Morgunblaðið - 08.04.1965, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 7. apríl 1965
Próf. Halldór Halldórsson:
Islenzk málnefnd
i.
RITSTJÖRI Morgunblaðsins,
Mattihías Jahannessen, hefir far-
ið þess á leit við mig, að ég
gerði lesendum blaðsins nokkra
grein fyrir íslenzkri málnefnd,
stofnun hennar og starfssviði.
Eins og mönnum er kunnugt,
hefir engin ráðgjafarstofnun um
málleg efni verið til á íslandi.
Þörf fyrir hana hefir gert æ
meira vart við sig á síðari árum.
Þeir, sem í vanda hafa verið
staddir, hafa leitað ýmissa ráða.
Þeir hafa t.d. hringt í Orðabók
Háskólans, sem engan veginn
hefir þessu hlutverki að gegna,
þar sem hún er vísindaleg rann-
sóknarstofnun, en ekki þjónustu
stofnun. Þá hafa menn hringt í
miálfróða menn, jafnvel þótt þeir
þekktu þá ekki. Þessi vi’ðleitni
manna til að fá leiðbeiningar um
meðferð móðurmálsins er virðing
arverð. Það er m.a. til þess að
gera þeim mönnum og stofnun-
um, sem áhuga hafa á vöndun
móðurmálsins léttara fyrir, sem
ég — og fleiri — hafa hafið máls
á því, áð komið yrði á fót stofn-
un, sem annaðist leiðbeiningar-
störf um íslenzk mál og meðferð
þess í ræðu og riti.
Málaleitan þessari var tekið
af góðvild og skilningi af mennta
málaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gisla-
syni, og með bréfi, dags. 30. júlí
1064, var málnefndin stofnuð. í
sama bréfi var mér og Árna
Gunnarssyni fil. kand., fulltrúa í
Menntamálará'ðuneyti, falið að
semja drög að reglum um starf-
semi nefndarinnar. Reglur þess-
ar voru staðfestar af menntamála
ráðherra 10. marz 1965 og hljóða
svo:
Reglur um starfsemi íslenzkrar
málnefndar.
1. gr.
mál, svo sem stafsetningar-
mál, ráðgjafarstarf um útgáfu
handbóka og kennslubóka
o.s. frv.
2. gr.
í íslenzkri málnefnd skulu
eiga sæti 3 aðalmenn og 1 vara-
maður, skipáðir af menntamála-
ráðherra. Skulu 2 aðalmenn vera
prófessorar í íslenzkum fræðum
við Háskóla íslands. A.m.k. einn
aðalmanna skal hafa lokið há-
skólaprófi í íslenzkri málfræði
sem sérgrein. Skipunartími nefnd
arinnar er 4 ár. Nefndin kýs sér
formann.
3. gr.
Menntamálaráðherra ákveður
þóknun til nefndarmann, svo og
tiil sérfræðinga, sem nefndin leit-
ar til. Formáður annast fjárreið-
ur nefndarinnar og gefur ráðu-
neytinu árlega skýrslu um þær.
Hann ræður aðstoðarmann í sam
ráði við nefndina og semur um
þóknun til hans í samráði við
menntamálaróðuneytið.
n.
í ágætri forystugrein í Morgun
blaðinu 2. apríl 1965 var viki'ð að
starfsemi málnefndarinnar. Eins
og þar er réttilega sagt, ber mik
ið á því, að málnefndinni sé ætl-
að að vinna að söfnun og stöðlun
nýyrða. Þetta er eðlilegt og á sér
sögulegar rætur. Orða'bókarnefnd
Háskólans hafði á sínum tíma
umsjón me'ð söfnun og útgáfu
nýyrða á vegum Menntamála-
ráðuneytis. En vegna anna
tveggja nefndarmanna voru tveir
aðrir skipaðir í þeirra stað, og
þar með var orðin til ný nefnd
sem aldrei hafði neitt opinbert
nafn, en var manna á meðal köll
uð nýyrðanefnd. íslenzk mál-
nefnd tekur vfð starfi nýyrða-
nefndar, sem einnig veitti leið-
beiningar um nýyrðaval þeim,
sem til hennar leituðu. Hefur það
síðari ár verið mikilsverður þátt-
ur í starfi nefndarinnar.
