Morgunblaðið - 07.02.1965, Page 22

Morgunblaðið - 07.02.1965, Page 22
22 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 7. febrúar 1965 Sendisveinn óskast Vinnutími kl. 1 — 6 e.h. JHttðgitiitHfoMfr Ástkær sonur okkar og bróðir INGVAR STEINÞÓRSSON Ásgarði 157, lézt af slysförum 31. janúar s.l. — Útför hefur verið ákveðin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. febrúar kl. 13.30. í*eim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Slysa- varnafélag íslands. Pálfríður Guðmundsdóttir, Steinþór Ingvarsson og bræður. Móðir okkar KRISTÍN TÓMASDÓTTIR verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 9. þ.m. kl. 1,30 e.h. Svava Þorsteinsdóttir, Eyvör I. Þorsteinsdóttir, Kristrún Cortes, Þorsteinn H. Þorsteinsson. EINARÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR kennari, er lézt 30. janúar sl. verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 9. febrúar nk. kl. 10.30. Athöfninni verður útvarpað. F. h. vandamanna. Ágúst Guðmundsson, Eyrún Helgadóttir. Útför NIELSINU HAVSEIN fer fram mánudaginn 8. febrúar kl. 3 e.h. frá Fossvogs- kapellu. — Fyrir hönd vandamanna. Guðrún Havstein, Sigríður og Haukur Gröndal, Sigríður og Magnús Sch. Thorsteinsson. JAKOBÍNA JAKOBSDÓTTIR frá ísafirði, sem lézt í Landakotsspítala 31. jan. sl. verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. febrúar kl. 10:30 f.h. — Útvarpað verður frá jarðarförinni. __ Vandamenn. Bróðir okkar, ÞORKELL JÚLÍUS JÓHANNSSON verður jarðsunginn þriðjudaginn 9. þ.m. — Athöfnin hefst með bæn að Miðkrika kl. 1:30 e.h. — Jarðsett verður að Stórólfshvoli. Systkinin. Móðir okkar SIGURLAUG SIGRÍÐUR SIGVALDADÓTTIR frá Efri-Brunná verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. febrúar kl. 2 e.h. Margrét Þórðardóttir, Sigurlilja Þórðardóttir, Haraldur Þórðarson. Þakka innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðar- för ömmu minnar GUÐRÚNAR HELGADÓTTUR Hafnarfirði. Bjargmundur Albertsson. Við systkinin þökkum fyrir okkar hönd og annarra vandamanna samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar NIKÓLÍNU HILDAR SIGURÐARDÓTTUR Bjarni Guðmundsson, Gunnar Guðmundsson, Kjartan Guðmundsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Guðni Guðmundsson. Sýningavélar Höfum til sölu mjög ódýrar og skemmti- legar skuggamyndavélar fyrir börn og unglinga. — Mjög einfaldar í notkun. Verð kr. 375.- Einnig mikið úrval af litfilmum með ýmsum æfintýrum. Enskur texti með hverri mynd. Verð kr. 35.— Miklatorgi — Lækjargötu 4. Frystihúsahurðir, Frostklefahurðir Kæliklefahurðir Einnig útihurða og gluggasmíði. Trésmið/a Þorkells Skúlasonar Nýbýlavegi 6. — Sími: 40175. Viðskiptaíræðingur Stórt fyrirtæki óskar eftir manni, sem hefur áhuga á fjölbreyttu skrifstofustarfi og getur tekið að sér stjórn á bókhaldsstörfum fyrirtækisins. Umsóknir merkt: „6800“ sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 10. þ.m. Lokað vegna jarðarfarar eftir hádegi mánudaginn 8. febr. Bjarni Þ Halldórsson Umboðs- og heiidverzlun. — Garðastræti 4. Móðir okkar og fósturmóðir SVEINBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR frá Bjargi andaðist 6. þ.m. að Landakotsspítala. Helga Ásmundsdóttir, Halldór Ásmundsson, Eiríkur Bjamason, Þórunn Vilhjálmsdóttir. Móðir okkar, GUÐLAUG KJARTANSDÓTTIR sem andaðist 2. febrúar verður jarðsungin miðvikudag- inn 10. febrúar frá Fossvogskirkju kl. 3 e.h. Bömin. Jarðarför móður okkar og ömmu SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. febrúar kl. 1.30. — Blóm vinsamlega afbeðin, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. F. h. okkar og annarra vandamanna. Snorri D. Halldórsson, Bjami Þ. Halldórsson, Guðrún Halldórsdóttir, Halldóra Halldórsdóttir, og Gunnar Snorrason. — Louis Armstrong Framh. af bls. 10. an heÆux hann farið margar hlijómleikaferðir og komið víða við. Og aillsstaðar hefur honum verið tekið sem auð- fúsugesti. Karun hefur hlotið að launum virðinigu og vin- semd aðdáenda sinna, auik þess sem margvísleg verð- skulduð heiðurslaun hafa fallið í hans hluf. Louis Armstrong kemiuir til ísiands í daig og he dur sína fyrstu tónleika hér i kvöild. Er ekki að efa að hann á með þeim eftir að auka vinsældir sínar hér á landi, sem þó varu miklar fyrir. Noregsvaka í Képavogi EINN þáttur í starfsemi norræna félagsins í Kópavogi er að gang- ast árlega fyrir samkomum sem tileinkaðar eru einni bræðraþjóð anna sérstaklega. Á ilðnum árum hefur félagið gengizt fyrir Fær- eyingavöku og Finnavöku og nú 31. jan. s.l. var haldin Noregs- vaka. Formaður félagsins, Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri setti vök- una með ræðu. Hann minntist á vinabæjarmót, sem háð var í Þrándheimi á síðastliðnu hausti og Kópavogur átti í fyrsta sinn fulltrúa á. Rómaði hann mjög undirbúning og móttökur allar. >á vék hann að skyldleika Norðmanna og íslendinga. Norð- menn hafa gefið okkur tunguna, en við þeim aftur fortíð sína í staðinn. Harmaði hann of lítil líf- ræn menningartengsl milli þjóð- anna. Nýjustu bókmenntir norsk- ar væru óþýddar og ekki nógu kunnar hérlendis. Eitt væri þó það skáld norskt á seinni tímum, sem íslendingum gleymdist seint, Nordahl Grieg ímynd norskr- ar þjóðarsálar á þrenginga- tímum. Rakti formaður nokkuð skáldskap hans og lauk miklu lofsorði á þær eig-indir, sem skáldið sýndi fegurstar og beztar búa með Norðmönnum og kryst- ölluðust í ljóðum þess og lífi norsku þjóðarinnar á styrjaldar- árunum. Þá flutti Odd Didriksen sendi- kennari snjallt erindi á íslenzku um verðlaunaskáldið Terje Ves- ás, sem hann kvað verðan Nób- elsverðlauna. Hann gat þess, að ein bóka hans, Issletten væri væntanleg á íslenzkri þýðingu á næstunni. Hann rakti rithöfunda- feril skáldsins í stuttu en hnit- miðuðu máli. Vakti það athygli fundar- manna, hve gott vald sendikenn- arinn hefði á íslenzku máli og fagran og réttan framburð. Þá las skáldið sjálft af segul- bandi nokkur ljóð eftir sig. Var gerður mjög góður rómur að þessari kynningu á Ves&s, sem sjálfsagt mun verða hvöt til frekari kynna af skáldskap hans. Ingvar Jónasson, fiðluleikari og Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld léku nokkur norsk lög við ágæt- ar undirtektir. Þá var almennur söngur — sungnir kunnir norskir söngvar við undirleik Kjartans Sigurjóns- sonar söngstjóra. Frímann Jónasson fyrrv. skóla- stjóri flutti minningar frá Þránd- heimi. Hann gat þess m. a., að nú væri Þrándheimur elzti bær Noregs orðinn vinabær Kópavogs yngstu bæjarbyggðar á Íslandi, Lauk hann máli sínu með hug- ljúfri minningu frá 17. maí í Niðarósi fyrir hálfum öðrum ára- tug. Þá var synd undurfögur lit- kvikmynd frá Þrándheimi og minntust fundarmenn ekki að hafa séð betri kynningarmynd. Vökunni lauk með því, að sunginn var þjóðsöngur Norð- manna. Fjölmenni sótti samkomuna þar á meðal fargt Norðmanna. Hún fór fram í Félagsheimili Kópavogs. (iFrá Norræna félaginu).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.