Morgunblaðið - 08.04.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.04.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ f Fimmtudagur 7. apríl 1965 Endurskoðun á reglum um tekju- stofna sýslufélaga JÓN ÁRNASON mælti í gær /yr ir þingsályktunartillögu um end- urskoðun á tekjustofnum sýslufé- laga, en tillögu þessa hefur hann flutt ásamt þremur þingmönnum öðrum. Komst Jón Árnason að oröi á þessa leið: Á þingskjali nr. 305 hefi ég, ásamt þrem öðr um háttvirtum þingmönnum, leyft mér að flytja tillögu til þingsályktunar I um endurskoðun á gildandi regl- 1 um um tekju- stofna sýslufélaga. — Tillögu- greinin hljóðar svo, — með leyfi forseta: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta svo fljótt sem auðið er hefjast handa um endurskoðun á gildandi reglum um tekjustofna sýslufélaga í því skyni að setja skýrari ákvæði um tekjustofna sýslufélaga og sjá þeim fyrir nægilegum tekjum til þess að mæta lögboðnum og öðr um óhjákvæmilegum útgjöld- um“. Tillaga þessi er flutt eftir beiðni sýslunefnda Mýra- og Borgarfjarðarsýslna, en á fund- um þeirra, sem haldnir voru í júnímánuði sl. samþykktu báðar sýslunefndirnar ályktanir, sem hnigu í sömu átt og tillaga þessi kveður á um. Verkefni sýslufélaga eru bæði margvísleg og í sumum tilfellum, binda þau sýslufélögunum fjár- hagslega bagga, — þar sem þau verða að standa undir ýmsum sameiginlegum kostnaði sveitar- félaganna. Verksvið sýslufélaga má segja að sé sérstaklega markað í 4. kafla laga nr. 58/1961, um sveitar stjórnir. — Er þar sett fram sú meginregla, að sýslufélögin skuli annast stjórn á öllum sveitar- stjórnarmálum, sem varða sýslu í heild. Eftir lögum eru sveitarfélög tvennskonar, — annarsvegar eru það hrepparnir, en hinsvegar kaupstaðir, sem eru jafnframt sjálfstæð lögsagnarumdæmi. Sem dæmi um almenn laga- ákvæði, sem leggja skyldur og fjárhagslegar skuldbindingar á sýslufélög, má nefna vegalög nr. 71/1963, — lög um almennings bókasöfn, þar sem sú skylda er lögð á sýslufélög, að sjá héraðs- bókasöfnum fyrir húsnæði, — þá eru lög um lax og silungsveiði, sem skylda sýslusjóð til bóta- greiðslna vegna friðunaraðgerða í fallvötnum, lög um húsmæðra- fræðslu, þar sem lagt er á sýslu félög að greiða hluta kostnaðar við byggingu og rekstur hús- mæðraskóla í sveitum, lög um lög reglumenn, en þar er ákveðið, að viss hluti kostnaðar af löggæslu í viðkomandi sýslu, eða lögsagn arumdæmi, sé af þeim greiddur. Þá er rétt að benda á, þátt sýslnanna í greiðslu kostnaðar við byggingu og rekstur héraðs- skjalasafna og byggðarsafna. — Framlög í þágu heillbrigðismála, t.d., greiðslu ljósmæðralauna og til byggingar sjúkrahúsa, þá er nokkur stuðningur við skóla og almenna menntun, íþrótta- og hverskonar æskulýðsmál. Eins og segir í greinargerð fyrir tillögunni, þá er í 101. gr. sveitar stjórnarlaganna frá 1961, að finna megin ákvæði um tekjustofna, sem sýslufélögum er ætlað til þess að standa straum af hin- um sameiginlega kostnaði, en þar segir: — því sem á vantar að tekjur sýslusjóðs hrökkvi fyrir gjöldum, skuli jafnað niður á hreppana, eftir tilteknum regl- um, sem greinir nánar í lögun- um. Af þessu orðalagi mætti ætla, að megin tekjustofninn sé fast- ur, og það sem á vanti að endar nái saman, skuli jafna niður á hreppana. Þessu er á annan veg farið. — Tekjur sýslufélags eru að heita má, einungis hið niðurjafnaða gjald, sem lagt er á sveitarfélög- in._ í þessu sambandi má nefna sem dæmi, að af heildartekjum sýslusjóða Mýra- og Borgarfjarð arsýslu, eru aðeins rúmlega 8% teknanna, tilkomnar frá öðrum tekjustofnum, en niðurjöfnun- inni. Ég geri ráð fyrir að svipuð hlutföll séu einnig um tekjur annarra sýslufélaga, þó að ég hafi ekki aflað mér upplýsinga þar um. Þegar höfð eru í huga, þau miklu verkefni, sem sýslufélög- unum er skylt að leysa, og hafa forustu um, er ekki óeðlilegt, að athugun fari fram á þeim mögu leikum, sem sýslufélögin hafa til þess, að afla sér tekna, og