Morgunblaðið - 08.04.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.04.1965, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. apríl 19B8 MORG U N BLAÐIÐ Austast fyrir öllu landi af einhverjum veit ég stað, fjalleyju grænni og góðri, getið þér, hver muni það. Hún heitir Skrúður og skýlir Skrúðsbónda, öldnum hal; úti fyrir Fáskrúðsfirði þú finnur það eyaval. Og hvenær sem ég hugsa um hrútinn og pækilinn, mér er sem ég sjái hann Gísla og hann séra Ólaf minn. Þannig orkti Jónas Hall- grimsson og mennirnir, sem hann nefnir, vóru þeir Gísli Hjálmarss'on læknir og séra Ólafur Indriðason á Kolfreyu- stað. Þeir frseddu hann um Skrúðsbóndanri, hrútinn og pækilinn, því áð aldrei kom Jónas út í Skrúð, sá eyna að- ein«s tilsýndar eins og hún sést hér á myndinni. Skrúðs- bóndinn var einhver vœttur, sem bjó í helli á eynni. Hon- um leiddist einlífi og rændi dóttur prestsins á Hólmum. Guðmundur biskup góði gisti eitt sinn að Hólmum og bað prestur hann þá að vígja Skrúð svo að hann ætti „bónd ann“ ekki yfir höfði sér. Um nóttina dreymdi biskup áð maður mikill vexti og skraut búinn kæmi til sín og segði: „Farðu ekki að vigja Skrúð- inn, enda muntu ekki fleiri ferðir fara, farir þú til’byggða minna að gera^mér mein.“ Hætti þá biskúp við ferðina og er Skrúðurinn óvígður enn í dag. Um hrútinn er það að segja, að ær voru látnar ganga í eynni um vetur og tekur þá Skrúðsbóndi jafnan hrútinn í hagatoll, og „satt er það, að hrútar hverfa frem ur öðru fé úr Skrúðnum — því að hornin munu stjaka þeim frá berginu, svo þeir hrapa í sjóinn þegar þeir tildra sér á hillurnar", segir Jónas. Pækillinn er sjór, sem sezt þar í bergskvompur og þegar hann gufar upp, .verður hann brimsaltur. — Skrúður- inn er fögur ey, hömrótt og rís hátt úr sjó, og er iðgræn bæði sumar og vetur; fölna •þar ajdrei grös vegna þess hve mikinn áburð fuglinn veitir eynni. Halda sumir, að vegna þessa litar sé nafnið Skrúður komið, en það þarf ekiki að vera. Nafnið getur vérið flutt frá Noregi, því að þar var til Skrúður áður en ísiland byggist. ÞEKKIRÐIJ LANDIÐ ÞITT? VISUKORIM Páil Ólafsson kvað þessar vísur á gamals aldri: Aldrei held ég venjist við að verða hrumur, mig langar enn í glaum og glímur, ganga í Skrúð og yrkja rímur. Að trúlofast og tefla skák og tæma kollu getur breytt í æsku elli, eins og að ríða Löpp á svelli. Þá vildi ég líka sigla á sjó og sjá ’ann hvessa, og verði mér á víf að kyssa, verð ég eins og hlaðin byssa. Akranesferðir með sérleyfisferðum X>órðar Þ. Þórðarssonar. Afgreiðsla hjá B.S.R. við Lækjargötu. Ferðir frá Rvík mánudaga, þriðjudaga, kl. 8 og 6, mið- vikudaga kl. 8, 2 og 6, fimmtudaga og föstudaga kl. 8 og 6, laugardaga kl. 8, 2 og 6, sunnudaga kl. 10, 3, 9 og 11:30 (en kl. 11:30 frá B.S.f. ann- ars alltaf frá B.S.R.). Frá Akrarnesi mánudaga kl. 8 og 6, þriðjudaga kl. 8, 2 og 6, miðvikudaga og fimmtudaga, kl. 8 og 6, föstudaga og laugardaga kl. 8, 2 og 6, sunnudaga k 10, 3 og 6. i .