Morgunblaðið - 29.01.1965, Síða 20

Morgunblaðið - 29.01.1965, Síða 20
20 MORCUNBLADIÐ Föstudagur 29. janúar 1.965 Victoria Holt: Höfðingjasetrið — Þú mátt ekki vera að gera þér re lu út aí þessu, telpa, sagði hún t>að er nú einu sinni svona, og hann er alltaf áhyggjufullur ef dýrin eiga bágt. — Heyrðu, nmma, ég vildi að hann gæti orðið læknir og læknað fóik. Mundi það ekki klosta mikið? — Heldurðu, að hann mundi langa til þess? spurði hún. — Hann langar til að lækna alit og alla. Hversvegna þá ekki fólk? Hann fengi peninga fyrir það og yrði í miklum met- um hjá fólki. — Kannski er honum sama um álit fólksins, Kerensa. — Já, en það má honum ekki vera, sagði ég. — Láttu hann eiga sig, væna mín. Hann ákvarðar líf sitt að eigin geðþótta. En ég ætla bar alls ekki að láta hann eiga sig. Ég ætlaði að láta hann vaxa upp úr þessum kjörum, sem nann var fæddur til. Við vorum ofgóð til þess, ödsaman, amma, Jói og ég. Ég furðaði mig á þvi, að amma skyldi gera sér að góðu að lifa ems og hún gerði. t>að hafði alltaf róað mig að safna jurtum. Þegar við vorum orðnar þreyttai, settumst við niður undir einhverju trénu og ég fékk ömmu til að tala um fortíðina, æsku hennar og þegar Pedilo var að draga sig eftir hermi, þessi unigi námumaður, sem var svo óiíkur öllum hin- um, — Hann var ekkert sérlega vinsæll hér um slóðir, sagði hun, — enda útlendingur og allt það. Það var ekki nóg atvinna handa heimamönnum, sögðu mann, auk heldur handa útlendingum. En hann Pedro minn . . hann bara hló að þeim. Hann sagði, að sér að hafa séð mig einu sinni. Hann ætlaði að vera þar sem ég væri og hvergi annarsstaðar. — Þú elskaðir hann, amma, . elskaðir hann af öllu hjarta? — Hann var maður handa mér og vildi heldur engan annan og hef aldrei gert. Hún stóð upp. Komdu aftur heim í kofann og þá skal ég sýna þér, hvað hann gaf mér einu sinni. Jói var farinn út með hundinn sinn, Snata, þegar við kopium aftur heim í kofann. Amma fór með mig gegn um stofuna og inn í geymsluhúsið. Hún tók gamlan kistil ofan af hillu, opnaði hann og sýndi mér það, sem í honum var. Þarna voru tveir spænskir hárkambar -og höfuðdúkar. Hún setti annan kambinn í hárið á sér og þakti það síðan með höfuð dúknum. 3 — Hananú! sagði hún. — vildi hann Pedro minn láta mig líta út. Hann sagði, að þegar hann væri orðinn ríkur, ætlaði hann að fara með mig til Spánar og svo skyldi ég sitja þar uppi á svölum og veifa blævæng með- an fólkið færi fram hjá. — Þú ert falleg, amma. — Annað af þessu færð þú þegar þú ert orðin eldri, sagði hún. — Og þegar ég er dauð, færðu bæði. Svo setti hún hinn kambinn og höfuðdúkinn á mig, og þegar við stóðum hlið við hlið, var alveg furðulegt, hvað við gátum verið líkar. Eg var hreykin og glöð, að hún skyldi hafa sýnt mér þessa dýrgripi sína. Ég gleymi aldrei þeirri stundu þegar við stóðum þarna saman í þessu spænska stássi okkar, sem stakk svo í stúf við pottana og jurt- irnar. En úti fyrir heyrðust skot- hvellirnir. Þetta kvöld vaknaði ég og sá, að Jói var ekki á sínum enda hillunnar. Amma var að heiman, að hjálpa við fæðingu, og enda þótt ég væri ekki vön að vera hrædd við að vera ein, vakti eitthvað óró hjá mér. Ég klifraði niður stigann og það tók mig ekki nema andar- tak að fullvissa mig um, að Jói væri ekki heima. Allt í einu mundi ég eftir skot- hvellunum óg reiðisvipnum á Jóa. Hann hafði þó vonandi ekki ver- ið