Morgunblaðið - 29.01.1965, Blaðsíða 17
Fostudagur 29. Janúar 1965
MORGUNBLAÐÍ *
17
Loítmynd af Geldinganesinu, næst okkur á myndinni. Fjær sést eyðið, sem liggur í land, þar
sem einu sinni var útiskemmtistaður Sjálfstæðismanna. Lengst til hægri er Gufunes og þar fyr-
ir innan sést Grafarvogurinn. —
BErgðastöðvar olíufélaganna í
HAFNAR ERU viðræður við olíu
íélögin um flutning á birgða-
stöðvum þeirra í Reykjavík á
frambúðarsvæði, en þörf er orð
in á því að fjarlægja olíugeyma
og annað úr borginni. Hefur ver
ið rætt um að starfsemi allra
oiíuféiaganna verði flutt í Geld-
inganesið. Gunnlaugur Pétursson
borgarritari upplýsti á síðasta
fundi borgarráðs, að umræður
um þetta væru háfnar.
— Sundahöfn
Framh. af bls. 2
er 3,ia km þegar allt er reiknað
með.
Sundahöfn
Eins og áður er sagt, er gert
Geldinganes liggur innan við
Gufunesið og er nánast eyja a
flóði. Þó tengir eyði það við
land. Mikið landrými er á Geld
inganesinu, og aðdjúpt, einkum
að norðaustan.
Þarna mun Reykjavíkurbær nú
ætla olíufélögunum framtíðar-
stað og yrðu þá allir bepzín- og
olíugeymar fluttir þangað úr
bænum.
ráð fyrir að Sundahöfn verði frá
Pálsflaki inn að Gelgjutanga í
Elliðaárvogi og einnig í Grafar
vogi. Áætlaður kostnaður við
Sundahöfn er 855 millj. kr. og
bólverkslengd 12,2 km. Við sam-
anburð á þessum f jórum tillögum
kemur í ljós, að hver metri ból
(Ljósm. Mbl.: Ol. K. Mag.).
Geldinganesi
Olíufélagið Skeljungur h.f. hef
ur sótt um að fá að taka niður
gamlan geymi á lóð sinni við
Skerjafjörð og setja í staðinn
upp annan nýjan og stærri, sem
seinna mætti flytja. Samþykkti
borgarráð fyrir sitt leyti að veita
þetta leyfi með vissum skilyrð-
um, sem slökkviliðsstjóri hefur
sett.
verks í Engeyjarhöfn I hefði
kostað 140 þús. kr., í Engeyjar-
höfn II 138 þús. kr., í Kirkju
sandshöfn 110,4 þús. kr., en í
Sundahöfn 70 þús. kr. Af því
sést, að langsa'mlega hagkvæm-
ast var að hefjast handa við bygg
ingu Sundahafnar, og er það
raunar hið eina, sem til greina
gat komið.
í Sundahöfn var ekki gert ráð
fyrir að gera þyrfti mikla varn-
argarða, aðeins á Pálsflaki, en
þar liglgja grynningar út frá
strönduim, þannig að garður þar
mundi aðeins kosta 1/11 hluta
af kostnaðarverði hafnargarða
í Engeyjarhöfn I.
Tillagan um Sundahöfn hafði
einnig það fram yfir hinar, að
þar var óraðsitafað landssvæði
ofan við sjálft hafnarsvæðið.
Þá er og mikils virði að Sunda-
höfn má byggja í áfönigum, án
þess að fyrst -verði að binda
offjár í hafnargörðum, áður en
haagt er að gera bólverk. Garð-
inn á Pálsflaki þarf ekki að
gera, fyrr en að því kæmi að
gera bólverk vestast á svæðinu.
