Morgunblaðið - 08.04.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.1965, Blaðsíða 2
2 MQRGUNBLAÐID 1 Fimmtudagur 7. apríl 1965 Joftnson Dandarlkjaforseti: kynda elda í — Þeir hafa þurrkað út frelsið í Tíbet, ráðizt á Indland og verið fordæmdir af Sam. þjóðunum Baltimore, 7. apríl — NTB. JOHNSON Bandaríkjafor- seti sagði í ræðu, sem hann flutti við John Hopkins- háskólann í Baltimore í kvöld og sjónvarpað var og útvarpað um gjörvöil Bandaríkin, að Bandaríkin væru reiðubúin til þess að taka þátt í viðræðum um friðsamlega lausn Viet Nam málsins án þess að setja nokkur skilyrði fyrir fram. Sagði Johnson að friðsamleg lausn væri eina hugsanlega stefnumark hugsandi manna. Jafn- framt stakk Johnson upp á því að Bandaríkin veittu einn milljarð dollara til að- stoðar Suðaustur-Asíu svo fremi að friður komist á í þeim hluta heimsins. í ræðu sinni sagði Johnson að Norður Viet Nam hefði að- eins eitt markmið og það væri að sölsa undir sig allt S- Viet Nam. Hann sagði að styrjöldin í Viet Nam væri að- eins einn liður í stærri árásar- fyrirætlunum og að Kínverjar kyntu eldana í N-Viet Nam af kappi. Takmark Ban'daríkj- anna væri að verja sjálfstæði S-Viet Nam, og að Bandaríkin myndu gera allt sem nauðsyn- legt væri — en einnig aðeins það sem nauðsynlegt væri — til þess að ná því takmarki. Johnson lagði á það áherzlu að ,hin eina skynsamlega leið væri sú sem lægi til friðsam- legrar lausnar. Sem skilyrði fyrir friði nefndi hann sjálf- stætt S-Viet Nam, án utanað- komandi afskipta, án þátt- töku í nokkrum hernaðar- bandalögum og án erlendra herstöðva. Forsetinn sagði að Banda- ríkin væru reiðubúin til við- ræðna án þess að setja nokk- ur skilyrði fyrirfram, og að Bandaríkin myndu reyna að koma í veg fyrir að styrjöldin breiddist út. Johnson beindi því til landa SA-Asíu að þau tækju hönd- um saman um umfangsmikið þróunarstarf, og kvaðst hann vona að Norður-Viet Nam mundi taka þátt í slíku sam- starfi, svo fljótt sem friðsam- leg samvinna er möguleg. Þá kvaðst Johnson einnig vonast til þátttöku Sovétríkjanna í slíku samstarfi, og ennfrem- ur allra annarra iðnaðarþjóða. Forsétinn kvaðst vona að U Thant, aðalritari SÞ, mundi eiga frumkvæðið að umfangs- mikilli þróunaráætlun fyrir SA-Asíu, og hann kvaðst sjálf ur myndu leggja til við Banda ríkjaþing að það veitti einn milljarð dollara til þessarar á- ætlunar, yrði hún að veru- leika. Forsetinn sagði að kynslóð vor ætti um eftirtalda kosti að velja: Að eyðileggja eða byggja upp, drepa eða hjálpa, og hata eða skilja. „Alþýða manna í N-Viet Nam og S-Viet Nam, í- Ind- landi og Kína, í Sovétrikjun- um og Bandaríkjunum er hug rakkt fólk. Meirihluti þessa fólks vill ekki að synir þess deyi á vígvellinum eða að heim ili annarra séu lögð í rúst“, sagði Johnson. Forsetinn fléttaði í friðarósk ir sínar yfirlýsingu um á- kveðni Bandaríkjanna í Viet Nam deilunni. „Við munum ekki draga okkur í hlé, hvorki opinber- lega né í skjóli tilgangslauss sáttmála. Við æskjum engra ívilnana til handa okkur sjálf- um. Við æskjum þess aðeins að fólkið í S-Viet Nam fái að stjórna landi sínu á sinn eig- inn hátt“. Forsetinn sagði að tilgang- urinn með loftárásunum á N- Viet Nam væri sá að draga úr árásum kommúnista og auka hinu hugprúða fólki S-Viet Uyndon li. Johnson Nam stolt og álit. Auk þess