Morgunblaðið - 29.01.1965, Blaðsíða 23
MORGU NBLAÐIÐ
23
Föstudagur 29. Janúar 1965
Kelvin Lindemonn stnddnr hér
' HINN þekkti, danski rithöf-
undur, Kelvin Lindemann, er
Etaddur hér a landi um þessar
mundir.
Hann hóf rifihöfundaferil sinn
ungur að aldri, tæplega trvítug-
ur, og hefur verið mjög afkasta
mikill. Hefiur hann til dæmis
samið um 150 smásögur að
minnsta kosti, auk slærri rit-
verka. Hann var sitríðsfrétta-
ritari í borgarastyrjöldinni
spönsku og gat sér góðan orð-
stír i heimalandi sínu á ánjm
síðari heimsstyrjaldarinnar fyr
ir þátttöku sína í dönsku and-
spymuhreyfingunni. Fór hann
þá huldu höfði langan tíma. —
Sjóð heflur Kelvin Lindemann
— Churchill
Framhald af bls. 1.
Langar biöraðir hafa verið
við Westminster Hall í dag,
og þar hefur mátt sjá marga
uppgjafahermenn úr síðari
heimsstyrjöldinni, marga
þeirra blinda og lamaða,
koma að votta foringja sínum
látnum virðingu.
Johnson Bandaríkjaforseti get-
ur ekki, heilsu ainnar vegna, far-
ið til London, en fulltrúar hans
komu þangað í dag. Þeir eru
Dean Rusk, utanríkisráðherra,
Earl Warren, forseti hæstaréttar,
og David Bruce, sendiherra. Auk
þess koma fleiri gestir frá Banda-
ríkjunum, sem sérstaklega hefur
verið boðið að vera viðstaddir,
og má þar nefna Dwight D. Eisen
hower, fyrrum forseta, og sam-
herja Churchills á stríðsárunum,
og Averell Harriman, fyrrum
sendiherra í London og nuver-
andi aðstoðar-utanríkisráðherra.
Montgomery marskálkur kem-
ur ekki til útfararinnar. Hann
var einn af fremstu hershöfðingj-
um Churchills á stríðsárunum, en
er nú staddur í Höfðaborg sér til
heilsubótar eftir uppskurð, sem
hann gekk undir í nóvember.
Montgomery, sem nú er 77 ára,
sagði við fréttamenn í Höfða-
borg í dag að læknir hans hafi
bannað honum að fara til Lon-
don: „Það er til lítils að vera við
útför gamals vinar ef það kostar
sjálfan þig lífið“, sagði hann. En
ekkja Churchills hafði símað
Montgomery og boðið honum að
vera einn heiðursvarðanna við
kistuna.
Montgomery sagði að hann
hefði fyrst kynnzt Churchill
skömmu eftir brottflutning
brezlta hersins frá Dunkirk, og
eftir þau kynni hafi hann verið
viss um sigur Breta: „Ég vissi
ekki hvernig. Það vissi hann ekki
heldur. En við áttum manninn og
í stríði er það maðurinn sem ræð-
ur úrslitum“, sagði marskálkur-
inn.
Alls var fulltrúum frá 113 ríkj-
um boðið til útfararinnar, og
hafa þegar borizt svör frá 100
þeirra, sem taka boðinu. Búast
má við að fleiri bætist í hópinn.
Frá aðeins einu ríki hefur borizt
neitun, þ.e. frá Kína. Gefa Kín-
verjar enga skýringu á því hvers-
vegna þeir ekki senda fulltrúa,
segja aðeins að enginn komi frá
þeim.
— Loftleiðir
Framhald af bls. 24.
úðinni. Svo geti farið, að Danir
fljúgi með Loftleiðum í sumar-
leyfið á Mallorca. Flugvélarnar
verða leigðar, hvert á land sem
er, en hinn danski deildarstjóri
Loftleiða, Milton Lundgreen,
segir í viðtali við B. T., að margt
benidi til þess, að Loftlei'ðir eigi
eftir að gera góð viðskipti á þessu
sviði í Dantnörku. Aðspurður,
hvort Loftleiðir muni undirbjóða
leiguflugfélögin, svarar hann, að
ver’ðið verði fullkomlega sam-
keppnisfært, en hins vegar muni
Doftleiðir setja sér strangar kröf-
wr um leiguflug, svo að tæplega
®é haagt að búast við mjög lágu
verði
stpfnað, sem norrænir rithötf-
undar hljóta styrki úr.
