Morgunblaðið - 21.04.1965, Side 8

Morgunblaðið - 21.04.1965, Side 8
8 MORG U N BLAÐIÐ Miðvikudagur 21. apríl 1965 8 8 8 í jj 8 B 8 I llfl^ [filfl 1 Loðdýrarækt — HúsnæðismáSastofnun ríkisins —- Ráðstafanir vegna sjávarútvegsins 1 gær var enn haldið áfram í Neðri deild 2. umræðu um loð- dýrarækt og varð henni ekki lok ið. Kom þar fram enn frekari gagrnrýni en áður, að frumvarp ið skuli ekki hafa verið sent nátt úruverndarráði til umsagnar. I>á urðu einnig í Neðri deild nokkrar umræður um frumvarp um Hús- næðismálastofnun rikisins. Enn fremur voru þar til 1. umræðu frumv. um Myndlista- og handíða skóla fslands, frumv. um breyt- ingu á lögum um brunatrygging- ar í Reykjavík og frumv. um eft- irlit með útlendingum og var þeim öllum vísað til 2. umræðu og nefnda. Frumvarp um breyt- ingu á lögum um dýralækna var vísað til 3. umræðu og frumvarp nm fjölgun nefndarmanna í þing fararkaupsnefnd úr 5 í 7 var afgreitt sem lög.. f Efri deild urðu nokkrar um- ræður um frumvarp. um ráðstaf- anir vegna sjávarútvegsins og gerði Jón Árnason þar grein fyr ir áliti sjávarútvegsmálanefndar um frumvarpið, sem vísað var til X umræðu. Þá var frumvarp varðandi ráðstöfun erfðafjár- skatts og erfðafjár ríkisins til vinnuheimila einnig afgreitt til S. umræðu. LOÐDÝRARÆKT Benedikt Gröndal (Al'þfl.) tal- aði fyrstur í umræ'ðum um frumv. um loðdýrarækt, en þá fór fram í Neðrideild 2. umræðu um það og varð ekki lokið. Sagði hann, að fyrr í þessum umræðum hefði komíð fram mikil gagnrýni á því, að ekki hefði verið leitað álits náttúruverndarráðs um þetta frumvarp og bar hann fram tilmæli um, að það yrði gert nú. | Sagði hann enn fremur, að þetta mál hel'ði verið rætt fyrir páska hjá fundi í Náttúrufræðingafélag inu og hefði þar komið fram m.a., að ganga mætti út frá þeirri fo*r- sendu, að minkar myndu alltaf sleppa úr haldi hversu tryggilega, sem um minkabúr yrði búið. Benedikt sagði að lokum, að engin ný rök hefðu komfð fram frá því 1951, er minkarækt var lögð niður, sem mæltú með því að nú yrði tekin upp minkarækt. Halldór Ásgrímsson (F) gat þess m.a. að þegar minkaeldi var lagt niður, voru um 5—7 minka- bú enn hokrandi hér á landi og það þrátt fyrir allar hinar óvenju legu og hagstæðu kringumstæð- ur fyrir minkarækt hér á landi áð áliti talsmanna frumvarpsins. Halldór sagði enn fremur, að það væri athyglisvert, að flytjendur tfrumvarpsins færu fram á, að einungis 5 minkabúum yrði fyrst um sinn leyft að starfa. Sýndi þetta vissan ýmigust hjá frum- varpsmönnum og að í þeim væri einihver hrollur gagnvart mink- um. Sagði hann að lokum, að hann gæti vel sætt sig vi'ð það, að frumvarpið yrði vísað til rikis stjórnarinnar í þeirri von að hún myndi sitja sem fastast á því. Kvaðst hann og herma, að þetta mál hefði ekki verið sent til um- sagnar náttúruverndarráðs. Var umræ'ðum um frumvarpið síðan enn frestað. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS Nokkrar umræður urðu um frumvarp stjórnarinnar um hús næðismálastofnun rí'kisins, en. i Emil Jónsson félagsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu í Neðri deild í gær. Hefur verið gerð ítarleg grein fyrir þessu frum- varpi áður hér í blaðinu, en Efri deild hefur þegar samþykkt þáð. Rakti ráðherrann efni frumvarps ins og nýmæli í því. Á meðan á meðferð þess stóð í Efri deild, var sett inn í frumvarpið ákvæði um það, hvernig aflað skyldi 40 millj. kr. framlags, sem frumvarp ið gerði rá'ð fyrir af hálfu ríkis- ins til byggingarsjóðs. Sagði ráð herrann