Morgunblaðið - 07.02.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.02.1965, Blaðsíða 3
* Sunnudagur 7. felbrSsr 1665 MORGU NBLAÐIÐ 3 r Morgunblaðið hefur snú- ið sér til þriggja kunnra tónlistarmanna, sem allir hafa fylgzt með ferli 1-ou- is Armstrongs og hafa ver- ið aðdáendur hans og þeirrar tónlistar. djassins, sem hann hefur hlotið heimsfrægð fyrir að túlka. Armstrong er væntanlegur hingað til lands í dag eins og kunnugt er. Á bls. 10 er grein um listamanninn með myndum úr lífi hans. Hér á eftir svara þre- menningarnir spurningu blaðsins, sem var á þá lund hvaða augum þeir litu Armstrong og list hans: ☆ ■ x- | Jón Múli Arnason: I SEI'NT koma sumir o.s.frv. — | og nú ætlar Armstronig loks- | ins að koma og kynda upp á 5 íslandi, og hefur þó sveiflað Iöðrum fætinum á Norðurlönd um í rúm 30 ár, — hann kom við í Danmörku á fyrstu Ev- rópuferð sinni skömmu eftir 1930, og hlaut þar konungleg- ar móttökur, sem og endranær, — frændur okkar filmuðu hann ásamt öðru stórmenni, og myndin var sýnd hér. Þar stjórnaði Erik Tuxen vin- sælli danshljómsveit og Arm- strong blés af hjartans lyst, — nú er Erik virðulegasti sinfó- níustjóri Dana, en Louis hélt áfram að blása sína sort. Og hvar sem hann kemur er það sama sagan, — fullt hús og hamingjusamir áheyrendur á öllum aldri. Menn skyldu þó ekki ætla að allt þetta fólk, plús 4000 Reykvíkingar, séu í þessum undarlega sértrúar- flokki sem kallast jazzunnend ur, en kunnugir segja að vin- sældir Armstrongs byggist á margvíslegum persónutöfrum og alhliða kunnáttu á ýmsum sviðum, sem kennd eru við hið mannlega. Hann er grín- isti og brandarakall, enda fæddur og uppalinn á þeim ár um, þegar engum, — allra síst Íjazzleikurum, kom til hugar að bendla þessa músik við list, og skrípalæti voru liður í starfi þeirra, — hann er fæddur leik ari og bregður sér í allra kvik inda líki, — hann syngur dæg urlögin beint inn í allavega löguð hjörtu áheyrendaskar- ans, með sinni hrjúfu hiýju rödd, sem aldrei verður heim- færð undir ítalska skólann, enda æfði hann sig í nætur- klúbbum Chicago-borgar þeg- ar aðrir æskumenn héldu til Mílanó, — hann heldur uppi hífandi stemmingu utan enda, líf sgleðin hefur verið hans fag í hálfa öld, — þetta segja þeir sem til þekkja. Og allt er þetta litað af jazzinum góða, og þá erum við komin að því. — Við sem áttum því láni að fagna að fæðast með eyru sem af einhverjum ástæð um voru sérlega löguð fyrir jazz vitum að Armstronig er fyrsti stórmeistari þessarar tónlistar, impróvísatorinn númer eitt með trompetinn á sínu valdi, með tóninn og treg ann og gleðina sem þetta dökka fólk hefur gefið afgang- inum af mannkyninu fyrir ein hverja guðsmildi, — maður- inn sem hérna á árunum blés svo heitan jazz að þar sýður á öllu enn, og hefur síðan mót- að að meira eða minna leyti alla beztu túlkendur þessarar dásamlegu tónlistar, sem við unnum svo heitt, og við í sér- trúarflokknum, sem aldrei höf um séð Louis fyrr, erum að vona að við fáum líka okkar skammt með sveiflu í Há- skólabíói núna um helgina. J.M.Á. Jón Sigurðsson: JAPN sjálfsagt oig það er hverju ungmenni að eiga sér hugðarefni, hvort heldur er á sviði t.d. lista eða íþrótta, er að hafa dálæti á einhverri einni persónu, sem skarað hefur fram úr í sinni grein. Þetta öndvegissæti í hugum manna er sjaldan skipað til langframa sömu persónunni; met eru slegin, nýtt fólk, áður óþekkt, kemur og ryður nýjar leiðir, nafn sem er á allra vör- um i dag, er næsta óþekkt á mortgun. Frá þessu geta þó ver- ið undantekningar. Ein slík er trompetleikarinn og söngvar- inn Louis ,,Satchmo“ Arm- strong. í síbreytilegum heimi jazzins er ekkert nafn sem borið hefur hærra, þrátt fyrir nýjar stefnur, ný nöfn. Enda þótt ég sé ekki nú jafn einlægur aðdáandi þeirrar tóq, listar sem „Satchmo" er full- trúi fyrir, eins og ég var áður, er mér Ijóst að þeir töfrar, sem ég var beittur þegar ég ungur að aldri sá myndina „Cheepers Creepers", munu lengi endast. Vafalaust ná margir fegurri tónum úr trompettinum sín- J um, og ekki mundi sá karla- I kór þykja áheyrilegur, sem fc skipaður væri eingöngu rödd- um, svipuðum þeim sem Louis beitir. Það er fremur hin ein- stæða túlkun, svo skemmti- lega leikinn jazz, og hin raf- magnaða stemming sem hon- um er svo tamt að skapa með sérstæðri framkomu sinni, sem hrifur áheyrandann, og dylst þá engum, að þar fer sannur listamaður. Jón Sigurðsson, trompetleikari. Svavar Gests: EINHVER frægasta jazzplata sem um getur er „West end blues“, sem Louis Armstrong lék inn á fyrir fjörutíu árum. Og einhver mest selda hljóm- platan, sem gefin var út í Bandaríkjunum í fyrra var „Hello, Dolly“, sem Louis Armstrong lék og söng á. En meistarinn sat ekki auð- um höndum í þessi fjörutíu ár þarna á milli. Plötur hans eru margar og meistaralegar, hljómsveitir þær, sem hann hefur stjórnað á þessu tima- bili hafa verið hver annarri betri, fyrst litlar hljómsveitir, síðan stórar og svo aftur lítl- ar, þegar fór að halla undan fæti hjá stórum hljómsveitum í Bandaríkjunum á árunum 1947-50. Ég var svo heppinn að vera á hljómleikum hjá Louis i Armstrong í New York um í það bil sem hann var að leglgja ; niður stóru hljómsveitina sína og stofna þá sem hann nú er með, sem upphaflega var með Barney Bigard, Earl Hines, Jack Teagarden og fleirum, það voru hljómsveitir, sem aldrei gleymast — og svo á- nægjan, þegar litlu hljóm- sveitinni vegnaði vel, strax í upphafi. Það er mikið til af góðum jazzleikurum og Miles Davis getur til dæmis leikið miklu fleiri nótur á mínútu heldur en Armstrong, en nóturnar, sem Armstrong leikur koma beint frá ’hjartanu, sá er mun urinn. Hann er mest;i jazz- leikari, sem no’kkru sinni hef- ur uppi verið og hann hlýtur að vera stolt Bandarisku þjóðarinnar. Fyrir hans tilstilli er jazz leikinn um heim allan, því slík er frægð Louis Arm- strong, að hann er þekktur í hverju landi heimsins. í lok ársins eru menn oft spurðir að því, af blöðunum hvaða atburð ársins þeir telji merkastan. Strax í febrúar- byrjun get ég svarað fyrir þetta ár: Louis Armstrong til íslands. Það getur að mínu áliti ekkert merkara skeð í okkar litla landi. Svarar Gests. Sr. Eiríkur J. Eiríksson: Gróður vetrargrænn V. sunnudagur eftir þrettáanda. Guðspjailið Matt. 13, 24—30. „Jörð grær, en vér verðum, Vínu nær of mínum, helnauð es þat, hylja harm, ágætum barma“. Þannig yrkir Egill um missi bróður síns. í sögunni segir: „Síðan sneri hann aftur með sveitunga sína ok fór þar til, er orrostan hafði verit, ok hitti þar Þórólf bróður sinn látinn; hann tók upp lík hans ok þó, bjó um síðan, sem siðvenja var til“. Egill harmar mjög fall hins ágæta bróður, en þó er eins og tilfærður vísupartur feli í sér nokkurn vorblæ um vetur. Það fer varla hjá því, að orðin „jörð grær“ mildi sársaukann og manni finnst, að „vér verðum hylja hann“ sé ekki aðeins þung bær raun og tákni meira en að bera harm sinn í hljóði: Sú hugs un leita á mann, að eins og jörð in grói á legstað Þórólfs á Vínu- heiði, þannig sé ekki sárið eitt opið og svíðandi í sál Egils, held- ur enn „bölbætur”, nokkur lífsins gróandi. Það er djarflega gert, er Bjarni Thorarensen nefnir erfi- ljóð sín ein „Vorvísu". Skáldið gengur um kirkjugarð inn meðal grafaranna. Leiðið eitt er grænast þeirra allra. „Er haugr hans ávallt grænn vetr ok sumar“, er sagt um forn- mann, þar sem hann hvílir, and- aður. Orðin að gróa, gróður, grænn eru einhver hin fegurstu tungu okkar. Lífsmeiðurinn er ein- kenndur í Völuspá með orðinu grænn. Flateyjarbók segir um bana Magnúsar jarls: „Varð grænn völlur, er hann var veg- inn, ok sýndi Guð þat, at hann var fyrir réttlætis sakir veginn, ok hann öðlaðist fegurð ok græn leik Paradísar, er kallast lífandi manna jörð“. Fagurt er það, að Jesús skuli líkja ríki Guðs við gróandi jörð. Við íslendingar, sem búum í landi, er svo mjög er óunnið og