Morgunblaðið - 11.05.1965, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 11. mai 1965
ANN PETRY:
STR J
Hann leit á Junto, sem beið
svarsins þolinmóður. En hann var
ekki alveg reiðubúinn að svara
honum. Lofum honum að stikna
í sinni eigin feiti, stundarkorn.
Það var enginn vafi í huga hans
um það, hvort Lutie Johnson
v«eri þess virði, sem hann ætlaði
að gefa fyrir hana, og heldur
ekki um efasemdirnar, sem hann
myndi alltaf hafa um hana.
Þegar hann var að aka milli
Chicago og New York, hlakkaði
hann alltaf til að koma aftur
inn til Junto. Honum leið alltaf
vel þar inni. Hvítu mennirnir við
afgreiðsluborðið voru augljóslega
ekkert að súta hörundslit manna.
Þeir voru kurteisir og vingjarn-
legir . . . ekkert um of, en alveg
mátulega. Hann komst í gott skap
við að koma þarna inn. Enginn
þarna kærði sig um að blanda
kurteisinni dálítiili fyrirlitningu,
því að ef maður átti aura fyrir
því, sem maður fékk, var allt í
lagi.
Einu sinni þegar hann kom
þarna inn, var hann svo fullur
haturs, og fékk sér því tvö glös.
Þrjú . . . fjögur . . . fimm glös.
Til þess að eyða bragðinu af „þú
þjónn“ úr munninum, hrista þau
úr eyrunum og þvo þau af sér.
Sex glös . . . og þá leið honum
vel.
Það var gamalt, rautt píanó
þarna í horninu. Það sama sem
nú var þar. Og honum leið svo
vel, að hann gleymdi því alveg,
að hann hafði lofað sjálfum sér
því að snerta aldrei framar á æv-
inni við slíku verkfæri. Hann
Nýjasta hefti ICELAND
REVIEW kynnir á fræði-
legan hótt íslendinginn
LEIF HEPPNA.
ETIÐ
settist niður og fór að spila og
hélt áfram þangað til hann hafði
alveg gleymt, að til væru hlutir
eins og krukluð teppi og saman-
vöndluð lök. Gleymdi, að til væru
raddir hvitra manna, sem æptu:
„Flýttu þér, þjónn!“
Einhver snerti við öxlinni á
honum. Hann leit við og sá lág-
vaxinn mann með skjaldböku-
háls . . . hvítan.
— Hvað gerir þú?
— Hvað varðar þig um það?
Hann hætti að spila og sneri sér
við á bekknum, reiðubúinn að
gefa manninum einn á hann.
— Þú spílar vel. Ég ætlaði
bara að bjóða þér atvinnu.
— Við hva„ / Og svo varð hann
reiður af því að hafa yfirleitt
svarað manninum og bætti við:
— Á ég kannski að sópa búluna
Og enn var hann reiður og lang
aði í slagsmál, og bætti við: —
Með tungunni, kannski?
Junto hristi höfuðið. — Nei,
ég hef aldrei boðið neinum slíka
vinnu, og hann sagði þetta með
alvöru, sem hafði sín áhrif. —
Það er ýmislegt til, sem menn
ættu ekki að þurfa að gera . . .
og það var vorkunnarhreimur í
röddinni. — Mér datt í hug, að
þú vildir kannski spila hérna.
Hann starði á Junto og var ekk
ert að leyna hatri sínu, öllu því
illa, sem hann hafði í huga sér.
Junto starði á móti. Og hann fór
að kunna vel við' hann, þvert
gegn vilja sínum. — Hvað mikið?
— Fjörutíu dali til að byrja
með.
Hann sneri aftur að hljóðfær-
inu. — Ég er þegar byrjaður.
Það hafði verið ánægjulegt að
vinna hjá Junto. Þar hafði ekk-
ert verið talað um hörundslit.
Það hafði verði allt í lagi frá
því fyrsta að hann byrjaði að
vinna þarna. Hann hafði smám
saman komið upp hljómsveitinni
og Junto hafði verið ánægður
með hann og sýnt það með því að
borga honum svo hátt kaup, að
hann gat bókstaflega veitt sér
það sem hann vildi. Nei. Svo
mikilvæg var Lutie Johnson hon
um ekki. Hann var ekki ástfang
inn af henni, og jafnvel þótt svo
hefði verið, var hún ekki svo
mikilvæg, að hún vægi upp á
móti öllu hinu, sem hann mundi
missa.
— Gott og vel, sagði hann
loksins. Mér er hún ekki svo
mikið í mun, að það geti neinu
breytt.
Junto fór aftur að athuga bar-
inn. Ekkert í svip hans benti til
35
þess, hvernig hann tæki þessum
upplýsingum, hvort hann hefði
búizt við þeim, eða væri hissa á
þeim. — Vertu ekki að borga
henni kaup fyrir að syngja með
hljómsveitinni. Gefðu henni held
ur smágjafir öðru hverju. Hann
tók upp veskið sitt og úr því
handfylli af seðlum, sem hann
rétti Boots. — Allt kvenfólk er
hrifið af gjöfum. Þetta getur flýtt
fyrir því, að þú getir kynnt okk
ur. Og um fram allt skaltu muna
að snerta hana ekkert. Ég vil
sitja að henni sjálfur.
