Morgunblaðið - 24.02.1965, Side 24

Morgunblaðið - 24.02.1965, Side 24
24 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 24. febrúar 1965 Victoria Holt Höfðingjasetrið 35V2- COSPER — Þú mátt alls ekki ktappa iionum. j.. . _____..»u ao getoio*, ef hann færi að dilla rófunni. I>egar hann kom aftur, hafði hann fílinn með sér. Hann var úr gráu efni og undir fótunum voru hjól, svo að hægt var að draga hann áfram. . Ég hef nú séð betri og stærri fíla síðan, en þá fannst mér hann stórkost- legur. Hann gaf syni sínum fílinn há- tíðlega. Carylon starði á hann, snerti á honum og þuklaði aug un, sem voru eins og skóhnapp- ar. Svo leit hann af Johnny og á mig. — Þetta er fíll, elskan. Ég varð dálítið afbrýðissöm, þegar ég sá, hve hrifinn drengurinn var af fílnum, að það skyldi hafa verið Johnny en ekki ég, sem hafði gefið honum hann.' Því að Carylon tilbað alveg fílinn sinn. Hann stóð við rúmið hans á nótt- unni, og dró hann með sér hvert sem hann fór. Fíllinn hlaut brátt nafnið Nelly. Hann talaði og söng við Nelly, og það var hríf- andi að sjá, hversu hann tilbað þetta leikfang sitt. Mér þótti bara verst, að ég skyldi ekki hafa gefið drengnum fílinn, heldur faðir hans. Það voru ýmsir óhugnanlegir undirstraumar þarna í Klaustr- inu þetta sumar. Það var alveg greinilegt, að Fanny ekki ein- asta útvegaði Judith áfengi, held ur ól hún einnig á grunsemdum hennar. Hún hataði Mellyoru og þær reyndu í félagi að gera stöðu hennar á heimilinu eins óþol- andi og orðið gat. Mellyora sagði mér ekki frá nærri öllum móðgunum, sem hún varð að þola, en stundum keyrðu þær svo úr hófi, að hún gat ekki þagað yfir þeim. Ég hafði litla samúð með Just- in, en mér þótti vænt um Melly- oru og þoldi ekki að horfa á hana auðmýkta. Auk þess þótti henni vænt um Carylon og hon- um um hana. Hún var ágæt fóstra og yrði sjálfsagt ágæt > kennslukona, þegar þar að kæmi. Ég held raunverulega, að ég hafi helzt óskað, _að þetta ástand héldist óbreytt. Ég vildi gjarna hafa Mellyoru í stöðu, sem hún ætti mér að þakka og gerði henni stöðuga vernd mína nauð- synlega. Ég vildi, að Justin væri áfram ástfanginn af konu, sem hann gæti ekki fengið, og fórn- arlamb ástlauss hjónabands, að Johnny, maðurinn minn, væri enn hrifinn af mér og ég raun- veruleg húsmóðir í Klaustrinu, og gæti togað í spottana, sem hreyfðu leikbrúður. En ástfangnu fólki hættir við að fara að dæmi strútsins. Það stingur höfðinu í sandinn og heldur, að aðrir sjái það ekki, af því að það sjálft sér ekki aðra. Jafnvel svona kaldur maður eins og Justin, gat orðið ástfanginn og hagað sér eins og bjáni. Hann og Mellyora höfðu komið sér nið ur á því, að einstöku sinnum þyrftu þau að hittast í næði, og því réðu þau stundum út, hvort í sínu lagi og hittust síðan, þó aldrei tvisvar á sama staðnum. Ég sá þau alveg fyrir mér, þar sem þau teymdu hestana og töl- uðu saman alvörugefin, áður en þau fóru heim aftur. En auðvitað tók fólk eftir því, að þau voru að heiman samtímis á daginn. Þetta var það^ eina, sem þau létu eftir sér. . . Ég var alveg hár viss um, að þau hefðu raunveru lega aldrei verið elskendur. Mellyora kynni að hafa látið til leiðast, ef elskhugi