Morgunblaðið - 04.02.1965, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.02.1965, Qupperneq 8
8 MORGUNBLADiD Fimmtudagur 4. febrúar 1965 7»,V V (J C1 tv'f cí ( Vegaáætlunin 1965-1968 Fyrri umræða fór fram í gær 1 GÆR fór friam í Sameinuðu þinffi fyrri umræða um vega- áætlunina 1965—1968, en hún var lögð fram á Alþingi hinn 10. des. síðastliðinn. Samgöngumálaráðherra, Ingólf ur Jónsson, gerði grein fyrir vega áætluninni í ítarlegri ræðu. Þar kom m.a. fram að með því að taka upp vegáætlun til 4 ára, en þetta er í fyrsta sinn, sem það er gert, þá hefur verið lagður grundvöll- ur að bættum vinnubögðum í vegagerð. Þá kom það einnig fram, að verstu torfærurnar á sviði brúarmáLa hafa verið yfir- unnar. • Aukið fjármagn til vegagerðar. Ingólfur Jónsson, samgöngu- tnálaráðherra minntist á það í upphafi ræðu sinnar, að nú er í fyrsta sinni samin ásetlun sam- kvæmt vegal. til 4 ára. Vegamála skrifstofan hefur unnið mikið undirbúningsstarf í sambandi við þetta mál. Verður að telja, að tilL sú til vegáætlunar, sem hér liggur fyrir og til umr., sé vel samin og tölulega vel undirbúin. Með vegaáætluninni var lagð- ur grundvöllur að bættum vinnu brögðum í vegagerð með iþví að taka upp skipulega áætlun í framkvæmdum til 4 ára í senn. Með því er mögulegt að draga upp heildarmynd fyrir stærri verk, sem unnin verða með fyrir fram gerðri áætlun fram í tímann. Er enginn vafi á því, að oft hef- ur vegaféð notazt verr vegna þess að ekki var til heildaráætl- un yfir framkvæmdirnar en unn ið á hverjum stað fyrir aðeins litlar upphæðir í einu. Með því móti var mikill kistnaður við flutning á vinnuvélum og vinnu flokkum, sem ætti að sparast að einhverju leyti með því fyrir- komulagi, sem nú verður upp tekið. Með vegal. var fjármagn til vegagerðar verulega aukið. Hækkaði framlag til vegamála á árinu 1964 um rúml. 100 millj. kr. miðað við fjárlög 1963. Þrátt fyrir þessa hækkun, sem sýndist vera veruleg, mun vera auðvelt að færa rök fyrir því, að æski- legt væri að hafa enn meira fé til vegamála heldur en fyrir hendi er miðað við þátill. til framkvæmdaáætlunar, sem hér er um að ræða. Á árinu 1965 er gert ráð fyrir, að tekjur vega- sjóðs nemi 261,9 millj. kr. Á ár- inu 1968 er gert ráð fyrir, að tekjurnar nemi 278 millj. kr. mið að við sömu tekjustofna. En tekjustofnar vegasjóðs eru benzíngjald 170 millj. kr., tekjur af þungaskatti 42,5 millj. kr., tekjur af gúmgjaldi 8,9 millj. kr., ríkisframlag 47,1 millj. kr. Eftir- stöðvar vegna ársins 1964, sem er óendurgreitt benzíngjald og þungaskattur 14,9 millj. kr., — brúttótekjur árið 1965 verða því 283,4 millj. kr. Endurgreitt benzíngjald af þungaskatti 1965 nemur 21,5 millj. kr. Nettótekjur verða því 261,9 millj. kr. áætlað- ar fyrir árið 1965. Tekjuliðirnir breytast lítið á áætlunartímabil- inu og er í samræmi við niður- stöðutölur fyrir árið 1963, sem áður var um getið. Endurgreiðsl- urnar á þungaskatti og benzín- gjaldi eru að nokkru leyti af jeppabifreiðum, en aðallega vegna dráttarvéla og annarra heimilisvéla, sem ekki koma til með að slíta vegunum. Eins og áður er á minnzt, er auðvelt að benda á nauðsyn þess að hafa meira fé til