Þessar rannsóknir leiódu til
þess, að ákveðið var að halda
áfram áætlanagerð í sundahöfn
og fullgera nokkurn hiuta upp-
dráttar. Kom þá fyrst fram,
hvar heppilegast mundi að
byrja. Niðurstaðan varð sú, að
réttast mundi að hefja fram-
kvæimdir í Vatnagörðum, og
liggja nú fyrir greinargerðir um
1. áfanga Sundhafna ásamt upp-
dráttum og útboðsilýsingu. Var
verki þessu lokið í desember
S.L
Nú kynnu menn að spyrja,
hvort rétt væri að hetfja fram-
kvæmdir þessar strax. Þessari
spurninigu svara ég hiklaust ját
andi. Viðlegulengd í núvergndi
höfn er 3,15 km. þegar allt er
talið. Frá 1918 hefur höfnin
stækkað nálega í sama hlut-
faiili og íbúafjöldi borgarinnar
hefur vaxið . Frá 1935
hefur viðlegulengd verið
um 40 metrar á hverja þúsund
íbúa. Nokkuð er hægt að auka
viðlegulengd núverandi hafnar,
en það verður eingöngu að koma
fiskiflotanum til góða. f vestur-
hluta hafnarinnar, sem eingöngu
eru ætlaðar fiskiflotanum, eru
mjög mikil þrengsli, enda hefur
orðið að grípa til þess neyðar-
úrræðis að leyfa þar vöruflutn-
inga.
Einnig verður að hafa í huga,
að þótt unnt sé að auka viðlegu-
lengd, verður ekki aukið við
höfnina, það er og hefur lengi
verið alltof lítið. Skipulagstillög-
ur, sem framkomnar eru og gera
verður ráð fyrir, að farið verði
eftir ganga meira í þá átt að rýra
en rýmka athafnasvæðið við
höfnina.
Vöruflutningar fara aðallega
fram um miðhluta hafnarinnar.
Miðað við stærð þess hluta
hafnarinnar má segja, að ' það
vörumagn, sem nú fer þar um,
nálgist nú það hámark, sem ætla
má, að þar geti orðið. Flutninga-
skip hafa farið mjög stækkandi
hér síðustu árin og aðal bólverk-
ið, Miðbakki og Austurbakki,
eru of stutt til þess að þau hag-
nýtist vel, en úr því er augljós-
lega ekki hægt að bæta.
Þá er einnig dýpi í höfninni
ekki nægilegt, og er gert ráð fyr-
ir tveimur metrum meira vatns-
dýpi í 1. áfanga Sundahafnar. f
Sundahöfn er gert ráð fyrir 380
metra viðleguleng, og má ætla,
að þar sé unnt að losa og ferma
um það bil heiming þess vöru-
magns, sem fer um núverandi
höfn. Gert er ráð fyrir að þar
verði byggðar vöruskemmur við
sjálf bólverkin, en það mundi
greiða mjög fyrir allri upp-
skipun.
Þá má einnig benda á, að
Sundahöfn mundi mjög létta á
öllum helztu flutningaleiðum
austur úr bænum, en eins og öll-
um er ljóst er þar knýjandi þörf
umbóta.
Ekki verður hægt að ráðast I
þessar framkvæmdir án þess að
afla lánsfjár. Gert er ráð fyrir,
að verkinu Ijúki á tveimur árum,
en þetta ár mun að mestu fara
á lántökur og samningagerð við
væntanlega verktaka, og ætti þ'
að mega ljúka verkinu árið
1967.
Hafnarsjóður ætti á þessu tíma-
bili að geta lagt til verulagan
hluta kostnaðar, svo að ekki
þyrfti að taka meira til láns en
svarar góðu togaraverði“.
— Gre/n Jóhanns
Framhald af bls. 13
Sól og máni
dagur og nótt
hjarta, sál
hönd í hönd
Ljóð Börje Sandelins eru ekki
venjuleg listamannaljóð, leikur
nnálara að orðum þegar hann er
þreyttur á því að mála. Grunur
xninn er sá að ljóðagefðin eigi
eftir að skipa veglagan sess í lífi
hans. Hann er búinn svo mörgum
eiginleikum skáldsins að það
væri jafn fjarstætt að lita ekki
við ljóðum hans og að þykjast
ekki sjá fegurðina í hinum seið-
xnögnuðu svartlistarmyndum
sem þegar hafa borið hróður
hans víða.
