Morgunblaðið - 04.02.1965, Page 10
10
MORGUNBLADIÐ
Fimmtudagur 4. febrúar 1965
Loðnunót dregin um borð í vb Arnar.
Utvegsmenn í Reykjavík
nót einnig. Netabátar mundu
sennilega ekíki fara fyrr en
eftir nokkra daga. Ætlaði ein-
hver á línu?
XJpp úr kl. hálffimm fréttist
svo, að verkfallið væri leyst.
Menn þustu í skipaskrán-
ingarskrifstofuna og létu
„munstra“ sig. Yar ekki laust
við, að stundum væri stjakað
lauslega við næsta manni í
ösinni framan við borð em-
bættisins.
Svo var farið að gera þá
báta klára, sem ætluðu út um
kvöldið. Sumir tóku ís, því
að langt er frá miðunum
eystra til Reykjavíkur. Aðrir
ætluðu að landa í Vestmanna
eyjum. — Einhverjir munu
hafa tekið með sér þorskanót.
VETRARVERTÍÐ HÓFST
Á SUÐURLANDI í GÆR
Það er einkennileg tilvilj-
un, að í gær, 3. febr., daginn
eftir Kyndilmessu, hefst ein-
mitt vetrarvertíð á Suður-
landi. Þennan dag hér áður
fyrr hófst vertíðin og sjómenn
hófu róðra úr verstöðvunum.
Pokanum fleygt um borð-
UM miðjan dag i gær, áður
en úrslitin voru kunn í at-
kvæðagreiðslunni um sam-
komulagstillöguna til lausnar
• í verkfallinu á bátaflotanum,
voru sjómenn vestur við
Grandagarð ekki á einu máli
um úrslitin. Bátamir lágu
þétt við allar bryggjur, fjórir
saman hiið við hlið. Sums
staðar var engin hreyfing, en
víða voru menn að búa sig
undir að halda á veiðar. Sum-
ir voru meira að segja svo
bjartsýnir,- að þeir. voru að
taka kost um borð, mjólk,
kjöt, brauð og fleira.
— Þetta verður felit, vertu
viss, sagði einn.
— Nei, ég trúi því ekki,
þetta er bara ekki hægt leng-
.ur, sagði annar. Þetta skal
verða samþykkt.
— Upp á þessi býti? Nei,
ég held nú ekki. Þeir verða
Fyrst er að munsta sig! Það var þröng á þingi I skipaskráningarskrifstofunni, þegar
fréttist um lausn verkfallsins. Hér eru skipstjórarnir á vb Yiðey (t. v.) og vb Gróttu að
láta skrá sig. Viðey var fyrst út úr höfninni, rétt fyrir kl. sjö. Grótta ætlaði út um
klukkan átta. (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.)
A veiöar að loknu verkfalli
að bjóða manni betur.
— Þeir bjóða ekki betur.
Þetta er það síðasta. Nú eða
aldrei.
Svona ræddu menn fram
og til baka. Margir þeirra,
sem ætiuðu á síldveiðar suð-
ur og austur með landinu,
voru að hugsa um að fara út
um kvöldið, ef tillagan yrði
samþykkt. Þeir voru að taka
inn síldarnót og sumir loðnu-
iflll
Hér eru fimm vaskir drengir að draga nótina um borð í vb Viðey,
skora á SR oð
kaupa tankskip
Á FUNDI, sem haldinn var 31.
jan. sl. í Útvegsmannafélagi
Reykjavíkur, var eftirfarandi til-
laga samþykkt:
Fundurinn skorar á stjórn Síld
arverksmiðja ríkisins að leigja
eða kaupa eitt eða fleiri tank-
skip með dæluútbúnaði til flutn-
inga á síld sumarið 1965.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
í henni segir meðal annars: Á
síðasta sumri fékkst mjög góð
reynsla á flutningum síldar með
dæluskipi, sem meðal annars tók
við síldinni á miðunum og flutti
til hafnar. Var sýnt, að sú að-
ferð mundi stórauka aflamögu-
leika veiðiskipanna. Nú er þegar
vitað, að nokkrir einstaklingar,
sem reka verksmiðjur, hafa haf-
izt handa um' að láta smíða eða
leigja skip til slíkra flutninga.
Sýnist þá ekki verjandi, að Síld-
arverksmiðjur ríkisins sitji hjá,
þar sem engum ber meiri skylda
til að bæta hag útgerðarinnar og
auka útflutningsverðmætin, þjóð
inni allri til hagsbóta.
5 Akranesbátar
búnir til
síldveiða
Akranesi, 3. febrúar.
TOGARINN Víkingur átti að
leggja af stað í dag frá Amster-
dam, þar sem gert var við vél
skipsins. Hann kemur hingað
heim sennilega um helgina. 5
bátar hér í þöfninni eru þegar
tilbúnir til síldveiða. — Oddur.