Morgunblaðið - 24.02.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.02.1965, Blaðsíða 8
8 MORCU N BLAÐIÐ Miðvflcudagur 24. febrúar 1965 Afkoma þjóðarbúsins hyggist á því að skyn- semin verði látin ráða niðnrstöðu samninga Ávarp Ingólfs Jónssonar, land búnaÓarráðherra við setningu 47. Búnaðarþings í ÁVARPI sínu við setninsru Bún aðarþings í gær sagði Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, m.a., að fyrirhugað væri að setja upp sölumiðstöð fyrir íslenzkar landbúnaðarvörur í London. Þá sagði ráðherrann, að árið 1964 hefði verið landbúnaðinum og at vinnuvegunum í heild mjög hag- stætt, og að nú væri unnið að því að gera áætlun um stækkun Á- burðarverksmiðjunnar. Þá sagði ráðherrann, að bændur virtust una sæmilega því afurðaverði, sem samkomulag varð um í sex manna nefndinni í haust. Virt- ust menn nú gera sér það ljóst, að óhóflegar kröfur á hendur at- vinnuvegunum tryggja á engan hátt hagsmuni bænda og verka- fólks. Ávarp landbúnaðarráðherra hljóðaði svo: 1964 hagstætt atvinnuvegunum „Stjórn Búnaðarfélgs Islands, búnaðarmálastjóri, búnaðarþings fulltrúar og aðrir ágætir áheyr- endur. Ég tel ástæðu til í þessu ávarpi, við setningu búnaðarþings, að fara nokkrum orðum um viðhorf ið í landbúnaðinum og afkomu bændastéttarinnar. Menn munu vera sammála um að árið 1964 megi teljast hagstætt fyrir land búnaðinn og atvinnuvegina yfir leitt. Aflabrögð voru ágæt við sjávarsíðuna. Veturinn var sér- staklega mildur og heyöflun var með betra móti á sL sumri um land allt. Framleiðsla landbúnaðarvara jókst taisvert á árinu. Mjólkur- framleiðslan um 6,17%, — er það nokkru minna en aukningin varð 1963. Bendir það til að aukning mjólkurframleiðslu verði nokkru minni eftirleiðis en verið hefur um sinn. Á árinu var flutt út smjör í fyrsta sinn, 544 lestir. Varð það til þess að smjörbirgðir minnk- uðu um rúmlega 200 lestir. Var það æskilegt, þar sem hinar miklu birgðir íþyngja rekstri mjólkurbúanna vegna vaxtakostn aðar og binda rekstursfé. Um 500 lestir af osti var flutt út á árinu og er það nokkru meira en áður. Verð mjólkurafurða er óhag- stætt á erlendum markaði. Það er því eðlilegt að um það sé hugs að, hvernig gera megi hagstæðari viðskipti með landbúnaðarvörur erlendis. Ástæðulaust er að kvíða því að mjólkurframleiðslan verði of mikil, þegar tímar líða. Miðað við fólksfjölgunina, sem verið hefur að undanförnu og vonandi verður áfram, verður þjóðin allt að helmingi fjölmennari um næstu aldamót heldur en hún er nú. Allt bendir til að það sem kallað er offramleiðsla mjólkur hafi náð hámarki og meðgjöf á mjólkurafurðum á erlendum markaði fari lækkandi hér eftir. Tfil þess eru tvær ástæður: Fjölg un neytenda í landinu og breyt- ing á framleiðsluháttum, þannig að bændur leggja meiri áherzlu á aukningu sauðfjárafurða heldur en mjólkurafurða. Dilkar voru talsvert vænni á sl. hausti en ár ið áður. Um 500 tonn af salt- kjöti mun verða selt til Noregs, en meginhlutinn af frosna kjöt- inu er flutt til Englands. Verð á ■ kindakjöti á erlendum markaði er mun hagstæðara en á mjólk urafurðum, þótt mikið vanti á að fullt verð náist. Útflutningsupp- bætur námu á árinu 1964 um 160 millj. kr. Áætlað er að þær nemi á þessu ári 184 milljónum. Með I því að breyta meðferð ullarinnar eins og nú er gerð tilraun til, er hugsanlegt að ullin verði mun verðmætari en hún hefur verið til þessa. Sama máli gegnir með skinnavöruna. Það er enginn vafi á því, að möguleiki er til mikill ar verðmætaaukningar með auk inni hagnýtingu þessara vara. Inn ýflin, blóðið, beinin og hornin eru milljóna verðmæti, sem verk smiðjur erlendis nýta, en við höfum ekki enn nema að litlu leyti notfært