Morgunblaðið - 11.05.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.05.1965, Blaðsíða 32
Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins 105. tbl. — ÞriSjudagur 11, maí 1965 Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Sertdistölívar skildar eftir Nú í vor eru skrifleg verk- efni við próf fleiri en 100 og skriflegar úrlausnir fara yfir 1000, hvort tveggja í fyrsta skipti í sögu Háskóla íslanda (Ljósm. MibL Siv. Þ.) ÞAÐ hefir tekið ísbrjótinn Edisto lengri tíma en áætlað var í fyrstu að lesta varning og vísindatæki á íseynni ARLIS II, vegna þess hve tafsamt er að draga farangurinn með tveim traktorum og sleðum hina 8 km. löngu leið frá vísinda- stöðinni að þeim stað, sem ís- brjóturinn liggur. Verður af þessu um það bil sólarhringstöf og reiknað með að ísbrjóturinn fari ekki frá íseynni með vistir og visindamenn, sem nú eru að yfirgefa vísindastöðina fyrir fullt og allt, fyrr en fyrri hluta dags í dag. íseyjan er nú komin suður á Lokadagurinn er í dag 1 DAG, 11. maí, er lokadag- urinn. l»á lýkur vertíð á Suð- vesturlandi samkvæmt gam- alli venju. Hin síðari ár hefur ekki verið farið nákvæmlega eftir því, en enn er þó við þennan dag miðað. Dagurinn bar annan og meiri svip hér áður fyrri, og þá var mikið úm að vera í verstöðvunum. Sjómenn buðu konum sínum og unnustum á lokaball, og alls konar gleðskapur var um hönd hafður í vertíðar- lokin. móts við Horn. Vísindamennirnir lokuðu stöðinni á sunnudags- morgun og var hafizt handa um að flytja farangur að ísbrjótnum. Eftir á jakanum verða 3—4 senditæki, sem fá orku frá raf- hlöðum og munu senda út merki framvegis, meðan orka endist eða jakinn svo bráðnaður að tæki sökkva í sjó. Eitt sendi- tæki er í aðalbúðunum (348 megarið), annað í smærri búð- um (2398 kílórið) og hin tvö á brúnum jakans (2272 kílórið). Þau halda sendingum áfram, eins og fyrr segir, svo unnt sé að fylgjast með ferðum jakans, þótt menn yfirgefi hann. Eru þeir sem heyra merki frá sendum þessum og geta miðað þau beðnir að hafa samband við Veðurstofu Islands, Hafrannsóknarstofu Bandaríkja- flota eða danskar stöðvar á Grænlandi. Engin veruleg verð- mæti eru skilin eftir á jakanum. Búist er við að Edisto leggi af stað áleiðis til Keflavíkur í dag og taki 4—7 daga að brjótast gegnum ísinn, en það fer eftir veðri og ísalögum. ísbrjóturinn er mjög vel útbúinn til slíkrar siglingar, hefur m.a. tanka í báð- um hliðum, sem hægt er að dæla vatni á milli, svo að það ruggi og lyfti sér allt að 10 gráður, til að brjóta ísinn. I þykkum ís má einnig dæla vatninu aftur í skip- ið, til að lyfta stefninu og losa það, og má þá láta skipið renna aftur á bak úr klemmunni. Tilkynnlng forsætisráð- herra um ráðherraskiptin Á FUNDI Sameinaðs Alþingis sl. laugardag komst dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, svo að orði, er hann tilkynnti um ráðherraskipti í ríkisstjórn ís- lands: „Herra forseti. Nú fyrir hádegi í dag var hald- inn ríkisráðsfundur og bar ég þá svohljóðandi tillögu upp fyrir forseta íslands: „Gunnar Thorodd sen fjármálaráðherra mun takast á hendur sendiherraembætti í Danmörku og hefur því beiðst lausnar frá ráðherraemfoætti. Leyfi ég mér allra virðingarfyllst að leggja til, að þér, herra forseti, fallist á lausnarbeiðni ráðherr- ans. Jafnframt leyfi ég mér allra virðingarfyllst að leggja til, að Magnús Jónsson alþingismaður verði skipaður ráðherra í stað Gunnars Thoroddsen með sama verksviði og hann hafði. Leyfi ég mér allra virðingarfyllst að leggja fyrir yður, herra forseti, bréf um lausn Gunnars Thorodd- sen frá ráðherraembætti, skipun- arbréf