vegaframkvæmd- anna, en það er á valdi ALþingis, hvenær horfið verður að bví ráði að auka tekjur vegasjóðs. • Skipting fjár til vegamála. Vegamálaskrifstofan .hefur gert till. um skiptingu á því fé, sem til umráða er. Viðhald þjóðvega var á árinu 1964 80 millj. kr. Gert er ráð fyrir, að til vegaviðhaldsins á ár- inu 1965 verði varið 90 millj. kr. og hækki um 5 millj. kr. árlega á áætlunartímabilinu. Enginn vafi er á því, að nauðsyn ber til að ætla ríflega til viðhalds yega. Gera má ráð fyrir, að viðhalds- féð geti orðið nokkru drýgra en stundum áður með endurnýjun á vélakosti vegágerðarinnar, sem nýtist mun betur en gömlu tækin. Til vegamerkingar er gert ráð fyrir að verja 1 millj. kr. á ári. Það er mikil þörf á að setja upp vegamerkingar á ýmsum stöðum, sem eru hættulegir vegna um- ferðarinnar, Hefur mikið áunnizt í því efni síðari árin. Til hrað- brauta er gert ráð fyrir að verja aðeins 10 millj. kr. á ári af fé vegasjóðs, en þess er rétt að geta, að unnið verður á riæsta ári að því að ljúka við Kefla- víkurveg, en að byggingu hans hefur verið unnið að mestu leyti fyrir lánsfé. Þegar Keflavíkur- vegi er lokið, verður að hefjast handa með lagningu Vesturlands vegar að Álafossi pg Austurvegar með varanlegu slitlagi. Sama máli gegnir með vegakafla út frá Akureyri, sem mest umferð er á. Umferð er orðin það mikil á iþess um vegum, að þeim verður trauðla viðhaldið með því að bera í þá sand og möl, sem rýkur burtu og heldur ekki uppi hinum mörgu og þungu farartækjum. Að sjálfsögðu verður að afla fjár til þeirra framkvæimda með lán- töku eða með því að auka tekjur vegasjóðs. Til nýbygginga þjóð- brauta er gert ráð fyrir að verja úr vegasjóði á árinu 1965 24,8 millj. kr. og á árinu 1968 24 millj. kr. Auk þess er gert ráð fyrir að vinna við Strákaveg og Múla- veg á árinu 1965 fyrir allt að 20 millj. kr., sem afla verður með sérstökum hætti. Er gert ráð fyr- ir, að Strákavegi verði lokið á árinu 1966. Um þær framkvæmd ir hefur verið mikið ritað og rætt og því ekki ástæða til að fara mörgum orðum um það að sinni. Það vita allir, að tæknileg- um undirbúningi við lagningu Strákavegar var ekki lokið fyrr en á þessu ári og því ekki mögu leiki á að hraða verkinu meira en gert hefði verið, þótt fé hefði verið fyrir hendi. Fraimkvæmdir við Keflavíkurveg, Strákaveg og Múlaveg geta því aðeins orðið, að afla verði fjár til framkvæmd anna á þessu ári. Standa vonir til, að það megi takast. Til landsbrauta er gert ráð fyrir að verja á árinu 1965 27,1 millj. kr., á árinu 1968 26,5 millj. kr. Ekki er gert ráð fyrir, að unnið verði að neinu ráði fyrir lánsfé við landsbrautir. Er að því stefnt, að greidd verði upp bráða birgðalán, sem tekin hafa verið til vegaframkvæmda að undan- förnu. Bráðabirgðalán lækkuðu á árinu 1964 um nærri helming frá því, sem var í árslok 1963. Eftirspurn eftir bráðabirgðaláni á vegum hreppsfélaga og sýslu- félaga var mjög mikil af eðlileg um ástæðum, áður en vegalögin voru samþykkt og fjármagn auk ið tii vegamála. • Verstu torfænimai- yfimnnar. Til fjallvega, reiðvega og ferju halds er gert ráð fyrir að verja 2 millj. kr. Er þá um það að ræða að ryðja