Morgunblaðið - 04.02.1965, Síða 2
MORGUNBLADIO
Fimmtudagur 4. febtúar 1965
Aftur er bjart
yfir Keflavík
ÞYNGSLIN, sem hvílt hafa yfir
Keflavík meðan verkfaliið stóð,
voru horfin í kvöld. Útgerðar-
menn, yfirmenn og sjómenn
virtust vera í léttu skapi og
reiðubúnir að hefja starfið. Það
voru ijós yfir hverjum báti og
allsstaðar var verið að undirbúa
átökin við vertíðina, sem nú er
liðin að nokkru, fyrir þrætu-
girni og meinta andstöðu hvor
við annan, sem samstöðu eiga,
þegar öllu er á botninn hvolft.
Sumir bátar voru að leggja niður
netin, aðrir að búast á síld og
loðnu. Vonin, Kefivikingur, Hilm
ir og aliir hinir bátarnir milli
Kornerup-
Hansen forstjóri
látinn
f GÆRDAG lézt hér í borginni
Kornerup-Hansen, forstjóri, Suð-
urgötu 10, 62 ára að aldri. Um
nokkurt árabil hafði hann ekki
gengið heill til skógar, en hafði
J/ó nú undanfarið verið með
hressara móti. Um hádegisbilið í
gær var hann fluttur í sjúkrahús
frá heimili sínu og var hann þá
þungt haldinn. — Lézt hann
skömmu síðar.
Kornerup-Hansen fluttist hing
að til lands árið 1924 og gerðist
þá starfsmaður í firma Jensens-
Bjerg og var þar um nokkurra
ára skeið. Fyrirtæki sitt, Fönix,
stofnsetti hann árið 1935, en það
er meðal umsvifamestu verzlun-
arfyrirtækja borgarinnar.
Kona hans frú Guðrún Andrés-
dóttir lifir mann sinn ásamt
dóttur og tveim sonum sem báðir
starfa við fyrirtæki fjölskyldunn-
ar.
F imdur á Akureyri
VÖRÐUR, félag ungra Sjálf-
stæðismanna á Akureyri heldur
kvöldverðarfund föstudaginn 5.
febrúar kl. 7.15 í Sjálfstæðis-
húsinu.
Jón E. Ragnarsson, stund, jur.,
frá stjórn Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna, heldur erindi, sem
hann nefnir: Viðreisnin heldur
áfram.
Félagsmenn eru hvattir til
þess að sækja fundinn og koma
stundvíslega.
50 og 60 voru að búast af stað.
Allir voru í léttu skapi og fegnir
því, að þessi leiða, langa deila
er til lykta leidd.
Á morgun verða færri bátar
í Keflavíkurhöfn, og meira líf
færist yfir land og sjó. Fólkið
í frystihúsunum bíður eftir vinnu
sinni, þjóðarbúið bíður eftir fram
lagi sínu til aukinnar velsældar.
Ef til vill lærist öllum, að verk-
föll eru ekki lausn neinna mála,
því að allir eru óánægðir með
þau og_ óska eftir því, að einhver
önnur leið finnist til að jafna
kjörin. — Hsj.
Nýr stjórnandi Sinfóníu-
sveifarinnar
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís-
lands heldur 9. tónleika vetrar-
ins í Háskólabiói í kvöld kl. 21.00.
— Stjórnandi hljómsveitarinnar
verður að þessu sinni Gustav
König, en Rögnvaldur Sigurjóns-
son leikur einleik á píanó.
Þetta eru fyrstu tónleikar Ski-
fóníuhljómsveitarinnar á síðara
misseri þessa starfsárs. Efnisskrá
in verður að þessu sinni helguð
meisturunum Ludwig von Beet-
hoven og Johannes Brahms. Fyr-
ir hlé verður leikinn píanókon-
sert nr. 1 í d-moll op. 15 eftir
Brahms, og leikur Rögnvaldur
Sigurjónsson einleik með hljóm-
sveitinni. Eftir hlé verður leik-
in sjöunda sinfónía Beethovens,
sem er íslenzkum tónlistarunn-
unnendum að góðu kunn, því
að hún hefur verið á efnisskrá
Sinfóníuhljómsveitarinnar nokkr
um sinnum áður.
