Morgunblaðið - 04.02.1965, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.02.1965, Qupperneq 14
14 MORCU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. febrúar 1965 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigur'ður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. LA USN SJÓMANNA- DEILUNNAR UTAN ÚR HEIMI Framleiðsiíin i Sovét: Eitt rekur sig áannarshorn SOVEZKIR hagfræðingar virðast í síðustu tilraunum sinum í þá átt að örva iðnað- arframleiðsluna, leggja vax- andi áherzlu á beina sam- keppni í verzlun, sem hefúr reynzt svo árangursrík í hin- um frjálsa heimi. Greinar, sem að undanförnu hafa birzt í Pravda og öðrum málgögn- um Sovétstjórnarinnar, sýna að þróunin stefnir stöðugt að þögulli viðurkenningu á hlut- verki því, sem framboð oig eftirspurn gegna, svo og á samkeppninsgæðum og fram- takssemi einstaklingsins. Enda þótt talsmenn kommúnista forðist að gagnrýna hefð- bundnar kenningar kommún- ismans, hafa menn í Moskvu þó komizt hættulega nærri því að viðurkenna að sú eina, færa leið til þess að ná sama árangri og kapitaiisminn, sé sú að fylgja grundvallar- kenningum hinnar vestrænu viðskiptastefnu, sem kommún- istar hafa þó sjálfir lengi bar- izt gegn í orði. Sem dæmi má nefna rit- stjórnargxein, sem birtist í Pravda 15. nóvember sl. Þar sagði að það væri höfuðnauð- syn að sovésk iðnfyrirtæki skipuleggi framleiðsluáætlan- ir sínar í samræmi við mót- teknar vörupantanir í stað þess að fylgja núverandi kvótakverfi. Pravda lýsti því ennfremur yfir að neyzluvörur skyldu vera „að gæðum, framleiðslu og útliti sambæriiegar við það, sem bezt igerðist um erlenda framleiðslu". f»að hefur að sjálfsögðu löngum verið kunnugt, að margir hinna eilífu örðug- leika, sem efnahagur Sovét- MMnut -tmimuMO m* „Aðeins eina, félagi, heilsunnar v«;tiaf ríkjanna á við að stríða, hafa beinlínis stafað af tilhneig- ingu hins kommúnistíska skipulaigs í þá átt að fram- leiða sem mest magn þótt það komi niður á vörugæðunum, svo og af spillandi áhrifum hins stranga ríkiseftirlits og stjórnar. Verksmiðjur l Sovétríkjun- um framleiða því, til þess að reyna að uppfylla hina gjör- ræðislegu framleiðslukvóta, vörur, sem eru svo lélegar að gæðum að þær eru naumast seljanlegar, jafnvel undir þeim kringumstæðum að eftir- spurnin er nær alltaf meiri en framboðið. Framh. á bls. 27 Fins og kunnugt er felldu sjómenn miðlunartillögu, sem ríkissáttasemjari bar fram um síðustu helgi. En strax að þeirri atkvæða- greiðslu lokinni, var hafizt handa að nýju um sáttatil- raunir, og í gær samþykktu félög sjómanna og útvegs- manna það samkomulag, sem áður hafði orðið milli fulltrúa samningsaðila. Þjóðin fagnar því að sjálf- sögðu að sjómannaverkfallinu skuli lokið. Mikið tjón hefur af því orðið, þótt ekki skuli fullyrt um það hér hve háum upphæðum það nemur. Það hefur enn einu sinni sannazt að verkföll eru vafasamt tæki í nútímaþjóðfélagi. Þau valda þjóðfélaginu í heild stórtjóni, en hafa tiltölulega sjaldan í för með sér raunhæfar kjara- bætur til handa þeim, sem verkfallsvopninu beitir. Ástæðulaust er að fjölyrða um aðdraganda þessa ný- lokna sjómannaverkfalls. Það verður þó að segjast, að því fer víðs f jarri að samningsað- ilar sýndu í tæka tíð viðleitni til þess að komast að sam- komulagi án þess að til vinnu- stöðvunar kæmi. Er það raun- ar alltof algengt hér á landi, að verkalýðsfélög og vinnu- veitendur ætla sér alltof stutt an tíma til þess að ræða mál sín og freista þess að komast að samkomulagi. Á þessu hlýtur að verða breyting. Ef við íslendingar hyggjumst halda áfram að baeta lífskjör okkar, þá er þýðingarlaust að halda að það verði gert með því að heyja mánaðarlöng verkföll, sem stöðva útflutningsframleiðslu þjóðarinnar um hábjargræðis tímann. Það verða bæði eig- endur framleiðslutækjanna og forustumenn verkalýðssam- takanna að gera sér ljóst. Vitanlega verður að stefna að því að ágreinings- mál, sem alltaf hljóta að koma upp, jafnist með samn- ingum milli aðila. Um fram allt verður að stefna að því að samningar um kaup og kjör takist til skaplega langs tíma. Hinn stöðugi ófriður á vinnu- mörkuðunum er öllum til ills, verkalýð, vinnuveitendum og þjóðinni í heild. SAMANBURÐUR VIÐ 1958 rpíminn segir í ritstjórnar- grein í gær, að Morgun- blaðið þori ekki að gera sam- aíiburð á kaupmætti launa nú os. 1958. né heldur á stöðunni gagnvart