Skáldsaga hans, „Rauðu regn
hlífamar", kom út hjá ísafold-
arprentsmiðju h.f. í desember
árið 1966 í íslerrakri þýðingu
Hersteins Pálssorvar.
— Weygand
Framhald af bls. 1.
að ná friðarsamningum við
Þjóðverja. Eftir friðarsamn-
ingana tók hann svo sæti í
stjórn Petains marskálks.
í stríðslok sætti Weygand
nokkri gagnrýni fyrir að hafa
beðið um grið í stað þess að
berjast áfram gegn Þjóðverj-
um. En hann var leiddur fyrir
dóm, sem kannaði mái hans,
og úrskurðaður saklaus.
Á síðustu árum hefur
Weygand látið í ljós gagn-
rýni á stefnu de Gaulles, for-
seta. Nýlega komst hann svo
að orði £ viðtali við frétta-
menn um Stefnu forsetans:
Mér líkar hún ekki. Hann
stefnir aíð því að einangra
Frakkland. Ég tel það okkur
fyrir beztu að vera ifram í
Atlantshafsbandalaginu, sem
de Gaulle virðist vera and-
vígur.
Weygand varð 98 ára á
fimmtudag í síðustu viku.
Daginn áður hrasaði hann og
mjaðmarbrotnaði. Hefur hann
verið rúmfastur síðan.
— Sfriðshetia
Framhald af bls. 13
heimsstyrjaldarinnar, þegar
hann gekk í her keisarans,
en 1918 gekk hann í Rauða
herinn og loomimiúnistaflokk-
inn. f borgarastyrjöldinni
barðisit hann m.a. í Síberiu
og síðan gegn Japönium í
aiusturhluba Sovétríkjanna.
Koniev, sem er bóndiasonur
frá þorpi nálægt Arkihang-
elsk, fæddur 1897, hafði geng
ið í barna- og unglingaskóla
í borginni áður en styrjöldin
brauzst út. En eftir 1920 sett-
ist hann að í Frúnzeherskót-
ann og útskrifaðist þaðan
1926. Frá því að námi laiuk
og fram til síðari heimsstýrj
aldarinmar gegndi hann ýms-
um emibætbum innan sovézka
hersins og var gerðuir að hers
höfðingja.
★
í ræðu og riti befur Kon-
iev farið lofsamleiguim orð-
uim um hernaðaraðgerðir
bandamanna í síðari heims-
styrjöldinni, en hann hetfur
einnig oft látið að því liggja
að Veisfcurveldin hafi hvatt
Hitler til að ráðast á Sovét-
ríkin.
Koniev er balinn hafa átt
drjúgan þátt í því, á bak við
tjöldin, að Zhukov marskálki
var vikið úr enabætti varnar-
málaráðherra. í grein í
Pravda 3. nóvember 1957,
sakar hann Zhuikov um „alv
artlag mistök, sem oflt hafi
valdið því að mdkiitvægar að-
gerðir hafi farið út uim þúf-
ur.“ Einnig sakar hann Zhuk
ov um skort á hæversku og
fyrir að ganga í benhögg við
gurndvallarkenningar Lenims
um að herinn eigi að lúta
stjiórn fLo'kksins.
Hinn frækni marskáltour
Sovótrákjanna dylux tilfinn-
ingar sínar bak við svip-
brigðalaust andilit og á
breiðri bringu hans njóta
sín vel heiðursmerkin, sem
hamn hefu hlotið oig hefur á-
nægju af að hlaða á sig.
Á sexbugs afmæli hans,
1957, var hann sæmdur Len-
inorðunni fyrir störf sín í
þágu hersins og föðuriandis-
ins.
— Kvikmyndir
Framh. af bls. 15
smáar. Það er þó fróðlegt dæmi
um hve De Sica er mistækur, að
bæði lélegasta og eitt sterkasta
atriði myndarinnar eru þau sem
hann hefur aukið inn í sögu
Sartres; atriðið þar sem smábarn
réttir Sophiu blómvönd er aðeins
táravættur endurómur af frá-
bærri meðhöndlun De Sica á börn
um (samanber Reiðhjóiaþjófur-
inn og Sciuscia), en koma Franz
út í hinn þýzka heim velmegunar
og „Wirtschaftswunder", er
sterkt innlegg í myndina. Sömu-
leiðis kvikmyndun á leik með-
lima hins fræga Brecht-leikhúss
— Berliner Ensamble — í Arturo
Ui. En þetta eru aðeins innleggs
augnablik, sem ekki tekst að
vega upp á móti megingöllum
myndarinnar, andvana „intellec-
túalisma“ hins tilfinninganæma
ftala, og jafn máttvana fulltrúa
áhorfenda í myndinni, Sophiu
Loren í hlutverki Jóhönnu. Þrátt
fyrir er þó full ástæða til að sjá
myndina.
