Morgunblaðið - 04.02.1965, Page 15
Fímmtudagur 4. febrúar 1965
MORGUNBLADIÐ
15
effir Gísfta HalJdórsson, verkfræðing
MIKI'Ð er nú rætt og ritað um
nauðsyn tæknilegrar kunnáttu og
hagnýtingu hennar í atvinnulífi
íslendinga.
Mun óhætt að segja að ekki sé
seinna vænna, að almenningur
og ráðandi aðilar vakni til með-
vitundar um þessa nauðsyn, sem
svo skorinort var orðuð, ekki alls
fyrir löngu, af rektor háskólans.
E.t.v. er það að bera í bakka-
fullan lækinn að bæta við þetta
nokkrum orðum. En að fenginni
30 ára reynslu, bæði hér heima
og erlendis, við ýmiskonar tækni
legar framkvæmdir, er af mörg-
um dæmum að taka, hvernig við-
horf íslendinga hafa verið til
ýmissra framfaramála á ýmsum
tímum.
Ætla ég að nefna nokkur
dæmi, mjög stuttlega, sem varpa
Ijósi yfir þá blindu, sem stundum
hefur komið í veg fyrir eða tafið,
hagstæðar framfarir og tækni-
'þróun. Eðlilegt er að ág nefni
hetzt þau dæmin, sem mér eru
persónulega kunnust og verður
þó aðeins drepið niður á víð og
dreif, því að af miklu er að taka.
1) Upp úr aldamótunum fór
hinn nýi aflvaki, rafmagnið, eins
og eldur í sinu um framfaralönd
heimsins.
Edison, sem ýmsir töldu til
svindlara, hafði tveim áratugum
áður tekizt að búa til glóðar-
lampa og rafala.
Frimann Arngrímsson og síðar
Halldór Guðmundsson, rafmagns
fræðingur, reyndu að vekja
áhuiga íslendinga fyrir virkjun
fallvatna og Halldóri tókst að
reisa fyrstu vatnsaflsstöðvar
landsins.
>að munu þó hafa liðið um
tuttugu ár unz Elliðaárnar voru
virkjaðar, því að kol og gas hafði
þótt álitlegri aflvaki.
Þannig segir merkur embættis
inaður i blaðagrein nokkurri,
eða blaðadeilu við Halldór,
skömmu upp úr aldamótunum,
að ekki komi til mála að virkja
Elliðaárnar (en hann hafði boð-
ist til þess), því að sumrin á ís-
landi væru svo björt, að ekki
væri, þann tíma ársins, unnt að
selja rafmagn til ljósa. Hinsvegar
vissu menn vel, að til upphitunar
og iðnaðar væri gasið langtum
fremra.
Loks yrði að taka með i
reikninginn, að árnar gætu botn-
frosið og laxveiðin spillst. í átök
unum milli gass og rafmagns
varð gasið ofan á.
2) Um boranir eftir gufu og
virkjun hennar til rafmagns-
framleiðslu og upphitunar, er
litlu fegri sögu að segja.
Má lesa ágrip þeirrar sögu í
bókinni „Á ferð og flugi“, sem
ég ritaði fyrir um það bil 20
órum.
í Larderello I ftalíu hafði
Ginori Conti, þingmaður og prins,
þegar virkjað jarðgufu til raf-
magnsframleiðslu árið 1007, og
fékk ég áhuga fyrir að svipað
yrði reynt hér heima, er ég las
lýsingu á ítalska fyrirkomulag-
inu í þýzku raffræðitímariti, árið
1024.
Nokkrum árum siðar eyddi ég
við kröpp kjör, heilu ári við verk
fræðaskólann í Kaupmannahöfn,
•ð nema gerð og smíði eim-
•nælda, með sérstöku tilliti til
jarðgufunotkunar.
En árið 1934 fór ég I boði
Ginori Contis, að kynna mér
hinar ítölsku virkjanir, Sendi
Conti yfirverkfræðing sinn, Dr.
Ing. Docchi, með mér alla leið
fc* Florenz til Lardereilo og gaf
hann mér allar þær upplýsingar
er ég óskaði.
Við heimkomuna til íslands
hélt ég erindi í Verkfræðinga-
félaigi Islands og lýsti jarðgufu-
virkjunum. Taldi ég sennilegt að
fá mætti, ekki aðeins laugavatn,
heldur og heita gufu úr jörðu
hér.