Því má ekki gleyma, að ný-
yrðasmíð og aðlögun erlendra
orða að íslenzku málkerfi er —
og hlýtur í nánustu framtíð að
vera — mjög mikilvægur þáttur
íslenzkrar málvöndunnar. Sum-
ir eru haldnir þeirri villu, að það
sé einhver íslenzk sérvizka að
búa til nýyrði. Þótt við gerum
mörg nýyrði hér, komumst við
ekki í hálfkvistí við ensikumæl-
andi þjóðir að þessu leyti. Nýir
hlutir, ný vísindi, ný tækni krefj-
ast nýrra orða. Þetta hljóta all-
ir að skilja, sem leiða hugann að
þvi. Munurinn á enskumælandi
þjó'ðum og fslendingum er sá að
þessu leyti, að þeir gera sín nýju
orð einfcum af grískum og lat-
neskum stofnum, en við af nor-
rænum orðstofnum. Þetta stafar
af ólíkri þróun íslenzku og ensku,
sem hér verður eikki rakin. Þýzk
orðmyndun er hins vegar miklu
skyldari íslenzkri.
Frændur okkar á Norðurlönd-
um, sem hugsa um framtíð
tungna sinna, hafa áhyggjur af
því enska orðaflóði, sem á þeim
skellur. Þeir tala um „ensku sýk-
ina“. Sem betur fer, höfum við
áðeins fengið vægan snert af
þessari veiki. Það er auðvitað
miklu auðveldara að gleypa
ensku nýyrði hrá. En það ber
vitni um meiri manndóm að
spyrna hér við fæti, enda er ís-
lenzk tunga óvenjuvel fallin til
orðasmíðar.
Me'ð þessu vildi ég aðeins sýna,
að það er ebki að ástæðulausu,
að í reglum þeim, sem málnefnd-
inni er ætlað að starfa eftir, ber
Halldór Halldórsson
mikið á nýyrðastarfseminni.
Hinu ber þó ekki að gleyma, að
lei'ðbeiningarstarf nefndarinnar á
að fjalla um alla þætti tungunn-
ar. Það, sem rakið er í lið 1—4 í
1. gr., er talið „sérstök verkefni".
Nefndin mun einnig svara fyrir-
spumum, sem varða beygingar
orða, framburð, setningarlega
notkun orða, merkingar, stafsetn
ingu o.s. frv. En leggja ber á-
herzlu á, að nefnain er aðeins
rá'ðgjafamefnd. Hún mun aðeins
mæla með, ekki fyrirskipa. Menn
eru alvag sjálfráðir, hvort þeir
fara eftir leiöbeiningum hennar.
Með því að í forystugrein
Morgunblaðsins var sérstaklega
vikið að framburðarmálum, skal
lítiilega um þau fjallað. Þau hafa
líka verið ofarlega á baugi í ís-
lenzkuþáttum Ríkisútvarpsins
undanfarfð. Einnig veik Sverrir
Hermannsson framkvæmdastjóri
að þessu máli í þættinum um dag
inn og veginn 5. 4. Eins og að var
vikið, er það hlutverk málnefnd
arinnar að svara fyrirspurnum,
sem henni kunna að berast um
íslenzkan framburð, en henni er
ekki ætlað að hafa með höndum
rannsóknir á honum. Til þess að
gera þáð, þarf mikið fé. Ef vel
ætti að vera, þyrfti til þess dýr
tæki og miklu meiri starfskrafta
en málnefndin ræður yfir. Vis-
íslenzk málnefnd er ráðgjafar-
stofnun. Henni ber að veita opin
berum stofnunum og almenningi
leiðbeiningar um málleg efni á
fræðilegum grundvelli.
Af sérstökum verkefnum, sem
henni ber að sinna, skulu þessi
talin:
1. Nefndin skal annast söfnun
nýyiða og útgáfu þeirra og
jafnframt vera til aðstoðar við
val nýyrða og nýyrðasmíði.
