Morgunblaðið - 04.02.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.02.1965, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. febrúar 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 STAKSTEIIUAR Leiðin til að fá ódýrá oxku í MEBKRI igrein, sem Ingólfnr Jónsson, ráSherra raforkumála skrifar um þau mál í Suóurland sl. laugardag og Vísi í fyrradag, rekur hann undirbúning virkj- anna, og segir siðan: „Stórvirkjum viS Þjórsá er lang ódýrust, miðaS við virkj- aS kw. af þeim stöðum, sem helzt koma tii greina. Við smærri virkjanir er tal- iS aS kw.-stund- in kosti 20-25 aura. Frá Laxár- virkjun um 16 aura, frá Detti- fossvirkjun 13 aura og miðaS við 210 þúsund kw. virkjun við Búr- fell 10 aura kw.-stundin, eða meira en helming ódýrari en ork- an frá smærri virkjunum, sem helzt koma til greina, og mun ódýrari en Laxár- og Dettifoss- virkjun. Verði virkjað við Búr- fell er gert ráð fyrir að taka í byrjun 105 þús. kw. og seinna að bæta við, þar til virkjað afl á þessum stað verður 210 þús. kw. Til þess að unnt sé að hagnýta aflið og virkja í einum áfanga 105 þús. kw. þarf að tryggja sölu á helmingi þeirrar orku til iðnaðar, stóriðju. Að öðrum kosti verður stórvirkjun ekki hagkvæm eða rafmagnsverðið lágt til venjulegrar notkunar eins og að er stefnt“. þessa skemmtilegu mynd af dansfólkinu tók ljósmyndari Mbl., Sveinn Þormóðsson á heimili Hermanns Bagnars 1 gær. Þau keppa í dansi 4 nemendur úr dansskóle Hermanns Ragnars taka þátt í danskeppni í Kanpmannahöfn UM MIÐJAN febrúar munu fjórir nemendur úr dansskóla Hermanns Bagnars taka þátt í danskeppni í Kaupmanna- höfn ,þar sem fultrúar allra Norðurlandanna munu spreyta sig. Keppni þessi hefur verið haldin ár hvert um langt skeið og standa að henni sam- tök danskennara á Norður- löndum, heitin eftir grísku dansgyðjunni Terpsichore. ís- lenzku keppendurnir munu keppa í vals og quick step. Þeir hafa æft lengi með þessa keppni fyrir augum, og eru raunar engir viðvaníngar, því að þeir hafa verið undir hand arjaðri Hermanns Ragnars í 7 ár — eða allt frá því hann setti dansskóla sinn á stofn. Við hittum hina ungu dans- ara þar sem þau voru að æfa af miklu kappi á heimili Her- manns Ragnars í gær. í>au heita Kristín Magnúsdóttir, Svana Stefónsdóttir, Geir Gunnlaugsson og Þór Braga- son. Öll eru þau 13 ára göm- ul. Þessir nemendur hafa allir skarað fram úr í dansskóla Hermanns Ragnars, til dæmis urðu Þór oig Svana „barna- meistarar" fyrir þremur árum og hafa að au'ki verið þrisvar í öðru sæti. Hermann segir okkur, að óhætt sé að segja, að þau kunni alla samkvæmis dansa. Sjálfur mun hann fara með þeim utan, en keppnin fer fram sunnudaginn 14. febrúar. Verða undanúrslit um daginn, en um kvöldið verður svo keppt til úrslita. Flugfélag íslands í Kaup- mannahöfn mun taka á móti þeim þar og skipuleglgja dvöl- ina, sem verður fimm dagar. Öll segjast þau hlakka mik- ið til, þótt stúlkurnar viður- kenni að vísu, að þær séu pínu lítið kvíðnar. Þær munu klæð ast fallegum kjólum með víð um pilsum, sem verið er að sauma á þær. Piltarnir eru heppnari að því leyti, að þeir þurfa lítið að hugsa um klæðn aðinn. Þeir verða i hvítum skyrtum. Við spyrjum Hermann, hver hgfi verið tildrög að þátttöku í þessari keppni. . Hann segir ok'kur, að hann og kona sín, Unnur Arngríms- dóttir, hafi hlotið danskenn- aramenntun í Kaupmanna- höfn hjá Carl Cárlsen. — Hann er nú kominn á efri ár, segir Hermann, en hefur gert igeysimikið fyrir ís- lenzka dansmennt. Hann kom af stað skólanum okkar, sem við rekum eftir hans fyrir- sögn og hvatti okkur til að senda keppendur á hina nor- rænu danskeppni í Kaup- mannahöfn. — En nú kannt þú að spyrja, hvers vegna við erum að taka þátt í slíkri keppni. Þátttaka okkar er ekki út í bláinn. Aðaltilgangurinn er að vekja áhuga á dansinum eg gefa þeim sem lengst eru komnir tækifæri til að spjara sig. Vona ég, að þátttaka okk- ar verði til