Morgunblaðið - 11.05.1965, Page 22

Morgunblaðið - 11.05.1965, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjuclagur 11. maí 1965 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma, lang- amma og tengdamóðir SIGRÚN ANNA ELÍN BJARNADÓTTIR andaðist að heimili sínu, Hjallavegi 68, þann 9. þ.m. Einar Bogason frá Hringsdal, börn, barnabörn, barnabarnabörn og tengdabörn. Faðir minn FRIÐRIK BJÖRNSSON lézt að Hrafnistu 8. þessa mánaðar. Guðmundur Friðriksson. Konan mín og móðir okkar SIGURLAUG ODDSDÓTTIR Bræðraborgarstíg 53, lézt á Hvítabandssjúkrahúsi þann 9. þessa mánaðar. Gunnar E. Guðmundsson og börn hinnar látnu. Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu GUÐLAUGAR EINARSDÓTTUB Hafnargötu 50, Keflavík, — verður gerð frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 11. maí kl. 2 e.h. Ólafur B. Ólafsson, börn, tengdabörn og barnaböm. Jarðarför konunnar minnar, SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR Silfurteigi 2, fer fram frá Laugarneskirkju, miðvikudaginn 12. maí, kl. 1,30 e.h. Fyrir hönd vandamanna. Ingólfur Bjamason. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR Þykkvabæjarklaustri, Alftaveri. Sérstaklega þökkum við þeim, sem heimsóttu hana á sjúkrahúsið, svo og læknum og hjúkrunarfólki Lands- spítalans. Brynjólfur Oddsson, böm, tengdaböm og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar RAGNHEIÐAR MAGNÚSDÓTTUR frá Vallanesi. Börnin. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu JÓHÖNNU G. LÝÐSDÓTTUR frá Kolbeinsá. Elísabet Stefánsdóttir, Sigurður Ólafsson, Guðbjörg Ólafsdóttir, Ólafur Stefánsson, og böm. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu SIGRÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR Álfheimum 58. Jóhann Jónsson, Kristín Jóhannsdóttir, Böðvar Þorvaldsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Guðjón Jóhannsson, Sigrún Jóhannsdóttir, Jónas Jóhannsson, og barnabörn. Þökkum innilega þá samúð og hlýhug, sem okkur var auðsýnd við andlát og útför eiginmanns míns og föður míns OLGEIRS GUÐMUNDSSONAR trésmiðs. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði Hvítabands og Vífilstaða alla þeirra umönnun. Fyrir hönd vandamanna. María Olgeirsdóttir, Einar Jóhann Olgeirsson. Innilegar þakkir fyrir gjafir, heimsóknir, kveðjur, blóm og skeyti á 70 ára afmæli mínu 26. apríl sl. Guð blessi ykkur öll. Þórfríður Jónsdóttir, Frakkastíg 11. Innilegar kveðjur og þakkir sendi ég öllum þeim er minntust mín á sjötugsafmæli mínu, með heimsóknum, blómasendingum, gjöfum og árnaðaróskum. Guðrún Daníelsdóttir, Laugavegi 76. Hugheilar þakkir öllum þeim, skyldum og vanda- lausum, er heiðruðu mig á einn og annan hátt, ljóst og leynt, á og í sambandi við 80 ára afmæli mitt 3. maí s.l., og gerðu mér þessi tímamót hátíðleg. „Guð borgar fyrir hrafninn". Rvík., Sölfhólsgötu 10, 7. maí 1965. Steindór Björnsson frá Gröf. 75 ára: Oddsdóttir MÁNUDAGINN 10. þ.m. varð sjötiu og fimm ára Sigríður Odds dóttir, Hvassaleiti 153, Reykja- vík. Mig langar til að senda þess- ari gömlu húsmóður minni og vinkonu heillaóskir og kveðjur yfir fjöllin. Ég veit, að hún fyr- irgefur mér, þó að orð mín verði fá. Henni er áreiðanlega