Auk þess skal hún leitast við
að fylgjast með því, hver ný-
yr'ði ná festu í málinu.
2. Nefndin skal hafa samvinnu
við nýyrðanefndir, sem ein-
stök félög eða stofnanir hafa
sett á fót, og vera þeim til
aðstoðar.
3. Nefndin skal svara fjrrirspum
um, sem henni berast fró stofn
unum eða einstaklingum, og
leitast við að hafa góða sam-
vinnu vi'ð aðilja, sem mikil
áhrif hafa á málfar almenn-
ings, svo sem blöð, útvarp og
skóla. Allar fyrirspumir og
svör skulu geymd í plöggum
nefndarinnar.
4. Nefndin skal hafa samstarf
við norrænu málnefndimar og
senda fulltrúa á hin árlegu
þing þeirra, ef við verður
komið.
Auk þess getur ráðuneytið
falið málnefndinni önnur
verkefni, sem varða íslenzkt
Akranes
Akraborgin hefur verið í
slipp undanfarnar fimm vikur
svo að fólksflutningar milli
Reykjavíkur og Akraness hafa
nær eingöngu farið fram land-
leiðina. Akraborgin verður aft-
ur komin í áætlunarferðirnar
um eða upp úr næstu helgi —
sögðu þeir á afgreiðslu skipsins
í gær.
Þórður Þórðarson hefur haft
nóg að gera þennan tíma. Hann
hefur fjölgað ferðum um helm-
ing og meira en það, fer t.d.
fjórar ferðir um helgar — og
ljóst er, að flutningaþörfin á
þessari leið er mikil.
Mér datt í hug að hringja í
Flugskólann Þyt, sem ætlaði að
hefja reglubundið flug til
Akraness í vor í samráði við
flugfélagið efra. Úr þessu hef-
ur enn ekki orðið, því að ekki
hefur fengizt leyfi til reglu-
bundinna flugferða á milli —
og Þytsmenn hafa því ekki haf-
ið framkvæmdir við lengingu
hins 400 metra langa skeiðvau-
ar á Akranesi, eins og fyrir-
hugað var. Sagði Björgvin Her-
mannsson, að blátt bann hefði
verið lagt við að nota skeiðvöJl-
inn — og við það sæti. Hann
sagði líka, að Björn Pálsson
hefði sótt um sérleyfi þangað
skömmu eftir að Þytur lagði
inn sína umsókn.
★ Hví ekki að reyna?
Vonandi sjá viðkomandi
yfirvöld sér fært að leyfa reglu
bundið flug upp á Skaga, að
uppfylltum þeim skilyrðum,
sem nauðsynlegt mun verða að
setja. Það er sjálfsagt að fá úr
því sé skorið, hvort hægt er að
láta fljúgandi „strætisvagn"
ganga á milli Reykjavíkur og
Akraness. Ef slíkt fyrirtæki
bæri sig fjárhagslega yrði auð-
vitað um mikla samgöngubót
að ræða.
Ekki eru allir trúaðir á að
þetta gæti borgað sig, þegar til
lengdar léti, en ekki sakaði að
reyna það úr því að menn eru
fúsir til þess. Björgvin sagði,
að flogið hefði verið einn dag
áður en þetta var stöðvað. Þá
hefðu verið farnar níu ferðir og
hægt hefði verið að fara fleiri,
ef dagsbirtan hefði ekki tak-
markað flugtímann. Þeir hefðu
haft hug á að koma upp braut-
arljósum — fyrir eigin reikn-
ing.
Farið kostaði hjá Þyt 150
krónur, en hundrað krónur
með Akraborg og Þórði. Þetta
er ekki mikill verðmunur, þeg-
ar gætt er hins mikla munar á
tímanum, sem ferðalagið tekur.
Unglingar á dansleik
Kunningi minn kom að
máli við mig og bað mig koma
því á framfæri við hótelstjór-
ann á Sögu, að þeir ættu að
vera örlítið strangari með að
hleypa ekki of ungu fólki inn
í Súlnasalinn — einkum um
helgar.