Benti ég þá, og margsinnis síð-
ar, á hinn mikla gufuhver, sem
kemur upp í Innstadal í Hengli
og taldi jafna, að Hengilsvæðið
myndi reynast mjög aflmikið
hverasvæði með tiltölulega
hreina gufu.
Vildi ég láta bora þarna eftir
gufu með stórvirkum snúnings-
bor með leðjudælum og ganga
úr skugga um aðstöðuna, éinnig
með tilliti til vatnsrennslis.
Gerði ég sjálfur mælingar á
vatnsrennsli og áætlanir um hita
veitu frá Innstadal til Reykjavík-
ur, sem virtist mjög hagkvæm.
Birtist áætlunin í Tímariti Verk-
fræðingafélagsins.
Að loknu erindi mínu á fyrr-
greindum fundi, fyrir 30 árum,
vildi ég bera fram tillögu um
það, að Verkfræðingafélagið skor
aði á ríkisstjórnina að láta fram
fara athugun á því, hvort ekki
kynni að vera hagkvæmt að bora
eftir gufu og virkja hana, til raf-
magns- og varmaframleiðslu.
Formaður félagsins bað mig
Gísli Halldórssoa
þá að draga þessa tillöigu til baka,
svo að félagsstjórninni gæfist
tóm til að athuga, hvort hún
ætti rétt á sér.
Ekki var nú trúin á jarðguf-
una meiri en þetta. Og þegar það
kom fyrir eitt sinn, að skriða
féll yfir útstreymisop gufuhvers-
ins í Innstadal, héldu ýmsir að
nú væri gufuorkan horfin úr
Henglinum og nefndu hverinn,
mér til háðungar Gíslahver!
Það kom hinsvegar í ljós að
hverinn var ekki horfinn, heldur
hitaði upp læk, sem yfir hann
rann ag var þannig búinn að
koma upp sinni eigin hitaveitu!
En nú er vitað að hverasvæðið
Hengilsins er með orkumestu
hverasvæðum landsins og þótt
víðar væri leitað.
3) Á næstu 16 árum útvegaði
ég þrásinnis tilboð í fullkomna
jarcjbora, fyrst frá TRAUZL í
Austurríki, 1936 eða ’37 og síðar
frá National Supply Company,
sem eru langstærstu útflytjendur
stórvirkra borvéla .
Fór ég meðal annars, á eigin
kostnað, alla leið til Kaliforníu
að kynna mér bortækni og afköst
þessarra bora, sem ég taldi mjög
hraðvirka. En aðrir og ráðandi
aðilar hér hei.ma héldu, að þeir
myndu tæpast vinna á íslenzku
grjótL
Stóðu deilur um þetta árum
saman, unz loks að keyptur var
hinn stórvirki jarðbor, af sams-
konar gerð og ég hafði ávallt
haldið fram, en að vísu frá öðru
fyrirtæki. Náði hann þegar stór-
kostlegum árangri í sjálfu bæjar
landinu, þar sem mikið magn af
heitri gufu og yfirhituðu vatni
streymir nú upp úr jörðinni.
Hvað skyldi nú hafa getað
sparast mikil olía til húsahitun-
ar, ef þessi bor hefði komið t.d.
15 árum fyrr? Og hve miklar
tekjur hafði ég af öllum mínum
skrifum, ferðalögum og tilraun-
um. Segi: ekki einn eyri!
4) Fyrstu rafstöðina, þótt ör-
smá væri, sem gekk fyrir jarð-
gufu, hér á landi, setti ég upp á
eigin kostnað 30. sept. 1944, eða
fyrir 20 árum. Var henni ætlað
að glæða almennan áhuga á hag-
nýtingu jarðgufu. Stöð þessa af-
henti ég og gaf opinberum aðil-
um. En henni var ekki haldið við,
hvorki smurningu né öðru, oig
mun nú með öllu týnd.
. Síðar teiknaði ég og bauðst til
að smíða gufutúrbínu úr alumini
um-blöndu, sem ég var búinn að
reyna að entist vel í jarðgufunni.
En því tilboði var aldrei svarað.
Hinsvegar var sett upp saensk
túrbínustöð, lítil, en hún gekk
ekki nema stuttan tíma, vegna
einhverra truflana. Mun í hana
hafa safnast sandur og loks fros-
ið á henni.