ljóst, að hér er ærið annasamt, þegar á- hyggjur og umstang vorprófa er komið í algleyming. Sigríður er sunnlenzkrar ætt- ar, en giftist norður í land, Páli Sigurgeirssyni, kaupmanni, og var búsett á Akureyri nær fjóra áratugi. Ég var svo lánsamur að búa í húsi þeirra hjóna ellefu ár. Betri staður varð ekki fundinn. Húsið stendur á Suðurbrekkunni, og við augum blasir fagurskyggð ur Pollurinn og Vaðlaheiðin, lit- prúð og línumjúk. En innan dyra var ekki síður snyrtibragur á öllu. Þau hjónin voru fágætlega samvalin um hirðusemi og reglu- semi í hverjum hlut, og var eink- ar notalegt að búa í öruggu skjóli þeirra. Húsið var friðaður reitur. Húsfreyjan gerði aldrei ónæði að óþörfu, en gott var til hennar að leita, ef á lá, og ekki síður gaman við hana að ræða, þegar svo bar undir, því að hún var fróð vel, eins og hún átti kyn til, dóttir Odds Oddssonar, fræða þuls á Eyrarbakka. Skoðanir hennar voru mótaðar íhygli og festu og siðrænni alvöru. Og vinátta hennar var betri en fjöld ans. Það var enginn ber að baki, sem hennar naut. Frú Sigríður var ekki allra, en því heilli, þar sem hún tók því. Slíkt er aðals auðkenni. Sigríður hefir átt við mikla vanheilsu að stríða, sem reynt hefir bæði á líkamsþrek hennar og sálarstyrk. Var henni þá dýr- mætt að eiga óvenjulega um- hyggjusaman eiginmann og á- gæta sonu, Sverri skólastjóra á Akureyri og Gylfa kennara í Reykjavík. Öllu þessu fólki sendi ég beztu heillaóskir í tilefni afmælisins, um leið og ég þakka allar gömlu og góðu stundirnar, sem ég átti í návist þeirra. Og Sigríði vin- konu minni óska ég þess, að hún megi eiga fagurt og friðsælt ævi- kvöld, sem minni hana á eyíirzk- an unað. Þórarinn Björnsson. Sjötugur í dug SJÖTUGUR er í dag Tryggvi Magnússon, fyrrv. póstfulltrúi í ávísanadeild Pósthússins í Rvík. Tryggvi er Reykvíkingum að góðu kunnur eftir 35 ára lipra þjónustu. Hann er að heiman í dag. — Iðnaðarhúsnœði Höfum verið beðnir að útvega 300—400 ferm. fokhelt iðnaðarhúsnæði á jarðhæð. — Góð útborgun. FASTEIGNASALAN OG VERÐBRÉFAVIÐSKPTIN Öðinsgötn 4. — Sínii 15605. Heimasímar 18606 og 36160. Lokað í dag frá kl. 1—4. BLAA BLBIN Laugavegi 11. Nýkominn Stagula gervigólfdúkur Odýr — Fallegur. Linoleum Moirette. Á. EINARSSON & FUNK h.f. Höfðatúni 2. Veiiingahusrekstur Maður, sem hefur verið lengi með veitingarekstur óskar eftir að taka á leigu eða veita forstöðu hóteli eða veitingahúsi. Æskilegast sumarveitingahús. — Tilboð sendist afgr. MbL fyrir 20. þ.m., merkt: „Veitingahús — 7191“: Atvinnurekendur Laghentan mann vantar vinnu og 2ja—3ja herb. íbúð hvar sem er á landinu. 3 í heimili. — Er van- ur vélagæzlu og beykir. Margt fleira kemur til greina. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: „Laghentur — 7311“. Deildarhjúkrunarkonur óskast Deildarhjúkrunarkonur vantar í Vífilsstaðahæli. — Upplýsingar gefur forstöðukonan í síma 51855. Skrifstofa ríkisspítalanna. íbúð á bezta stað í Hafnarfirði er til leigu fyrir fámenna og reglusama fjölskyldu frá 1. júní nk. 3 stofur, eldhús bað og hálfur sími. — Tilboð merkt: „13 — 9387“ leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 15. þ. m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.