okkur. Þessum verð mætum frá sláturhúsunum má ekki kasta. Ef til vill eru það milljóna tugir, sem hér er um að ræða. Athugun verður nú þegar að fara fram á þeim möguleik- um, sem hér eru til verðmæta- öflunar. fslenzk sölumiðstöð í London Til viðbótar þessu þarf að vinna markvisst að því, að fá hærra verð fyrir þær vörur, sem við flytjum út, ekki sízt okkar ágæta dilkakjöt. Þess vegna hef ur nú verið í athugun að við færum að fordæmi nágranna- þjóðanna, Norðmanna og Dana, og settum upp sölumiðstöð í Lond on, þar sem helzti markaðurinn er fyrir kjötið. Er gert ráð fyrir að stofnað verði hlutafélag, þar sem ríkið leggur fram helming, SÍS 1/5 hluta, Framleiðsluráð landbúnaðarins 1/5 hluta og Loft leiðir h.f. 1/10 hluta. Standa vonir til að húsnæði fáist á góð um stað í borginni og að starf- semin geti hafizt á komandi hausti. Um leið og þannig ætti að fást aðstaða til kynningar og sölu íslenzkrar framleiðslu, ekki aðeins á kjöti, heldur ýmsum ís- lenzkum vörum, ætti að skap- ast möguleiki til landkynningar, sem mætti verða til að auka ferðamannastraum til landsins og gefa þjóinni auknar tekjur í at- vinnugrein, sem til þessa hefur verið lítil, en á eftir verða stór og þýðingarmikil í okkar gjald eyris- og atvinnumálum. Með því að nýta alla fram- leiðsluna og vinna skipulega að hækkuðu verði á erlendum mark aði er mögulegt að framleiða með minnkandi útflutningsupp- bótum, jafnvel hverfandi í fram tíðinni. Það verður ekki um það deilt, að þjóðin verður að framleiða nægilega mjólk fyrir innanlands markað og að stefna ber að því að auka framleiðslu annarra iand búnaðarvara, með tilliti til er- lends markaðar. Aukin jarðræktarframlög Á síðasta þingi voru samþykkt lög, sem rénna stoðum undír vax andi landbúnaðarframleiðslu. Það voru lög um aukin jarðrækt arframlög til þeirra býla, sem hafa túnstærð undir 25 ha. Einn ig voru gerðar nokkrar breyt- ingar á jarðræktarlögunum, sem miðuðu að hækkun framlaga til ýmissa framkvæmda í sveitum. Þessi lög munu hafa haft talsverð áhrif á framkvæmdir sl. árs. Ræktunin varð meiri á árinu 1964 heldur en áður, eða 5000 ha. að áætlað er. Á því þingi, sem nú situr, verða samþykkt ný Jarð- ræktarlög í samræmi við þær ósk ir, sem komið hafa fram áður á búnaðarþingi og víðar. Þá er einn ig gert ráð fyrir sérstakri hækk un á íramlögum til súgþurrk- unar. En það er samkvæmt sam komulagi milli ríkisstjórnarinnar og fulltrúa bænda í sex manna nefndinni. Þá er í fjárlögum yfir standandi árs gert ráð fyrir 5 milljón kr. framlagi tii þeirra bænda, sem skemmst eru á veg komnir. Er þetta einnig sam- kvæmt samkomulagi milli ríkis- stjórnarinnar og fulltrúa bænda í sex manna nefnd. Gert er ráð fyrir að þessi liður verði á fjár- lögum í fimm ár. Á sl. vori gerði ríkisstjórnin ráðstafanir til að athugaðar væru aðstæður bænda á Austurlandi og eru fyrr nefndar 5 milljónir m.a. tilkomn ar vegna þeirrar athugunar. En vitanlega verður að fara fram í einhverju formi um land allt slík athugun til þess að yfirlit fáist um hvar skórinn kreppir helzt að. Ingólfur Jónsson Stjórn Búnaðarfélags íslands, landnámsstjóri og stjórn Stéttar sambands bænda mun gera til- lögur til ráðuneytisins um hvern ig fyrrnefndum 5 millj. verður varið til þess þær megi koma að sem beztum notum fyrir þá bænd ur sem verst eru settir. Gera má ráð fyrir að hin nýju Jarðræktar lög verði til að auka ræktunina verulega. Það er gert ráð fyrir að aðeins 90 þús. ha. hafi nú verið ræktaðir í landinu af 3—4 millj. ha., sem eru ræktanlegir. Rækt- unin er undirstaða búreksturs- ins og þegar hún er fengin, mun allur almenningur njóta þess, beint og óbeint. Þá hefur verið lagt fram frum varp