standa með því undir hinum sameigin- lega kostnaði. Ég geri ráð fyrir, að allir séu sammála um að æskilegt sé, að efla frekar en draga úr sjálf- stjórn héraðanna, og með því skapa þeim aðstöðu til þess að hafa forustu og frumkvæði, að margvíslegum umbótum og fram förum, hvort heldur er á sviði menningarmála, atvinnuhátta eða öðru því sem helzt treystir og tengir fólkið við sína heima byggð. Með því að efla sjálfstjórn hér- aðanna, og treysta fjárhagsleg- ann grundvöll þeirra, væri á viss an hátt, stigið raunhæft spor í þá átt, að auka jafnvægi í byggð landsins. Ég sé ekki ástæðu til að orð lengja frekar um málið, en legg til að umræðunni verði frestað, og málinu vísað til háttvirtrar fjárveitinganfefndar. Undanþága frá banni um botnvörpuveiðar GUÐLAUGUR Gíslason hefur flutt frumvarp um breytingu á lögum um bann gegn botnvörpu veiðum svohljóðandi: „2. málgr. 1. gr. laganna orð- ist svo: Heimilt er ráðherra að veita vélbátum undanþágu frá banni þessu til að stunda kampalampa veiðar, leturhumarveiðar og fisk veiðar á tilteknum svæðum með venjulegri kampalampavörpu, leturhumarvörpu og fiskivörpu, með þeim skilyrðum og takmörk unum, sem nauðsynlegar kunna að þykja. Áður en undanþága er veitt, skal leitað um hana álits Fiskifélags íslands“. Þingsályktanir Á FUNDI Sameinaðs þings í gær var einkum rætt um ýmsar þings ályktunartiilögur og verður gerð grein fyrir þeim umræðum hér á eftir í stuttu máli, en frá einni þessarra tilLagna, er Jón Árna- son hafði framsögu fyrir, er skýrt frá annars staðar hér á þingsíð- unni. Kvikmynidasýningar í sveitum Gísli Guðmundsson (F) gerði grein fyrir áliti allsherjarnefnd- ar um þingsályktunartillögu um kvikmyndasýningar í sveitum, þar sem mælt var með sam- þykkt tillögunnar og var hún síð- an samlþykkt. Björn Pálsson (F) greiddi einn atkvæði gegn tillög- unni. Endurskoðun lánveitinga til íbúðabygging.a Þá gerði Einar Ágústson (F) grein fyrir þingsályktunartillögu um að Alþingi álykti að kjósa sjö manna nefnd til þess að end- urskoða öll gildandi lög um lán- veitingar til íbúðabygginga í land inu og nefndin að gera tillögur að nýrri löggjöf í þessum efnum. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) sagði, að ýms atriði hefðu komið fram í ræðu Einars Ágústssonar, sem væru sjálfsögð og væri stjórnin líka að vinna að því nú þegar að koma þeim í framkvæmd. Þorvaldur minntist ennfremur á það, að meðan að byggingarvísitalan hefði hækkað um 77, þá hefðu lán til íbúða- bygginga hækkað um tæplega 300% og segði það sína sögu. Þá sagði Þorvaldur, að það væri ekki rétt með farið í þings- ályktuninni, þar sem segði, að jafna þyrfti aðstöðu manna til lánsfjár í sambandi við íbúða- bygginar. Sagði Þorvaldur, að all ir hefðu jafna aðstöðu til lána húsnæðismálastjórnar. Þorvaldur sagði að lokum, að nú þegar lægi fyrir Efri deild frumvarp frá ríkisstjórninni um umfangsmestu löggjöf á síðustu árum til úrbóta í húsnæðismál- um, þá sæi hann ekki ástæðu til þess að skipa sjö manna nefnd samkv. þingsályktunartillögunni. Eggert G. Þorsteinsson (Alþfl.) sagði m.a., að ágæt samstaða hefði verið með öllum flokkum um framkvæmd löggjafarinnar um þessi mál. Það sem naglhald væri í, væri að veita meira fé til íbúðabygginga, en þá vaknaði hins vegar spurningin, hvar ætti að taka það fé. Sagði hann, að sér sýndist þær undirtektir, sem sú leið til fjáröflunar í þessu sambandi, sem nú væri fyrir Efri deild, ekki vera þannig að auð- veldara yrði eftirleiðis að finna leiðir í þessu skyni. Það væri ágætt að afla aukins lánsfjár til íbúðabygginga, en það sem meira máli skipti væri að lækka bygg- ingarkostnaðinn. Var tillagan síðan tekin út af dagskrá en atkvæðagreiðslu um hana frestað. Eftirlit með fyrirtækjasamtökum Benedikt Gröndal (Alþfl.) gerði grein fyrir þingsályktunar- tillögu um eftirlit með fyrir- tækjasamtökum, sem Unnar Stef- ánsson (Aliþfl) flutti fyrr í vetur, er hann sat á Alþingi. Sagði