Morgunblaðið - 27.06.1965, Síða 16

Morgunblaðið - 27.06.1965, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. júní 1965 Útgeíandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. VERÐJÖFNUNAR- OG FL UTNINGA - SJÓÐUR SÍLDVEIÐA Tlíkisstjórnin hefur nú gefið **■ út bráðabirgðalög um verðjöfnunar- og flutninga- sjóð síldveiða og er þar gert ráð fyrir, að greitt skuli á- kveðið gjald á hvert mál bræðslusíldar, hvar sem henni er landað. I Þvú fé, sem þannig fæst, skal varið til þess að hækka fersksíldarverð til söltunar, greiða síldveiðiskipum flutn- ingastyrk, ef þau sigla með eigin afla til hafna á Norður- landi og til þess að standa straum af kostnaði við flutn- ingaskip, sem flytja skal kælda síld til söltunar og frystingar til Norðurlands- hafna. Að undanförnu hefur mis- munur síldarverðs til söltun- ar og bræðslu farið minnk- andi og því veruleg hætta á, að mjög dragi úr síldarsöltun, ef ekki verður að gert. Með ákvæðum bráðabirgða- laganna hefur ríkisstjórnin gert nauðsynlegar ráðstafan- ir til þess að forða því, að svo verði og þar með tryggt af- komumöguleika þess fjölda fólks, sem að síldarsöltun vinnur, jafnframt því sem að- staða okkar á saltsíldarmörk- uðum erlendis hefur verið treyst. Önnur ákvæði bráðabirgða laganna miða að því, að bæta úr því lélega atvinnuástandi, sem að undanförnu hefur skap azt fyrir Norðurlandi vegna aflaleysis á síldveiðum fyrst og fremst. Það er öllum kunnugt, að undanfarin sumur hefur síld- veiðin fyrst og fremst verið fyrir Austurlandi og þar hafa skapazt margvísleg vandamál vegna löndunar hins mikla aflaj sem fengizt hefur fyrir austan. Það er því ekkert eðlilegra en stuðlað sé að því að draga úr löndunarbið fyrir austan jafnframt því sem aðstaða sú til móttöku síldar, sem fyrir hendi er á Norðurl^ndi er nýtt betur en verið hefur und anfarin sumur. Það kostar að vísu nokkurt fé að koma þessum flutning- ** uín á, en það er líka dýrt að láta hin verðmætu atvinnu- fyrirtæki á Norðurlandi standa ónotuð og bátana bíða löndunar langtímum saman. Atvinnuleysi það, sem skap azt hefur fyrir norðan er einnig vandamál, sem hið op- inbéra hlýtur að láta til sín taka. Þá verður einnig fróðlegt að fylgjast með því hversu til tekst um flutning kældrar síldar til söltunar til Norður- landshafna og getur sú til- raun haft mikla þýðingu fyrir síldarvinnslu okkar í framtíð- inni. Aðgerðum ríkisstjórnarinn- ar í þessum efnum ber að fagna og er vonandi, að þær beri tilætlaðan árangur. NÝJUNGAR í TOGARAÚTGERÐ í síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í gerð fiskiskipa og veiðiútbúnaði öllum. Má með sanni segja, að á þessu sviði hafi raunveruleg tæknibylting orðið. Á sama tíma hefur togara- útgerð okkar átt við mikla erfiðleika að etja og þau skip í okkar eigu eru nú flest orð- in úrelt og gömul. í athyglisverðri grein, sem birt er í tímaritinu '„Ægi“ skýrir Már Elísson, skrifstofu- stjóri Fiskifélags íslands, frá tilraunum, sem nú eru gerðar í Bretlandi með nýjungar í togaraútgerð. Miða þær að aukinni nýt- ingu tækni við veiðarnar, fækkun áhafnar og bættum hlut skips og skipverja. í niðurlagsorðum greinar sinnar ræðir Már Elísson um nauðsyn þess, að við íslend- ingar gefum gaum þeim til- raunum, sem gerðar eru í þessum efnum erlendis og segir m.a.: „Við íslendingar höfum að mörgu leyti staðnað í gömlum hugmyndum um útbúnað t.d. í brú og vél svo og í gerð skipa. Er þá ekki verið að gera lítið úr því, hve fljótir margir íslenzkír útvegs- og fiskimenn hafa verið að hag- nýta sér ýmiss konar tækni- nýjungar, sem er mjög til fyr- irmyndar, heldur er verið áð benda á, að þess hefur ekki ávallt verið gætt að láta tækn ina hjálpa til við að draga úr rekstrarkostnaði, sem hún þó öðrum þræði er til ætluð. Stafar það m.a. af því, að samningar milli hagsmuna- samtaka útvegs- og sjómanna eru ekki nógu sveigjanlegir“. Þessi orð skrifstofustjóra Fiskifélags íslands eru vissu- lega mjög athyglisverð og jafnframt íhugunarverð. Það væri vissulega illa far- ið, ef ekki tækizt að nýta til fulls þá tæknibyltingu, sem orðið hefur í sjávarútvegi Sagt frá ágreiningi Johnsons og Kennedy's Þeim ber ekki saman um hvernig Johnson hafnaði framboði Kennedy6s segir í nýútkominni bók New York í júní — AP SAMKVÆMT bók eftir Theodor H. White, sem út kom 21. júní sl., voru Robert F. Kennedy og Lyndon B. Johnson ekki á einu máli hvernig það hafi að borið að Johnson valdi ekki Kennedy sem varafor setaefni sitt í síðustu kosn- ingum í Bandaríkjunum. — White segir