Morgunblaðið - 04.02.1965, Qupperneq 24
24
MORGU N BLAÐIÐ
Fimmtudagur 4. febrúar 1963
Victoria Holt:
Höfðingiasetrið
— Hér eru góðar fréttir, sagði
hún. — Það á að fara að verða
brúðkaup uppi í KlaustrL
Mellyora sagði ekkf orð.
— Já, hélt ungfrú Kellow á-
fram. — Það er sagt, að Justin
Larnstpn sé trúlofaður.
Ég vissi ekki til, að ég hefði
nokkurntíma tekið jafnmikinn
þátt í annarra mótlæti. Veslings
Mellyora og brostnu draumarnir
hennar. En jafnvel af þessu gat
ég lært. Það var tómt mál að
vera með drauma, ef maður gerði
ekkert sjálfur til þess að láta þá
rætast. Og hvað hafði Mellyora
hafzt að Rétt brosað vingjarn-
lega til Justins, þegar þau hittust
og klætt sig sérlega vandlega,
þegar hún var boðin í te í
Klaustrið! Og allan þennan tíma
hafði hann litið á hana eins og
krakka-
— Hverri ætlar hann að gitf
ast? spurði Mellyora og röddin
var eitthvað óeðlilega skýr.
— Ja, það er nú skrítið, að
þetta skuli vera auglýst einmitt
núna, sagði Kellow, — þegar Sir
Justin er svona veikur. En kann
ski er það einmitt ástæðan.
— Hver er það? spurði Melly-
ora aftur.
— Ungfrú Judith Derrise.
Ekki dó nú Sir Justin, en hamn
var lamaður. Hilliard læknir
kom til hans tvisvar á dag og
aðalspurningin manna á meðal í
Larnston var: — Hverning líður
honum í dag?
Þegar. Mellyora hafði heyrt
þessar fréttir af Justin fór hún
til herbergis síns og vildi við
engan tala, ekki einu sinni mig.
Þegar hún loksins hleypti mér
inn, var hún náföl, enda þótt
hún vaeri róleg að sjá. Hún sagði
ekki annað en þetta: — Það er
þessi Judith Derrise. Ein þeirra
fordæmdu. Og hún flytur for-
dæminguna með sér til Larn-
ston. Það er það, sem ég set mest
fyrir mig.
Sir Justin var nú úr allri lífs-
hættu, enda þótt engar horfur
væru á frekari bata. Því var eng
in ástæða til að fara að fresta
brúðkaupinu og sex vikum seinna
fór hjónavígslan fram í Derrise-
kirkjunni. Mellyora var mjög
spennt að vita, hvort henni og
föður hennar yrði boðið, en hún
hefði ekki þurft að hafa áhyggj
ur af því. Þeim var ekki boðið.
Daginn, sem brúðkaupið fór
fram, sátum við báðar úti í garð-
inum og vorum mjög alvarlegar.
Það var eins og við værum að
bíða eftir aftöku.
— Hefurðu.hitt Judith? spurði
ég.
— Bara einu sinni. Hún er mjög
hávaxin og falleg með svart hár
og augu.
— Já, hún er minnsta kosti
falleg og nú verða Larnstonarn
ir sjálfsagt ríkari, er það ekki?
Sjálfsagt fær hún ríflegarf heim
anmund?
Mellyora sneri sér að mér og
nú var hún reið, sem þó var
ekki hennar vandi. — Sérðu ekki,
hvernig allt er nú orðið breytt?
Finnurðu það ekki á þér
Jú, ég gat fundið það á mér.
Það var fremur að breytast en
það væri orðið breytt, og ástæð-
an var sú, að við vorum ekki
börn lengur. Mellyora yrði bráð-
um sautján ára og það yrði ég
líka og við vorum farnar að
hugsa með þrá, til hinna björtu
bernskudaga okkar.
Sir Justin hafði verið forðað
frá dauða og sonur hans hafði
flutt brúði sína í Klaustrið. Því
var ástæða til að gleðjast og
fjölskyldan ákvað — með fullu
samþykki Sir Justins — að halda
dansleik.
Boðsbréfin höfðu verið send
út og bæði Mellyora og faðir
hennar voru boðin. Þetta átti að
vera grímudansleikur, geysivið-
hafnarmikil samkoma. Ég gat
ekki dulið öfund mína.
— Hvað ég vildi óska, að þú
gætir komið líka, Kerensa, sagði
hún. — Þú ert hvort sem er svo
hrifin af þessu gamla húsi, er
það ekki?
— Jú, svaraði ég. — f mínum
augum er það táknrænt.
Eitthvað fjórum dögum eftir
að boðið hafði borizt, kom hún
út úr stofu föður síns, alvarleg á
svipinn.
— Pabbi er ekki vel fríksur,
sagði hún. — Ég hef vitað, að
hann hefur verið lasinn nokkurn
tíma.
Ég vissi það líka. Hann hafði
alltaf verið holdgrannur maður,
en í seinni tíð hafði hann verið
veiklulegur og það var eins og
hörundið á honum væri orðið
gult og óhraustlegt.
— Hgnn segir, hélt Mellyora á-
fram, að hann geti ekki farið á
dansleikinn.
— Er það sama sem, að þú
farir ekki heldur?
— Ég get nú, ekki farið ein.
1 — Ó . . . Mellyora.
1 Hún yppti öxlum óþolinmóð og
siðdegis þennan dag fór hún út í
kerrunni með ungfrú Kellow.
Þegar hún kom aftur, ljómuðu
augu hennar af spenningi.
— Öskubuska! sagði hún. Held
urðu, að þér þætti gaman að fara
á dansleikinn?
Ég greip andann á lofti. •—
Áttu við, að . . . 7
Hún kinkaði kolli. — Þú ert
boðin. — Jæja, kannski ekki bein
línis boðin, því að hún hefur
ekki minnstu hugmynd um það.
En ég hef hérna boð til þín, Ker-
ensa.
3
— Hvernig komstu því í kring?
— Ég heimsótti frú Larnston
í dag. Ég sagði henni, að pabbi
væri lasinn, svo að hann gæti
ekki komið, en það væri hjá mér
vinstúlka mín — hvort það mætti
færa boðið yfir á hana. Og frúin
var mjög náðug.
— Mellyora . . . hugsaðu þér ef
hún kæmist að þessu?
— Hún gerir það ekki. Ég
breytti nafninu þínu, rétt ef ske
kynni, að hún þekkti þig. Ó, ég
er svo spennt, Kerensa! Við verð
um að koma okkur niður á því,
hvernig við ætlum að vera klædd
ar. Vel á minnst, þú heitir þarna
ungfrú Carlyon.
— Ungfrú Carlyon, tautaði ég
með sjálfri mér, en bætti svo við:
— En í hverju á ég að vera?
— Ja, pabbi gefur mér nú ekki
svo mikla vasapeninga, að ég geti
keypt mér kjól. Við verðum að
reyna að gera tvo úr éinum! Hún
hló og faðmaði mig að sér. — Það
er skrítið að eiga systur. En nú,
úr því að þú kemur líka, þá veit
■ég, að ég skemmti mér vel á
dansleiknum. Fyrst verðum við
að koma okkur niður á því, hvern
ig við viljum vera klæddar. Þú
gætir verið ágætis Spánarmær
með svarta hárið þitt uppgreitt.
Ég var líka orðin spennt, og
sagði: — Ég er nú dálítið spænsk
því að hann afi minn var Spán-
verji. Og ég gæti fengið hárkamb
inn og höfuðdúkinn.
— Þarna sérðu. Og hún mamma
átti rauðan flauels-kvöldkjól,
sem yrði alveg mátulegur á þig.
Það er enginn vandi með grím
urnar. Þær getum við búið til úr
flaueli.
Blaðburðarfólk
óskast til blaðburðar í eítirtalin hverfi
Sími 22-4-80
Grettisgötu frá 7-35
Lambastaðahverfi
Skólavörðustígur .
T jarnargötu
Lindargötu
Háteigsveg
Meðalholt
Ég var orðin ennþá spenntari
en hún. Satt var það að vísu, að
þetta boð mitt var dálítið vafa-
samt og hefði aldrei komið hefði
frú Larnston vitað, hverjum það
var ætlað, en ég ætlaði nú að
fara samt. Rauða kjólnum þurfti
að breyta, en þá dugði hann líka
ágætlega.
Við ákváðum, að búningur
Mellyoru skyldi vera grískur. Úr
efni, sem pabbi hennar gaf okk
ur fyrir, bjuggum við til víðan
kjól, með gylltu belti og þegar
hún hafði vafið ljósa hárinu í
grískan hnút leit hún vel út.
Ég fór til Beu ömmu til að
fá lánaðan annan höfuðdúkinn.
Hún opnaði kistilinn og tók þá
varlega upp.
— Ég set stundum minn upp
á kvöldin, sagði hún. — Þá finnst
mér, þegar ég er hér ein, að
Pedro sé hjá mér. Þetta er bjána
leg ímyndun, veit ég, en svona
vildi hann helzt sjá mig. Komdu
og láttu mig máta þetta á þér.
Hún lyfti upp hárinu á mér
og setti kambinn í það að aftan.
— Þú ert bara alveg eins og ég
var á þínum aldri, elskan. Og
nú höfuðdúkinn. Hún setti hann
á mig og gekk svo aftur á bak.
— Þegar þetta er gert eins og
það á að vera, skal engin fara
fram úr þér,- sagði hún. Og ég
fann alveg hreyknina í röddinni.
Alla þessa glððu undirbúnings
daga, tókum við ekki eftir því,
að séra Charles var að verða
veiklulegri með degi hverjum.
Hann var mestallan tímann í lestr
arstofunni sinni. Hann vissi
hvað við hlökkuðum til og vildi
ekki fara að varpa neinum
skugga á ánægju okkar.
Loks rann upp sá mikli dagur.
Við Mellyora fórum í búningana
okkar og amma kom á prest-
setrið, til þess að setja upp hárið
á mér.
Hún burstaði það og bar í það
einhverja sérstaka samsuðu, svo
að það gljáði allt. Og svo kom
kamburinn og höfuðdúkurinn.
Mellyora spennti greipar af að-
dáun.
— Allir taka eftir ungfrú Carl
yon, sagði hún.
— Já, það lítur kannski vel
út hérna inni, sagði ég. — En
hugsaðu þér bara allt skrautið,
sem ríka fólkið verður L
— Og þið tvær hafið ekkert til
ykkar ágætis nema æskuna,
sagði amma og hló. — Ætli sum
ar hinna vildu ekki láta ykkur
hafa gimsteinana sína í skiptum?
Ungfrú Kellow ók okkur til
Klaustursins. Kerran okkar
stakk í stúf við alla fínu vagn-
ana, en í mínum augum var
þetta allt eins og draumur, sem
væri að rætast.
Það datjt alveg ofan yfir mig
þegar ég steig inn í forsalinn.
Ég reyndi að sjá allt í einu og
fékk því ekki nema þokukennda
mynd af öllu saman. Ljósakróna,
sem mér sýndist vera með hundr
uðum kerta í, veggir þakktir
veggteppum, blómailmurinn, sem
fyllti allt rúmið og allsstaðar
fólk í einkennilegum búningum.
Þetta var rétt eins og að koma í
einhverja af útlendu hirðunum,
sem ég hafði lesið um. Og mest
voru þó spennandi grímurnar,
sem allir voru með. Þeim var ég
alveg sérstaklega fegin.
Það átti að taka ofan grímurn-
ar á miðnætti, en þá mundi dans
inum lokið og ég hætt að hafa
áhyggjur af Öskubusku-hlut-
verki mínu.
Breiður og skrautlegur stigi lá
upp úr öðrum enda forsalarins
og við eltum hópinn upp þennan
stiga þangað sem frú Larnstok
stóð og heilsaði gestunum með
grímuna sína í hendinni. Hún
tók í hönd mér og tautaði eitt-
hvað lágt, eins og við hina, og
þá vorum við komnar í stóran og
loftháan sal, þar sem héngu mynd
ir af ýmsum liðnum Larnston-
um.
Karlmaður í dökkri flauels-
treyju tók þarna á móti okkur.
— Segðu mér ef mér skjátlast
sagði hann við Mellyoru, — en
ég held ég hafi getið rétt til. Það
er ekki hægt að villast á gullnu
lokkunum. Rödflin var Kims.
— Þú ért glæsileg, Mellyora,
hélt hann áfram. — Og eins þessi
spænska lagskona þín.
Garðahreppur
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Garðahrepp er að Hof-
túni við Vífilsstaðaveg, simi
51247.
KALLI KÚREKI ~>f~ --K- ->f-
Teiknari: J. MORA
AKUREYRI
1 WOM'T TIE ’EM UP.“ I JUST HOPE
THETlL MAKE A EUM FOZ IT/ YOU
. 8ETTEE FETCH A PREACHER.TOO.-
S 'CAUSE A1AY0E ALL THEY’LL NEEP
7Á 15 S-EAVESlDE SEEVICES/ r>
IU BEINS-A WAGON AN’
A VOCTOZ-- IT’LL TAKE A
FEW PAYS•••AN’ TH' LAW
CAWHAVE'EM/WATCH t
'EM CLOSEjOC-TIMEE/J
AN' IF YOU HADM’TS-OT HEEE IN
TIYE, lu VE SEEM STRETCHEO-
OUT/ THIS EVEMS US UP FOZ Y
SOME OTHEE.TIMES, I RECKON f
IFI HADM’T’VE 8EEM IN SUCH A
HUeeY, THEM SPECIMEWS WOULPA
BEEN STRETCHEOOUT WITH THEIE
. TOES CUELED UP/
1. „Bf ég hefði ekki þurft að flýta
mér svona, þá myndu þessir náungar
ekki vera lifandi núna.“ „Og hefðir
þú ekki komið nógu fJjótt á ve.tvang,
væri óg ekki lifandi núna.“
2. „Ég ætla að ná í hestvagn og
lækni. I>að mun taka nokkra daga,
en þá getur réttlætið fengið þá.
Gæá u þeirra vel á meðan, Skrögg-
ur.“ „Ég ætla að láta þá vera
óbundna. Ég vona bara að þeir reyni
að flýja, svo þú ættir einnig að taika
klerk með þér. f>að getur verið að
hann þurfi að veita þeim sakrament-
ið.“
Afgreiðsia Morgunblaðs-
ins er að Hafnarstræti 92,
sími 1905.
Auk þess að annast þjón-
ustu blaðsins við kaupend-
ur þess í bænum, er Akur-
eyrar-afgreiðslan mikilvæg-
ur hlekkur í dreifingarkerfi
Morgunblaðsins fyrir Norð-
urland allt. Þaðan er blaðið
sent með fyrstu beinu_ferð-
um til nokkurra helztu kaup
staða og kauptúna á Norður-
landi, svo og til fjölda ein-
staklinga um allan Eyjaf jörð
og víðar.