á þessu þingi um land- græðslu og gróðurvernd, sem öll um mun vera kunnugt um. Eru líkur til að þetta frumvarp verði að lögum nú í vetur. Er enginn vafi á því, að það mun verða til að ýta undir landgræðslu og gróðurvernd yfirleitt. Framlög til sandgræðslu hafa aukizt veru lega seinni árin og er nú á fjár- lögum 7,5 millj. kr. til sand- græðslumála. Mun enginn telja þessa fjárveitingu eftir, en marg ir álíta að enn meira þurfi til í sambandi við uppgræðslu og heftingu eyðingaraflanna, sem voru komin langt með að eyða gróðurlendinu. Ný búfjárræktarlög Á þessu þingi verða samþykkt ný búfjárræktarlög í samræmi við frumvarp milliþinganefndar búnaðarþings um það mál. Bygg ingarframkvæmdir voru miklar í sveitum landsins á sl. ári, einnig hafa bændur keypt vélar með mesta móti á árinu. Það hefur gert bændum léttara að kaupa vélarnar, að tollar hafa yfirleitt verið lækkaðir á þeim úr 33— 35% í 10% og að Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur einnig veitt lán til vélakaupanna. Lán úr stofnlánadeild landbúnaðarins námu á sl. ári 103 millj. kr. og auk þess 7 millj. kr., sem voru afgreidd frá stjórn Búnaðarbank ans fyrir áramót en urðu ekki af greidd í bankanum fyrr en eftir áramótin. Lán á árinu voru því raunverulega um 110 millj. kr. úr Stofnlánadeildinni. Auk þess munu bíða óafgreiddar lánsum sóknir frá fyrra ári, allt að 10 millj. kr., þannig að fjárþörfin hefur verið um 120 milijónir á árinu, miðað við þær lánareglur, sem notaðar voru. Veðdeildin hafði of lítil fjárráð á árinu, eins og alltaf áður, en veðdeildar- lánin nema mest 100 þús. kr. á býii, eins og kunnugt er. Það er nauðsynlegt að Stofnlánadeildin hafi þau fjárráð að hún geti not að heimild í lögum og keypt veð deildarbréf árlega samkvæmt þvL Á þessu ári er nauðsynlegt að hækka lán tij íbúðarhú,sa í sveit um til samræmis við lán hús- næðismálastjórnar í kaupstöðum og kauptúnum. Mun bankastjórn Búnaðarbankans hafa ákveðið að svo verði gert Unnið að áætlun um stækkun Áburðarverksmiðjunnar Með aukinni ræktun vex þörf fyrir notkun áburðar. Árið 1865 var áburðarmagnið, sem notað var í landinu 24.700 smál., 1960 34.500 smál., 1964 48.800 smál., 1965 áætl. 51—52.000 smálestir. Miðað er við sama styrkleika á- burðar öll árin. Ekki þarf að gera ráð fyrir mikilli verðhækkun á áburði á þessu ári, en þó er nokkur verðhækkunn óhjá- kvæmileg vegna hækkunar erlendis og framleiðsluhækkunar í Áburðarverksmiðjunni í Gufu- nesL vegna hækkunar á rekstrar- kostnaði. Nauðsynlegt er að gera ráðstafanir til stækkunar á Áburð arverksmiðjunni og er unnið að áætlun um það. Stækkun verk- smiðjunnar þarf að vera tilbúin, þegar næstu virkjun verður lokið og raforka verður fáanleg. Um kornastærðina á áburðinum ætla ég ekki að ræða nú, aðeins minna á það að á sl. vetri taldi verk- smiðjustjórinn næstum öruggt að kornastærðin væri að komast í eðlilegt horf. Það hefur ekki enn tekizt. Hvenær það verður mögu- legt, skal ekkert fullyrt um. Með stækkun verksmiðjunnar ætti þó að vera möguleiki á að fram- leiða áburðinn í eðlilegu formi. Nú er rætt um stórvirkjun og vonandi verður það að veruleika. Eina leiðin til þess að lands- ALÞINGI afgreiddi tvö frumvörp sem lög í gær. Frumvarp um breytingu á lögum um fram- leiðsluráð landbúnaðarins var til 3. og síðustu umræðu í Efri deild og var afgreitt þaðan sem lög. 1 Neðri deild voru veitt afbrigði til þess að taka mætti þar á dagskrá frumvarp rikis- stjórnarinnar um, að tollar lækki á fiskiðnaðarvélum úr 350% í 100%, og var frumvarpið siðan afgreitt sem lög. Davíð Ólafsson (S) gerði í Neðri deild grein fyrir áliti fjár hagsnefndar um frumvarpið um tollskrá o. fl. þar sem mælt