Enn er ekki starfandi nein
jarðgufurafstöð á íslandi, og að
heita má engin reynsla af þeim
fengin. Hinsvegar eru starfrækt-
ar stórar stöðvar í Nýja Sjálandi
og í Bandaríkjunum ekki langt
frá San Fransisco. Eru áfram-
haldandi virkjanir á ferðinni og
hagkvæmni þessara stöðva talin
fyllilega sambærileg við hag-
kvæmar vatnsaflsstöðvar. Þó
vaknaði áhuigi á jarðgufu miklu
síðar í báðum þessum löndum
heldur en hér heima.
Nú munu þó fyrirliggjandi til-
boð í ca. 15,000 kílówatta eim-
snældurafstöð ,er kynni að verða
reist í Hveragerði. Væri það, að
mínu áliti mjög æskileg fram-
kvæmd, sem margt mætti læra af
og ekki ætti að láta dragast á
langinn.
5) Árin 1936 og 1937 var ég
framkvæmdastjóri síldarverk-
smiðja ríkisins. Þetta voru mikil
aflaár, þannig að skip gátu tví-
hlaðið suma dagana, rétt utan
við Siglufjörð.
Það var ógaman að sjá tugi
báta liggja dögunum saman við
bryggjur og bíða löndunar, með-
an síldin grotnaði sundur og blóð
vatn flaut út eftir firðinum.
Mannskapur, skip og veiðarfæri
á meðan gaignslaus.
Mér sýndist þá ekki betur en
reyna þyrfti að finna ráð til þess
að taka á móti síldinni og geyma
hana lítt skemmda í nokkrar vik-
ur, svo unnt væri að halda áfram
veiðunum. Þetta ráð virtist mér
helzt falið í kælingu síldarinnar
með fíngerðum snjó.
Fékk ég því til leiðar komið
að byggð var tveggja hæða þró,
úr járnbentri steypu, með vélasal
fyrir ísframleiðsluvélar, móttöku
þró þar sem fíngerðum is mátti
blása á síldina og með fullkomnu
færibandaflutningakerfi, fyrir
bæði síldina upp í geymslúhólfin
og ísinn úr þeim hólfum, sem
hann mátti geyma í.
Þró þessi var ekki til fyrr en
sumarið 1937, og var þá ekki til
taks nema takmarkað magn af
ís, enda ísframleiðsluvélar efcki
fyrir hendi.
Teikning af hinum hraðgenga sjóðara (t.v.), sem Gísli Halldórs-
son hefur sótt um einkaleyfi á. Hann gengur alltaf sneisafullur
af síld og gefur sildinni lengri suðutíma og stærri hitaftata-
snertingu en tíðkast i núverandi sjóðurum, sem eru láréttir og
oft minna en hálffullir. í sambandi við sjóðarann sést mallar-
inn tt.h.)
Samt gat ég gert tilraun með
kælingu síldar í móttökuþrónni
með snjó er ég lét taka úr skafli.
Blandaði ég í hana um 16% af
snjó eða um 20 kg. í málið og
nokkru salti, sem vafasamt er að
ástæða hafi verið tiL
Mánuði síðar var síld þessi
brædd með framúrskarandi góð-
um árangri. Vinnsluafköst hinn-
ar 2400 mála verksmiðju reynd-
ust 3000 mál og afurðamagn af
lýsi og mjöli mjög hátt. Lýsið
ljóst og gott og mjölið sömuleið-
is, en þó aðeins of salt.
Þegar hér var komið sögu var
sú síld, sem ekki hafði v-erið
kæld, orðin svo léleg að hún var
tæpast vinnsluhæf fyrir pressur.
Var þá gripið til að blanda hana
með kældu mánaðangömlu síld-
inni, til að bjarga því sem bjarg-
að varð.
Um tilraun þessa ritaði ég
skýrslu, sem einnig hafði að
geyrna skýrslu Trausta Ólafsson-
ar efnafræðings, er var mjög já-
kvæð. Skýrslur þessar sendi ég
um það bil 50 áhrifamönnum í
marz 1940, eða fyrir 24 árum.
Jafnframt benti ég á að óhætt
myndi þrýstingsins vegna að
geyma síld í háum stálgeymum
og myndi hún hafa tilhneyigingu
til að einangra sig gegn hitainn-
streymi frá veggjunum, eins og
reyndin hafði sýnt í kæliþrónni,
þar sem síldin helzt við -3* til 0*.