svo vitlaus að fara út í skóg- inn til að gá að særðum fuglum Var hann alveg frá sér? Ef hann væri staðinn að veiðiþjófnaði. . . Ég settist niður og hugsaði mér að bíða eftir ömmu til að spyrja hana, hvað gera skyldi, en eftir stundarkorn þoldi ég ekki við lengur. Ég fór út úr kofanum og gekk út í Klaustur- skóginn. Hræðilegar myndir komu upp í huga mlnum. Setjum svo, að hann fyndi særðan fugl? Og setj- um svo, að hann væri tekinn með fuglinn í höndunum Og hvernig í dauðanum átti ég að finna hann? Ekki þorði ég að kalla, ef ske kynni, að skógar- vörðurinn heyrði það. Ég leitaði lengi en fann hann ekki. En þegar ég stóð þarna kyrr og ætlaði að snúa heim, ef ske kynni, að Jói væri kominn þangað, heyrði ég hljóð. Það var ýlfur í hundi. — Snati! hvíslaði ég. Þá skrjáf aði í undirskóginum og svo kom hundurinn til mín og gaf frá sér eymdarvæl. Ég lagðist á hnén. ■— Snati! Hvar er hann Jói? Hann hljóp frá mér dálítinn spöl, stanzaði síðan og leit á mig. Eg elti hann. Og þegar ég sá Jóa, missti ég allt mál af hræðslu. Ég gat ekki annað gert en stara á hann og þetta and- styggilega verkfæri, sem hann var fastur í. Jói, gripinn í for- boðnum skógi í þessari and- styggilegu mannagildru! Ég reyndi að losa hann úr bog- anum, en hvernig sem ég reyndi, lét hann ekki undan mínum veiku kröftum. — Jói! hvíslaði ég, en hann var meðvitundarlaus og svaraði engu. Eg togaði í æðisgengnum ofsa í þessar sterku stáltennur, en gat ekki náð þeim sundur. Ég var gripin ofsalegum ótta. Ef hann væri lifandi, yrði hann dreginn fyrir lög og dóm. Og þar yrði engrar miskunnar að vænta. Ef hann þá væri lifandi. Hann varð að vera lifandi! Maður gat alltaf allt það, sem maður vildi, hafði amma sagt, ef maður legði sig nægilega í líma. Ég stanzaði og hugsaði mál mitt. Ég gat ekki opnað gildruna hjálparlaust. Ég varð að fá hjálp. Amma var gömul kona, en hún var sú _ eina, sem ég gæti leitað til. Ég varð að sækja hana. Einhvernveginn mundum við í félagi geta bjargað Jóa. Snati horfði á mig vonaraug- um. — Bíddu hjá honum! sagði ég. Svo lagði ég af stað heim. Ég hljóp hraðar en ég hafði nokkru sinni áður gert, og samt fannst mér það heil eilífð áður en ég komst upp á veginn. Allan tímann var ég að hlusta eftir röddum í fjarska, eftir ópunum í skógarvörðunum, þegar þeir fyndi bróður minn. Líklega hef- ur það verið þessvegna, að ég heyrði ekki fótatakið fyrr en maðurinn var kominn alveg að mér. — Halló, hvað gengur að þér? sagði maðurinn. Ég þekkti röddina. Það var einn úr óvinahópnum, þessi, sem kallaður var Kim. Hann greip í handlegginn á mér og sneri mér að sér. Hann biístraði og varð hissa. — Nú, það er hún Kerensa úr múrveggnum! — Slepptu mér! — Hvað ert þú að flækjast um miðja nótt? Ertu galdranorn? Já, það ertu. Þú fleygðir frá þér kústskaflinu, þegar þú heyrðir til mín. Ég reyndi að slíta mig lausa, en hann hélt mér fastri. — Þú ert hrædd, sagði hann. — Vonandi þó ekki við mig? Mér varð hugsað til Jóa þar sem hann var fastur í dýrabog- anum og ég varð svo miður mín, að tárin komu fram í augun á mér. Allt í einu breytti hann við- móti sínu og sagði: — Sjáðu til, ekki ætla ég að gera þér neitt. Og mér fannst, að maður, sem talaði svona, gæti ekki haft neitt illt í huga. . Og um leið datt mér annað í hug. Hann var ungur og sterkur. Hann kynni að kunna að opna gildruna. Ég hikaði. Ég vissi, að við urðum að