Morgunblaðið - 27.06.1965, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.06.1965, Qupperneq 8
8 MQRGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. júní 1965 ARdarminniitcp Síra ÖSafs Sæmundssonar prests í Hraungerði Frá samsætmu, sem haldið var til heiðurs Maríu Markan í Tjarnarbúð á föstudags- kvöldið. Frá vinstri: Þorsteinn Hannesson, óperusöngvari, flutti aðalræðu kvöldsins, María Markan östlund, Páll ísólfsson, veizlustjóri, frú Áslaug Ágústsdóttir, sr. Steingrímur Octavíus Thoriáksson, Liv östlund, Jón Þórarínsson og frú. — Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Bezti dagur ævinnar IMemendur Hfaríu IVfarkan Östlund héldu henni samsæti í tilefni sextugsafmælis ÞAÐ var sannarlega glatt á hjalla í Tjarnarbúð á föstu- dagskvöld, þegar nemendur og vinir Maríu Markan Öst- lund, óperusöngkonu, héldu henni samsæti í tiiefni sex- tugsafmælis hennar. Salurinn var þéttsetinn og mátti sjá marga þekkta menn úr tón- listarlífinu. Hrókur alls fagn- aðar var afmælisbarnið, þessi merkilega kona, sem aukið hefur hróður lands síns svo mjög á erlendum vett- vangi. Yeizlustjórn hafði Páll ís- ólfsson með höndum af al- kunnum skörungsskap, en aðalræðu kvöldsins flutti Þorsteinn Hannesson, óperu- söngvari. Kom hann víða við í ræðu sinni. Jónas Eggerts- son hjá Innkaupasambandi bóksala, sem verið hefur nem andi Maríu, ávarpaði afmæl- isbarnið fyrir hönd þeirra, sem stóðu að samsætinu. Hann færði henni árnaðar- óskir og ias heillaskeyti, sem bárust hvaðanæva að. Görnul vinkona Maríu, María Mack, kvaddi sér hljóðs og minntist á söng- gleðina, sem ríkti ávallt á heimiii afmælisbarnsins og kvað það öllum ógleyman- legt, þegar systkjjiin sungu fyrir sjúklingana á Holds- veikraspítalanum. Benedikt Þórarinsson, yfir- lögregluþjónn í Keflavík, mælti nokkur orð, en kona hans hefur verið við söng- nám hjá Maríu. Það kom Maríu greinilega skemmtilega á óvart, þegar hann rifjaði upp sögu af ungum syni sín- um. Hann hefði verið að bera út Morgunblaðið og leiðst það fyrst í stað, en allt í einu hefði brugðið svo við, að hann hefði farið að hafa gam an að því. — Jú, sagði sá litli, það stendur þannig á því, að hún María Markan gefur mér allt af gott! Þótti viðstöddum saga þessi lýsa Maríu vel. Bjarni Guðmundsson, blaða fulltrúi, lcvaddi sér hljóðs og rifjaði upp skemmtilega at- burði frá yngri árum, m. a. þegar hann var við nám í Berlín, en um það leyti var María þar einnig. Við hittum Maríu sem snöggvast að máli, óskuðum henni til hamingju, og spurð- um hana síðan um söngskól- ann. — Jú, ég hef alltaf nóg að gera, að vísu ekki eins mikið um sumarið, en í haust bætist við mikið af efnilgeu fólki? — Finnst þér íslendingar eiga góðan efnivið? — Ég held það sé varla til jafn söngelsk þjóð í heimin- um. Raddirnar eru svo yndis— legar, hreinar náttúruraddir. Ég tók til dæmis eftir því í samsætinu, þar sem var nú mikið sungið, að ein- kona á bak við mig söng þetta líka ljómandi vel. Þetta var kona, sem ég hef þekkt í mrg ár, en aldrei hefur hvarflað að mér, að hiin hefði slíkt til brunns að bera. — Við þurfum þá engu að kvíða, þegar að því rekur, að ópera verður sett hér á stofn — Nei, síður en svo. Við sjáum nú bara Madame Butt- erfly í Þjóðleikhúsinu núna. Sú ópera gæti sómt sér á hvaða sviði sem væri í heim- inum, og ég er ekki ein um þá skoðun. Þarna syngur til dæmis stúlka, sem ég er sann færð um, að á eftir að ná mjög langt, Svala Nielsen. Þér að segja hef ég dálítið gaman að því, þegar nemendur mín- ir hvísla sín á milli: Hún syngur alvg eins og hún María kennir okkurl HRAUNGERÐI í Flóa hefur lengi verið frægur staður í kirkjusögu landsins, jafnt af ríkidæmi hinn- ar gróðursælu byggðar, og af mannkostum og höfðingsbrag prestanna, er þar hafa setið, og gert hafa staðinn frægan af áhrif- um sínum I kennimannsstarfi og forustu í félagsmálum. Þar hefur haldizt í hönd góð gæzla and- legra efna og leiðtogastarf í fé- lagsmálum, er gert hafa sveitirn- ar auðugri af verðmætum, er