ískipafélag Reykjavíkur h.f.: K-..a er í Rvík. Askja er væntanleg 4ii Kristianisand í dag frá Bremen. H.f. Jöklar: Drangjökull er í Klai- peda, fer þaðan til Ventspils og Ham- borgar. Hofsjökull fór í gær frá Le Havre til Rotterdam og London. Lang jökull fer í dag frá Rotterdam til Hamborgar. Vatnajökull fór í gær- kvel'di frá Osló til íslands. ísborg kemur til Cork á morgun, fer það- an til London, Rotterdam og Rvíkur. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á leið frá Gautaborg til Rvlkur. Esja fer frá Reykjaivík kl. 17:00 1 dag vestur um til ísafjarðar. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21:00 í kvöld áleiðis tti Rvíkur. Þyrill or á Faxaflóa i olíuflutningum. Skjaldbreið fer frá Rvíik á morgun austur um land til Þórshafnar. Herðubreið var við Vest- mannaeyjar i gærmorgun á austurleið. llafskip h.f.: Langá fór frá Gauta- borg í gær tiil Rvíkur. Laxá fer frá Hull í dag til Rvíkur. Rangá er í Vestmannaeyjum. Selá er í Vestmanna eyjum. Jeffmine fór frá Hamborg 5. þm. til Vestmannaeyja. Hekla fór frá Gautaborg í gær til Rvíkur. Minne Basse lestar í Hamborg 9. þm. Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er 1 Rvfk. Jökulfell fór 5. þm. frá Glou- cester til Rvíkur. Dísarfell fer vænt- anlega 1 dag frá Glomfjord til íslands. Litlafell Er í Rotterdam. Helgafell fór í gær frá Rotterdam til Austfjarða. Hamrafell er væntanlegt til Rvíkur á morgun. Stapafell er í olíuflutning- um á Faxaflóa. Mælifell fór 6. þm. frá Glomfjord til Gufuness. Petrell kemur til Rvíkur í dag. H.f. Eimskipafélag íslands: Bakka- foss fer frá Leith 7. þm. til Rvíkur. Brúarfoss fór frá Vestmannaeyjum 7. þm. til Grimsby. Dettifoss fer NY 7. þm. til Rvíkur. Fjallfoss fer frá Hels- ingfors 8. þm. til Rvíkur. Goðafoss fór frá Vestmannaeyjum þm. til Gdynia. Gullfoss fór frá Kaupmanna- höfn 7. þm. til Leith. Lagarfoss fór frá NY 2. þm. til Rvíkur. Mánafoss kom til Rvíkur 7. þm. frá Rotterdam. Selfoss fer frá Rvík 7. þm. til Súg- andafjarðar, ísafjarðar, Bíldudals, Keflavíkur og Vestmannaeyja. Tungu foss fer frá Antwerpen 7. þm. til Hull og Rvíkur. Katla kom til Rvíkur 6. þm. frá Austfjörðum og Gauta- borg. EJcho kom til Rvíkur 7. þm. frá Hamborg. Askja fór frá Bremen 7. þm. til Kristiansand, Skien og Gauta borgar. Breewijd lestar í Hamborg 13. þm. til Rvíkur. Utan skrifstofutíma eru skipafréttir lesnar í sjálfvirkum símsvara 2-1466. sá HÆZJ bezti Læknir, sem starfar hcr í bænurn, verður meðal annars oft að úrskurða, hvort stúlkur séu barnshafandi. Þegar illa sten-dur á fyrir stúlkunum, verður oft grátux og gnístran tanna, ef hann segir þeim, að þær séu méð barni. Ein stúlka brást þó öðru vísi við, þegar hann kvað upp úrskurð- inn, Hún sagði hin rólegasta: „Ja, var það furða!