Boots stakk á sig peningunum
og stóð upp. — Hafðu engar á-
hyggjur, sagði hann. Telputát-
unni verður eins óhætt hjá mér
og í fanginu á henni mömmu
sinni.
Junto sötraði sódavatnið sitt.
— Heldurðu, að þetta taki lang-
an tíma? sagði hann.
— Ég veit ekki. Sumt kven-
fólk er svö . . . Hann leitaði að
rétta orðinu,' en bætti svo við
. . . svo skrítið þegar hvítir
menn eiga í hlut. Honum varð
hugsað til gluggatjaldsins, sem
bærðist fyrir golunni og hvíta
mannsins, sem flýtti sér niður
©pib
— Kis, kis.
eldvarnarstigann . . . Ekki allt
kvenfólk. Bara sumt
— O, slíkt má oftast lækna með
peningum.
Stundum er það. Hann braut
heilann um, hvort peningarnir
mundu duga við Lutie Johnson.
Jú, hún hafði sama sem sagt það
sjálf. En samt var eitthvað . . .
nei, það var ekki víst, að hún
gæfi eftir fyrir karlmanni fyrir
gott orð. Hún hafði einhvern
vargaskap í sér, eða þá hann
þekkti ekki konur, og honum
þótti snöggvast fyrir því að hafa
sleppt tækifærinu til að vinna
hana og kúga.
Hann leit á Junto, sem sat kyrr
við borðið og stillti sig um að
hlægja. Því að öll þessi lágvaxna
mynd Juntos var grá — föt,
grátt hár, grátt hörund, svo að
hann eins og þurrkaðist út. Hann
gat setið til eilífðar þarna við
borðið, án þess að nokkur tæki
eftir honum eða liti á hann tvisv
ar . . . Allt þetta fólk, sem slokr
aði í sig áfengi þarna við bar-
inn, varð hans ekki vart, og allir
þeir, sem úti fyrir stóðu voru ó-
vitandi um tilveru hans. Já, hann
hafði séð þá bæði koma og fara.
Ef þeir þurftu að sofa, þurftu
þeir að borga honum fyrir það,
ef þá langaði í einn gráann var
það sama sagan. Og eins ef þeir
vildu dansa, en þeir vissu bara
ekki af því.
Það væri skrítið ef Junto, sem
átti svona mikið til, gæti ekki
komizt fyrstu sporin við Lutie.
Hann var ekki einu sinni viss
um, að Junto langaði til að kom-
ast yfir hana. Hann gat varla skil
ið, að hann væri svo áfjáður í
kvenmann, og það svartan, úr
116. stræti, og væri sífellt að tala
um hana. Hann hafði aldrei
gleymt því, hve hverft honura
hafði orðið við þegar hann sá
frú Hedges í fyrsta sinn. Hann
hafði í rauninni ekki vitað, á
hverjn hann gæti átt von, þegar
hann fór þangað í fyrsta sinn
með Junto, en hann var alveg
óundirbúinn þessu risafjalli af
kvenmanni. Hann hefði getað
svarið, eftir því hvernig Junto
leit á hana^ að hann væri skot-
inn í henni og hefði aldrei kom-
Sendið ritið vinum og
viðskiptamönnum yðar
erlendis.
Borgarnes
UMBOÐSMAÐUR Morgun-
blaðsins í Borgarnesi er Hörð-
nr Jóhannsson, Borgarbraut
19. — Blaðið er i lausasölu á
þessum stöðum í bænum:
Hótel Borgarnesi, Benzínsölu
SHELL við Brákarbraut og
Benzínsölu Esso við Borgar-
braut.
Stykkishólmur
Umboðsmaður Morgun-
blaðsins í Stykkishólmi er
Víkingur Jóhannsson, Tanga
götu 13. Ferðafóiki skal á
það bent að í lausasölu er
blaðið selt í benzínsölunni
við Aðalgötu.
Afgreiðslur blaðsins hafa
með höndum alla þjónustu
við kaupendur blaðsins og
til þeirra skulu þeir sriúa
sér, er óska að gerast fastir
kaupendur Morgunblaðs-
ins.
Það er leikur einn að slá grasflötinn með
Langmest selda garðsláttuvélin á -Norðurlöndum.
Norlett mótorsláttuvélin slær og fínsaxar grasið og dreifir því aftur jafnt
á flötinn. Rakstur óþarfur. Slær alveg upp að húsveggjum og í kanta. Hæóar-
stilling á öllum hjólum, sem ræður því hve nærri er slegið. Hraðastilling í
handfanginu. — Amerískur BRIGGS & STRATTON benzínmótor. Á mótornum
er bæði benzín- og olíumælir. Vinnslubreidd 19 tommur. Létt og lipur í
notkun. — Gerð 805 De-Luxe væntanleg eftir nokkra daga. — Tekið á móti
pöntunum.
^íj
áiyiáiíii&vixw-íál
Ódýrasta og bezta garðsláttuvélin á markaðnum.
Einkaumboðsmenn
á íslandi fyrir:
% fíarsh LaHmalall
GSóbus hf.
Vatnsstíg 3.
Sími 11555.