koniev um tíma yfir- maður hers Sovétrilkjanna í Austurriki, 1946 fór hann til Moskvu og tók við yfir- stjórn landhersins og em- bætti aðstoðar-hermálaráð- herra af Zhukov, marskálki. Þótt Koniev nyti trausts Stalíns, jókst vegur hans enn, að einræðifjherranum látnum. Hann var yfirmað- ur dómstó.sins, sem dæmdi Beria og samstarfsmenn hans til dauða 1953. Hann varð yfirmaður Varsjár- bandala.gsins við stofnun þess, 1955 og gegndi embætt- inu til 1960. þá sagði hann af sér sökum heilsubrests. En þegar ,3er- línarmúrir.n var reistur 1961 og Berlínardeilan komst á mjög alvarlegt stig, var hann skipaður yfirmaður alls her- afla Rússa í A.-Þýzkalandi. Honum var veitt lausn frá því starfi 1962. ★ Hermennskuferiltl Koni- evs hófst við upphaf fyrri Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.