bregða fljótt við. Ef Jói átti að lifa þetta af yrði að bjarga honum fljótt. Ég lagði því á hættuna og jafnskjótt sem ég hafði gert það, sá ég eftir þvi, en nú var ekki hægt að snúá við. — Það er hann litli bróðir minn, sagði ég. — Hvar Ég benti. — Hann er þarna og er fastur í gildru. — Guð minn góður, Vísaðu mér þangað. Þegar við komum að staðnum kom Snati hlaupandi á móti okkur. Nú var Kim orðinn mjög alvörugefinn. En hann vissi, hvernig átti að fara að því að opna gildruna. Hann sagði mér til og svo reyndum við bæði við þessa sterku fjöður, en hún var ekki á þvi að sleppa fanga sín- um . . Og ég varð svo fegin, að ég hafði beðið hann að hjálpa mér, því að nú vissi ég, að við amma hefðum aldrei getað gjrt þetta hjálparlaust. — Togaðu í eins og þú getur, sagði Kim. Ég tók á öllum kröft um mínum og hægt og hœgt gat Kim opnað bogann. Hann and- varpaði sigrihrósandi. Við höfum losað Jóa. Dauður fasan féll á jörðina um leið og hann losnaði, en Kim gerði enga athugasemd við það. — Ég held hann sé fótbrot- inn, sagði hann. — Þú verður að fara varlega. Hann tók Jóa í fang sér og á þessari stundu elskaði ég Kim, af því að var svo góður og nærgætinn og virt- ist ekki vera sama um, hvað af okkur yrði. En þegar við kom- um á veginn, mundi ég, að hann var vinur Larnstonsfólksins. Vel gat hann hafa verið í veiðimanna hópnum um daginn og í þess fólks augum var meir áriðandi að varðveita fuglastofninn en fólk eins og okkur. Ég sagði, kvíðin: — Hvert ætlarðu með hann? — Til Hilliards læknis. Það þarf að gera honum eitthvað til góða, tafarlaust. — Nei, sagði ég, dauðhrædd. — Hann spyr, hvar við höfum fundið hann. Og fólkið veit, að einhver hefur verið í gildrunni. Og þá veit það allt. Skilurðu það ekki? — Að stela fasönum sagði Kim. Nei, nei, Jói hefur aldrei neinu stolið. Hann vildi bara hjálpa fugiunum. Honum þykir vænt um þá. Farðu ekki með hann til læknisins. Æ, gerðu það ekki! — Hvert þá? — Heim í kofann okkár. Amma mín er alveg eins góð og læknirinn. Og þá fær enginn að vita þetta. Hann þagði og ég var hrædd um, að hann ætlaði að hafa orð mín að engu. En svo sagði hann: — Gott og vgf. Vísaðu mér leið- ina. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, simi 51247. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjafjörð og víðar. Blaðburðarfólk óskast til blaðburðar í eítirtalin hverfi ðittlifttfdðfrifr Sími 22-4-80 Meðalholt Lindargötu Háteigsveg KALLI KUREKI Tlp ^hasspehta*’ f eea wree thcou&h playw’ ^fl WSBZAÞLe MSHT'- ( SAMES' SHOW US TH'SOLO, or ÆfM 11 'VE ZUN OUT MY STZlKl&f THUMDBZ HEVEZ &OT TO TH ’ % ZAUCH W/THMYKKXTB.- AAI’ *- [JHBY'LL KILL M£, 50LD OfLHOTf /\JA*Easlu#iKÍ™ HtAU'VÆwr \ o BUT,0U THt HLL ABOUl.-- Teiknari: J. MORA I MADE IT JUST IM TIME' BUT, PAB-WABBIT. SEP'S Rlð-NTlM ‘ ^ I MY LIWE Of FIRE' I ffOTTA »IT ÉM BOTH'AN’MST.* ¥ ’ Bundinn hjá eldinum hefur Kalli eyt. heldur óskemmtilegri nóttu. „Við skulum hætta þessum leikara- skap, Kalli. Sýndu rkkur hvar gull- ið er eða þú færð juJu í hausinn.” Ég sé mína sæng útbreidda. Blakk- ur hefur líklegast alarei náð til bú- garðsins og þeir munu drepa mig hvort sem ég segi þeim hvar gullið er eða ekki. — Á hæðunum fyrir ofan. Ég rétt náði að komas't nógu íljótt. En hvaða vandræði. Kalli er einmi t í miðri skotlínuixni. Ég verð að xxá þeim báð- um í einu“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.