stóðust tímans tönn, og endurnýj- uðust á breyttum tímum í nýjum gróðri komandi tíma. Tvisvar hefur sonur tekið við prestsskap af föður sínum í Hraungerði, eftír að prestssetur varð þar á ný um miðbik 18. ald- ar. í bæði skiptin reyndist þetta hollt, jáfnt uppbyggingu staðarins og félagslifi sóknanna. Hraun- gerði var setið vel og þar var löngum rekinn mikill búskapur, er staðnaði ekki, en varð nýr og þroskamikill í endurnýjun breyttra aðstæðna, en varð samt, eins og margt annað gamalt og gott, að hverfa og víkja fyrir nýjum háttum — nýjum anda hins komandi. Enginn prestur hefur farið frá Hraungerði til annars kalls, eftir að prestssetur var þar endur- reist. Prestarnir þar urðu oft tímamótamenn í byggðarlaginu, fluttu þangað nýja og holla strauma og veittu þeim í farveg, svo þróun varð í sveitum sókn- arinnar, holl og skapandi. Sér- staklega á þetta við um feðgana, Sæmund og Ólaf, því að saga þeirra er fremur annara í lygn- um farvegi til þeirrar þróunar, er á líðandi stund hefur gert líf fólksins á Suðurlandi betra og hamingjusamara, en nokkurn tíma hefur orðið áður í sunn- lenzkri sögu. Mildi þeirra og tign í ríkri höfðingslund og fyr- irhyggju fyrir því komandi, bjó kynslóðunum haldbetri arf, en aðrir skildu eftir af kennimann- legu starfi og leiðsögn í félags- málum. Af þessu er mikil saga. En í stuttri grein er ekki hægt að snerta, nema næmustu brodd- ana. Árið 1860 kom nýr prestur að Hraungerði og átti eftir að hefja staðinn til mikils vegs af löngu starfi. Síra Sæmundur Jónsson var búinn að þjóna sem aðstoð- arprestur í kalli föður síns, síra Jóns Halldórssonar á Breiðabóls- stað í Fljótshlíð, og hafði því góða reynslu, er hann tók við kalli í HraungerðL Hann reyndist brátt farsæll og vinsæll, góður kennimaður og bóndi á hinni kostamiklu jörð. Þegar stundir liðu varð hann leiðtogi sveitar sinnar í félagslegum efnum, og vann þar mikið starf á miklum tímamótum, ekki aðeins fyrir sveitina, heldur og fyrir allt Suðurlandsundirlendið, því hann reyndist allt í senn, framsýnn, hygginn og laginn. Árið 1874 tóku til starfa sýslu- nefndir í landinu, er voru kosnar af búandi mönnum hverrar sveit- ar. Síra Sæmundur var fyrsti sýslunefndarmaður Hraungerðis- hrepps og gegndi því starfi til dauðadags. Hann mótaði mjög störf og stefnu sýslunefndar Ár- nessýslu fyrstu tvo áratugina, og býr jafnvel enn að stefnu hans. Þegar sýslunefndin fékk aukið fé til umráða til framkvæmda, varð hann einn aðalhvatamaður þess, að fénu var varið til verk- legra framkvæmda í héraðinu, er höfðu varanleg áhrif, jafnt til bóta í búskap og til samgöngu- bóta. En þar á ég við fyrirhleðsl- una á Brúnastaðaflötum. Þessi framkvæmd markaði algjör tíma mót á Suðurlandi, og varð undir- staða samtaka og samhyggju í samgöngumálum Árnesinga. Án heunar var útilokað að leggja upphleyptan veg austur Flóann, og þar af leiðandi, hefði Ölfusár- brúin ekki komið nema að hálf- um notum, enda var fyrirhleðsl- an aukin eftir að vegur var lagð- ur um lá Flóann, til frekara ör- yggis. Þannig nutu Árnesingar og Rangæingar framsýni síra Sæmundar, er varð til mikils gagns í árdögum samgöngubóta á Suðurlandi. Síra Sæmundur vann einnig að fleiri nýtum málum í sýslu- nefndinni, og yrði oflangt mál að telja þau upp hér. En eins ætla ég að minnast. En það er lið- veizla hans við aukna barna- fræðslu. Hann studdi vel aukn- ingu hennar, jafnt í sýslunefnd- inni og í starfi sínu sem prestur. Hann var sérstaklega góður barnafræðari og gaf æsku sókna sinna góða undirstöðu í nauðsyn- legustu menntun, og hvatti hana óspart til að sækja fram á braut þekkingar og þroska. Síra Sæmundur var kvæntur Stefaníu Siggeirsdóttur frá Skeggjastöðum eystra. Þau áttu fjóra syni: 1. Ólafur prestur í Hraungerði, 2. Geir Stefán vígslubiekup á Akureyri. 3. Jón dó ungur. 