að lokum, að með þessu frumvarpi væri aðstaða þeirra, sem væru að koma sér upp íbúð, gerð betri en nokkru sinni áður í tið nú’gildandi laga um þetta efni. Skúli Guðmundsson (F) gagn rýndi, að lán samkv. frumvarp- inu ættu að vera vísitölubundin, á meðan það væri ekki orðin al- menn regla um önnur lán. Þá sagði hann, áð sér væri kunnugt um, að þetta ákvæði um vísitölu trygginguna væri þegar komið til framkvæmda. Sér væri ekki ljóst ■hvar væri að finna lagaheimild fyrir því og kvaðst hann vilja skora ó félagsmálaráðherra að upplýsa þetta atriði. Emil Jónsson félagsmálaráð- herra svaraði á þá lei'ð, að fé- lagsmálaráðuneytið hefði talið, að þessa heimild væri að finna í 6. gr. laga frá 1957 um Húsnæðis miálastofnun ríkisins, þar sem greint væri frá hinum ýmsu at- riðum varðandi þessi lán. Sigurvin Einarsson (F) tók einnig til máls í þessum umræð- um og kváð það nauðsynlegt að fá úr því skorið, hvort útilokað ' væri að fá lán, frá húsnæðismála stofnunni, ef menn hefðu ekki fengið loforð um lán óður en þeir byrjuðu að byggja íbúð sína. Enn fremur kváðst Skúli Guðmunds son ekki getað fallizt á skýringu ráðherrans varðandi vísitölu tryggingu lánanna. Varðandi um mæli Sigurvins sagði ráðherrann að nauðsyn hefði verfð á að áliti sérfróðra manna að halda hó- marki nýbygginga innan vissra takmarka, þannig að ekki væri byrjað á fleiri íbúðum en unnt væri að veita lán til og því væri það gert að skilyr'ði, að menn sæktu um lán áður en þeir hæf ust handa um ílbúðarbyggingu. Enn fremur ítrekaði hann um- mæli sín áður um heimild fyrir vísitölu tryggingu á lánum hús- næðismiálastofnunnarinnar. Var frumvarpið að lokum afgreitt til 3. umræðu. RÁÐSTAFANIR VEGNA SJÁVARÚTVEGSINS Jónas Áraason (S) gerði grein fyrir áliti sjávarútvegsmálanefnd ar um frumvarp um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins, sem var til 2. umræðu í Efri deild, en Neðri deild hefur þegar sam- þykkt það. Sagði Jón, að nefndin hefði orðið sammála að mæla með samþykkt frumvarpsins, en hefði þó komi’ð með eftirfarandi breytingartillögu: Á árinu 1965 heimilast að greiða úr ríkissjóði til skreiðarframleiðenda 10 millj. kr, til verðuppbóta á hluta skreið arframleiðslu eftir reglum, sem sjávarútvegsmálaróðuneytið set- ur. Jón minntist enn fremur nokk úð á það, að sarrtkv. frumvarp- inu væri áætlað að verja 22 millj. kr. til uppbóta á linu- og hand- færafiski, en frá því að sú áætl- un var gerð hefði orðið all mikil breyting frá því, sem fyrirhugað var a.m.k. hvað snerti línufisk, því áð gera mætti ráð fyrir afla- rýrnun vegna verkfallsins í janú- ar hjó bátunum og vegna hafís in,s fyrir Norðurlandi, sem hefði torveldað veiðiskap mjög. Sam- kvæmt upplýsingum Fiskifélaga fslands væri línuaflinrt um helm ingi minni en á sama tíma í fýrra miðað við mánuðina janúar og febrúar. Kæmu greiðslur ríkis- sjóðs til með að lækka um 3— 3 V2 millj. kr. af þessum sökum. Mætti því gera ráð fyrir, að nokkuð af þeirri upphæð, sem verja skal til skreiðarframleiðsl- unnar samkv. tillögu nefndarinn ar verði fyrir hendi vegna sam- dráttar, sem átt hefur sér stað í línuaflanum. Jónas Árnason sagði a‘ð lok- um, að verðuppbót sú á línu- og handfærafiskinn, sem í frumvarp inu fælist, væri mikils verð á- kvörðun sem bæri að fagna. Þar væri verið að verðlauna þann sjávarafla sérstaklega, sem að allra dómi hefði tryggt bezt þau méðmæli, sem íslenzki fiskurinn hefði áunnið sér á erlendum markaði. Gils Guðmundsson (Alþbl.) sagði m.a. að það myndi ekki