Þau þrjú skáld sem hér hafa
verið nefnd mætti með nokkr-
um rétti kalla gamaldags, ef þau
væru borin saman við yngri
sænsk ljóðskáld. Seinustu árin
hafa orðið miklar breytingar á
eænskri ljóðagerð. Ungir menn
hafa komið fram með nýjar
etefnur Oig um þær hafa staðið
miklar deilur eins og venjulega.
Svokölluð konkretljóðagerð hef-
ur rutt sér til rúms í Svíþjóð
eins og annars staðar, og sam-
hliða henni hafa skáld leitað
ineira til daglegs lífs í vali yrkis-
efna, hafnað viðurkenndum og
ríkjandi tilhneigingum ljóða-
gerðarinnar til fastra yrkisefna.
Borgarlestin, bíllinn, verzlan-
irnar, strætisvagnamiðarnir,
ekóhlífarnar koma í staðinn fyr-
ir gjálfur læksins, skógardísirn-
ar, kyrrð sumarkvöldanna, og
hin margvíslegu tré og flóknu
hugarmyndir. Skáldin krefjast
þess að ljóðin fjalli um það sem
er næst okkur, það sem mótar
daglegt líf okkar. Þetta er að
ejálfsögðu ekki ný bóla í ljóða-
gerð, en sjaldan hefur verið eins
Sterklega tekin afstaða með
henni og núna. Ef til vill stafar
Göran Palm
þetta gf þreytu, ungu skáldin
eru orðin þreytt á ljóðum eldri
kynslóðarinnar, þau hafa til-
hneigingu til að leika sér að mál-
inu, gera endalausar tilraunir,
færra rabbið og daglegt tal inn
í ljóðið sem fullgildan skáldskap.
Þau viðurkenna ekki neinar fast-
ar reglur um hvað sé skáldlegt.
Mörg þeirra, og þá einkum kon-
kretistarnir, líta á ljóðagerð sína
sem rannsóknarstarf á eðli tung-
unnar og ljóð þeirra eru ná-
skyld myndlistinni, einkum ný-
raunsæi og popstefnu. Ljóðið á
að setja á svið. Það þarf að sýna
það og leika það, greiða því leið
til fólksins, gera það að almerín-
ingseign.
Göran Palm er án efa svip-
mesti gagnrýnandi ungu kyn-
slóðarinnar. Hann hefur nýlega
sent frá sér ljóðabók sem hann
nefnir „Várlden ser dig“ (útg.
Norstedts). Þetta er berorð og
mælsk ljóðabók, sem margir
munu freistast til að kalla bull.
Sjálfur hefur Göran Palm sagt
í viðtali: „Ég finn enga þörf hjá
mér til að sitja yfir því að skapa
heima þegar í kringum mig er
efniviður svo geigvænlega ná-
lægur, nútíma stórborgarveru-
leiki sem hrópar á mig: Lýstu
Bengt Nerman
mér! Uppgötvaðu tungumál
mitt!“
Ég get ekki séð hina miklu
þýðingu „Várlden ser dig“ eða
skilið fyllilega lofið sem gagn-
rýnendur hlaða á bókina. En ég
virði tilraun Görans Palm, og
það verður ekki annað sagt en
að hann sé sjálfum sér sam-
kvæmur. Hann segir ýmislegt
sem fáir hafa þorað að nefna í
ljóði, en merkilegast við bókina
er það hversu vægðarlaus könn-
un hans er á sínum eigin per-
sónuleika. Hann yrkir langa
flokka, flæðandi af mælsku og
hneykslanlaga á allan máta. En
sannleikurinn er sá að það sem
á að vekja menn af mókinu eða
valda þeim kinnroða nær tæp-
lega tilgangi sínum, það er orð-
in staðreynd í bókmenntunum
og meira að segja viðurkennd
snyrtimennska eins og ástalífs-
lýsingar Henry Millers og þeirra
sem honum eru skyldastir.
