Morgunblaðið - 24.02.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.02.1965, Blaðsíða 19
V JÆiðvikudagur 24. febrúar 1965 MORGUNBLAÐIÐ 19 Slökkviliðið gabbað 19 sinnum frá ára- mótum Þrár 3-9 ára drenglr sSaðnir að verki „Brúður## tSI cað hra&ða flóttafólk Á FYRSTU 54 dðgum ársins var Slökkviliðið í Reykjavík kallað út 112 sinnum, og þar af var 19 sinnum um gabb að ærða, að því er Gunnar Sigurðsson, vara- slökkviliðsstjóri tjáði Mbl. — í nokkur skipti hefur tekizt að ná í þá se'm brotið hafa brunaboð- ana. Fyrir nokkrum dögum náð- ist í 2 drengi, sem hafa. eitthvað gert að þessu áður og í fyrra- kvöM var sá þriðji staðinn að verki, en þetta eru allt 8—9 ára drengir. Það segir sig sjálft hvílíkum vandræðum slíkt gabb getur valdið. Þegar brotinn er bruna- boði, fara strax tveir slökkviliðs- bílar á staðinn, meðan stöðin reynir að hringja í næstu búðir og fá upplýsingar. Og geta bíl- arnir þá verið að óþörfu úti, þeg- ar eldur kemur upp annars stað- ar. Á laugardag var slökkviliðið einmitt statt í Múlakamp vegna gabbs, þegar annað kall kom af Káratorgi 1, en það reyndist sem betur fer líka gabb. Á laugardag var slökkviliðið alls gabbað út þrisvar sinnum, í öll skiptin með brunaboða og á sunnudag einu sinni. Getur hlotizt stórtjón af því, ef slökkviliðsbílar eru í því- líkum snúningum þegar eldsvoða ber að höndum. Drengurinn, sem síðast náðist, sást við verknaðinn og var slökkviliðinu skýrt frá því. En eina leiðin til að koma í veg fyrir að slökkviliðið sé gabbað, er að gott samstarf takist milli borgar- anna og lögreglu og slökkviliðs og fólk hjálpi til að koma upp um strákana. Ekkert er hægt við drengina að gera, en rannsóknar- lögreglan reynir að tala við þá og foreldrana, að þeir láti af þessu. Mikið um eld af kynditækjum í þeim 93 útköllum, sem slökkvi liðið hefur fengið frá áramótum, fyrir utan gabbið, hefur oftast verið um grun um eld að ræða, að því er Gunnar sagði. Nokkuð ber á eldi frá olíukynditækjum og eins hafa börn farið óvarlega með eld og kveikt í. Þykir slökkvi liðinu allt of mikið um slíkt, ekki sízt þegar þess er gætt að hér er hitaveita og engin önnur kynd- ing í stórum hverfum. Vill það hvetja fólk til að fara varlega með eld. Engir stórbrunar hafa orðið á árinu, mest tjón varð á Kringlumýrarbletti 5 og Aðal- stræti 9 og eru bæði húsin ónýt. Köln, 23. feb. — AP „BRÚÐUR“, íklæddar ein- kennisbúninigi landamæra- varða a-þýzkra kommúnista, eru nú farnar að skjóta upp kollinum meðfram járntjald- inu, sem skiptir Þýzkalandi. Hafa kommúnistar gripið til þessa bragðs til þess að hræða flóttamenn. Samskonar brúð- ur voru settar upp meðfram landamærunum 1958, en hurfu nokkru síðar. Þá hefur verið eftir því tek- ið síðustu daga að kommún- istar treysta nú enn landamæri sín gagnvart flóttamönnum. Nýjar gaddavírsgirðingar hafa verið reistar og eru þær þann- ig úr garði gerðar að þegar flóttamenn flækjast í þeim er svifblysum skotið sjálfkrafa á loft til þess að lýsa upp um- hverfið. Þá hefur verið komið fyrir fjölda ljósastaura til við- bótar þeim, sem fyrir voru. — Bændahöllin Frh. af bls. 28 virðingar og velgengni, breytzt úr frumstæðum, tæknilausum at vinnuvegi í til alfullkominnar tækni, víðast hvar á borð við það, sem bezt gerðist með' menn ingarþjóðum Evrópu. Þá sagði Þorsteinn Sigurðsson, að Bændahöllin væri nú fullgerð að kalla. Aðeins væri eftir að leggja síðustu hönd á innréttingu á sal á götuhæð hússins, sem gert væri ráð fyrir að leigja fé- lagssamtökum til fundahalda og til einkasamkvæma. Kostnaður við húsið væri nú orðinn um 130 milljón krónur, og mætti gera ráð fyrir, að sú tala væri endan leg. Formaður