hennar hefði verið áleitnari. Stillingin mundi öll vera Justins megin. En hversu mjög sem hlutað- eigandur reyndu að stilla sig, þá hlaut þetta ástand að vera einna líkast því að sitja á púðurtunnu. Hvenær sem væri gat orðið sprenging og Fanny — og ef til vill Judith líka — mundu gjarna vilja gera sitt bezta til að koma henni af stað. Einn morgun þegar ég var í eldhúsinu, til að gefa fyrirskip- anir fyrir daginn, varð ég áheyr- andi að orðum, sem gerðu mig órólega. Fanny hafði séð þau saman. Fanny vissi allt. Prest- dætur væru engu betri en ótínd- ar stelpur úr þorpinu, ef þær bara fengju tækifæri. Fanny ætl- aði að, komast að sannleikanum, og þegar hún hefði gert það, sagði hún, að vissum manneskj- um skyldi þykja verr farið en heima setið. Allt datt í dúnalogn þegar ég kom inn í eldhúsið. Ég gaf engan veginn til kynna, að ég hefði ■■■■■■ann 24 heyrt það, sem fram fór, en gaf bara skipanir. En þegar ég fór upp aftur, varð ég hugsi Ef Fanny færi ekki bráðlega burt héðan, gat komið til vandræða, sem gætu orðið til þess, að Mellyora yrði að fara. Og hvað yrði þá? Mundi Just- in sleppa henni? Gæti ekki allt þetta prýðilega jafnvægi, sem ég hafði komið á, ruglast, og allt enda í einu reginhneyksli? Hver gat sagt fyrir, hvernig þetta fólk mundi bregðast við? Nei, það eitt var víst, að Fanny varð að fara. Og því varð ég einhvern- veginn að koma til leiðar. 6. kafli. Ég var ekki fyrr búin að ákveða að losna við Fanny Paunton en ég hófst handa um málið. Ég hafði oft heyrt Judith- tala um hana gömlu fóstru sína, Jane Carwillen, sem hafði verið hjá Derriss-fjölskyldunni árum saman, og mér datt í hug að kom ast í samband við gömlu konuna, sem gæti orðið mér að liði. Ég reið því daginn eftir til Derrise- þorpsins og spurði upp kofa hennar. Jane Carwillen var boin af elli og andlitið var hrukkótt eins og gamalt epli. í fyrstunni var hún tortryggin og til þess að eignast trúnað hennar, sagði ég henni, að ég væri hingað komin af því að ég hefði áhyggjur af Judith. Þá varð hún ofturlítið vingjarnlegri. — Hvað gengur að Judith? spurði hún. Ég svaraði beint og blátt áfram: — Hún er farin að drekka ofmikið. Ég hef reynt að draga úr því, en án árangurs, svo að ég er hingað komin í þeirri von, að þú getir ráðið mér heilt. Hún giápti á mig. — Hvernig ætti ég að geta það? Ég svaraði: — Ef hún gæti eignazt barn, held ég að það gæti orðið henni að gagnL en hún virðist vonlaus um það. Og þessvegna drekkur hún. Hún heldur, að hún geti ekki átt barn. Þú þekkir nú fjölskylduna vel. Ef þú gætir hughreyst hana. . . . — Þetta er óbyrjuætt, svaraði hún, — og þetta hefur alltaf ver- ið til vandræða. Það er eitthvað erfitt með barneignir. Ég þorði ekki að líta á hana, því ég var hrædd um, að þessi glúrna kerling gæti lesið ánægj- una í augnaráði mínu. — Ég hef heyrt, að það hvíli einhver skapadómur yfir ættinni hætti ég á að segja. — Það ganga nú allskonar tröllasögur í þessum gömlu ætt- um, sagði hún. — Þessi bölvun, ef hún þá er til, er ófrjósemi og . . . . drykkjskapur. Og fylgist venjulega að. Móðir ungu stúlk- unnar minnar var Derrise. Mað- urinn hennar tók upp nafnið, þegar þau giftust — til