handa Magnúsi Jónssyni, alþingismanni, til þess að vera ráðherra í ríkisstjórn íslands og ennfremur úrskurð um breytingu á forsetaúrskurði nr. 64 1959 um skipun og skipting starfa ráð- herra o.fl." Á þessar tillögur féllst forset- inn ag hefur samkvæmt því Magn ús Jónsson tekið við störfum fjármálaráðherra. Leyfi ég mér Framfoald á bls. 31 SI. laugardagskvöld varð það óhapp, að strætisvagn fór út af Sogaveginum vegna þess að vegar- kanturinn brast. Hallaðist vagninn mjög mikið, og lá við að hann ylti á hliðina. Roskin kona í vagninum fékk taugaáfall og var flutt í Slysavarðstofuna. (Ljósm. Mbl. Sv. í»orm.) IMæsthæsta aflasala togara erlendis Bv. Jön Þorláksson seldi fyrir 19.095 pund BV. JÓN Þorláksson, togari BÚB, seldi í gærmorgun í Hull 230 tonn af þorski fyrir 19.095 sterlingspund. Er þetta næsthæsta aflasala islenzks togara erlendis, en 1. maí 1961 seldi bv. Fylkir í Grimsby 220 tonn (mikið af ýsu) fyrir 21.017 sterlingspund. Þá stóð IVSaí með metafla HAFNARFIRÐI — Togarinn Maí kom af Nýfundnalands- miðum í gærmorgun með fullferm.i eða um 470 tonn, og er það mesti afli, sem togari hefur komið með hingað úr einni veiðiferð. Var hann 9 daga á veiðum í allt, og fékk t.d. 200 tonn tvo síðustu dag- ana. Voru þeir með um 15 tonn á dekki, en það sópaðist fyrir borð í stormi, sem tog- arinn hreppti á heimleið. ' Tjáði Halldór Halldórsson skipstjóri blaðinu svo frá, að aflinn, sem er eingöngu karfi, hafi hann fengið á Ritubanka, en þangað er um 1100 mílna sigling. Hefðu þeir verið um fimtr, sólarhringa hvora leið, en í góðu veðri megi fara það á þremur og hálfum sólar- hring. Hann kvað mikinn fjölda austur-þýzkra togara og birgðaskipa hafa verið á þessum miðum. yfir verkfall yfirmanna á tog- urum í Grimsby. Bv. Jón Þorláksson (skip- stjóri Halldór Ingi Hallgríms- son) fór héðan á veiðar 22. apríl og hélt til Austur-Græn- lands. Skipið var heppið í veiðiförinni, lenti í góðum fiski innan um fá skip (ekk- ert frá íslandi) og fékk þenn- an afla á skömmum tíma. Þorskurinn var vænn og dærr.list í framúrskarandl gæðaflokki í Hull, enda stutt frá því að hann var veiddur. Lítið mun hafa verið á enska markaðnum að undanförnn af góðum sölufiski. Veirðið á fiskinum úr bv. Jóni Þoríáks- syni var, sem fyrr segir, 19,095 sterlingspund fyrir 230 tonn, eða tæpar 10 kr. ísl. fyrir hvert kg. Féll ekki - en knstnði sér iyrlr berð I MORGUNBLAÐINU föstu- daginn 7. maí sl. var einka- skeyti frá Arge, fréttaritara blaðsins í Færeyjum, þar sem skýrt var frá því, að danskur skipverji á Kronprins Olav hefði fallið fyrir borð og drukknað. Misskilningur varð í þýðingu á skeytinu og átti að standa í fréttinni, að mað- urinn hefði kastað sér fyrir borð í góðu veðri. Á.ram miðar NÚ er búið að steypa upp helm- inginn af kjallaranum undir seinni álmu nýbyggingarinnar við Fjórðungssjúkrahúsið hér. — Oddur. Prófað í Hátíðasal Háskóla íslands Próf standa nú sem hæst í Háskóla íslands. Skrifiegu prófin standa yfir í sex vikur samfleytt, frá apríllokum og fram í júní. Munnlegu prólin standa lengur. Myndin hér til hliðar var tekin í gærmorgun í hátiða- sal háskólans, en í fyrravor var farið að nota hann fyrir prófsal. Hefur það reynzt bæði hagkvæmt og vinsælt. Á myndinni sjást lögfræðistúd- entar glíma við verkefnin, og á borðum þeirra eru bóka- staflar, þ. e. Lagasafn og Stjórnartíðindi. Yfir þeim stendur dr. Steingrimur J. Þorsteinsson, prófessor, en hann er prófstjóri Háskóla ís- lands og hefur verið það um tuttugu ára skeið. Brottförin af ísnum dróst um sólarhring

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.