Gustav König stjórnar hljóm-
sveitinni að þessu sinni, en hann
stjórnaði tvennum tónleikum
hljómsveitarinnar á starfsárinu
1962—3 við góðar undirtektir.
Gustav König er aðalhljóm-
sveitarstjóri borgarinnar Essen i
Þýzkalandi og stjórnar borgar-
hljómsveitinni þar, óperunni og
tónleikum tónlistarfélags borg-
arinnar. Kennir hann einnig við
Tónlistarskólann í Detmold. —
Gustav König hefur stjórnað
hljómsveitum víða um heim, en
hingað kemur hann frá París.
Rögnvaldur Sigurjónsson þarf
varla að kynna fyrir íslending-
um, en hann mun vera sá ís-
lenzkur tónlistarmaður, sem víð-
ast hefur komið fram. Eftir að
hann útskrifaðist úr Tónlistar-
skólanum hér lagði hann stund
á tónlistarnám í París og í Banda
ríkjunum.
Rögnvaldur hefur til dæmis
haldið tónleika á öllum Norður-
löndum, Rússlandi, Bandaríkjun-
um, Kanada og hefur honum ver-
ið boðið í tónlistarferð til Rúm-
eníu.
Sinfóníuhljómsveit Islands hélt
tónleika þann 27. janúar sl. fyrir
vistfólk á Dvalarheimili aldraðra
sjómanna.
Guðmundur Jónsson óperu-
söngvari söng nokkur íslenzk lög
með hljómsveitinni og vöktu tón-
leikar þessir mikla hrifningu
áheyrenda.
Gunnar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar, Gustav König,
hljómsveitarstjóri og Rögnvald
ur Sigurjónsson, pianóleikari.
Þann 24. febrúar n.k. verða
haldnir í Háskólabíói tónleikar
af léttara taginu. Verður þar
m.a. flutt hið vinsæla verlc
„Rhapsody in Blue“ eftir Gersh-
win og fleiri létt verk.
Knútur Hallsson
kosinn formaður
samtaka um vestræna samvinnu
AÐALFUNDUR Samtaka um
vestræna samvinnu var haldinn
í gær. Pétur Benediktsson, banka
stjóri, sem verið hefur formaður
samtakanna frá stofnun þeirra
19. apríl 1958, baðst eindregið
undan endurkosningu, og var
Knútur Hallsson, deildarstjóri í
menntamálaráðuneytinu, kosinn
formaður í hans stað.
Pétur Benediktsson setti fund-
inn, en síðan flutti Knútur Hals-
son skýrslu um ýmsa helztu
þætti starfseminnar frá síðasta
aðalfundi. Nokkrum erlendum
aðiljum var boðið hingað til
landsins, svo sem tveimur aust-
ur'-þýzkum flóttamönnum, bækl
ingar gefnir út, t.d. tveir um
Berlínarmúrinn, og þeim dreiffc
um landið. Ráðizt var í útgáfu
tímaritsins „Viðhorf“ í sam-
vinnu við Var'ð'berg, félag ungra
áhugamanna um vestræna sam-
vinnu.
Mikið og gott samstarf hefur
Hótel Saga miðpunktur
danskra innanríkismála
— á meðan Norðurlandaráðsfunclur sfendur — Talið
oð danskir stjórnmálamenn muni jbar semja sin á milli
um „skattablómvöndinn'
Einkaskeyti til Mbl.
Kaupmannahöfn, 3. febr.