væru árásirnar til þess gerð- ar að sannfæra leiðtoga N- Viet Nam og alla þá aðra, sem reyndu að taka þátt í yfir- gangi þeirra, um eina ein- falda staðreynd: „Við munum ekki láta troða okkur um tær. Og við munum ekki þreytast". „Við vitum, að loftárásirnar einar sem slíkar eru ekki nægilegar í þessu sambandi en það er skoðun þessarar rík isstjórnar að þær séu nauð- synlegur þáttur í öruggustu leiðinni til friðar“, sagði for- setinn. Johnson lýsti styrjöldinni í Viet Nam, sem styrjöld slíkr- ar grimmdar, að slíks væru engin dæmi, og sagði að Kína kastaði löngum skugga sínum yfir hana. „Ráðamennirnir í Hanoi eru eggjaðir til dáða af Peking. Stjórnin, sem situr í Peking, hefur gert út af við frelsið í Tíbet, ráðist á Indland og ver ið fordæmd af hinum Samein uðu þjóðum fyrir árásarað- gerðir í Kóreu. Þetta er þjóð, sem hlúir að ofbeldinu í nær öllum álfum heims. Og styrj öldin í Viet Nam er aðeins liður í enn stærri áætlunum um yfirgang og árásir“. „Við vonum að friður komist á fljótt, en það mál er í höndum fleiri aðila en okk ar, og við verðum að búa okkur undir langvinna bar- áttu. Þetta mun krefjast þolin mæði jafnt sem hreysti — vilja til þess að slaka ekki á jafnt, sem vilja til andspyrnu. Við munum beita kröftum okk ar með hófsemi, en við mun- um beita þeim“, sagði John- son forseti. -<A Tónleikar Pólyfón- kórsins í Kristskirkju PÓLÝFÓNKÓRINN heldur hina árlegu vortónleika sína fyrir styrktarfélaga og almenning í Kristskirkju, Landakoti, dagana 9.—11. apríl. Fyrstu tónleikarnir verða næstkomandi föstudags- kvöld kl. 9, en alls verða 4 sam- songvar, hinn næsti á laugardag kl. 6 siðdegis og sunnudaginn 11. april syngur kórinn tvisvar, kl. 6 síðdegis og kl. 9. um kvöldið. Síðustu opinberir tónleikar Pólýfónkórsins voru um jólin, og þó flutti hann fyrri hluta Jólaora- toríu Bachs ásamt einsöngvurum og hljómsveit. Þetta er 8. starfs- ár kórsins, og hefur hann kynnt fjölda fagurra verka fyrir bland- aðan kór, sem áður voru óþekkt íslenzkum hlustendum, einkum tónlist frá gullaldartímabili kór- tónlistar, 16. og 17. öld og einnig nútímatónlist. Nafn Pólýfónkórsins er dregið af gríska orðinu polyfonos, sem þýðir margraddaður. Kórinn vel- ur sér líka sannarlega verkefni, sem hæfa nafni hans, enda hafa viðfangsefnin sjaldan verið jafn margradda og nú. Fyrst á efnis- skrá þessara tónleika eru tvær mótettur fyrir 6 raddir, Haec dies eftir enska tónskáldið Will- iam Byrd og „Ich bin ein rechter Weinstock" eftir þýzka tónskáld- ið Heinrich Schútz, sem báðir voru fæddir á 16. öld. Voru báðir miklir snillingar og Suhutz tal- inn mesta tónskáld evangelisku kirkjunnar fyrir daga Bachs. Þessir tónleikar Pólýfónkórs- ins verða þó að teljast mestur viðburður fyrir þá sök, að þar verður flutt í fyrsta sinn á Is- landi ein af fegurstu og virtustu tónsmíðum hins kaþólska siðar, Stabat Mater eftir Palestrina. Þykir snilld þessa meistara óvíða birtast í jafn skíru ljósi og í Stabat Mater, sem samið er fyrir tvo kóra, 8 raddir. Var verkið jafnan flutt í kapellu páfans í Róm á pálmasunnudag, en vand- lega varðveitt og afritun þess ekki leyfð. Loks tókst að koma eintaki undan, • og var verkið fyrst gefið út í London árið 1771. Nú verður verkið flutt hér á pálmasunnudag — tvisvar sinn- um. * A seinnihluta efnisskrárinnar eru tvö