ýmsa fjallvegi og gera þá greiðiæra yfir sumar- mánuðina. Geta verið að þvi hag nýt not, m.a. við smalamennsku, á afréttum, auk þess, sem það gerir mönnum mögul. að gerðast á bifreiðum víða um öræfi lands- ins. Til brúagerða er gert ráð fyrir að verja á árinu 1965 31 millj. kr. og aðeins rúmlega 31 millj. kr. árið 1968. Á árinu 1966 og 1967 er nokkuð lægri upp hæð áætluð til brúagerða. Brúar- féð skiptist þannig á árinu 1965 og með svipuðum hætti hin árin. Til stórbrúa 13,2 millj. kr.; til brúa 10 m. og lengri 11,8 millj. kr.; til smábrúa 4—9 m., ösmillj. kr. Þótt mikið hafi verið gert undanfarin ár, að brúa vatns- föllin, er þó eftir mikið verk- efni á því sviði. Verður þó að viðurkenna, að verstu torfærurn ar hafa verið yfirunnar. Til sýslu Vega er gert ráð fyrir að verja úr vegasjóði á árinu 1965 10 millj. kr. og 12 millj. kr. á árinu 1968. Við breytingu á vegal. hef- ur rekstur sýsluvegasjóðs batn- að mikið, enda gerðist þess þörf, þar sem sýsluvegir voru víðast hvar í mjög slæmu ástandi. Til vega í kaupstöðum og kauptún- um er gert ráð fyrir að verja á árinu 1965 32 millj. 720 þús. kr. og á árinu 1968 34 millj. 560 þús. kr. Með því að veita fé til gatna og vegagerðar í kaupstöðum og kauptúnum, eins og vegalögin mæla fyrir, var tekið upp mikils vert nýmæli, sem þegar á fyrsta ári eftir samþykkt vegalaganna hefur gert sýnilegt gagn um land allt eins og sjá má merki í gatna gerð kaupstaða og kauptúna. Til véla- og áhaldakaupa er gert ráð fyrir að verja úr vega- sjóði á árinu 1965 11 millj. kr. og árinu 1968 13 millj. kr. Auk þess verður varið úr fyrninga- sjóði Vegagerðarinnar talsverð- um upphæðum til kaupa á vega gerðarvélum, og einnig má reikna með, að einhver lán verði tekin í því skyni, þannig að endurnýj- un vegavinnuvéla verður allríf- leg að þessu sinni. Er það mjög nauðsynlegt að verja verulegu fjármagni til véla- og tækja- kaupa og vinna þannig upp margra ára vanrækslu. Til tilrauna í vega- og gatna- gerð er gert ráð fyrir að verja nokkuð á 2. millj. kr. árlega á áætlunartímabilinu. Eins og sjá má af fskj., sem prentuð eru með till. til vegáætlunar, eru allir þjóðvegir sérstaklega taldir upp eftir kjördæmum. Einnig eru taldir upp hinir ýmsu hliðarveg- ir vegna undaniþáguákvæða 12. gr. vegal. um kirkjustaði, félags heimili, opinbera skóla, heilsu- hæli og fullgerð raforkuver. Upp setning og upptalning veganna er glögg og þarf því ekki nánari skýringa. Um skiptingu fjár til einstakra framkvæmda, svo sem vega og brúa eru engar till. gerð ar um nú fremur en í till. til síð ustu vegáætlunar. Eins og vegalög gera ráð fyrir, eru vegirnir flokkaðir, fyrst hraðbrautir A og B. Hraðbrautir A eru vegir, sem innan 20 ára má búast við, að 10 þús. bifreið- ar eða meira fari daglega um yfir sumarmánuðina. Stefna ber að því að gera fjórfalda akbraut með varanlegu slitlagi á þeim vegum. Hraðbrautir B, það eru vegir, sem innan 10 ára má búast við 1—10 þús. bifreiðum á dag yfir sumarmánuðina. Stefna ber að því að gera tvöfalda akbraut með varanlegu slitlagi á þeim vegum. Þjóðbrautir eru vegir, sem ná til 1000 íbúa svæðis og ber að gera tvöfalda akbraut á þeim vegum