Morgunblaðið - 27.06.1965, Qupperneq 12
12
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 27. júní 1965
— Niður Kamba
Framhald af bls. 3
um var búið að leggja Reyki
í eyði á dögm Sveins Pálsson-
ar, það er nú höfuðkostur og
aðdráttarkraftur- þessa pláss.
En það er ekki þar fyrr — í
gamla, gamla daga kunnu
menn líka að notfaera sér
hverahitann. í jarðabók Árna
Magnússonar segir svo um
Reyki:
„Selstaða er nýtanleg í
" heimalndi og kokkast allur
matur þar á hveri en ei á
eldi“.
Þetta kunnu menn í þann
tíð. En nú mun hér að vísu
ekki mikið kokkað á hveri, en
úr hinum mörgu „ljótu leir-
pyttum" kemur hitinn í öll
þessi hús og frá þeim streymir
ylurinn inn í glerhallirnar þar
sem ræktaðir eru tómatar fyr-
ir magann, rósir handa eldsk-
endunum og öll blómin á „dá-
inna gröf“ til að mýkja sorg
þeirra og söknUð, sem eftir
lifa. Þannig er með ylrækt
þeirra Hvergerðinga eins og
flest annað'framtak á landinu.
Það þjónar bæði lífinu og
dauðanum.
oOo
Og áfram er ekið. Nú blasir
við hin snotra Kotstrandar-
kirkja á hólnum á hægri
hönd og bendir léttbyggðum
tumi sínum upp í bláma vor-
himinsins. Hér er bezt að
staldra við. Hugurinn hvarlar
að helgidómum Ölvesinga fyrr
og nú og í framtíðinni. Kot-
strönd er ekki gamall kirkju-
staður. Það er ekki nema rúm-
ur hálfur sjötti áratugur síðan
það var ákveðið að leggja
niður kirkjunarnar tvær, á
Reykjum og í Arnarbæli, og
sameina sóknimar um eina
kirkju á Kotströnd. Raunar
var áður búið að reyna að af-
leggja Reykjakirkju, því að
með konungsbréfi 21. 7. 1786
er skipað að hún skuli aftak-
ast, en með öðru konungsbréfi
4 árum síðar er sú skipun aft-
urtekin og fékk kirkja að
standa á Reykjum í rúm
hundrað ár. Lengur var henni
ekki hlíft. Þá sá enginn fyrir
þéttbýli Hveragerðis, sem
þegar hefur dregið til sín
prestinn neðan frá Arnarbæli
og nú þarfnast sinnar eigin
kirkju, því það þykir of lang-
ur kirkjuvegur austur á Kot-
strönd. Þessvegna hafa Hver-
gerðingar mikinn hug á að
byggja sér kirkju og endur-
reisa þannig hina fornu
Reykjakirkju. Og þá kemur
það í hug að hér bjó fyrir
eina tíð einhver sá þarfasti
maður íslenzkrar kristni þótt
aldrei tæki hann heilaga
vígslu. Það var Oddur Gott-
skálksson, sá sem þýddi Nýja-
testamentið með þeim ágæt-
um að með því var lögð undir-
staða íslenzks biblíumáls, því
fjöldi orðatiltækja og heilla
setninga úr þýðingunni hans
hafa staðið af sér allar endur-
skoðanir og prýða enn Biblí-
una íslenzku og daglegt mál
þjóðarinnar (Har. Níelss.) Á
því er mikil snilld eins og t.d.
hinum alkunnu orðum í byrj-
un Jóhannesarguðspjalls: í
GERIÐ SAMANBURÐ
Á VERÐI ! ! !
Framúrskarandi reynsla hérlendis á VREDESTEIN
hjólbörðumim sannar gæðin og hið ótrúlega lága
verð tryggir hagstæðustu kaupin.
Munið að gera samanburð á verðum áður
en þér kaupið hjólbarðana.
VREDESTEIN hjólbarðar eru fyririiggjandi í eftir-
töldum stærðum:
520x13/4 Kr. 668,00
560x13/4 — 739,00
590x13/4 — 815,00
640x13/4 — 930,00
640x13/6 — 1.080,00
650x13/4 — 1.122,00
670x13/4 — 970,00
670x13/6 — 1.114,00
520x14/4 — 735,00
560x14/4 — 810,00
590x14/4 — 860,00
750x14/6 — 1.215,00
560x15/4 — 845,00
590x15/4 — 920,00
640x15/6 — 1.153,00
670x15/6 — 1.202,00
710x15/6 Kr. 1.295,00
760x15/6 — . 1.579,00
820x16/6 — 1.787,00
425x16/4 — 591,00
500/525x16/4 — 815,00
550x16/4 — 960,00
600x16/6 — 1.201,00
650x16/6 — 1.285,00
700x16/6 — 1.731,00
900x16/8 — 3.881,00
650x20/8 — 2.158,00
750x20/10 — 3.769,00
825x20/12 — 4.400,00
1100x20/14 — 8.437,00
900x20/14 — 5.591,00
KR. HRISTJANSSON H.F.
UMIOfllfl SUDURLANDS’BRAUT 2 • SÍMI 3 53 00
upphafi var orð, og það orð
var hjá Guði og Guð var það
orð. Og er það með öllu vansa
laust íslenzkri kirkju, að hún
hefur ekki reist Oddi Gott-
skálkssyni neitt minnismerki?
Er það ekki alveg tilvalið fyr-
ir Hvergerðinga að taka að sér
þetta hlutverk — að reisa að
Reykjum Odds kirkju Gott-
skálkssonar.
Sökum staðsetningar sinnar
— í ylræktar- og glerhúsa-
bænum — verður hún að sjálf
sögðu „blómakirkja" íslands,
þar sem marglit blóm gleðja
augað við hverja guðsþjón-
ustu en loftið er höfugt af ang
an hvítra rósa. En þessi kirkja
á jafnframt að vera verðugt
minnisrrtfrki um manninn,
sem fyrstur gaf okkur Guðs
orð á okkar eigin tungu og
gerði það með þeim ágætum,
að bókmenntafræðingar telja
hann „einn af mestu stílsnill-
ingum, sem við höfum átt“.
(Steingr. Þorst.)
oOo
Látum svo lokið þessum
hugleiðingum undir kirkju-
veggnum á Kotströnd. Hér á
ekki að embætta í dag, svo
það er ekki eftir neinu að
bíða, og bezt að halda af stað.
En hvert?
Einú sinni stóð mælsku-
presturinn sr. Helgi Sveinsson
í stólnum í þessari kirkju og
endaði predikun sína á þessa
leið: í dag er ég spurður og þú
ert spurður: Hvert ert þú að
fara? Það þýðir ekki að dylj-
ast, því að Guð skilur jafnvel
mál fótataksins. Hvað segir
fótatak okkar? Guð gefi að við
getum hvor fyrir sig sagt með
sanni: Ég er á leiðinni á fund
meistarans.
— Aldarminning
Framhald af bls. 8
erfiðasta, því þeim voru skipt
úr heimalandinu útskæklar einir.
Svo var einnig í Hraungerði lengi
vel. En eftir að síra Sæmundur
tók við staðnum, gjörbreyttist við
horfið til hjáleigubændanna.
Hann gaf þeim fleiri og betri
tækifæri til þess að nytja engj-
ar og beit, en áður hafði þekkzt.
Eftir að síra Ólafur tók við
staðnum, varð hann enn þá frjlás
lyndari í þessum efnum, enda
gjörbreyttist búskapurinn á kot-
unum, og var þess full þörf.
Hann fækkaði hjáleigunum, lagði
þær undir staðinn, sem næstar
voru, og nytjaði þær sjálfur. —
Þessi stefna var raunhæf og í
fullu samræmi við breyttar að-
stæður í búnaðarháttum um hans
daga. En frjálsræði hjáleigu-
bænda var hvergi jafnmikið og
í Hraungerði.
Eldri menn í sóknum síra Ólafs
hafa sagt mér, margar sögur um
hjálpsemi. hans og greiðvikni.
Alltaf þegar þurfti að rétta ein-
hverjum hjálparhönd, var hann
fyrstur til þess. Og til hans leit-
uðu fátækir fyrst, þegar í nauð-
irnar rak. Allsnægtir Hraungerð-
isheimilis urðu því fátækum og
þurfandi lindir hjálpar, greið-
vikni og mannkærleika, er marg-
ir nutu af.