nútímaverk: Agnus Dei, fyrir kór otg fjórar einsöngsradd- ir eftir Þorkell Sigurbjörnsson, sem flutt verður í fyrsta sinn hér á landi, en hefur verið flutt í Bandaríkjunum, og að lokum Þýzk messa eftir þýzk-austur- ríska tónskáldið Johan Nepomuk David, sem var í fremstu röð tón- skálda á þessari öld, sem samið hafa í Pólýfón-stíl, en er látinn fyrir skömmu. Verkið er samið fyrir 4—10 raddir og mjög áhrifamikið. Pólý- fónkórinn flutti verk þetta einu sinni áður, vorið 1960, og vakti það þá mikla athygli, og er því endurtekið nú. Söngstjóri Pólýfótikórsin,s er Ingólfur Guðbrandsson, en for- maður Rúnar Einarsson. í kórn- um eru nú 40 manns. Eins og áð- ur var getið, eru tónleikar þessir fyrst og fremst fyrir styrktar- félaga kórsins, en nokkrir að- gönigumiðar verða seldir í Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar. (Fréttatilkynning frá Pólýfón- kórnum). Fræðsluhindur kvenna NÆSTI fundur á fræðslunám- skeiði kvenna verður í Valhöll í kvöld kl. 8.30. Frú Guðrún P. Helgadóttir skólastjóri talar um fræðslumól. Þátttakendur eru beðnir áð mæta vel og stundvíslega. Grafarnesbátar með 3000 tonn Grafarnesi, 7. apríl. AFLI Grafarnesbáta er mjög sæmilegur, það sem af er vertíð. 8 bátar eru gerðir út héðan og róa þeir allir með þorskanet. Afii þeirra til 1. apríl var sam- tals nálega 3000 tonn. Hæstur var Farsæll með 527 tonn, þá Blíðfari með 434 og Runólfur með 427 tonn. Aflinn minnkaði talsvert sfð- ari hluta marzínánaðar, en hefur nú glæðst nokkuð eftú,- mánaða- mótin. — Emil. Afli á Vestfjöröum í marz tæp 11000 tonn ÍSAFIRÐI, 7. apríl. — f marzmánuði nam heildarafli Vestfjarða- báta 10,885 lestum og er það 850 lestum meira en í marz í fyrra. Heildaraflinn á vertíðinni er nú 18,367 lestir, sem er um 450 lestum minna en í fyrra. Aflahæstu bátar á Vestfjörðum frá áramótum til 1. apríl eru þessir: Helga Guðmundsdóttir, Patreksfirði .......... 924,5 (31) Dofri, Patreksfirði......................... 757,2 ( 54) Seley, Patreksfirði ......................... 751,9 (53) Framnes, Þingeyri ........................... 691,9 (40) Sæborg, Patreksfirði ........................ 555,3 (38) Einar Hálfdáns, Bolungarvík.................. 552,2 (47) Sæfari, Tálknafirði ......................... 532,2 (40) Guðbjartur Kristján, ÍS 280 ................ 527,7 (45) Guðbjörg, ísafirði .......................... 521,7 (42) Þorgrímur, Þingeyri ......................... 518,2 (37) Aflahæstu bátarnir, sem eingöngu hafa stundað línuveiðar; Sif, Súgandafirði .......................... 446,4 (56) Hilmir II, Flateyri......................... 438,3 (54) Heiðrún, Bolungarvík ....................... 413,7 (59) Aflinn í einstökum verstöðvum í marzmánuði: Patreksfjörður . . 1,852 Tálknafjörður . .. * 785 Bíldudalur 485 Þingeyri .. 1,115 Flateyri 634 Suðureyri . . 1.357 Bolungarvík ......... 1,204 Hnífsdalur ............ 751 fsafjörður .......... 2,270 Súðavik ............... 529 Hólmavík ................ 3 Drangsnes ............... 0 Segja má,að afli í marz hafi yfirleitt verið mjög góður og gæftir einnig góðar. í 6 verstöðvum af 12 er aflinn talsvert miklu meiri en í fyrra, í 3 mjög svipaður, en í 3 allmiklu rýrari. Mikil vinna hefur allsstaðar verið við verkun aflans í mánuðinum. H. X,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.