vekja furðu neins, að nú væri komið fram frumvarp um aðstoð til handa sjávarútveginum. Það hefði vakið meiri furðu, að að- stoð hefði þurft með í fyrra, þeg ar um miki'ð aflaár var að ræða auk hækkandi verðlags á íslenzk um sjávarafurðum erlendis. Gils hvaðst sérstaklega hafa hvatt sér 'hljóðs vegna þeirra ráðstafanna, sem með þessu frumvarpi væru ráðgerðar vegna togaraútgerðar- innar. Sagði hann, að frá sínu sjónarmi'ði mætti íslenzk togara útgerð með engu móti leggjast niður og væru ástæðurnar fyrir því í fyrsta lagi, að togararnir væru þau skip, se-n veitt gætu á þeim miðum, sem bátar yfir- leitt gætu ekki náð til og í öðru lagi væru togararnir öðrum skip um hæfari til þess að veiða á þeim tímum, sem bátarnir væru bundnir við annað, það er að segja á milli vertíða o>g væri það mjög mikilsvert fyrir fisk- iðnaðinn í landinu. Var frumvarpinu síðan vísað til 3. umræðu og breytingartillög ur nefndarinnar samþykktar. Blómasölu Þórðar á Sæbóli lokað með lögregluvaldi I.angferðabíllinn, sem fór út af í Skaftáreldahraun! á skírdag. (Ljósnu Björn Ólafsson). Slys á ferðamönnum, bíll fór út af á Skaft- áreldahrauni Á FÖSTUDAGINN langa lét bæjarfógetinn í Kópavogi loka Blómaskálanum við Nýbýlaveg, en þar rekur Þórður á Sæbóli blómaverzlun sína. Allar dyr verzlunarinnar og áfastra bygg- inga voru innsiglaðar þá um morguninn, en nokkru síðar var þó opnað til þess að Þórður og starfsfólk hans gæti unnið og forðað blómunum frá skemmd- um. Að morgni páskadag lét bæj- arfógetinn loka verzlun Þórðar á nýjan leik og innsigla allar dyr. Telur bæjarfógetinn í Kópavogi ólöglegt með öllu að selja blóm á fyrrnefndum helgidögum. Þórður telur sig hins vegar vera í fullum rétti með að hafa blómasölu sína opna fyrir hádegi þessa daga og byggir þá skoðun sína aðallega á því, að í fyrra hafi fulltrúi bæjarfógeta úrskurð að blómasölu á páskadag og föstu daginn langa falla undir undan- þáguákvæði laga frá 1926 um almannafrið á helgidögum þjóð- kirkjunnar. Bæjarfógeti skýrði blaðinu hins vegar svo frá, að fulltrúi sinn hefði aldrei kveðið upp þennan úrskurð, heldur hefði hann aðeins látið niður falla á- kæru á hendur Þórði fyrir blóma sölu í fyrra. Þórður á Sæbóli boðaði blaða- menn á sinn fund í gærmorgun. Sagði hann m.a., að hann hefði fengizt við blómasölu undanfarin 36 ár og þá jafnan selt blóm á föstudaginn langa og páskadag. „Þetta hefi ég ekki gert. af fé- græðgi einni saman. Blómasalan er mitt ævistarf, og ég hef alltaf viljað veita viðskiptavinum mín- um eins góða þjónustu og unnt er“, sagði Þórður. Þá sagði Þórður, að í fyrra hefði hann fengið kæru fyrir að selja blóm á fyrrnefndum helgi- dögum. Fulltrúi bæjarfógeta hefði þá kveðið upp þann úr- skurð, að blómasalan bryti ekki í bága við lög, og hefði hann beðið sig afsökunar á þessu og lofað, að hann fengi að vera í friði framvegis. Með þetta í huga kvaðst Þórður síðan hafa birgt sig upp af blómum fyrir hátíð- arnar. Á föstudaginn langa hefði hins vegar bæjarfógeti látið loka verzluninni og innsigla allar dyr. Hefði' hann þá verið að ganga frá blómum, sem áttu að fara á lík- kistu út á land, en sér hefði verið meinað það. Því hefði hann hringt í dómsmálaráðherra, sem hefði komið því í kring, að Þórði og starfsmönnum hans var leyft að vinna það, sem eftir var dags. Á páskadag sagði Þórður hið sama hafa endurtekið sig. Lög- reglumenn hefðu þá um morgun- inn komið og rekið alla viðskipta vini hans út svo og Þórð sjálfan og skyldulið hans. Áfast við