f þeirri ensku útgáfu myndar-
innar sem hér er sýnd, er ekki
getið hlutdeildar guðföður neo-
realismans, Cesare Zavattinis, í
handritinu. En hann samdi hand-
ritin áð frægustu myndum De
Sica, þeim sem á undan eru tald-
ar. Hlutur hans virðist þó sýnu
minni en Abby Manns, því mynd-
in ber mikinn keim af hand-
bragði Manns í myndinni Dómar
í Niirnberg (Judgement af Nur-
emberg), sem bráðum verður
sýnd í Tónabíói, en sú bynd bar
í sér eiturfræ kvikmyndarinnar
— málæðið.
Pétur Ólafsson.
Bröndum Nielsen
Framhald af bls. 1.
hendingarinnar. Hann svaraði
ákveðið nei.
— En hvað vilduð þér
segja um svör Jóns Helga-
sonar við spurningum hand-
ritanefndar þingsins?
— Við erum undrandi yfir
því, sagði Bröndum-Nielsen,
að Jón Helgason skyldi hafa
svarað spurningunum í stað
þess að senda þær til Árna-
safnsnefndar sem hann á sæti
í. Maður skyldi það svo se.m,
hver var tilgangur stjórnmála
mannanna með því að snúa
sér til Jóns Helgasonar. En
hann hefði átt að vera klókur
og bregðast kænlega við. Mað-
ur á að vera vitur og varkár í
skiptum við stjórnmálamenn.
Jón Helgason hefur ein-
hvern tíma sagt, hélt Brönd-
um-Nielsen áfram, að hann
væri í þessu máli eins og sögu
hetjan í frönsku sorgarleikun-
um: um hann berðust dyggðin
Qg ástin. Þegar hann skrifaði
svörin við spurningum nefnd-
arinnar hefur það áreiðanlega
verið gert á því augnabliki,
þegar dyggðin mátti sín
minna.
Síðan sagði Bröndum-Niel-
sen um svör Jóns, að hann
skilgreindi þau með sömu orð
um og Jón hefði sjálfur skil-
greint handritabækling þann
sem andstæðingar afhending-
ar í Danmörku hafa gefið út,
þ.e. svör Jóns eru áróður og
í þeim má finna margvíslegar
íkjukenndar og að sumu leyti
villandi fullyrðingar. Að öðru
leyti kvað Bröndum-Nielsen
Árnasafnsnefnd taka málið að
sér til athugunar.
Aðspurður hvort hann mundi
beita sér fyrir, að Jón Helga-
son yrði settur frá embætti,
og þá að frumkvæði nefndar-
innar, svaraði hann: Nei, það
mundi ég ekki gera, við erum
gamlir samstarfsmenn.
Við surðum Bröndum-Niel-
sen, hvort hann héldi að svör
Jóns Helgasonar mundu hafa
mikil áhrif í Danmörku, en þá
skoðun hefur Information lát-
ið uppi.
Hann svaraði ákveðið neit-
andi.
— Og ástæðan til þess að
þau munu ekki hafa áhrif er
sú, að þau eru villandi og
áróður. En ef Jón yrði spurð-
ur, hvort Ámasafn mundi
halda áfram að vera miðstöð
norrænna fræða eftir að hand-
ritin hefðu verið flutt til ís-
lands, mundi hann segja nei.
Aðspurður hvort danskir
vísindamenn væru Jóni reið-
ir, svaraði Bröndum-Nielsen
— ekki reiðir, en undrandi.
Við héldum að hann væri
kænni og klókari í viðskipt-
um við brögðótta stjórnmála-
menn.
— En hvað segið þér um
bók Pouls Möllers um hand-
ritamálið?
— Hún er málefnaleg, en
það eru svör Jóns Helgasonar
aftur á móti ekki.
Að lokum sagði Bröndum-
Nielsen, að handritamálinu
yrði skotið til dómstólanna, ef
það yrði samþykkt í þinginu.
