Morgunblaðið - 27.06.1965, Síða 19

Morgunblaðið - 27.06.1965, Síða 19
Sunnudagur 27. Jfiní 1965 MORGUNBLAÐIÐ 19 Bouteflika er ættaður frá Oran, og gegndi ábyrgðarstöðum í al- sírska frelsishernum. Hann hefur ætíð íylgt Boumedienne að mál- um. Áður en hann varð utanríkis- ráðherra, hafði hann farið víða í stjórnarerindum, m.a. tók hann þátt í viðræðum við Frakka um efnahagsaðstoð. Ný stjorn i Saigon Á UNDANFÖRNUM 19 mánuð- um hafa 9 stjórnir setið við völd í S-Vietnam. Herinn steypti sum- um þeirra af stóli. Aðrar létu völdin í hendur óbreyttra borg- ara, stundum fyrir áeggjan Bandaríkjanna. f sumum stjórn- anna hafa setið kaþólskir menn, sem orðið hafa að láta í minni pokann fyrir herskáum leiðtog- um Búddatrúarmanna.' Níunda stjórnin, stjórn Búddatrúar- mannsins Phan Huy Quat, féll fyrir skömmu fyrir tilverknað kaþólskra ráðamanna. Sá hópur hershöfðingja, sem tók að sér myndun nýrrar stjórn- ar, átti í vök að verjast fyrir þessum öflum. f fyrstu var til- kynnt, að þrír hershöfðingjar myndu fara með völdin: Nguyen Caó Ky, yfirmaður flughersins, og Nguyen Huu Co. Þetta þriggja manan ráð var síðar stækkað, og þar tóku þá sæti aðrir æðstu menn hermála. Haft er eftir erlendum sendi- mönnum í Saigon, að Bandaríkja menn hafi í fyrstu tekið vel fregninni um, að Thieu hershöfð- ingi, tæki við embætti forsætis- ráðherra, en hann er sagður á- byrgur maður. Síðar komu þó fregnir um, að yfirmaður flug- hersins, Ky, tæki við stjórn „her- ráðs“, sem lyti yfirstjórn 10 manna stjórnarinnar, en sæi um dagleg stjórnarstörf í landinu. Þeirri fregn var ekki vel tekið í Washington, en Ky er talinn lítt reyndur stjórnmálamaður, og hæpið, að hann geti leyst af hendi starf, sem svarar nánast til em- bættis forsætisráðherra. Ky lét frá upphafi þau orð falla, að hann yrði valinn- til þessa starfa. f miðri fyrri viku hélt hann fund með fréttamönn- um, og sagði, að hann myndi stjórna landinu af ákveðni og koma í veg fyrir allan stríðs- gróða. Hann kvaðst mundu hefj- ast handa á þann hátt, að láta kveðja á sinn fund 28 umfangs- mestu hrísgrjónakaupmenn f landinu, og skipa þeim að lækka verð á hrísgrjónum. Færu þeir ekki að vilja hans innan 15 daga, myndi hann láta taka einn úr þeirra hópi og skjóta. Létu kaup- mennirnir sér ekki það nægja, myndi hann láta taka fleiri af lífi, og reyndar þá alla, ef þörf krefðist. Þá höfðu aðrir talsmenn hersins látið þau orð falla, að tek ið yrði fyrir allt gróðabrask, ó- heiðarlegum embættismönnum yrði vikið úr stöðum, og ráðið yrði niðurlögum skemmdarverka manna Viet Cong. Alla þessa menn skyldi taka af lífi. Á laugardag fyrir rúmri viku var skipan Ky ákveðin. í ráði hans sitja 14 óbreyttir borgarar og 3 leiðtogar hersins. Seta ó- breyttra borgara í ráðinu er sögð hafa verið ákveðin fyrir tilmæli Búddatrúarmanna, sem eru því andvígir, að öll völd séu í hönd- um hersins. Þó eru Búddatrúar- menn langt frá að vera ánægðir með völd Thieu, sem er kaþólsk- ur. Sagt er að innan hersins í S- Vietnam ríki ánægja með stjórn- ina nýjú, en óséð er enn með öllu, hvort hún verður langlífari en þær níu stjórnir, sem allar hafa fallið eftir skamman valda- tíma. JACKSON, Missisippi — 103 menn voru teknir höndum, flest- ir blakkir, í Jackson í Missisippi í gær. Hafa þá verið tekinir hönd um 858 manns undianfarna daga vegna útifunda og mótmæla gegn frUmvarpi um nýja kosn- ingalöggjöf sem nú er til um- ræðu í iöggjafarþingi Missisippi. Doutsche linoleum ■ Werke iraml DL w Linoleum piastino deliplast deliflex delitlex Glæsiiegt úrval Gólfdúkar B og C þykktir Plastdúkur með korkundirlagi Vinyl gólfflisar I Vinyl asbest gólffísar | Veggflísar Heimsþekktar gæðavörur H. Benedikfsson hf. Suðurlandsbraut 4. BYGGINGAMEISTARAB VERKFRÆÐINGAR Höfum fengið frá Þýzkalandi ódýr og vönduð hallamálstæki, sérlega hentug fyrir bygginga- starfsemi. w Ennfremur ryðfrí stálmálbönd 10 m og 25 m, landmælinga- stengur og ýmsar gerðir af hentugum hallamálsstokkum, t. d. 3 m, 4 m og 5 m stengur, er brjóta má saman. Stækkun sjónauka 18 sinnum. Fjarlægðarmæling Gráðubogi 360° Þríhyrningsfætur og leðurhylki. VERK HF. Skólavörðustíg 16, símar 11380 og 10380. SPASIB TÍMt, PENINGA OG MAUII Berið RUST-OLEUM 769 raka- þéttan rauðan grunn á hið ryðg- aða járn, eftir að hafa skafið og burstað það með vírbursta. og ryðflyksur og laust ryð þann- ig fjarlægt. RUST-OLEUM, inniheldur sérstakar efnablöndur úr fiski- olíum og smýgur í gegnum ryð- ið alla leið að hinum óskemmda málmi. Veljið RUST-OLEUM „yfirlit" yfir 'grunninn. Þetta mun gefa yður endingar- góðan lit og vernd á verðmætum yðar, svo sem skipum,tönkum,. verksmiðjum, vatnsleiðslum, þökum#vélahlutum o. s. frv. Rust-Oleum er frábrugðið eins og yðar eigið fingrafar. RUST-OLEUM. 40 ára notkun í Bandaríkjunum sannar gœðin. Rust-OIeum og Stops Rust eru skrásett vörumerki í eigu Rust-Oleum Corporation, U.S.A. Framleitt af Rutt-Oleum Corporation—Evantfon, lllinois, U.S.A. •• af Rust-OI-um (Nederland), N.V., Haarlem, Holland. Útsölustaðir: ORKA hf. Reykjavík DRÖFN hf. Hafnarfirði DVERGUR hf. Hafnarfirði MÁLMUR, Hafnarfirði E. GUÐFINNSSON, Bolungarvík Marselíus Benharðsson, ísatirði Skipasmíðastöð Vestmannaeyja Einkaumboðsmenn: E. TH. MATHIESEIM hf. Vonarstræti 4 — Sími 36570.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.