var með því, að frumvarpið yrði sam þykkt. Að loknum fundi í deild inni var fundur settur þar að nýju og frumvarpið tekið til 3. umræðu og síðan afgreitt sem lög frá Alþingi eins og áður segir. Meðferð einkamála í héraðl Einar Ingimundarson (S) gerði grein fyrir áliti allsherjarnefndar um breytingu á lögum um með ferð einkamála í héraði varðandi þóknun til stefnuvotta, en ákvæði um hana eru nú í lögum um hreppstjóra. Sagði Einar Ingi- mundarson, að eðlilegra þætti, að ákvæði um þetta efni væri í einkamálalögunum og því væri þetta frumvarp flutt. Var frum varpinu síðan visað til 3. umr. menn geti fengið ódýra raforku er sú, að hætta við smávirkjan- irnar og taka stórt skref, sem gerir hvert virkjað hestafl helm- ingi ódýrara en í smávirkjun. Verða hinar ýmsu virkjanir síð- an tengdar saman og öllum landa hlutum þannig tryggð nægileg raforka. Rafvæðingu sveitanna miðar nokkuð áfram. 10 ára áætluninni er nú að verða lokið. Rætt er um framhaldsáætlun, sem lokið verði 1970. Er framhaldsáætlunin í at- hugun hjá raforkuráði og ríkis- stjórn. Rætt hefur verið um að fjarlægð milli býla mætti verða allt að 2 km í stað 1 km sam- kvæmt 10 ára áætluninni. Verðí miðað við 2 km munu um 900 býli fá rafmagn samkvæmt fram- haldsáætluninni frá samveitum. Munu þá 1000—1200 býli hafa raf magn frá dieselstöðvum. En þá er fjarlægðin yfir 2 km milli bæja. Gjaldmiðillinn verði ekki settur í bættu Eins og kunnugt er, varð sam- komulag í sex manna nefnd á sL hausti um verðlag á búvörum. Virðist svo að bændur uni nú sæmilega því verðg sem um var samið. Er þó ljóst, að verðhækk- unin, ein út af fyrir sig, tryggir ekki hagsmuni landbúnaðarins til frambúðar, sízt ef bændur fá ekki skráð verð, frekar heldur en kauphækkunin tryggir hagsmuni launþeganna sé lengra gengið en efnahagskerfið þolir. Þetta virð- ist mörgum áhrifamönnum ver» Ijósara í seinni tíð en oft áður. Samkomulagið, sem gert var á sL vori milli atvinnurekenda og laun þegar var vissulega sport í réttn átt og gert með því hugarfari, sem gefur góðar vonir um æskilegt framhald í þeim málum. Það samkomulag byggðist á því, að atvinnuvegirnir gætu greitt þær launahækkanir, sem samið var um. Samkomulagið byggðist á þvl að gjaldmiðillinn væri ekki settur í hættu og atvinnuvegirnir mættu ganga hindrunarlaust. Á það reynir hvort giftusamlega tekst til á komandi vori, þegar samn- ingar verða teknir upp á ný milli verkalýðsfélaganna og atvinnu- rekenda. Er vissulega ástæða til að vona að svo megi verða. Af- koma þjóðarbúsins og hagsmun- ir alls almennings byggjast á þvi, að gengið verði til þeirra samn- inga með góðum huga og að skyn- semin verði látin ráða niðurstöðu samninganna. Ég vil að endingu óska þess, að störf búnaðarþings megi verða bændum og þjóðinni allri til farsældar. ÞCEJCS3 Skipströnd og vogrek Björn Fr. Björnsson (F) gerðl greih fyrir áliti allsherjarnefnd ar um frumvarp um breytingu á lögum um skipströnd og vogrek. Frumvarpið er flutt af Sigurvi® Einarssyni og er það efni þess, að breyta tveimur ákvæðum I lögunum varðandi verðmæti vog reks til samræmis við núverandi gildi peninga, en lögin eru frá 1926 og ákvæði þeirra um pen- ingaupphæðir því löngu úrelt Magnús Jónsson og Jónas GL Rafnar hafa borið fram fyrir- spurn til menntamálaráðherra um skólamál svohljóðandi: „1. Hvaða ráðstafanir hefur rík isstjórnin gert til þess að tryggja það, að í öllum skólahéruðuna landsins geti börn lokið skyldu- námi samkvæmt fræðslulögum 2. Hvaða ráðstafanir hyggst ríkisstjórnin gera til þess að bæta aðstöðu unglinga í strjálbýlinu til þess að ljúka miðskóianámi í heimahéraði?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.