Þá sjaldan ég fer út að
indaleg rannsókn í ísilenzkum
framburði þyrfti að fara fram
á vegum rannsóknarstofnunar i
hljóðfræði í náinni samvinnu við
Orðabók Háskólans. Þörf á slíkri
hljóðfrœðistofnun gerir æ meira
var við sig og gæti orðið að
ómetanlegu gagni fyrir mála-
kennslu hér á landi, ekki sízt við
Háskólann. Stöðlun eða samræm-
ing íslenzks frambur'ðar er ann-
að mól. Ég hefi áður gert grein
fyrir skoðun minni á því efni
(Skímir 1955) og skal ekki end-
urtaka það hér. Hins vegar skal
fram tekið, að framburðarslekja
gengur nú sem lok yfir akra.
Það er alvarlegt mál, sem taka
verður föstum tökum. Hér geta
skólarnir unnið ómetanlegt gagn,
eins og þeir ha,fa gert til þess að
draga úr hljó'ðvillu. Yfirleitt
hygg ég, að nú beri mikla nauð-
syn til að efla kennslu í töluðu
máli og meðferð þess í skólum.
En það er of mikið mál til þesa
að ræða hér í stuttri blaðagrein.
III.
Eins og fram er tekfð í 2. grein
reglanna er íslenzk málnefnd
skipuð þremur aðalmönnum og
einum varamEumi, Menntamála-
ráðherra hefir skipað þessa aðal-
menn: Bjarna Villhjálmsson
skjalavörð, Halldór Halldórsson
og Þórhall Vilmundarson prófes-
sor. Varamaður er Jónas Krist-
jánsson, sérfræðingur við Hand-
ritastofnun íslands. Nefndin er
miklu fámennari en samsvarandi
nefndir á Norðurlöndum. Hygg
ég það hæfa smæ'ð þjóðarinnar
og ýmsum aðstæðum hérlendis.
Á síðustu fjárlögum var nefnd-
inni veitt nobkurt fjórframlag til
þess að launa ritara. Svavar Sig-
mundsson stud. mag. hefir gegnt
þessum ritarastörfum frá 15. jan.
1965. Orðabók Háskólans hfeir
skotið skjólshúsi yfir nefndina,
svo að enginn kostnaður er af
húsnæði. Hins vegar sýnir reynsl
an í vetur, að nefndinni er þörf
á meira fé til áðstoðarstarfa, ef
hún á að geta rækt hlutverk sitt
sem skyldi. T.d. hefir nefndin
ekki getað auglýst tiltekinn síma
tíma, heldur aðeins svarað skrif-
Framhald á bls. 27
skemmta mér, fer ég íSúlnasal-
inn, sagði maðurinn, því ég
kann mjög vel við mig þar. Við
hjónin fórum þangað með kunn
ingjafólki laugardag einn ekki
alls fyrir löngu. En, þegar ég
uppgötvaði, að við hlið mér við
barinn sat sautján ára dóttir ná
granna míns og vinkonur henn-
ar og jafnöldrur,þá fannst mér
ég vera kominn á einhvern
barnadansleik — og ég hafði
þar af leiðandi takmarkaða á-
nægju af kvöldinu.
Margt ungt fól'k er það líkam
lega þroskað nú á dögum, að
það virðist e.t.v. í fljótu bragði
nokkrum árum eldra en það er
raunverulega. Þess vegna geta
unglingar auðvitað slæðst inn á
skemmtanir fullorðins fólks. En
ég er alveg sammála kunningja
mínum um það, að ekki fari
vel á því að fullorðið fólk og
unglingar skemmti sér saman
þar sem vín er haft um hönd.
Ég hef ástæðu til að ætla, að
unglingum sé hvorki veitt á-
fengi á þessum stað né öðrum,
þegar veitingamönnum er ljóst,
að viðkomandi fólk hefur ekki
náð nægilega háum aldri. En,
eins og ég sagði: Útlitið getur
oft villt um fyrir fólki.
BO S C H
spennustillar, í miklu
úrvali.
BRÆÐURNIR ORMSSON hi.
Vesturgötu 3. — Simi 11467.