Búnaðarfélagsins sagði, að á þessu þingi yrðu tekin 23 mál til afgreiðslu. Þeirra merk ast taldi hann tillögu um fræðslu barna og unglinga í sveitum. í lok ræðu sinnar sagði Þorsteinn Sigurðsson: „Fái bændur jafnréttisaðstöðu á við aðra þegna þjóðfélagsins, þá er engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn á framtíð ís- lenzks landbúnaðar“. Þingfundum var fram haldið eftir hádegið, og var þá m.a. tek- in fyrir skýrsla stjórnar félags- ins. Gert var ráð fyrir að af- greiða 11 mál á fundum félags- ins í gær. hefðu andúð á öllum nýjungum, hvort seim þær leiddu til fram- fara og farsældar eða hið gagn- stæða. Dæmið uim-manrlinn, sem ekki vildi borða neitt, siem hann hefði ekki bcnrðað áður, átti að skýra í stuttu máli afstöðu slíkra manna. Með þökk fyrir birtinguna V irðingarfy llst. Ólafur Gunnarsson. Tilkynnt var í V-Þýzka- landi fyrir nokkru að á sl. ári hefðu 3,000 A-Þjóðverjar flúið yfir landamærin, þrátt fyrir viðbúnaðinn og jarð- sprengjur, sem þar eru. Meðal þeirra voru 136 landamæra- verðir kommúnista. — Leynilegar Framhald af bls. 1 ásir Bandaríkjamanna á her- stöðvar í N-Viet Nam mjög alvar legum augum. Talið er að bæði Frakkland og Sovétríkin séu hlynnt því að efnt verði til nýrr- ar Genfarráðstefnu um málefni Viet Nam. Bandaríkin og Kína, sem ekki hafa stjórnmálasamband sín á milli, hafa löngum haft þann hátt á að hafa samband um sendi- herra sína í Varsjá. A morgun, miðvikudag, er ráðgerður 128. fundur þeirra síðan 1954. Talið er að á fundi sendiherranna verði fjallað um þá kröfu Kína að Bandaríkin dragi sig í hlé í Viet Nam og hætti hefndarárásum sín- um á N-Viet Nam. Eins og fyrr segir hefur Nguy- en Kahn, h'ershöfðingi, verið út- nefndur ferðasendiherra (travel- ling ambassador) lands síns, og á hann að gefa Samemuðu þjóð- unum skýrslu um atbeina komm- únista í S-Viet Nam. Nguyen Van Thiu, varnarmálaráðherra greindi frá því á blaðamanna- fundi í dag, að Khan hefði þeg- ar tekið til við að semja skýrsl- una. Almennt er talið að það sé hershöfðinginn Nguyen Chanh Thi sem staðið hafi að baki því, að Kahn var velt úr sessi. Yfir- maður lögreglumála í S-Viet Nam, Tran Ben, ofursti, hefur verið látinn hætta störfum en við embætii hans hefur tekið Pham Van Lm, ofursti, en sá síðar- nefndi er mikill vinur Thi hers- höfðingja. Þeir sem gerzt til þekkja telja að hér sé um að ræða ráðstöfun til þess að friða Búddatrúarmenn í landinu. Ekkert lát er á bardögum í S-Viet Nam, og í dag bárust 30 tilkynningar til Saigon um bardaga stjórnarhermanna og Viet Cong skæruliða kommún- ista. Átta bandarískir hermenn særðust í dag, 13 hermenn stjórn arinnar féllu og margra er sakn- að. Talsmaður Bandaríkjamanna í Saigon segir, að uppreisnar- menn hafi látið æ meira til sín taka síðustu dagana. New York Times segir í fregn frá fréttaritara sínum i Paris í dag að N-Viet Nam hafi nýlega beðið frönsku stjórnina um að hraða tilraunum sínum tii mála- miðlunar í Viet Nam. Blaðið seg- ir að þessar upplýsingar séu frá frönskum heimildum, sem teija megi áreiðanlegar. — Hernaðarútgjold Framhald af bls. 2 hægt að tryggja með almennu* og ítarlegum afvopnunarsátt- mála undir yfirstjórn Sameinuð« þjóðanna“. Þá segir í greinargerðinni, a® aðeins sé hægt að verjast þeim öflum, sem vilja eyðileggingu Bretlands, með þátttöku landsins í NATO. Þeim samtökum verði að hald við, án þess þó að það skaði afvopnunarmálin. f sam- bandi við þetta er minnst á uppá- stungu brezku stjórnarinnar um sameiginlegan Atlantshafsflota (AFN). Samkvæmt þeirri tillögu skulu í flota þessum vera V- sprengjuflugvélarnar brezku, sem flutt geta kjarnorkusprengjur, allir