útlöndum. Þessi full yrðing er ekki einungis kát- leg, heldur líka álíka sann- söguleg og annað, sem í þessu ómerkilega blaði stendur. Þannig er ekki lengra liðið en síðan á sunnudag, að í Morgunblaðinu var einmitt gerður samanburður á kaup- mætti tekna. Þá sagði m.a. í Reyk j avíkur bréf i: „Á tímabilinu 1958 til 1963 hafa hreinar þjóðartekjur á mann aukizt um 15,6%. Á sama tíma hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna giftra verka manna, sjómanna og iðnaðar- manna í Reykjavík hækkað um 23,3%. Á öllu landinu er þessi tala að vísu nokkru lægri eða 20.4%. Hvernig sem skoðað er, þá er samt augljóst að hlutdeild þessara stétta í þjóðartekjum hefur fyllilega haldist og nokkru betur en það. Þessar stéttir hafa á þess- um fáu árum ótvírætt feng- ið mjög verulega lífskjarabót eins og þjóðin í heild. Um þetta þarf raunar enginn að leita til hagfræðinga, heldur nægir hverjum og einum að líta í eigin barm og til ná- granna sinna. Þar sést sá meg inmunur, sem á er orðinn. Enda er það fullkomin móðg- un við heilbrigða dómgreind almennings að reyna að telja honum trú um að kjör hans séu nú „næstum 20—30%“ lak ari en þau voru árið 1958 og fyrri hluta ársins 1959. Fram- sóknarflokkurinn hefði átt að læra af kosningaúrslitunum 1963 að íslenzkir kjósendur láta ekki bjóða sér slíka fjar- stæðu. Til þess ennþá betur að sýna hversu hörmulega hafi til tekizt hér á landi, halda Framsóknarmenn því fram að samtímis því, sem kaupmátt- ur tímakaups hafi lækkað um „næstum 20—30%“ hér á landi, hafi hann hækkað í ná- grannalöndunum um svipaða hlutfallstölu. Eins og áður segir hafa ráðstöfunartekjur verkamanna, sjómanna og iðn aðarmanna á öllu landinu hækkað um 20,4% frá árinu 1958 þangað til 1963. Ef engin breyting hefði orðið á vinnu- tímanum hér á landi„ væri þessi tala sambærileg við hækkun kaupmáttar tíma- kaups í nágrannalöndum okk- ar á þessum árum, en hún var rúmlega 20% í Noregi og Sví- þjóð, en tæp 30% í Danmörku. Nú er það hinsvegar svo að á þessum árum hefur vinnutími lengst nokkuð hér á landi, þótt ekki liggi fyrir um það nákvæmar skýrslur. Áætlað hefur verið að lenging vinnu- tíma hafi numið um 5% milli áranna 1958 og 63. Miðað við þann útreikning mundi sam- bærileg aukning kaupmáttar hér á landi við Norðurlöndin vera 17% fyrir verka-, sjó- og iðnaðarmenn hér í Reykjavík, en 15% fyrir þessar sömu stéttir í landinu öllu. Niður- staðan er því heldur lakari en á hinum Norðurlöndunum. Þetta stafar fyrst og fremst af því að þjóðartekjurnar á mann uxu lítið á fyrstu árum viðreisnarinnar, það er frá 1959 til ’61, en þá gætti enn hinna óheillavænlegu áhrifa vinstri stjórnarinnar, sem að sjálfsögðu tók nokkurn tíma að losna við“. Um stöðuna gagnvart út- löndupi er það að segja, að fáir dagar eru síðan Morgun- blaðið gerði hana að umtals- efni og skal raunar síðar rifja það mál upp, en niðurstaðan er í stuttu máli sú, að á árun- um 1960 til ’63 batnaði heild- arstaðan gagnvart útlöndum um 339 millj. kr. Hinsvegar vernsaði heildarstaðan gagn- vart útlöndunum á árunum 1955 til ’58 um hvorki meira né minna en 1548 milljónir króna. Morgunblaðið harmar sannarlega ekki að rifja upp þennan samanburð. SKIPTING BÓK- MENNTAVERÐ- LAUNA rvómnefnd sú, sem gerir til- ^ lögur um úthlutun bók- menntaverðlauna Norður- landaráðs, hefur lagt til að verðlaununum verði að þessu sinni skipt milli tveggja á- gætra rithöfunda. Bókmennta verðlaunin nema eins og kunn ugt er 50 þúsund dönskum krónum og gerir tíu manna dómnefnd, tveir frá hverju meðlimalandi Norðurlanda- ráðs tillögur um hverjum þau skuli veitt hverju sinni. Að þessu sinni mun hafa vantað 2 fulltrúa í dómnefndina, ann- an frá íslandi og hinn frá Danmörku. Gagnrýni hefur orðið vart á þá ráðstöfun að skipta bókmenntaverðlaununum að þessu sinni milli tveggja höf- unda. Eru það ekki aðeins nor rænir rithöfundar, sem að þeirri gagnrýni standa, heldur fjöldi annarra manna. Bók- menntaverðlaun Norðurlanda ráðs nema, eins og kunnugt er, 50 þúsund dönskum krón- um. Er það myndarleg verð- launaveiting, sem getur orðið þeim listamanni að verulegu gagni, sem verðlaunin hlýtur. Með tvískiptingu þeirra breyt ir verðlaunaúthlutunin bæði um svip og notagildi. Þess- vegna er ástæða til þess að taka undir þá gagnrýni, sem komið hefur fram á skiptingu bókmenntaverðlaunanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.