með malarofan- íburðL Landsbrautir sem eru minnst 2 km á lengd frá vega- mótum og nær til 3 býla. Um landsbrautir eru undanþágu- ákvæði, eins og áður var viinað til. Aðalfjallvegir eru aðeins fjórir: Kaldidalsvegur, Kjalveg- ur, Fjallabaksvegur nyrðri og Sprengisandsleið. Áður hefur verið á það minnst, hvaða tekju- stofna vegasjóður hefur, benzín- gjald er stærsti liðurinn. Aukning benzínnotkunar Margir höfðu búizt við, að benzínnotkun mundi aukast mik- ið miðað við þá miklu bifreiða- fjölgun, sem orðið hefur síðustu árin. Heynslan sýnir, að benzín- salan eykst ekki í réttu hlutfalli við bifreiðafjölgunina. Má færa fram margar ástæður fyrir því. Hækkun benzínsverðs hefur dreg ið nokkuð úr benzínotkun. Nýjar bifreiðar eyða minna benzíni en gamlar og slitnar bifreiðar. — Méira er nú flutt inn af litlum bifreiðum og sparneytnum held- ur en oft áður. Gömlu bifreiðarn- ar með stóru vélunum, eyðslu- freku, er lagt vegna þess að ekki borgar sig lengur að halda þeim við. Árið 1964 voru 335 fólks- bifreiðar teknar úr umferð og 542 vörubifreiðar. Þess ber §inn- ig að geta, að mikið er flutt inn af bifreiðum með dieselvélum, en gjöld af þeim eru tekin með þungaskatti. Benzínsalan árið 1962 reynist vera 57.7 millj. 1. Árið 1963 60.8 millj. 1., og árið 1964 61.5 millj. 1. áætlað. Aukn- ing á árinu aðeins 1,2%, Er það vissulega lítið miðað við þann gífurlega innflutning bifreiða, — AlþSngi Framh. af bls. 23 kjarnorkuflota Atlantshafsbanda- lagsins verða borin þar undir atkvæði? Hélt Ragnar því fram, að það væri alkunna, að undanfarin tvö ár hefði ríkisstjórn Bandarikj- anna stefnt að því að búa ríki NATO kjarninkuvopnum. Óskin um kjarnorkuflota bandalagsins væri fyrst og fremst borin fram af V-Þjóðverjum, sem með því myndu fá tækifæri til að styðja á kjarnorkugikkinn. Þá sagði Ragn ar Arnalds ennfremur, að hug- myndin um kjarnorkuflota At- lantshafsbandalagsins hefði ekki verið lögð á hilluna, eins og sum ir virtust halda, heldur væri ötul lega unnið að því að undirbúa hana í Bonn og Washington. Þá fór Ragnar einnig fram á það, að ríkisstjórnin gæfi yfirlýsingu um, að kjamorkuvopn yrðu aldrei leyfð á íslandi né í íslenzkri land helgi. 1 svari sínu sagði Guðmundur 1. Guðmundsson utanríkisráðh.: Spurt er, hver sé afstaða ríkis- stjórnarinnar til fyrirhugaðs kjarnorkuflota Atlantshafsbanda- lagsins. Á fundi í NATO-ráðinu í árslok 1960 skýrðu Banda- rílkjamenn frá hugmyndum sín- um um fyrirhug aðan kjarnorku- flota Atlantshafs bandalagsríkja. Á fundinum urðu mjög litlar umræður um málið og engar framhalds- umræður fóru fram um hug- myndirnar sjálfar innan NATO. Nokkur aðildarríki ræddu hins vegar þessar hugmyndir sín á milli, en önnur tóku engan þátt í þeim viðræðum. Atlantshafs- bandalagið var látið vita um þess ar viðræður, en það hafði engin afskipti af þeina. sem verið hefur. En skýringia er að talsverðu leyti í því fólg- in, að litlar evrópskár bifreiðar eyða aðeins helming af því, sem hinar stærri og eyðslufrekari bif- reiðar gera. Af því, sem hér er sagt, má reikna með því, að tekj- ur vegasjóðs vegna benzínsölu verði hægfara og í mesta algi 2% á árinu 1965 og er