Morgunblaðið - 24.02.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. febrúar 1965 Með 60 sænskum menntaskóla- Eva Segerstam. spurðum fyrst, hvað valdið hefði hinum mikla áhuga þeirra á íslandi. — Við heyrum fslands svo sjaldan getið, sagði Britta Jós- efsson. Það er alltaf gaman að heimsækja óvenjulega staði. — Og hvað finnst ykkur ó- venjulegast? spurðum við. — Þögnin, sagði Gunilla En- ander. Hér er allt svo kyrrt og hljótt. Britta sagði, að sér þætti undarlegast að sjá engin tré, enga skóga. — Hvað eruð þið komnar langt á námsbrautinni? — Við útskrifumst í vor, segir Irene Svardström. — Og þá? — Óráðið, segja allar í kór. — Hvað lesið þið um ísland í skólanum? Brita Josefsson og Mats Lundálv syngja þjóðlög. í gær hélt hópurinn til Þing valla í veðri, sem minnti helzt á sumardaga eins og þeir ger- ast fegurstir á íslandj. Áður en lagt var af stað var staldr- að við í minjagripaverzlun, þar sem margar stúlkurnar festu kaup á íslenzkum peys- um. Að Lögbergi kvaddi Gísli Guðmundsson sér hljóðs og sagði frá sögu staðarins. Sýnt var, að unga fólkinu þótti mik ið til koma um fegurð staðar- ins, enda voru margar ljós- myndavélar á lofti. Þær idusta með athygli á fyrirlestur um sögu Þingvalla — Heí- ene Bergman og Marie Andrén. Gisli Guðmundsson segir frá sögu Þingvalla. Áður en haldið var af stað frá írafossi, ávarpaði Ingólfur Ágústsson, stöðvarstjóri, hina sænsku gesti og komst m.a. svo að orði, að þeir hefðu kom ið eins og vorboðar. Má það vissulega til sanns vegar færa. Víst er um það, að mennta- skólanemarnir sænsku frá Gautaborg flytja með sér sitt- hvað, sem allir skólar mætt.u vera stoltir af, enda voru þeir með sanni nefndir „kultur- ambassadörer“ eða menningar fulltrúar í sænskum blöðum, þegar þau lögðu af stað í ís- landsferðina. snjór eins og heima og var undrandi þegar ég komst að raun að um, að svo er ekki. Meðan dvalizt var að fra- fossi og miðaftansmatur snædd ur, spjölluðum við smástund við fjórar bekkjarsystur og — Við lesum Njálssögu, seg- ir Christl Laas. — Og Hávamál, bætir Britta við brosandi. nemum á Þingvöllum í gær UM ÞESSAR mundir er staddur í Reykjavík hóp- ur sænskra ungmenna, menntaskólanemar frá Gautaborg. Þau komu hing að sl. sunnudag og munu dvelja hér í viku í vetrar- leyfi sínu. — Hefur skóli þeirra, Fassbergskolen, Mölndal, getið sér gott orð fyrir gróskumikið tónlist- ar- og leiklistarlíf. skrá skólakórsins. Upp frá þessu vaknaði áhuginn á ís- landi, og nemendur settu fjár- söfnun í gang, héldu skemmt- anir og fyrir milligöngu ým- issa aðila hefur íslandsferð nú orðið að veruleika. Sextiu nemendur taka þátt í ferðinni og er kostnaður hvers einstakl ings um 500 krónur sænskar. Fararstjóri hinna sænsku ungmenna í íslandsferðinni er Sven Olander, söngkennari skólans. Fékk hann hugmynd- ina að íslandsferðinni fyrir þremur mánuðum, þegar hann komst að raun um það, að í sænskum skólasöngkverum er ekkert íslenzkt lag að finna utan þjóðsönginn, sem mjög erfitt væri að syngja. • Til þess að ráða bót á mál- inu setti Olander sig í sam- band við íslenzka skóla og naut einnig aðstoðar Eiríks Hreins Finnbogasonar, sem lét honum í té lag Páls ísólfsson- ar, Litla kvæðið urn litlu hjón- in, og er þetta lag nú á efnis- Karin Hamrefors. f hádegisverðarboði, sem fjórir Lions klúbbar buðu hópnum til í Leikhúskjallar- anum í gær, sungu sænsku menntaskólanemarnir nokkur lög fyrir gestgjafa sína. Brita Josefsson og Mats Lundálv fluttu þjóðlög og kórinn söng m.a. lag Páls ísólfssonar, sem að ofan getur, í skemmtilegri útsetningu. Svíarnir hafa hér einkum notið fyrirgreiðslu Magnúsar Gíslasonar, námsstjóra, og Reynis Karlssonar, æskulýðs- Blöð í Gautaborg hafa að “ undanförnu fylgzt náið með hinu einstæða framtaki menntaskólanemanna, enda hefur íslandsferð þeirra vakið talsverða athygli í Gautaborg. Sá hópur, sem hér er á ferð, er raunar nokkurs konar fé- lag í skólanum og kallast það „Scengángarna“. Á starfsskrá félagsins er leiklist, tónlist og listdans og eru meðlimir á aldrinum 15 til 20 ára. Hefur hópurinn komið fram í út- varpi og sjónvarpi í Svíþjóð og vakið hina mestu athygli. Hin sænsku ungmenni munu einnig leika og syngja fyrir Reykvíkinga. f kvöld skemmta Marie Bergman. fulltrúa. Þau dvelja í Farfugla heimilinu að Laufásvegi, og er þetta fyrsti hópurinn,'sem þar dvelst, eftir miklar og gagnger ar breytingar, sem á heimil- inu hafa verið gerðar. Marie Hansson. þau í Hagaskóla, annáð kvöld félagsheimili Kópavogs og nk. föstudagskvöld efna þau til skemmtunar í Tjarnarbæ. Á dagskrá verður tónlist af ýmsu tagi, sígild, létt og þjóð- leg, leikþáttur og jazzballett. Elisabet Brauer. — Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, sagði ein ungfrúin við okkur, Marie Bergman. Þetta er stórkostlegt. Við spurðum hana, hvað hefði komið henni mest á óvart og hún sagði: — Ég bjóst við, að hér væri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.