blómaskálann er eldhús, þar sem Þórður og kona hans matast, og kvað Þórður lögreglumennina hafa rekið alla út. Hefðu þeir jafnvel gengið svo langt að bera út steikina, sem var í ofninum. Taldi Þórður sig hafa orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni vegna þessarar lokunar. Kvað hann beint fjártjón hafa verið metið á um 160 þús. kr., og hefði það mestmegnis stafað af því, að blómin hefðu ofhitnað og skræln að í sterku sólskini á páskadag. Kvaðst Þórður mótmæla harð- lega þessari lokun, og þó sérstak- lega því, að brotin hefðu verið lög á sér og fjölskyldu sinni með því að vísa þeim út af þeirra eigin heimilú Blaðið átti í gær stutt samtal við Sigurgeir Jónsson, bæjar- fógeta í Kópavogi, um þetta mál. Sagði hann, að með því að selja blóm á þessum tveimur helgi- dögum þjóðkirkjunnar hefði ver- ið framið freklegt lagabrot. Eng- in ákvæði væru í lögreglusam- þykkt Kópavogs um lokunartíma sölubúða, og mættu kaupmenn þar því hafa verzlanir sínar opn- ar- eins lengi og þeim sýndist, enda hefði aldrei verið amazt við því. Um stærstu hátíðisdaga þjóðkirkjunnar gegndi hins veg- ar allt öðru máli, landslög væru skýr í því efni og hér hefði því verið um augljóst lögbrot að ræða. Þar sem engar fortölur hefðu dugað og Þórður ekki vilj- að hlýða því með góðu að selja ekki blóm þessa daga, hefði því orðið að grípa til þess neyðarúr- ræðis að loka með valdi. Sér kæmi ekki til hugar að amast við því, að Þórður og starfelið hans ynnu í gróðrarstöðinni þessa daga; hér hefði aðeins átt að koma í veg fyrir verzlun, sem ekki var lögleg. Um þá mótbáru Þórðar á Sæ- bóli, að í fyrra hefði verið kveð- inn upp úrskurður í þessu efni, sagði bæjarfógetinn, að um ranga staðhæfingu væri að ræða. Hið eina, sem gerzt hefði i þá átt, væri það, að þúverandi fulltrúi sinn hefði látið kæru á hendur Þórði fyrir verzlun á þessum dögum niður falla, en enginn dóm-ur eða úrskurður hefði verið kveðinn upp í þessum efnum. Þá sagði bæjarfógeti, að enda þótt eldhús væri í sama húsi og blómasalan, gæti það engan veg- inn talizt heimili Þórðar. Lög- heimili Þórðar væri Sæból, og hefði Þórður staðfest það fyrir rétti síðast í gær. Blómasalan væri hins vegar allt annað hús. Á SKÍRDAG fór langferðabíll út af þjóðveginum yfir Skaftár- eldahraun, skammt fyrir vestan Kirkjubæjarklaustur, og slösuð- ust þrír menn. Bíllinn, sem var alveg nýr og íullur af farþegum, var á vegum ferðaskrifstotfu Úlifars Jacobsens. Þegar bíllinn kom að slæmri og ómerktri S-laga beygju þarna á veginum, munu hemlarnir hafa bilað. Bílstjórinn náði fyrri beygjunni, en treysti sér ekki í hina síðari, enda hefði bíllinn þá að öllum líkindum oltið. í stað þess ók bílstjórinn beint áfram og út atf veginum, þegar að seinni beygjunni kom. Lagðist bíllinn að nokkru á hægri hlið, og skemimdist yfirbyggingin tölu vert. Þrír menn slösuðust. Fram- tennur brotnuðu úr einum, en annar rifbeinsbrotnaði og hlaut fleiri meiðsli. Sá þriðji marðist á fæti og baki. Sat hann fremst í hílnum við hlið bílstjóra og tók á móti fólkinu, þegar það fleygðist fram í bílinn, svo að það lenti ekki á framrúðunnL Meiddist hann við það. Haldið var áfram til Kirkjubæjarklaust- urs, og flutti ferðamannahópur frá Guðmundi Jónassyni hinn rifbeinsbrotna þangað. Áætlunar flugvél frá Flugaýn var á leið til Reykjavíkur frá Egilsstöðum, og var flugmaðurinn beðinn að koma við á Klaustri og taka slaa aða manninn með sér suöur, Gerði hann það.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.