Bók Palms er lifándi og fersk
vegna þess að þar er allt á róti,
allt getur gerst, og unglingurinn
eða hinn hálfvaxni maður ljóðs-
ins er fullur af allskyns fárán-
legum hugmyndum, og lætur eft-
ir öllum sveiflum hugans. En þeir
sem spá því að þetta sé það sem
Artur Lundkvist
koma skal í sænskri ljóðlist hafa
ábyggilega á röngu að standa.
Þetta er aðeins ein aðferðin af
mörgum. Skáld hefur ekki einn
möguleika heldur þúsund. Ljóð
verður aldrei háð einni aðferð
frekar en bílstjóri er neyddur til
að aka alltaf sama veginn. Ef til
vill er það nauðsynlegt að jafn
hrár og „óskáldlegur“ skáldskap-
ur sé til eins og sá sem Göran
Palm ástundar. Að mínu viti hef-
ur þessi skáldskapur þó mest
gildi fyrir einn mann, nefnilega
höfundinn sjálfan.
Ef til vill er eitthvað fólgið bak
við þessi orð bókarinnar:
Þetta var langdregið.
Ég lofa að hætta strax.
En það er enn eftir
lítil endurminning.
eða þessi úr ljóði tileinkuðu
Gunnari Ekelöf:
Ég vil líka gefa þessu mál!
Hverju . . .
Bengt Nerman er miklu fágaðra
skáld en Göran Palm þótt hann
fylgi líkri stefnu. Hann er einn
af aðal kennimönnum þeirrar
stefnu sem Svíar kalla „nyenkel“.
Bengt Nerman hefur áður gefið
út ljóðabókina „Ett ansikte",
(Útg. Bonniers) nýja bókin hans
heitir „Talade dikter“ (Útg.
Bonniers) og titillinn segir mikið
um inntak þessara ljóða.
Ég myndi vilja yrkja eitthvað
sem er fallegt
En að sumu leyti á ég ekki við
fallegt
í venjulegri merkingu
Yrkisefni sín sækir Bengt Ner-
man í sænskan hversdagsleika.
Hann er hljóðlátari og að vissu
leyti háðari eldri skáldskap en
Göran Palm og félagar hans,
enda er hann eldri að árum en
þeir.
„Maður , verður að bíða lengi
áður en maður þorir að
tala ómenntað, þorir að vera
barnslegur" segir Bengt Ner-
man. Það að hann yrkir eftir
fyrirfram ákveðnum reglum ger-
ir ljóð hans dálítið tilbreytingar-
snauð. Það er jafnvel hægt að
heyra í þeim tómahljóð á köfl-
um. En það væri ósanngirni að
viðurkenna ekki að hann setur
svip sinn á sænska ljóðagerð, og
að hann er heilsteyptur persónu-
leiki.
Artur Lundkvist er með af-
kastamestu rithöfundum sem nú
eru uppi. Það er ekki nýr við-
burður að tvær til þrjár bækur
komi út eftir hann á ári. í hinni
nýju ljóðabók sinni „Texter í
snön‘! (Útg. Bonniers) er hann
trúr súrrealiskri hefð og líkur
hinum suðuramerísku skáldum
sem hann hefur manna bezt
kynnt á Norðurlöpdum. Ljóðstíll
Lundkvists er umfangsmikill og
hljómmikill eins og hjá Neruda,
hver myndin tekur við af annarri
og það er erfitt að setja punkt-
inn. Hæfileiki Lundkvists til að
endurnýjast með hverri bók er
mörgum ráðgáta. Það má segja
að Lundkvist sé orðinn sjálfstætt
ríki í sænskri ljóðagerð.
Einhverra hluta vegna orkar
„Texter i snön“ ekki s>terkt á mig
þrátt fyrir hina auðsýnilegu
kunnáttu skáldsins. Hann minnir
mig á vél, ljóðavél sem ekki
getur stanzað.