ÞEIB, sem bezt fylgjast
með stjórnmálum í Kaup-
mannahöfn, telja að
Keykjavík verði sá staður,
þar sem helztu stjórnmála-
leiðtogar Dana muni ræð-
ast við og komast að sam-
komulagi um efnahagsráð-
stafanir, sem miða að því
að auka ríkistekjur Dan-
merkur um 1500 milljónir
danskra króna. Er ríkis-
stjórnin flutti fjárlagafrum
varpið í desember voru út-
gjöld áætluð 1500 milljón-
um kr. meiri en tekjur rík-
isins. Lá því ljóst fyrir, að
flytja varð lagafrumvarp
um nýja skatta og aðra
tekjuöflun ríkisins.
f dag flutti Poul Hansen,
fjármálaráðherra, frumvarp
til laga, sem gerir ráð fyrir
hækkun ýmissa skatta og
neyzluskatta, sem þegar eru
fyrir hendi, ásamt hækkun á
póstgjöldum og fargjöldum
með járnbrautarlestum, en að
auki er gert ráð fyrir skött-
um á ýmsum nýjum sviðum,
t.d. rafmagni, auglýsingum í
dagblöðum og vikublöðum
o. fl.
Meðal hækkana þeirra, sem
samkv. frumvarpinu eru ráð-
gerðar, er hækkun á benzíni
um 10 d. aura. Rikisstjórnin
flutti frumvarp um hækkun
benzínskattsins í haust, en
stjórnarandstaðan lagðist svo
eindregið gegn því frumvarpi,
að ekki varð af að sinni.
Menn búast nú við löngum
samningaviðræðum milli
stjórnar og stjórnarandstöðu,
áður en samkomulag næst um
„skattablómvöndinn“, eins og
frumvarpið er nefnt.
Lítill vafi er á því, að við-
ræður þessar verða í fullum
gangi er margir danskir ráð-
herrar og stjórnmálamenn
fara til íslands 12. febfúar til
að sitja þar fund Norðurlanda
ráðs. Menn eru almennt þeirr-
ar skoðunar hér, að þeir
stjórnmálamenn, sem saman
verða komnir í Reykjavík þá
viku, er fundurinn stendur,
muni hittast sérstaklega og
leggja grundvöll að stjórn-
málalegu samkomulagi, sem
verður að nást svo afgreiða
megi fjárlög næsta árs halla-
laust.
Svipað var ástatt um Norð-
urlandaráðsfundinn í Helsing-
fors 1962, en þá voru danskir
stjórnmálaleiðtogar í miðjum
klíðum við að semja um sölu-
skattinn, sem hér er nefndur
„oms“.
Menn segja því beinlínis
hér, að Hótel Saga í Reykja-
vík, þar sem flestir stjórn-
málaleiðtogarnir frá Dan-
mörku búa, verði helzti vett-
vangur viðræðna um dönsk
innanríkismál þessa daga.
— Rytgaard.
Knútur Ilallsson.
verið við Varðberg frá stofnur
þess. Félögin hafa sameiginlegé
skrifstofu á Klapparstíg 16, III
hæð, og hefur nú verið ráðínr
fastur starfsmaður við hana. Ei
Ólafur Egilsson, lögfræðingur
framkvæmdastjóri skrifstofunn-
ar.
Á fundinum voru félaginu setl
ný lög. Nokkrar umræður udðt
á fundinum um ýmis efni, o£
verða þær ekki raktar hér.
Síðan fór fram stjórnarkjör
Eins og fyrr segir, var Knútui
Hallsson kosinn formaður. f aðal-
stjórn báðust Ásgeir Pétursson
sýslumaður, og Sigvaldi Hjálm-
arsson, fréUastjóri, undan endui
kosningu. f stað þeirra voru kosr
ir Leifur Sveinsson, lögfræðing-
ur, og Björgvin Vijmundarson
viðskiptafræðingur. í varastjórr
var Sigurður Gúðmundsson kos-
inn í stað séra Lárusar Guð-
mundssonar, sem fluttur er burtr
úr borginni. Aðrir stjórnar- oj
varastjórnarmenn voru endur
kjörnir.
Stjórnin er því þannig skipuð
Formaður: Knútur Hallsson
deildarstjóri.
Meðstjórnendur: Dr. Magnú:
Z. Sigurðsson, hagfræðingur, Si£
urður A. Magnússon, blaðamað-
ur, Tómas Árnason, lögfræ'ðing
ur, Kristján Benediktsson, kenn
ari, Leifur Sveinsson, lö'gfræð-
Framh. á bls. 27