Vi gaar videre i samme spor,
sagði hann að lokum og var
hinn vígreifasti og bætti því
við, að vel gæti farið svo, að
hann skryppi til íslands í sum
ar, ef heilsan leyfði.
Tizkufréttir
Framihald af bls. 10
Hins vegar hefði fagurðar-
samkeppnin opnað leiðina,
því að henni aflokinni fékk
hún sitt fyrsta tilboð um.
tízkuferðalag um Frakkland
og Sviss, svo segja mætti að
fegurðarsamkeppnin væri or-
sök þess að hún lagði út á
þessa braut.
P.S. — Gunnar Larsen gat
þess í lok bréfs síns, að buxna
tízkan nyti vaxandi fylgis í
París og gætti henar viða > í
hinni nýju sumartízku. Væru
þær einkum úr næionefnum,
sem auðvelt væri að þvo og
krumpuðust lítið.
— Tshombe
Framhald af bls. 1.
mun hafa verið stuggá'ð við
Spaak, utanríkisráðherra, sem
ekki var méð í bílalestinni til
hiöfuðborgarinnar.
Táhomibe fer til London á morg
un og verður við útflör sir Win-
stons Churohills, en heldur síðan
aftur til Brússel og frekari við-
ræðna við belgísk yfirvötd.
Sviðsmynd úr fjórða þætti. Frá vinstri; Jón, kerling og Lykla-
Pétur (Kristján Skarphéðins son).
— Gullna hliðið
Framhald af bls. 3.
um hefir vel tekizt, stundum
ekki.
Ekki get ég skilizt svo við
þessum línur, að ég minnist
ekki á leiktjöldin. Þau eru
gerð af Jónasi Þór Pálssyni
og í einu orði sagt afbragð.
Tókust allar sviðabrellur og
sjónhverfingar, sem leikurinn
krefst, ágætlega og báru vott
um smekkvísi og kunnáttu
sem og góða samvinnu milli
leikstjóra og tjaldamálara.
Leiknum hefur verið tekið
með miklum fögnuði og inni-
leik af hálfu leikhúsgesta.
Ekki veit ég, hvoyt þessi vel
unna og dýra leiksýning Leik-
félags Sauðárkróks steypir
því fjárhagslega. Ég vona
ekki. Og vel sé félaginu fyrir
framtak sitt og áræði. Þökk
sé öllum þeim, sem þarna áttu
hlut að máli.
£ Aukreitis upplýsingar
Á stjórnarfundi í Leikfé-
lagi Sauðárkróks, sem hald-
inn var í októbermánuði 1964,
var samþykkt að taka „Gullna
hliðið“ eftir Davíð Stefánsson
til æfingar og frumsýna það
fyrir jól. Með því átti og að
heiðra minningu hins ástsæla
þjóðskálds, sem orðið hefði
sjötíu ára hinn 21. janúar
1965.
Jafnframt var ákveðið að
leita eftir því við frú Önnu
Guðmundsdóttur í Reykjavík,
að hún léki aðalhlutverkið
(kerlingu Jóns). Frú Anna
þá hoðið, og var leikurinn
frumsýndur laugardaginn 12.
des. Leiknum var vel tekið,
og var leikkonan, Anna Guð-
mundsdóttir, hyllt í leikslok
og henni færð blóm. — Þetta
er fyrsti gestaleikur Leikfé-
lags Sauðárkróks.
Lagið, sem englar og út-
valdir syngja í lok þriðja þátt-
ar, er eftir Eyþór Stefánsson,
en öll önnur tónlist er eftir
dr. Pál ísólfsson.
Frú Valgerður Guðmunds-
dóttir æfði hlutverk „kerling-
arinnar“ í fjarveru aðalleik-
konunnar, frú Önnu Guð-
mundsdóttur. Lagði hún á sig
mikið erfiði og starf við æf-
ingar.
Vönduð leikskrá var gefin
út vegna sýningarinnar. Kári
Jónsson ritar upphafsgrein
hennar, og heitir sú grein
„Góður gestur“. Fjallar hún
að mestu leyti um heimsókn
frú Önnu Guðmundsdóttur.
Þá er grein um Davíð Stefáns-
son eftir Björn Daníelsson,
skólastjóra.
^ Hlutverkaskrá
„Gullna hliðsins“ á
Sauðárkróki: