Morgunblaðið - 27.06.1965, Síða 10
10
MORGUNBLADID
Sunnudagur 27. júní 1965
Heiðmörk: friðland og griðastaður Reykvíkinga
Það sló gullnum roða á
Vífilfellið og fjöllin í
grenndinni, Hengilinn,
Esju og Skálafellið, þegar
við komum í Heiðmörk
einn fagran sumardag fyr-
ir skömmu. Við gerðum
okkur ferð þangað til þess
að fræðast um þetta frið-
land Reykvíkinga og nut-
um í því skyni leiðsagnar
Einars Sæmundsen, fram-
kvæmdastjóra Skógrækt-
arfélags Reykjavíkur.
Við ókum út íyrir borgar-
mörkin árla morguns, og þeg-
ar við beygðum inn á afleggj
arann að Rauðhólum, sagði
Einar:
— í rauninni er þetta merk
isdagur. í>eir eru einmitt að
loka landinu í dag. Nú ök-
um við eftir nýjum vegi inn
í Heiðmörk. Áður var ekið
um Rauðhólana, en þar er nú
friðlýst svæði.
Nokkrir ungir menn voru
að tengja girðinguna við
nýtt hlið, sem sett hefur ver-
ið á nýjum vegi inn i Heið-
mörk.
— Þetta hlýtur að vera
feiknarlega ]öng girðing, Ein
ar?
— Já, hún er alls 32 kíló-
metrar. Heiðmörk spannar yf
ir 2.300 hektara.
Og svo böldum við fram
hjá ungu mönnunum, sem
eru önnum kafnir við að loka
landinu. Þegar við komum
upp á haeðina fram undan,
blasir við höfuðbólið Elliða-
vatn, reisulegt býli í fallegu
og rómantísku umhverfi. Hér
var vettvangur ástarævintýr-
is, sem getur í Kjalnesinga-
sögu. Á liðnum öldum var
hér hið mesta höfuðbýli og
hét býlið þá Vatn undir
Heiði. Stórhöfðingjar hafa
setið þarna fram á þessa öld.
Skemmst er að minnast Ben-
edikts Sveinssonar, föður Ein
ars skálds Benediktssonar.
Hann var þá landsyfirdómari.
En ekki skulum við tefja
lengi við sögulegar staðreynd
Nýtt hlið hefur verið sett á nýjum vegi iim í Heiðmörk.
ir. Þess skal þó getið, að að
EUiðavatni býr nú Reynir
Sveinsson. Hann er eftirlits-
maðúr í Heiðmörk og hefur
þar verkstjórn með höndum.
Við erum komrtir að gömlu
mörkunum svonefndu, eða
þar sem vegurinn inn í Heið-
mörk hófst áður fyrr. Hér
ber mikið á havöxnum plönt
um með bláum blómum. Það
eru lúpínur. Lúpinan er fjöl-
aer jurt, hið mesta þarfaþing.
Einar lýsir henni svo fyrir
okkur:
— Hún er í rauninni nokk-
urs konar verksmiðja. Hún
vinnur köfnunarefni úr loft-
inu og bindur það í rótun
í jarðevginum. Hún er sett
niður með fjögurra til fimm
metra millibili. Síðan dreif-
ir hún úr sér sjálf allt um
kring í stórurn breiðum. Á
heitum sumardegi heyrirðu
oft undarlegan söng í kring-
um þig, þar sem lúpínan er.
Þá er hún að þeyta frá sér
fræjunum. Lúpinan kemur
frá Alaska og henni er plant-
að á mela og ógróið land. Við
reiknum með að geta gróð-
ursett, þar sem hún er búin
að leggja undir sig landið.
Við höldum lengra inn í
Mörkina, en skammt fyrir
innan hliðið bendir Einar
okkur á svartan spotta, sem
liggur yfir veginn.
— Þessi spotti telur alla
bíla, sem hingað koma. Á
sumrin kemur mikill fjöldi
fólks í Heiðmörk, einkum
fjölskyldur til þess að njóta
sólar á fallegum og kyrrlát-
um stað. Um eina helgi fyrir
skömmu taldi mælirinn til
dæmis um þúsund bíla. Þeg-
ar líður á sumarið má segja,
að hér sé krökt af fólki í
hverri laut. Heiðmörk er eink
ar vel til gönguferða fallin.
Það má segja, að alls staðar
sé eitthvað nýtt að sjá og ó-
víða er betra að koma til
gróðurathugana. Sóldýrkend-
ur hafa líka komið auga á
það, að hér er hréinasta Para
dís. Það má segja að fólk sé
hvarvetna útaf fyrir sig, því
að vegakerfið er orðið nokk-
uð þéttriðið og fólk dreifist
víða. Vegir um Heimörk eru
samtals 22 kílómetrar, —
þeir hafa allir verið byggðir
á þeim árum frá því gróður-
setning hér hófst.
— Og hvenær var það?
— Það var árið 1950, Þá
var byrjað að gróðursetja
hér sitkagreni. Það sem vakti
fyrir Skógræktarfélagi ís-
lands, þegar það hóf málsis
á því að friða Heiðmörk, var
að tryggja land í nágrenni
Reykjavíkur, sem gæti verið
griðland Reykvíkinga. Allur
aðdragandi að fyrstu gróður-
setningunni hafði staðið yfir
í 10 ár, en þá var málið far-
sællega leitt til lykta með
góðri samvinnu við þáver-
andi borgaryfirvöld. Heið-
mörk var síðan vígð 1950 af
Gunnari Thorodssen, þáver-
andi borgarstjóra.
— Og frá þeim tíma hefur
landið væntanlega tekið miki
um stakkaskiptum?
— Já, það má segja, að
þau sár, sem þá voru, séu nú
óðum að græðast. Það er
keppikefli okkar, að öll Heið-
mörk verði græn. Það ætti að
takast innan fárra áratuga.
— En margir aðilar hljóta
að hafa lagt hönd á plóginn
við gróðursetninguna?
— Já, það hefur aldrei
vantað sjálfboðaliða. Yfir
50 félög ýmissa aðila hafa
hér útmæida skika til gróð-
ursetningar. Þú sérð nöfn
þessara féiaga á skiltum hvar
vetna meðfram veginum. Það
Um 80 stulkur úr vinnuskóla
sem við komum inn, beygj-
um við inn á annan veg, sem
liggur um neðri hluta Mark-
arinnar. Þar eru plönturnar
skemmra á veg komnar, enda
ekki eins skjóisælt hér og
annars staðar. Hér er órækt-
arspilda óðum að breytast i
skógi vaxið land, og það eru
stúlkur úr vinnuskólanum,
sem þessa stundina vinna við
að hreinsa gras og illgresi
frá plöntunum og bera á þær
áburð. Á þessum stað hefur
landið fyrst verið plægt og
síðan gróðursett í förin. Þessa
hefur þurft sökum þess, hve
gróðurmagn moldarinnar er
lítið.
Við stöldrum við hjá stúlk-
unum og virðum fyrir okk-
ur sitkagrenið, sem þær eru
að hlúa að. Þessar plöntur
hafa vaxið upp af fræjum frá
•• ... , |
næg verkefni við að hlúa aðnum starfa i Heiðmörk og hafa
Helga Valdimarsdóttir og er plöntunum. Þetssi stúlka heitir
14 ára gömui.
eru starfsmannafélög, átthaga
félög, fagtélög, sóknarfélög,
kvenfélög, póiitísk félög og
þannig niætti lengi telja.
Þarna er tii dæmis skilti, sem
gefur til kynna reit kenn-
arafélags Au á; urbæj arbarna-
skólans — og þarna hafa
starfsmenn Afengls og tóbaks
verzlunannnar sinn reit.
Hvert fétag hefur 5 hekt-
ara til Umráða, og það eru
gróðursettar 1500 plöntur á
ári í samtals 20 ár, en þá er
spildan fuJlgróðursett.
5f
•# VÍ’íi
t ‘ y .{ <s>. ir’
I Heiðmörk. Hér má sjá sitk agreni og ísieuzkt birkl, sem vaxið hefur upp, eftir að Heið-
mörk var gert að friðuðu svæði. Álengdar sér á Rauðhóla og Esjuna.
Við erum nú komnir að
Hólmshraum og skammur
spölur er að hliðinu við Sil-
ungapollsveg. Við veitum
því athygíi, að blágresið
skartar hér sinu fegursta, en
þegar út fyrir hliðið kemur,
sér hvergi blágresi. Þar sjá
um við hixis vegar nagaða
víðirunna og gamla birki-
runna, sem haldið hafi velli
undan ágangi sauðkindarinn-
ar.
Við höldum nú gegnum
Mörkina sömu leið til baka,
en skammt frá þeim stað, þar
Alaska, sem jafnöldrur þeirra
úr vinnuskólanum gróður-
settu fyrir fjórum árum.
Áfram er haldið suður
Hjallabraut og enn er sömu
sögu að segja: Þar sem áður
voru óræktarmóar, þurrir og
ófrjóir, er nú vísir að skógi.
Þarna hefur áburði úr flug-
vél verið dreift á melana.
Mörkina utan og innan girð-
ingar eru skörp. Að utan upp
urið land.
Tiltölulega skammt er síð-
an þessi vegur var lagður,
en Einar segir okkur, að um
helgar komi hingað mikill
fjöldi fólks enda náttúrufeg-
urð einstök. Þegar kemur
upp á Hjallabrún er mjög
víðsýnt og fagurt um að lit-
ast: í suðri Búrfell, það
forna eldfjall, og úr því ligg-
ur Búrfellsgjá. Þá er Vala-
hnjúkar og Helgafell. Nokkru
vestar er fjallaskagi: Löngu-
hlíðarfjall og síðan fellin
þrjú: Húsfell, Kóngsfell og
Vífilsfell. Einar segir, að þess
muni ekki langt að bíða, að
komið verði fyrir útsýnis-
skífu þarna á staðnum.
Við komum inn í Heiðmörk
af Suðurlandsvegi, en nú ök-
um við leiðina, sem lggur að
Hafnarfjarðarveginum. A leið
MWlll