Morgunblaðið - 04.02.1965, Side 27

Morgunblaðið - 04.02.1965, Side 27
t'immtudagur 4. febrúar 1965 MOHGUNBLADID 27 Starfsmenn við uppsetningu sjálfvirka sambandsins: (frá vinstri) Kristinn Kristjánsson, sim- virki, Vignir Erlendsson, verkstjóri, Ragnar Benediktsson, verkstjóri, Þorvarður Jónsson, verk fræðingur, Torsten Joliansson, verkfræðingur, Malte Andersson, simvirki, og Gunnar Schram, símstjóri. — S/m/nn Framh. af bls. 28 menn geta eftir sem áður pant- að símtal milli sjálfvirku stöðv- anna fyrir milligöngu langlínu- im'ðstöðva (02), ef þeir óska þess. Víðast hvar á opinberum skrif stofum t.d. hjá öllum stofnunum Akureyrarbæjar, í skólum og víð ar, hafa verið settir upp lásar við símatækin, þannig að ekki er ihægt að velja númer utanbæjar, - Jarlinn Framhald af bls. 28 ínsson, skipstjóri (36 ára), 2. stýrimaður Valdimar Karlsson, (35 ára), 1. vélstjóri Guðmund- ur Guðmundsson, (48 ára) og Bent Nilson (26 ára) háseti, til heimilis í Kaupmannahöfn, á- kærðir fyrir smygl. Ákæran gegn skipstjóranum var byggð á því, að hann sem stjórnandi skipsins hefði í förinni til Marokko og þaðan til Hollands og Svíþjóðar fest kaup á áfengi í því augna- miði að flytja það til íslands og selja. Áfengið var keypt í Mar- okko og Hollandi. Innkaupin voru gerð í samráði við hina á- hafnarmeðlimina, sem flæktir eru í málið, og áttu þeir að fá hluta af fyrirhuguðum ágóða af sölunni á íslandi. I>eir höfðu einnig lagt af mörkum fé við kaup áfengisins, og hjálpað til við að smygla því um borð í Jarlinn. Skipsfélagarnir fjórir viður- kenndu allir sök sína í réttinum í dag. Sækjandinn, Victor Jacob- sen, lögreglufulltrúi, gerði kröf- ur að gera upptækt allt áfengið, sem fannst í skipinu, og auk þess úm fjársektir. Fyrir milligöngu Hallgríms Thomsens, hæstaréttar lögmanns, fulltrúa útgerðarinnar, Kjeld Landgrens, hrl. verjanda skipsmanna, varð að samkomu- lagi, að útgerðinni yrði gefinn kostur á að greiða með milli- göngu sendiráðsins 95 þús. d. kr. eða setja fullnægjandi tryggingu fyrir greiðslu þeirrar fjárhæðar. Því næst var rétti frestað til mánudagsins 8. febrúar, og gefa þannig útgerðarfélaginu kost á að leysa skip og áhöfn út með réttarsátt, ef þeir geta reitt fram féð fyrir þennan tíma. G?ein Guðrúnar Jacobsen ATHUGASEMDIN, sem er aftan við grein Guðrúnar Jacobsen í gær, er viðbót frá Guðrúnu við greinina, en ekki atfhugasemd frá Mbl. Nafn Guðrúnar, sem vera átti undir athugasemdinni, féll því miður niður. nema lásinn sé opnaður með lykli, eða símtal pantað í gegn- um langlínumiðstöð. Næstu framkvæmdir Land- simans hér nor’ðanlands er sjálf- virkt samband við Dalvík í marz, við Húsavík litlu síðar og við Raufarhöfn sennilega í maí. í júlí verður tekin í notkun 500 númera viðbót við Bæjarsímann á Akureyri og verða númer hér þá 2500. Með haustinu kemur — Flugfélagið Framhald af bls. 28 í samanburðartölum innanlands- flugs, að árið 1963 lamaðist starf- semin tvisvar vegna verkfalla, en á sl. ári ríkti vinnufriður. Flugið í heild Samanlagður fjöldi farþega Flugfélags íslands á áætlunar- leiðum innan lands og milli landa árið 1964 varð því 106.786. Allmargar leiguferðir voru farn- ar á árinu, þó færri en árið á undan, og voru farþegar samtals í þeim 5.529. Tala farþega í áætl- unarflugi og leiguflugi méð flug- vélum Flugfélags íslands s.l. ár er því 112,315. Sem fyrr segir, gekk starfsemi félagsins vel á árinu. Flugvélar þess voru á lofti samtals 10.104 klst. og samanlagt flugu ,,FAX- ARNIR“ nokkuð yfir þrjár millj. kílómetra. Fyrir tuttugu árum Á yfirstandandi ári eru tuttugu ár liðin síðan Flugfélag íslands hóf millilandafug. Sumarið 1945 fór Kutalína flugbáturinn TF- ISP þrjár ferðir milli Islands og útlanda. Farþegar Flugfélagsins milli landa þetta sumar voru 56. Þetta voru fyrstu millilanda- flug íslendinga með farþega og póst. (Frá F.Í.), Þrennt fyrir bílum TVÆR konur og einn drengur urðu fyrir bifreiðum í Reykja- vík og nágrenni í gær, en eftir því sem virðist, munu mei'ðsli þeirra allra fremur smávægileg. Laust fyrir hádegi varð Þor- björn R. Gíslason, 5 ára dreng- ur fyrir bíl í Ártúni í Garða- hreppi. Um kl. 1. varð Erla Har- aldsdóttir fyrir bíl á Laugavegi og meiddist á höfði. í gærkveldi um kl. 21 varð svo Lára Eðvarðs dóttir fyrir bíl á Miklatorgi. Allt var þetta fólk flutt í Slysavarð- stofuna og siðan heim til sín. svo sjálfvirkt samband við Hjáit- eyri, Hrisey, Ólafsfjörð og Sigiu- fjörð. Gunnar Schram hefur átt ann- ríka daga áð undanförnu, en daginn í dag var mikill sigur- dagur í lífi hans, þegar lang- þráðum áfanga var náð. Hann hefur verið símstjóri á Akureyri síðan í apríl 1924, og hefur ver- ið í þjónustu Landssímans síðan Mjólkurumbúð- irnar notaðar í Ameríku í FRÉTT sem birtist í blaðinu í gær um nýjar mjólkurumbúðir Varð sú missögn að sagt var að Gylfi Hinriksson hefði fundið þær upp. Þessar umbúðir, sem nú á að fara að reyna á Akur- eyri, hafa aftur á móti verið notaðar í Ameríku í mörg ár, en hafa ekki verið notaðar í Evrópu fyrr. En Gylfi Hinriksson kemur með þær hér á markaðinn. — Laos Framhald af bls. 1 Víða var barizt á götum Vienti ane í dag, og skemmdust margar byggingar af skothríð stórskota- liðs. Borgarar héldu sig lítt úti við, enda margir flúnir frá bong- inni minnugir sprengjukastsins þar 1961. í kvöld stóðu málin þannig, að stjórnarherinn hafði mestalla borgina á valdi sínu, en uppreisn armenn réðu þó einum bæjar- hluta og flugvellinum skammt utan hennar. Forsætisráðherra hlutlausra, Souvanna Phouma, sakaði í dag varaforsætisráðherrann, Nosavan að hafa staðið að baki uppreisn- inni til þess að komast sjálfur að völdum. Talið er að Kham Khong, hers höfðingi, stjórni her uppreisnar- manna í sjálfri Vientiane, en Bounleut Sykosy, ofursti, stjórni liðinu við flugvöllinn. Báðir eru nánir vinir Phoumi Nosavan, varaforsætisráðherra. Uppreisnarmenn í sjálfri Vienti ane eru taldir um 200 talsins, en Sykosy ofursti hefur yfir 300 mönnum að ráða við flugvöllinn. Souvanna Phouma, forsætisráð herra, var staddur í konungs- höllinni í Vientiane, er skothríð- in hófst þar í daig. Var skotum m.a. beint að höllinni, en forsætis ráðherrann leitaði skjóls í sjúkra húsi í nágrenninu ásamt fleiri ráðherrum stjórnarinnar. Ástandið er nú þannig í Laos að erfitt er að vita hvað snýr þar upp og hvað niður. Málin flæktust enn frekar, I dag, er herflokkar, sem staðið höfðu með upreisnarmönnum fyrr um daginn, snerust í lið með stjórnarhernum, er lögreglan, sem fyrr var hlynnt stjórnarhern um, gekk á hönd uppreisnar- mönnum! Eins og fyrr getur brauzt upp- reisnin út um helgina. Segja for- inigjar uppreisnarmanna að þeir hafi stefnt að því að styrkja herinn, en ekki að veikja stjórn Souvanna Phoma! Eftir því sem menn komast næst er hér fremur um að ræða „fjölskyldustríð“ milli einstakra áhrifahópa innan hersins en upp- reisn gegn stjórn landsins. — Rábsiafanir Framh. af bls. 1 jafnan í huga afstöðu þeirra landa í samskiptum sínum við ísrael.. Talið er að vestur-þýzka stjórn in hafi á fundi sínum í dag einn- ig rætt um hugsanlegan fund Er- hards kanzlara og Eshkol, for- sætisráhðerra ísrael. Vegna af- stöðu Araba og þeirrar staðreynd ar að stjórnmálasamband er ekki milli landanna, yrði fundur þessi að fara fram í þriðja landinu, væntanlega hlutlausu. Hermt er að fundúr þessi kunni að eiga sér stað í marz, er Eshkol fer til London, en af opinberra hálfu hafa menn ekkert viljað segja um þetta atriði. Samkvæmt fréttum í blöðum í Kaíró er ráðgert að Ulbricht muni í heimsókn sinni opna form lega skóla í þýzku og á skóli þessi að verða miðstöð nýrrar menningarmiðstöðvar að sögn. Myndu þá Austur- og Vestur- Þýzkaland verða keppinautar á þessu sviði, því Vestur-Þjóðverj- ar reka þegar menningarmiðstöð í Kaíró. Þá munu Austur-Þjóð- verjar ræða um lendingarleyfi fyrir flugfélag sitt Interflug á meðan á heimsókn Ulbrichts stendur. — Knútur Framh. af bls. 2 ingur, og Björgvin Vilmundar- son, hagfræðingur. Varastjórn: Sigurður Bjarna- son, ritstjóri, Þórarinn Þórarins- son, ritstjóri, og Sigurður Guð- mundsson, skrifstofustjóri Al- þýðuflokksins. — Utan úr heimi Framh. af bls. 14 Vegna óraunsæis skipulaigs- ins og lélegrar framkvæmda- stjórnar, sem einkennir sov- ézkt efnahagslíf gegnum þunnt og þykkt, eru vöruhús landsins full af lélegum varn- ingi, en hinsvegar fyrirfinnast þar ekki þær vörur, sem neyt- endur raunverulega vanhagar um og þeir vilja. Að auki, eins og Pravda bendir á, verður erfitt að koma á fót þeim endurbótum, sem augljóst er að nauðsyn- legar eru, sökum þess að nauð- synlegt er að breyta grund- vallarhugmyndum og verzl- unarháttum á öllum sviðum efnahags- og verzlunarmála í Sovétríkjunum, en þau mál eru flestum öðrum þyngri og erfiðari í vöfum. Vandamál hafa þegar kom- ið upp í sambandi við tilraun- ir á nútíma framieiðslu í tveimur fataverksmiðjum, í Gorky og í Moskvu. Verk- smiðjur þessar reyna að framleiða igæðavörur með því að vera í stöðugu sambandi við fataverzlanir, og fara eftir ábendingum þeirra. Vöru- magnið, sem þær framleiða, er hinsvegar lítið, og verðið of hátt fyrir venjulega við- skiptavini. Málum er svo komið nú, segir Pravda, að skipulagning „að ofan frystir hæfileika verksmiðjanna til að reyna nýjar leiðir“ og á sama tíma séu einstök fyrirtæki „mjög trag til þess að 'auka á fjöl- breytni, úrval og gæði fram- leiðslu sinnar sökum þess að þetta .... leiði oft til auk- ins ...... framleiðslu og sfcipulagskcGlinaðar". Pravda harmaði einnig hinn nær algjöra skort á markaðsrannsóknum í Sovét- ríkjunum, en það ástand verður oft ástæða alvarlegra reikningsskekkja, afpantana á vörum og tapi verksmiðj- anna. Pravda bætti því við, að eigi að leysa þann vanda, sem nú steðji að, sé ekki aðeins nauðsynlegt að „auka fram- leiðslugæðin“ heldur ag að veita einstökum fyrirtækjum „meira sjálfstæði í skipu- lagningu og að vekja áhuga þeirra frá efna'hagslegu sjón- armiði á framleiðslu gæða- vara“. í grein, sem birtist 1 Pravda 23. nóvember Sl., við- urkenndi blaðið að hinn nú- verandi háttur, sem í þvi felst að greiða verkamönnura og verksmiðjustjórnum „bón- us“ sé beinlínis háður því „að uppfylla takmark áætlana og jafnvel yfirfylla þær. Þessi siður hefur í för með sér til- hneiigingar til þess að setja takmarkið lágt í áætlunum." Nokkrum dögum síðar birti Pravda aðra grein um hið óviðunandi ástand varðan^i neyzluvörur Sovétborgara. Blaðið gaf þá í skyn að það væri nauðsynlegt fyrir við- skiptavini „að leita að hlut af tiltekinni stærð og gerð um þvera og endilaga borgina“ Kvartanir frá almenningi hafa raunar sýnt fram á, að jafnvel svo umfanigsmikil leit ber sjaldnast árangur. Pravda varar yfirleitt við því í fjölmörgum greinunx, sem nýlega hafa birzt, að meiriháttar breytingar á nú- verandi skipulagi verði að eiga sér stað ef efnahagurinra eigi að breytast til batnaðar svo nokkru nemi. 25. október sl. upplýsti Pravda í fréttagrein frá frétta- ritara sínum. í Odessa, að vefnaðarverksmiðja í þeirri borg framleiði stöðugt fata- efni, sem fatasaumaverksmiðj- ur neiti jafnan að taka við. En efnahagsráð viðkomandi svæðis ákvað hinsvegar, í stað þess að reyna að bæta úr ástandinu, að breyta fram- leiðslu verksmiðjunnar gjör- samlega, en til þess var verk- smiðjan gjörsamlega óhæf. Fregn fréttaritarans í Odessa gerði öllum það ljóst, að verði þessari ákvörðun viðkomandi efnahagsráðs ekki breytt, verða vandamál umræddrar verksmiðju jafnvel erfiðari 1965 en þau voru 1964. 11. nóvember sl. birti Pravda aðra fregn um vanda- mál þau, sem steðja að sovézk- um neytendum og þá stað- reynd, að það virðist nær ómögulegt að bæta úr ástand- inu eftir þeim leiðum, sem nú eru fyrir hendi. Móðir, sem heima á í borginni Kostroma hafði kvartað yfir því, að það væri ómöguleigt að finna á barn sitt kápu, sem væri hvorttveggja í senn, falleg og rétt saumuð. Kápurnar, sem fengust í verzlunum borgar- innar, voru greinilega mis- heppnaðar og gallaðar, saigði konan. Sumar höfðu vasa á ómögulegum stöðum. Á öðr- um voru saumar skakkir og löf teygð og ójafnt saumuð. Er málið var rannsakað, skelltu verzlanirnar skuldinni á saumastofurnar. Saumastof- urnar skelltu skuldinni hins- vegar á vefnaðarverksmiðj- urnar, en þær ásökuðu hins- vegar efnahagsráð staðarins. Efnahagsráð staðarins kenndi síðan Efnahaigsráði lýðveldis- ins, en það háa ráð reyndi hinsvegar að koma sökinni yfir á stofnanir þær, sem skipuleggja efnahagsmálin í Sovétríkjunum í heild! Eln æðstu embættismenn þeirra stofnana sögðu, að þeir hefðu aðeins samþykkt samhæfðar um neyddist Pravda til að áætlanir hinna ýmsu stað- bundnu efnahagsráða! Að lok- um neyddist Pravda til að viðurkenna að skrifstofubákn kommúnismans gerði það að verkum, að ómögulegt væri að ganga úr skugga um hver ætti sök á málinu! Ef menn hafa þessi dæmi á bak við eyrað, er ekki ólík- legt að þeir geti lesið á milli lína í boðskap þann, sem Pravda flutti í ritstjórnar- grein 6. desember sl., en þar gefur blaðið í skyn að það kunni að vera hagkvæmara í framtíðinni að Komúnista- flokkurinn gæfi sig eingöngu að því að móta stefnuna, en eftirléti þjálfuðum fram- kvæmdastjórum stjórn efna- hagsmáiarma. t GUNNAR RÚNAR ÓLAFSSON andaðist að heimili sínu Bergstaðastræti 4 29. jan. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 6. febrúar kl. 10,30 f.h. Vandamenn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar og eiginkonu minnar SIGRÍÐAR ÞORGEIRSDÓTTUR THORSTEINSON Birgir, Gunnar og Axel Thorsteinsson. 1915. — Sv. P.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.