4. Páll skrifstofustjóri í Kaup- mannahöfn. Síra Ólafur Sæmundsson er fæddur í Hraungerði 26. júní 1865. Hann nam undirbúning skólanáms hjá föður sínum, en fór svo í latínuskólann í Reykja- vík og varð stúdent þaðan 1887. Hann varð guðfræðingur frá prestaskólanum 23. ágúst 1889 og vígðist aðstoðarprestur föður síns 29. sept. 1889, en var veitt Hraun- gerðisprestakall að föður sínum látnum 6. apríl 1897, og Var þar prestur til 1. júhí 1933, eða rúm 43 ár. Síra Ólafur Sæmundsson varð þegar í tölu fyrirpresta á Suður- landi, jafnt af kennidómi og öðru atgervi. Hann var sérstaklega góður söngmaður og þjónusta hans fyrir altari vakti óskerta aðdáun, svo að fáir prestar voru honum fremri. Hann hafði mik- il og góð áhrif á sönglíf safnað- anna í prestakalli sínu og varð það brátt til fyrirmyndar. Hann var presta frjálslyndastur í skoð- unum eins og faðir hans, en lét þó hið nýja og nýstárlega ekki feykja hinu gamla á braut um of. Síra Ólafur var líkur föður sínum í mörgu og hélt áfram sömu stefnu og hann. Hann hafði mikil afskipti af félagsmálum sveitar sinnar, var lengi í hrepps- nefnd og varð sýslunefndarmað- ur árið 1898 og lét oft taisvert til sín taka þar. Hann hafði mik- il áhrif í barnfræðslunni og var farskóli sveitarinnar á heimili hans um skeið. Hann var próf- dómari í sóknum sínum og lagði í það starf mikla alúð, og mótaði eins og hann bezt gat menntun barnanna af reynslu sinni og með hollrun tillögum. Síra Ólafur tók við póstaf- greiðslunni í Hraungerði eftir föður sinn og annaðist hana af mikilli samvizkusemi og reglu- semi. Það var mikið starf, því þá var Hraungerði miðstöð fyrir meiri hluta Árnessýslu, og þaðan gengu póstar í uppsveitirnar, og einnig var viðkomustaður aust- urpósta í Hraungerði, og varð prestur að annast margt í sam- bandi við þá. Einnig varð símstöð í Hraungerði, strax og landssím- inn tók til starfa á SuðurlandL í sambandi við þessi störf var mikil gestakoma á staðnum og oft mikill erill.. Margir hafa sagt mér, hvað aðdáunarverð reglu- semi og festa hvíldi yfir störfum síra Ólafs og heimili hans, en þrátt fyrir það, hafði hann alltaf tíma, alltaf úrræði til að sinna öllum, jafnt lágum sem háum í hvaða erindum, sem þeim voru á hendi. Síra Ólafur hafði framan af ævinni mikinn áhuga á stjórn- málum. Hann var ákveðinn heimastjórnarmaður. Þegar sunn lenzkir bændur riðu til Reykja- víkur um hásláttinn til að mót- mæla símanum, fór enginn úr sóknum síra Ólafs. Þó var hafð- ur mikill áróður í frammi við suma. En hann beit ekki á þá. Ég tel hikláust, að hér hafi kom- ið til áhrif síra Ólafs, enda vissi hvert einasta mannsbarn um af- stöðu hans í málinu. í uppkasts- kosningunum bauð hann sig fram í Árnessýslu fyrir Heimastjórn- arflokkinn, en náði ekki kosn- ingu, og skipti sér upp frá því lítið af stjórnmálum. í SÍÐASTA hefsti tímaritsins U.S. News & World Report, birt- ist grein um innreið fjármagns, einkum erlends, í kanadískt við- skiptalíf. Fjárfestingar hefa verið geysilega miklar síðustu fáein árin og fara vaxandi á öllum sviðum. Sámfara þessu er mikil gróska í viðskiptalífi Kanada. Sú fjárfesting, sem einkum kann að koma íslendingum við eru 3*1 milljónir dollara (1333 millj. ísl. króna), sem brezka Eitt af einkennum prestssetra fortíðarinnar, voru hinar mörgu hjáleigur eða kot, er undir þau lágu, og áttu prestar að miklu leyti tekjur sínar undir því, að þar væri rekinn sæmilegur bú- skapur. T.d. fékk Hraungerðis- prestur 400 pund af smjöri ár- lega af hjáleigunum. Flestar voru hjáleigurnar nytjalitlar og engir möguleikar til þess að komast þar áfram til bjargálna. Hlut- skipti hjáleigubænda var hið Framhald á bls. 12 matvælafyrirtækið Bird Ey« Foods í London hefur nýlega á- kveðið að leggja í útveg til Ný- fundnalands, til kaupa á togurum og uppbyggingar fiskvinnslu- stöðva, en fiskimenn í Nýfundna landi hafa til þessa verið meðal tekjulægstu stétta Kanada- manna. Má því búast við, að I náinni framtíð fjölgi mjög kana diskum togurum á miðunum við Nýfundnaland, þar sem íslenzkir togareir hafa stundað veiðar. Uppbygging togaraút- gerðar frá Mýfundnalandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.