að báðir hafi mennirnir fallizt á síðustu athugasemd Bobby Kenne- dys í málinu: „Ég gæti hafa hjálpað yður, herra for- seti“. En rithöfundurinn bætir við: „Er forsetinn sagði frá þessu var vonartónn í því. Á þann hátt sem vinir Bobby’s sögðu frá þessu, var háðstónn í því“. í Hvíta húsinu vilja menn ekkert segja um hina nýút- komnu bók, og Kennedy, öld- ungardeildarmaður, lét einka ritara sinn svara því til að hann hefði ekkert um bókina að segja. í bókinni, sem ber nafnið „The Making of the Presid- ent — 1964“, segir White, að Johnson forseti hafi skýrt þremur fréttamönnum í Was hington í trúnaði frá viðræð- um sínum við Bobby Kennedy en þetta hafi brátt orðið á allra vitorði. „Nokkrum dögum síðar hitti dómsmálaráðherrann (Kenne- dy) forsetann aftur og mót- mælti þessu trúnaðarbroti", segir White í bókinni. „For- setinn fullvissaði dómsmála- ráðherrann um að hann hefði engum sagt frá viðræðum þeirra“. „Dómsmálaráðherrann sagði þá umbúðalaust við forsetann að hann væri ekki að segja sannleikann. Forsetinn kvaðst þá mundu gá í skýrslur sín- ar og dagbækur til þess að KOBERT KENNEDY — forsetinn sagði ekki satt . . athuga hvort hann hefði gleymt einhverjum samræð- um, sem hann kynni að hafa átt“, segir í bókinni.. White segir, að Johnson hafi sagt fyrrnefndum fréttamönn um, að þegar hann hafi skýrt Bobby Kennedy frá því, að hann mundi ekki biðja hann að vera í framboði hafi Bobby sopið hveljur — og Johnson hafi likt eftir því við frétta- mennina. Forsetinn sagði síðan frétta mönnunum að hann hefði þá boðið Kennedy að vera fram- kvæmdastjöri kosningabaráttu sinnar. Kennedy hefði sagt að slíkt myndi krefjast þess að JOHNSON — horfði á vegginn, síðan á gólfið .... hann segði af sér sem dómism. ráðherra, að því er segir í bókinni, og hann kvaðst ekki mundu segja af sér embætti, nema forsetinn tryggði að Nicholas Katzenbach, aðstoð- ardómsmálaráðherra tæki við embættinu. Kennedy boðið starf White segir, að eftir að hlið Johnsons á sögunni hafi spurzt út, hafi vinir Kennedys skýrt frá málinu frá sjónar- hóli dómsmálaráðherrans. Samkvæmt bók Whites er saga Kennedy’s þessi: „Forsetinn hafði horft á vegginn, svo horfði hann á gólfið, og sagði síðan að hann hefði verið að hugsa um em- bætti varaforsetans í þeim skilningi hver yrði landinu, flokknum — og honum sjálf- um — að mestu gagni. Og að sá maður væri ekki Bobby“. Vinir Kennedys sögðu að þetta væri allt í bezta lagi, og hann hafi boðizt til að stýðja Johnson. Þeir sögðu jafnframt, að Kennedy hefði ekki talað frjálslega sökum þess að hann hafi veitt því athygli að segul bandstæki var í gangi. Johnson bauð Kennedy síð- an að velja um störf, að því er vinir Kennedys segja, en Kennedy hefði sagt að hann vildi fremur verða dómsmála- ráðherra áfram. Kennedy sagði seinna af sér embætti, og varð öldungardeildarþing- maður fyrir New York, svo sem allir vita. vegna ósamkomulags hags- munasamtaka þeirra aðila, sem hér eiga hlut að máli. BÆTT SKIPU- LAG TÆKNI- RANNSÓKNA T fyrrnefndri grein xæðir *■ Már Elísson. einhig um nauðsyn á samræmingu hinna ýmsu tækninýjunga sem allt- af eru að koma fram og segir: „Þá er leit að nýrri tækni og samræming hinna ýmsu tækninýjunga sem alltaf eru að koráa fram allmjög áfátt hjá okkur. Stafar þáð eirtkum af því, að hér á lahdi er ekki til tæknistofnun er starfar að þessum málum fyrir sjávarút veginn, þótt það standi vonandi til bóta. Hvort tveggja það, sem hér hefur verið nefnt -— betri sam vinna hinna ýmsu hagsmuna- samtaka innan sjávarútvegs- ins og kerfisbundin tækni- starfsemi — eru vandamál, sem athuga verður gáumgæfi- lega. Segja má að á lausn þeirra velti hvort okkur tekst að standa jafnfætis öðrum fiskveiðiþjóðum, að ekki sé minnzt á forystuhlutverk það, sem okkur með réttu ber að leika á þessu sviði“. íslendingar hafa alla mögu- léika til þess að vera fremsta fiskveiðiþjóð heims bæði að því er varðar aflamagn og ekki síður um forystu í tækni- nýjungum á sviði fiskveiða, fiskiðnaðar og gerð fiskiskipa, Þess verður að gæta að ó- fullkomið skipulag við rann^ sóknir og tilraunir með nýj- ungar á þéssu sviði verði okk- ur ekki fjötur um fót. Leiðrétting í greininm Sjónvarp og 6b- menningarmr, varð prtniviHa. Þar stóð þossi setning: Sjón- varpseigendur hafa keypt tæki sín á löglegan hátt og með að- stoð annarra.. .. Þessi setning á að hijóða á þessa leið: Sjón- várpseigenöur hafa keypt tæki sía á löglegan hátt,. og án að- stöðar annarra.. .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.