þess að halda ættinni við, skilurðu. Unga stúlkan var svo afskaplega ást- fangin. Ég man hvað hún var spennt þegar Sir Justin kom ríð- andi þangað. Við sögðum, að svona ást hlyti að verða frjósöm. En það virðist ekki ætla að verða. Nei, hugsaði ég, hún eignast aldrei neinn son. Samband þeirra Justins er farið út um þúfur. Það verður hann Carylon minn, sem erfir Klaustrið. — Og þessi drykkjuskapur, tautaði gamla konan og hristi höfuðið. — Ekki bætir hann úr skák. Þarna kom tækifærið til að koma að raunverulega erindinu mínu. — Og það hefur versnað, síð- an Fanny Paunton kom til henn- ar. — Svo hún er komin til henn- KALLI KÚREKI —>f — —-— -K— —>f — Teiknari: J. MORA S0METIME5 A MAM'S Y YEAH.'LESS YELt-OWre IF HE SWou CM THItiK FISHTS THAIO IF HE \ 0' SOMETHIN'/ PON’T' BUT TH" FATS Jt AIN'T YOU GOT IMTH’FIRE KIOW* JW NO SMAET Vm GETTW' A GLIMMER OF ONE* YOU SAID YOU GOT ( , N THATOL’ CAP-AN1 BALL \ I’LL GO GlT ) REVOLVEE IN YOUR TRUNK ?J IT-BUT-;' ^ ^ Tll ? J „Nú svo að hann hæddi þig og þú lést hann æsa þig upp.“ „Hann kall- •ði mig skræfu. Ég get ekki látið fólk halda það.“ „S.undum sýnir maður meira hug- rekki með að halda friðinn en að berjast. En nú verður ekki aftur snú- ið.“ ,,Já, bara að þú létir þér detta eitthvað í hug. Hefurðu nokkurra hugmynd um hvað ég á að gera?“ „Já, ég er farinn að sjá glætu í þessu máli. Þú sagðir, að þú ættir ennþá gömlu skammbyssuna í fórum þínum.“ „Ég skal ná í hana en hvað.“ TÓMSTUNDABÚDIN Aðalstræti — Sími 24026 Nóatúni — Sími 21901 í dag frá REWELL SKIPAMÓDEL — LÍM — LÖKK — LITIR. FT-109 er í þessari sendingu Ird ,MATCHBOX‘ Ný sending, mikið úrval. — Eina sérverzlun sinnar tegundar hér á landi. TOMSTUNDABÚDIN ,__, Aðalstræji_Nóatúni ar? — Já, hún kom þangað sem þerna frúarinnar. Vissirðu það ekkL Hún hristi höfuðið, döpur 1 bragði Það finnst mér ekki spá góðu. Ég gat aldrei þolað Fanny Plaunton. áfengi inn í húsið. — Heldur ek-ki ég. Og ég er viss um, að hún er að lauma — Hversvegna kom Judith ekki til mín? Ég hefði reynt að hjálpa henni. Það er orðið langt síðan ég hef séð hana. Það var sú tíð, að hún reið hingað reglu- lega. En í seinni tíð. . . —Það gæti hafa breytzt síðan Fanny kom, sagði ég. — Ég vil fyrir hvern mun losna við hana af heimilinu. En Juditih virðist ekki vera á sama máli. — Hún hefur nú alltaf verið trygg við fólkið, sem hefur verið hjá henni. Og þú segir, að hún hafi versnað síðan Fanny kom? Það er svo sem ekki að furða, þar sem. . . . — Já, hvað? ýtti ég undir. Gamla konan laut að eyranu á mér. — Fanny Paunton drekkur 1 laumi. Augun í mér leiftruðu. Látum mig bara finna hana fulla, þá hef ég nóga átyllu. — Hún er nú ekki oft óber- andi full, sagði Jane. — Þó kem? ur það fyrir, að hún gætir ekki að sér. Ég gat alltaf séð fyrir. Það var eitthvað í augunum á henni . . . eitthvert kæruleysi. . . Ég reyndi að grípa hana í því, en varð alltaf of sein fyrir. Hún var vön að loka sig inni hjá sér og þykjast vera veik, og svo drakk hún sig svínfulla, held ég. En svo var hún eins og nýsleg- inn túskildingur að morgni. Já, hún er út undir sig, hún Fanny, og viðsjálsgripur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.