“ Keflavík — Njarðvík Amerísk fjölskylda óskar eftir 3—4 herb. íbúð. Upp- lýsingar gefur Milton Wright, sími 6134, Kefla- víkurflugvelli. Iðnaðarhverfi óska að taka á leigu upp- hitað húsnæði í iðnaðar- hverfi, 30—40 ferm. Uppl. í síma 36253. Tökum fermingarveizlur og aðrar smáveizlur. Send- um út veizlumat, snittur og brauð. Hábær, sími 21360. Millivegg’japlötur 5 cm, 7 cm og lo cm. Hagstætt verð. Plötusteypan Sími 35785. Ámokstur Sími 34699. — Amokstur. Aheit og gjafir Ahcit og gjafir til Strandarkirkju afh. Mbl.: JJ 300; GG 200; GJ 100; ÞK 25; ÁG 200; EB og JB 100; HJ 25; MS og FJ 100; NN 200; ÁE 200; FM 125; S Andersen 100; SM 500; kona 100; g. áheirt 100; AG 100; OJ 350; Hanna 50; Anna 1000; NN 50; áheit j 50; KB 100; MH 100; Anna Guðjónsd. 250; JH 100; NN 100; SteinUnn 100; Þ Eyþórsson 150; MÓ Grinciavík 200; NN 200; BM 2000; VHL 100; g. áh. KK 200; NN 100; Anna 100; ónefndur 100; JGJ 500; IP 200; GP 50; ÓS 50; JG 100; GS 100; MK 100; J-G 100; ÓH 300; SS 100; GG 100; IB 100. Sólheimadrengurinn afh. Mhl.: EB og JB 100; Ó 25; JGJ 500; HTH 200; GH 25. Hallgrímskirkja í Saurbæ afh. Mhl. SJS 220. Lamaði iþróttamaðurinn afh. Mbl.: EE 100; Áheit XZ 25. Fimmtudagsskrítlan Frakki og Ameríkumaður ræð- ast við: Frakkinn: „Ebki er ættfræðin á háu stigi í Ameríku. Það mundi kosta flesta Ameríkumenn mikla rannsókn í fjölda landa að kom- ast að raun um bverjir séu afar þeirra.“ Ameríkumaðurinn: „Alveg rétt. En á hinn bóginn er það verk- efni flestum Frökkum ofvaxið, hversu löngum tíma sem þeir verja til þess að komast fyrir hverjir séu feður þeirra.“ Nú er rétti tíminn til að klæða gömlu hús- gögnin. Bólstrun Ásgríms, Bergstaðastræti 2. Sími 16807. Klæðum húsgögn Klæðum ’ og gerum upp bólstruð húsgögn. Sækjum og sendum yður að kostn- aðarlausu. Valhúsgögn Skólav.stíg 23. Sími 23375. Ryðbætum híla með plastefnum. Arsábyrgð á vinnu og efni. 'Sækjum bíla og sendum án auka- kostnaðar. — Sólplast h.f., Lágafelli, Mosfellssv. Sími um Brúarland 22060. Plast-hillupífurnar komnar. — G>ardínubú3in, Ingólfsstræti. ATHDGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Stuika óskast Rösk og áreiðanlcg stúlka óskast til starfa í prjóna- stofu i Sogamýri. Ekki unnið á laugardögum. Mögu- leikar á ákvæðisvinnu. Það er ekki skilyrði að við- komandi geti byrjað strax. Upplýsingar í síma 11422 eftir kl. 5 í dag og á morgun. Bókhaidaii Vanur bókhaldari óskast til starfa á einni af stærstu lögfræðiskrifstofum borgarinnar. Fjölbreytt starf — góð vinnuskilyrði. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga fyrir starfinu sendi nöfn sín og aðrar upplýsingar til afgreiðslu Morg- unblaðsins merkt: „Fjölbreytt starf — 1898“. Uigerðarmeiiai — Bátar Höfum kaupendur að 10—50 lesta bátum. Hafið samband við okkur ef þið viljið selja bát. Skip & fasteignir Austurstræti 12 — Sími 21735 eftir lokun sími 36329. LaxveiSijörð til sölu Til sölu er á næstkomandi vori jörðin Neðri- Lækjardalur í A.-Hún. Túnstærð um 15 ha. mest véltækt. Rafmagn og sími. Jörðin er um 3 km frá Blönduósi. Ótakmarkaðir ræktunarmöguleikar. Til- boðum ber að skila til undirritas fyrir 30 .apríl, n.k. Áskilin réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Keflavík, 5/4. 1965. Guðmundur Jakobsson, sími 1373. Eldhússtörf Okkur vantar aðstoðarstúlku í mötuneytið á Álafossi. — Upplýsingar á skrifstofu Álafoss, Þingholtsstræti 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.