En áður höfðu menn talið að
síld þyldi ekki að geymast nema
í ca. 2 metra hæð, sem líklega
hefur grundvallast á því að upp-
runalega voru, að norskri fyrir-
mynd, notaðar timburþrær, sem
þoldu ekki síldarþrýstinginn ef
veggirnir voru hærri en þetta.
Það var þó ekki fyrr en mörgum
árum síðar að farið var að ráð-
um mínum og fyrstu stálgeym-
aynir byggðir fyrir síld og mun
það hafa verið við Örfiriseyjar-
verksmiðjuna.
Nú hafa hinSvegar 7-8 metra
háir tankar verið reistir víða um
land, og ber ekki á, að illa fari
um síldina í þeim, þótt nokkurra
örðugleika hafi gætt við tæm-
ingu þeirra, sérstaklega á mag-
urri síld og ef þess er ekki gætt
að halda nægilegum vökva við
hliðar og botn. Er þannig þessi
þáttur hugmyndar minnar víða
tekinn í hagkvæma notkun.
Hins vegar átti hugmynd mín
um lengingu geymslutímans með
betri geymsluaðferð og auknu
geymslurúmi litlum vinsældum
að fagna og töldu margir að
fremur bæri að auka verksmiðju
afköstin. Hafa þá aðeins þróar-
rými til örfárra daga, jafnvel
2-3 daga.
Spunnust um þetta talsverðar
deilur. Mér virðist nú hinsvegar
mönnum vera að snúast hugur
um þetta. Og þar sem það var
áður talið of kostnaðarsamt að
nota ís eða snjó til geymslu
bræðslusíldar, les ég nú um það
í blöðunum, að verið er að gera
tilraunir með kælingu bræðslu-
síldar, ekki ósvipaðar þeim er ég
gerði fyrir 27 árum.
Skal ég að lokum geta þess, að
ég ritaði grein um geymslu fisks
í fíngerðum ís í skipum í 12. tbl.
Ægis 1940 og flutti einnig inn
tvær fyrstu sjálfvirku vélarnar
til framleisðlu á fíngerðum ís
eða snjó. Tók vélsmiðjan Héðinn
h.f. síðan upp framleiðslu svip-
aðra véla að þeirra fyrirmyndL
Fíngerður ís bráðnar ekki eins
mikið af lofti sem á leytar og sem
í skipum hringrásar frá byrðing
eða þilfari, því að hann er þétt-
arL þó að meira fari fyrir hverju
kílóinu. Kuldinn notast m.ö.o.
betur í fiskinn. Aauk þess merst
fiskurinn síður.
6) Er ég kom frá Bandarífcj-
unum 1945 hafði ég með mér til-
boð og teikningár af nýsköpunar
tagurum. Þeir voru með hinu V-
myndaða skáhalla stefnislagi,
Meier-stefninu, sem ég hafði áð-
ur ritað um. Þeir voru rafsoðnir
og með dieselvélum og loks með
rafmagnsspilum. Áttu þeir að
kosta um 2% milljón krón.a.
Togarar þessir voru 165 fet k
lengd og áttu að bera 300 tonn
af ísfiski. Siðar teiknaði ég 178
feta langan togara með 50%
meira lestarrými og birtust teifca
ingar af honum í Sjómannablað-
inu Víkingur fyrir tæplegá 20 ár-
um.
Ekki fengu þessir togarar
hljómgrunn hjá ráðamönnum,
heldur var send nefnd til Bret-
lands og keyptir 30 og síðar 10
gufutogarar, sem langtum voru
síðbúnari heldur en hinir ame-
rísku hefðu verið. Og frétti ég
síðar, að amerísku togaramir
myndu hafa verið búnir að
greiða sig upp áður en fycsti
igufutogarinn komst á miðin.
Síðar varð reynslan af brezku
gufutogurunum sú, að menn
vildu fegnir greiða offjár til að
skipta út gufuvélunum og kötl-
unum úr þessum togurum og fá
t.d. General Motors dieselvélar í
sbaðinn, til þess að gera rekstur-
inn ábatavænlegri. En þetta
reyndist ofraun, kostnaðar vegna.
Nokkrum árurn áður höfðu
menn dauðhaldið í glóðarhaus-
vélina í mótorbátum, unz hæg-
gerngar, miðhraðgengar og hrað-
gengar dieselvélar ruddu sér til
rúms. En ég kom fyrstu hrað-
gengu motordieselvélinni í bát
Sig. HaHbjarnarsonar, Muninn
frá Akranesg og ruddi þetta leið-
Framhald á bls. 19