Á prestsskaparárum síra Ólafs
voru mikil umsvif í búskap í
Hraungerði. Heimilið var mánn-
margt og risna mikil. Vinnufólki
líkaði þar vel og kaus ekki að
fara í aðra vist. Margir voru þar
árum saman. Ungt fólk kaus að
fara þangað fremur en á önnur
heimili, því margir voru vitandi
þess, að þar var hollur skóli og
margt að nema, er að haldi -kom
síðar, þegar í raunir. rak í eigin
gerð. Oft hjálpaði síra Ólafur
ungum mönnum, er verið höfðu
hjá honum, til að eignast bústofn
og jafnvel til að kaupa jörð eða
hús í kaupstað. Þannig varð hann
jafnt uppfræðari sóknarbarna
sinna og máttarstólpi, heillaríkur
ráðgjafi og vinur, er var sannur
og hjálpsamur.
Síra Ólafur kvæntist 21. mai
1897 Sigurbjörgu Matthíasdóttur
bónda á Syðra Velli í Flóa, Sig-
urðssonar. Þau eignuðust tvær
dætur, er báðar eru á1 lífi. Stef-
anía kennari í Reykjavík og
Fríða húsfreyja í Reykjavik, gift
Karli P. Símonarsyni rafvirkja-
meistara. Þau ólu einnig upp
Stefaníu Gissurardóttur, konu
síra Sigurðar Pálssonar, prests á
Selfossi.
Síra Ólafur Sæmundsson var
gleðimaður, ör í skapi og hrein-
lyndur, hann var af innstu gerð
hlýr og viðkvæmur. Skapgerð
hans var föst og hafði hann á-
kveðnar skoðanir fastmótaðar af
langri yfirvegun. Mannkostir
hans urðu honum og samfylgdar-
mönnunum til mikillar hamingju,
Hann var alltaf auðfúsugestur,
hvar sem hann kom, því með
glaðværð blandinni alvöru hafði
hann -góð áhrif á alla. í prests-
starfinu urðu þetta honum mikl-
ir kostir, sérstalflega þegar á
reyndi, og hann þurfti að gefa
fólki kjark á erfiðum stundum.
Honum var það eiginlegt, án allr-
ar tilgerðar.
Síra Ólafur var mikill fram-
kvæmdarmaður kirkju sinnar,
Hann stóð að mestu fyrir kirkju-
byggingu í Hraungerði í byrjun
aldarinnar. Sú kirkja var byggð
úr timbri og er enn notuð. Sýn-
ir hún vel, að hún var traustlega
byggð og til hennar vandað að
öllu, og viðhald hennar gott frá
fyrstu tíð.
Síra Ólafur gegndi oft störf-
um presta í forföllum í nærliggj-
andi sóknum. Einnig var lögð
heil sókn undir Hraungerði I
hans tíð, en það var Villinga-
holtssókn árið 1907. En þá voru
orðnar talsverðar framfarir í sam
göngumálum, svo að hægara var
um ferðalög en áður.
Sigurbjörg í Hraungerði var
mikil myndar húsfreyja. Reglu-
semi hennar og skapfestu er oft
viðbrugðið. Hún stjórnaði hinu
fjölmenna heimili í Hraungerði
af mikilli leikni, svo að aldrei
vantaði á rausn og gestrisni, þó
að gestakomur væru þar miklar.
Það var alltaf vani á stórhátíð-
Um, að öllum kirkjugestum var
boðið til góðgerða á heimili
prestshjónanna, og voru þær lík-
ari veizlu en venjulegum gesta-
beina. Sigurbjörg lézt 22. mal
1930.
Síra Ólafur Sæmundsson flutt-
ist til Reykjavíkur, er hana
hætti prestsskap í Hraungerði.
Hann lézt þar 4. ágúst 1936.
Á sunnudaginn 26. júní er
hundrað ára afmæli síra Ólafs
Sæmundssonar. Ég veit, að mörg
sóknarbörn hans munu minnast
hans á þessum tímamótum, og
mér þótti rétt að rita um hana
nokkur orð, þótt ég væri vitandi
þess, að minning hans þurfi ekkl
að vekja í hugum þeirra, sem
þekktu hann. Ég er viss um, að
hans verður lengi minnst í sunn-
lenzkum sveitum.
Jón Gíslason.
Höfum aftur fyrirliggjandi hinar vinsælu írsku
Brother saumavélar
VERÐ KR. 4.490 og 5.510.—
Baldur Jónsson sf.
Hverfisgötu 37. — Sími 18994.
Ford verkstæðið Suðurlandsbraut l
vantar liðlegan mann til sendiferða. Þarf að hafa
bílpróf. Talið við verkstjórann. Upplýsingar ekki
veittar í síma.
Hvergi meira úrval af húsgögnum
Laugavegi 26. — Sími 22-900.