víða má enn rækta, metum þá líkingu Heilagrar ritningar. Norðurlandabúum hefur ávallt verið gróðurinn hugstæður, og héldu til forna hátíð hans um miðjan vetur og hækkandi sólar. Áreiðanlega hefur slíkt hátíðar- hald stytt veturinn, svipað og þegar góð tíð kemur um þetta leyti árs, er snjórinn fer, klak- ann leysir og vordraumar vakna í hugum manna. Vöxturinn einn er ekki næg trygging. „Líkt er himnaríki manni, er sáði góðu sæði í akur sinn. En er grasið spratt og bar ávöxt, þá kom og illgres- ið í ljós“. Óvinur hefiH- látið ill- gresi í akurinn, meðan fólk svaf og uggði ekki að sér. Menn átta sig ekki á þessu og spyrja: „Hvaðan kemur akrinum illgresið?" Með ýmsu móti verður ill- gresi til. Akuryrkjumenn í Gyð- ingalandi munu hafa talið, að ill- gresi væri einkum hveiti, sem hefði úrkynjazt. Það var því ekki ávallt gott í fyrstu að segja um, hvað úr hveitinu yrði, sem sáð hvað úr sveitinu yrði, sem sáð var. Akureigandinn vill fara var- lega í að gera upp á milli hveit- isins, meðan það er að vaxa. Hl- gresið þekkist naumast frá hin- um rétta gróðri. Stærðin er svipuð og blómin. Er uppskeru- tíminn nálgast, "er hveitið grænt og. gullið, en illgresið er orðið svart og ljótt. Því er safnað sam- an og brennt, en hveitinu safnað í kornhlöðuna. . Miklu máli skiptir, að við þekkjum í sundur vöxtinn einan, innantóman, mergsvikinn og spilltan, og gróðurinn méð lífs- ins lit og fyrirheitum. Hann fer sér oft hægt og ber ekki áber- andi blóm, en þegar syrtir að, veður taka að versna haustsins, skilar hann heilbrigðum, nær- ingarríkum ávöxtum vetrarforð- ans, en illgresið kann að hafa borið skrautleg blóm, meðan bezt og blíðast var, en ekki þolað svo hásumarhitana til lengdar né haustnæðingana. Páll postuli hvetur okkur til varfærni: „Dæmið því ekki neitt fyrir tímann, áður en Drottinn kemur, hann, sem og mun leiða það í ljós, sem í myrkrinu er hulið, og opinbera ráð hjartn- anna. Og þá mun hver um sig hljóta þann lofstír af Guði, sem hann á skilið (I. Kor. 4,5)“. Þetta sjónarmið gildir i guð- spjalli dagsins: „Svo að þér eigi, er þér tínið illgresið, reytið hveitið upp ásamt því“. Heimurinn blessar þessa dag- ana legstað hins mikla leiðtoga brezku þjóðarinnar. Vissulega sást mönnum þó yfir fyrr og síð- ar, hvað með honum bjó, hver gróandinnar maður hann var og verndari. Er hann kvaddi skól ann, var hann vankunnandi og næsta dauður andlega, enda naut hann ekki tiltrúar, ekki einu sinni föður síns. Rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina sögðu menru „Aldrei verður honum treyst“. Guðspjallið _ flytur boðskap gróandinnar. Áhætta hennar er mikil, óvinurinn er að verki, er menn ugga ekki að sér. Ytri ljóminn líðandi stundar blekkir okkur einatt, eins og hveitið getur um stund tekið á sig mynd úrkynjunarinnar, átt í vök að verjast, en risið svo í blóma á dómsins stund og kornskurðar- ins, þannig er oft erfitt að álykta um blessun dularklæðanna, líkt og hinn vondi sjálfur getur tekið á sig ljóssengils mynd. Við skyldum trúa á Guðs sáningu. Horfum fram til þess, að uppskeran er mikil, en sveitir gróandi jarðar og manna of fá- liðaðar. Hlúum að minningu feðra okkar og mæðra með gróð- ursins verkum, meðan grös gróa 1 mold og manna brjóstum og stjörnur lýsa dýrðlegra fyrir- heita mikillar uppskeru fyrir Guðs náð og mátt. í Heilagra manna sögum segir: „Adam kallaði til sín Set og mælti til hans: „Ég vil senda þig til Paradísar“. Þá er Set var til ferðar búinn, sagði Adam, að hann skyldi ganga í austur“, og muntu hitta einn dal fyrir þér, og mun þar upp hefjast vegur grænn. Þá munt þú hitta fót- spor mín og móður þinnar, svarð- laus og svört, þau er við gengum, þá er við vorum úr Paradís rek- in“. Vegir mannanna eru einatt fráhvarfsins. Leitum iðrunar og afturhvarfs, að gróður verði í fótsporum okkar á vegferð ár- anna og á leiðum okkar tim eilífð. Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.