gert ráð fyrir, að aukningin verði nokkru meiri á árunum 1966—1968. Tekj- ur af þungaskatti ættu að vaxa í hlutfalli við aukinn bifreiða- fjölda og er reiknað með, að tekj- ur af þeim lið aukist um 9% á ári. Tekjur af gúmmígjaldi ættu að aukast eftirleiðis í hlutfalli við fjölgun bifreiða. Vegna mik- ils innflutnings á hjólbörðum á árinu 1962—1963, en þá var inn- flutningur hjólbarða gefinn frjáls. Hefur innflutningur á ár- inu 1964 verið minni heldur en áætlað var. Orsökin getur einnig legið 1 því, að birgðir séu nú minni 1 verzlunum, eftir að tollvöru- geymslan var tekin í notkun, en sú ástæða ætti ekki að hafa á- hrif nema á þessu eina ári. En þrátt fyrir það, þótt tekjur aí gúmmígjaldi hafi verið nokkru minni heldur en áætlað var, hafa tekjur vegasjóðs í heild verið í samræmi við tekjuáætlun fyrir árið 1964. Hefur þungaskattur- inn bætt upp það, sem vantaðl á gúmmígjaldið. Tekjuáætlun fyrir árið 1965-1968 er byggð á reynslu liðins tíma og raunhæfu mati á því, hvernig málin munu þróast á áætlunartímabilinu. Með till. þeim, sem hér um ræðir, er tekjum vegasjóðs skipt eftir því, sem sanngjarnast þykir. Að lökinni ræðu samgöngu- málaráðherra urðu nokkrar um- ræður um vegáætlunina, þar sem til máls tóku Halldór E. Siigurða son og Sigurvin Einarsson, en síðan var henni vísað til 2. um- ræðu og fjárveitinganefndar. Við íslendingar höfum ávallt verið vopnlaus þjóð og við höf- um engin áform um eigin vopna búnað og var það því afstaða okkar til málsins að taka ekki þátt í viðræðum þessara ein- stöku ríkja um hugmyndir Banda ríkjastjórnar. Á ráðherrafundi NATO í s.l. desembermánuði, skýrðu fulltrúar þeirra ríkja, sem tekið höfðu þátt í viðræðum um málið, frá gangi þeirra. Viðræð- urnar hafa ekki leitt til neina samkomulags og er ekki vitað til þess, að nokkur drög að sam- komulagi séu fyrir hendi. Þá er spurt, hvernig ríkisstjóm in hyggist beita atkvæði íslands á ráðherrafundi NATO, ef áform um kjarnorkuflota Atlantshafs- bandalagsins verður borið þar undir atkvæði. Ekkert liggur fyrir í NATO um þetta mál, sem greiða þarf atkvæði um og líkur fyrir, að svo verði á næstunni, eru vægast sagt mjög litlar. Komi hinsvegar til einhvers sam komulags milli einstakra aðildar ríkja NATO, er með öllu óvitað, í fyrsta lagi, hvernig slíkt sam- komulag verður, í öðru lagi, hvort aðilar samkomuiagsinj óska að tengja það samkomulag- inu. Hér ber því allt að sama brunni, engin tillaga liggur fyrir, ekki líkur á henni að svo stöddu, og ef hún kemur, alger óvissa um, hvernig hún verður. Ekkert verður því um það sagt, hvernig ísland muni greiða atkvæði, ef till. kæmi, á meðan málið ligg- ur ekki skýrar fyrir en þetta. Varðandi áskorun Ragnars Arnalds um, að ríkisstjórnin gefi yfirlýsingu um, að kjarnorku- vopn yrðu aldrei leyfð á íslandi eða á ísl. landhelgþ sagði utan- ríkisráðherra, að stjórnin gæti ekki tekið afstöðu til þess, þvl að slíkt væri þýðingarlaust, þar eð þær ríkisstjórnir, sem á eftir kæmu, myndu vera óbundnar aí þess konar yfirlýsingu. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Aðalstræti 9 — Sími 1-1875

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.