Benedikt, að þessi tillaga hefði verið flutt áður og þá gengið til nefndar en ekki lengra og nú væri hún því flutt að nýju. Benedikt sagði ennfremur, að samtök fyrirtækja um verðmynd un, hefðu nú sérstaklega komið til tals síðustu daga, sökum þess að tryggingarfélögin í landinu virtust nú hafa haft með sér samtök um að hækka tryggingar- iðgjöldin af bifreiðum. Einar Olgeirsson (Alþbl.) kvaðst álita iþessa tillögu mjög gagnlega og sagðist vona, að hún yrði samþykkt og fylgt fljótlega eftir. Saði hann það ott, að annar stjórnarflokkurinn gerði sér það ljóst, að frjáls samkeppni væri hér ekki til og hefði ekki verið iþað lengi. Fiskveiðilandhelgi Þá var haldið áfram umræðum um þingsályktunartillögu um út- færslu fiskveiðilandhelginnar fyr ir Vestfjörðum og talaði Birgir Finnsson (Alþfl). Sagði hann m.a., að andstæðingum stjórnar- innar meðal þingmanna Vest- fjarða hefði verið það ofar 1 huga að geta núið þingmönnum stjórnarflokkanna frá Vestfjörð- um því um nasir, að þeir væru á móti tillögunni, en að tillagan yrði samþykkt. Birgir Finnsson tók það ennfremur fram, að ekk- ert væri sér fjser, en að spilla fyrir útfærslu landhelginnar, en hann væri á móti þessari tillögu vegna þess að hún væri gölluð og illa undirbúin. Þá sagði hann ennfremur, að nauðsynlegt væri að gerð væri nákvæm skilgrein- ing á landgrunninu í því skyni að gerðar væru frekari ráðstaf- anir í landhelgismálunum. Var umræðum um tillöguna síðan frestað. Elínborg Guðmundsdóttir IMokkur kveðjuorð í DAG verður gerð frá Fossvogs- kirkju útför Elínborgar Guð- mundsdóttur, sem lengi átti heima að Skólavörðustíg 15, en dvaldist hin síðustu ár að Hrafn- istu. Elínborg var fædd 13. janúar 1878, en lézt 2. apríl sl. rúmlega 87 ára að aldri. Elínborg starfaði hjá Morgunblaðinu um nær 30 ára skeið, eða þar til hún var rúmlega sjötug. Á blaðinu vann hún við ræstingu og ýmis önnur störf. Hún kom til vinnu sinnar eldsnemma á morgnana og á kvöldin, þegar hún fór heim, var vinnudagur hennar oft orðinn æði langur. Dugnaði Elínborgar, eða Borgu, eins og hún var alltaf kölluð, var viðbrugðið, og trúmennskan sat þar í fyrirrúmi. Þótt aðalstarf hennar hjá blaðinu væri ræsting greip hún víðar til hendi, ef á þurfti að halda, til dæmis við af- greiðslu blaðsins. Hennar fyrsta hugsun var ekki kaupið heldur hvar hún gæti gert mest gagn. Trúlega hafa henni verið það dýrmætustu launin að finna, að hún hafi gert skyldu sína og helzt vel það. Elínborg var alltaf hress í bragði, létt í skapi og með gam- anyrði á vör. Ekki var því að undra þótt hún yrði vinsæl meðal samstarfsfólksins, sem komst ekki hjá því að smitast af þess- ari skapgerð hennar, og sóttist gjarnan eftir því að eiga við hana orðræðu. Menn fundu fljótt heillyndi hennar. Hún var laus við allan tepruskap og kom til dyranna eins og hún var klædcU Sonur Elínborgar er Magnús Þórðarson, sem búsettur er hér i borg, en einnig tók hún til fóst- urs og ól upp frá barnsaldri Guð ríði Bjarnadóttur, en hún lézt tvítug að aldri. Morgunblaðið og þeir sem með henni störfuðu á blaðinu, minn- ast hennar með hlýhug og þakk- læti. Aflur róið ÞÓRSHÖFN, 7. apríl — í gær- morgun tóku jakar að losna úr isbrúninni og reka út undan suð- austanáttinni og hélt þetta ísrek áfram í gærdag. í morgun var allur ís farinn frá landi og sást aðeins úti við sjóndeildarhring. Nú er hann með öllu horfinn. Rúmlega mánuður er nú liðinn siðan hægt hefur verið að ýta báti úr vör. Hýrnaði því heldur yfir mönnum í morgun og fóru 10 til 12 bátar út að leiggja hrogn- kelsanetin. Línubátarnir eru að búast á veiðar og fara væntau- lega út í kvöld eða á morgun. GABOON - GABOON fyrirliggjandi smáskorið Finnskt blokklímt Gaboon 5 x 10 fet og 19 og 22 mm. Kristján Siggeirsson hf. Laugavegi 13. Í-B-U-Ð Vil kaupa 2ja til 3ja herb. íb>'ð. Þarf helzt að vera á 1. hæð. GUÐNÝ Þ. GUÐJÓNSDÓTTIR Ingólfsstræti 21 C — Sími 23922.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.