Polariskafbátar Breta (fjór- ir talsins), og a.m.k. jafnmárgir bandarískir kafbátar. Áhafnir skipanna eiga að koma frá mörg- um þjóðum, samkvæmt tillög- unni, og ennfremur gerir hún ráð fyrir að Frakkar leggi flota þess- um það til, sem þeir sjálfir ákveða. — Símalásar Framhald af bls. 28 séu þeir á, er ekki hægt að hringja út fyrir bæinn með sím- tólinu, en eigandinn hefur lykil að lásnum og getur opnað hann þegar hann hringir sjálfur. Ekki er þó hægt að nota þetta allsstað- ar, því gera þarf sérstakar ráð- stafanir á stöðvunum til þess. En verið er að undirbúa slíka notkun á fleiri stöðum. Tækin, sem höfð eru til að upp- lýsa um símanotkunina, eru not- uð, þegar símnotandi skilur ekk- ert í símanotkuninni hjá sér og kvartar yfir að símagjöldin séu alltof há. Þá eru þessi sérstöku tæki sett á símann, og rita þau niður öll símtöl frá tækinu, taka fram tímann og númerið sem tal- að er við. Þetta eru þó dýr tæki og aðeins hægt að beita þeim skamman tíma í einu. Enda kem- ur það oftast í ljós, að ekki er um bilun að ræða, þegar listinn kem- ur yfir símtölin, heldur hefur við- komandi ekki áttað sig á notkun- inni. Ekki er þó slíkt tæki sett við símann, nema heimilisfólk gangist undir að láta athuga sím- tölin. Með skynsamlegri notkun verða símtölin milli staða þó ó- dýrari eftir að sjálfvirkur sími er kominn, því borgað er eftir þeim tíma sem talað er, allt frá einni mínútu en þriggja mínútna viðtalsbilið úr sögunni. En fólk þarf aðeins að átta sig á tíman- um, bíða t.d. ekki í símanum heldur biðja um þann sem á að tala við og slíta svo, en hringja aftur á ákveðinni mínútu. Ann- ars fylgir leiðarvísir með nýja kerfinu, sem símnotendur ættu að átta sig á. LsiSréMing ó frásögn uni sSorfs- fræSslndng sjávnrnlvegsins Herra ritstjóri. f heiðruðu blaði yðar birtist þ. 23. febrúar vinsamleg frásö>gn af ræðu, sem ég hélt í kaffisam- sæti, sem haldið var til að und- irbúa starfsfræðsiludag sjávarút- vegsins. 1 frásögn blaðs yðar segir, að ég hafi skýrt frá því, að otft gengi erfiðlega að fá menn til að leiðbeina á starfsiíræðsludögum. Þetta er missögn. í fyrsta laigi er yfirleitt ekki erfitt að fá ínenn til að leiðbeina á slíkum dögum. í öðru lagi sagði ég ekki eitt orð, sem til þess gæti bent. Leiðbeinendiur vinna þetta miikla Btarf með glöðu geði og steradur þjóðin öll í mikilli þakkarskuld við þá fyrir ómetanlegt starf tii heilla æskunni. Hinsvegar benti ég á, að ef einhverntíma skyldi koma að því, að starfsfræðsla yrði almenn námsgrein í uraglinga- og fram- haldsskólum, yrði að fela þá kennslu gagnmenntuðum mönn- um, sem eðlilegan áhuga hefðu á málinu. í því sambandi benti ég á, að menn sem valið hefðu kennslustarf vegna þess, að þeim hefði mistekist að ljúka námi í einhverju öðru, vægi yfirleitt ekki vel til þess fallnir að að- slioða aðra við starfsval. Það þarf meira en í meðallagi góða skapgerð ef eigið skip- brot verður mönnum ævilöng hvatning til að stuðla að auk- inrai lífshamingju annarra. Þá benti ég á, að sumum mönn um væri þaranig farið, að þeir CREAM Þetta ....> er BEZTA og ÓDÝRASTA TEKEXIÐ Bakað af ÞEKKTUSTU kex-bökurum Bret- lands. CRACKERS MEREDITH & DREW baka einnig, m.a.: — Crown Assorted Creams, Coconut Creams, Coconut Ripplles, Royal Orange Creams, Bitter Lemon Creams, Rich Harvest, Rich Ilighland Shorties, Garibaldi (með kúr- enum), Lemon Ginger Nuts (piparkökur). Grannys Cookies og Old Time Cookies (með sírópi), Jam Creams, Cheese Special (osta- kex), Snapcrakes (salt-kex) og Fig RoII fíkjukökur) og sukkulaði-kex. Emkaumboð: V. SIGURÐSSON & SNÆBJÖ/ÍNSSON H.F. — SÍMI 13525.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.