þess að glæða á- huga fólks á því að læra dans eins og hverja aðra íþrótt, sagði Hermann að lokum. Síld&fiskur opnar af tur Býðtir upp á grillsteikt læri og fleiri heita rétti Verzlunin SÍLD & FISKUR Við Bergstaöastræti opnar í dag aftur, eftir að viðgerðir og end- urbætur hafa fram farið á verzl- uninni, en byggt hefur verið við búsið hótel, sem opnað verður f febrúar, Hótel Holt. Hefur verzl unin ákveðið að auka þjónustuna ®g bjóða upp á ýmsa tilbúna heita rétti. Er það einkum gert f þeim tilgangi að auka söluna á íslenzku lambakjötL í verzluninni hefur nú verið komið upp nýjum grillofni, þeim hinum sama sem notaður var til kynningar á íslenzku lambakjöti é British Food Fair í London. Verður þar grill steikt og sér- etaklega kryddað lamibakjöt fá- enlegt heitt, en fengnir hafa ver- ið sérstakir pokar með alumini- umfóðri til að pakka þeim í. Þeir pokar eiga að halda kjötlærinu heitu í upp undir klu'kkutíma. Einnig verður heitt reykt lamba- læri, svokallað Londonlamib, á boðstólum. Fleiri heitir réttir verða seld- ir í verzluninni, fyrir þá sem vilja taka með sér matinn til- búinn heim og grei'ða þá fyrir rafmagnseyðslu og annað án þess að þjónustugreiðslan leggist ofan á. Matreiðslumenn bjuggu uokkra þessa rétti til og leyfðu blaðamönnum að smakka á þeim X gær. Þar var spaghetti með kjötsósu, kínverski rétturinn „Chop-chui“, sem eru niðurbrytj- aðrir kjúklingar o.fl. Réttur úr ‘blönduðum sjóvarafurðum í hlaupi og gufuso'ðnar pylsur, allt mjög gómsætt. Sagði Þorvaldur Guðmundsson, eigandi verzlun- arinnar, að þessir réttir yrðu stöðugt á boðstólum, ef þessi nýjung fengi góðar undirtektir og fólk kærði sig um það, ann- ars yrði að hafa þá þar eftir pöntun. Verzlunin Síld & íiskur er aftur opnuð í dag. Verzlunin er í sama búsnæði og óður, en búiö er að setja þar nýtt gólf og nýtt loft og gera fleiri endurbætur. Þorvaldur Guðmundsson og kokkarnir Tryggvi Jónsson og Stefán Hjaltested yfir pottunum með heitu spagheLti með kjötsósu og„chop-chui.” Og lengst til hægri er gufupottur mcð heitum pyls Hagkvæma samn- inga nú þegar Ráðherrann ræðir síðan um orkusölu til væntanlegrar alum- iniumverksmiðju, og segir: „Rætt hefur verið um að gefa leyfi til þess að setja upp alum- iniumverksmiðju, sem keypti 55 þús. kw. orku og tryggði þannig sölu á því afli, sem aflögu yrði. Með því fengist ódýrt rafmagn til venjuiegra nota, iðnaðar og heimilisþarfa. Liklegt er að Svisslendingar vilji reisa og reka aluminiumverksmiðju hér á landi. Hafa þeir gert slíkt í Nor- egi og víðar. Ef hagstæðir samningar fást, sem tryggja hagsmuni okkar um verksmiðjuna, ber að gera slíka samninga nú þegar. Eina leiðin til þess að íá ódýrt rafmagn Þannig gefst tækifæri til þess að komast yfir þann hjalla, sem hefur reynzt ófær áður, að ráðast í stórvirkjun, sem gefur meira en helmingi ódýrari orku en smá- virkjanir, sem þjóðin fram til þessa hefur orðið að búa við. Virkjunarrannsóknum er nú lokið á þeim stöðum, sem líkleg- astir eru. Á það reynir næstu vikumar, hvort þjóðin á þess kast að hagnýta ódýrt vatns- fall og virkja á hagkvæm- asta hátt við Búrfell, eða hvort halda verður áfram að virkja lítið í einu, sem er dýrt og óhag- kvæmt. Vonandi bregðast ekki þær vonir, sem virðast vera fyrir liendi. Vonandi tekst að fá hag- stæða samninga um aluminium- verksmiðju. Ástæða er til að ætla að Alþjóðabankinn veiti Ián til virkjunar við Búrfell, ef orku- sölusamningar eru fyrir hendi á því afli, sem er umfram venju- legar þarfir. Rætist þá sú hugsjón að nokk- ur hlnti af því mikla afli, sem er í Þjórsá verður beizlað á næst- unni og hagnýtt þjóðinni til heilla. Virkjunin við Búrfell getur verið Landsvirkjun, þótt Norðlendingar sjái sér ekki fært að vera með í virkjuninni frá byrjun." Þanniig komst Ingólfur Jóns- son raforkumálaráðherra að orði og Morgunblaðið tekur undir orð hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.