Morgunblaðið - 27.06.1965, Qupperneq 28
28
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 27. júní 1965
CEORCETTE HEYER
FRIÐSPILLIRINN
— Góði Alíred mi-nn, sagði
ungfrú Wraxton. Ungfrúin hlýtur
að halda þig heimskari en þú ert,
ef þú ert að tala svona vitleysu.
f»ú hlýtur að vita, að hertoginn
hefur annað þarfara að gera en
hugsa um okkur kvenfólkið, sem
þó dáist svo að honum.
Soffíu var skemmt. — Ég vil
nú kannski ekki segja það, sagði
hún, — en hinsvegar hef ég aldei
verið að dufla við hann, ef þér
eigið við það, hr. Wraxton. Hann
er ekkert hrifinn að konum, eins
og mér!
— Eiigum við að halda áfram,
sagði ungfrú Wraxton. — Þér
verðið að segja mér eitthvað um
hestinn yður. Er hann spænsk-
ur? Hann er afskaplega fallegur,
en ég held hann sé of tauga-
óstyrkur fyrir minn smekk. En
ég er nú líka svo góðu vön, og
hann Dorcas minn er svo afskap-
lega vel siðaður.
— Þetta er ekki taugaóstyrkur
í honum, heldur er hann bara að
gera að gamni sínu. En hvað
siðlegheitin snertir, þá held ég,
að hann eigi varla sinn líka. Á ég
að sýna yður, hvað hann getur.
En gætið þér að. Hann var tam-
inn í hernum.
— f guðs bænum, ekki hérna
í garðinum, sagði Charles hvasst.
Hún sendi honum eitt prakk-
arabrosið sitt og hleypti Sala-
manca.
15
— Farið þér varlega! Þetta er
stórhættulegt! Blessaður hafðu
hemil á henni, Oharles! Það fara
allir að glápa á okkur.
— Þið hafði ekkert á móti því,
þó að ég nái kitlunum úr fótun-
um á honum, sagði Soffía. Hann
HERLEV - BEYKJAVÍK
2. FLOKKUR.
keppa á Melavellinum í kvöld kl. 20,30.
Komið og sjáið skemmtilega knattspyrnu
Spennandi leik.
Dómari: MAGNÚS PÉTURSSON.
Verð aðeins: Fullorðnir kr. 30.00
Börn — 10.00
Búðarkassar
Kling búðarkassinn hefir dag-
söluteljara, reikniteljara og get
ur notast sem reiknivél.
Hentugasti og ódýrasti búðar-
kassinn á niarkaðinum í dag.
BALDUR JÓNSSON S/F
Hverfisgötu 37 — Sími 18994.
Afgreiðslustarf
Viljum ráða góða sölukonu (ekki unglingsstúlku)
við verzíun vora Laugavegi 26. Þær, sem áhuga
kunna að hafa á þessu starfi gjöri svo vel að koma
til viðtals á skrifstofu vorri mánudag og þriðju-
dag milli kl. 5—7.
Húsgagnahöllin
langar svo til að taka einn
sprett.
Síðan sneri hún Salamance og
gaf honum lausan tauminn, eftir
akbrautinni!
— Hæ, hó! sagði hr. Wraxton
og þeysti á eftir henni!
— Æ, góði Charles, hvað eig-
um við að gera við hana? Að
hleypa á stökk í Garðinum og
það í þessar múnderingu! Ég
hef sjaldan orðið svona hneyksl-
uð.
— Já, svaraði hann og horfði
á eftir hinum, sem hurfu í
fjarska. — En, hjálpi mér vel,. . .
hún kann að sitja á hesti!
— Nú, auðvitað, ef þú ætlar að
fara að ala á henni með svona
ósóma, þá er vitanlega ekki meira
um það að segja.
— Það hefur mér aldrei döttið
í hug, svaraði hann.
Henni líkaði þetta ekki og
svaraði kuldalega: — Ég er sjálf
ekkert hrifin af reiðmennsk-
unni hennar. Hún minnir óþarf-
lega mikið á sirkus.
Þau riðu síðan hlið við hlið,
hægt og gætilega, þegar Soffía
kom á harða spretti til þeirra, og
hr. Wraxton enn á eftir henni.
Soffía stöðvaði hestinn, sneri
honum og. reið við hliðina á
frænda - sínum. — Þetta var gam-
an, sagði hún og kinnarnar voru
blóðrjóðar. — Ég hef ekiki komið
á bak Salamanca í meira en viku.
En segið mér: Hef ég gert eitt-
hvað vitlaust? Það voru þarna
svo margar teprulegar manneskj-
ur, sem gláptu á mig t eins og
naut á nývirki.
— Þú mátt ekki þeysa svona
hérna í Garðinum, sagði Charl-
es. — Ég hefði átt að vara þig
við þvi.
— Það hefðirðu átt. Það var
einmitt þetta, sem mér var að
detta í hug. En nú skal ég vera
skikkanleg, og ef einhver spyr
þig, skaltu bara segja, að þetta
sé veslings frænka þín frá
Portúgal, sem sé svo illa uppal-
in, að ekkert verði um hana
tætt. Hún laut fram fyrir hann
og sagði við ungfrú Wraxton. —
Ég vitna nú til yðar, ungfrú
Wraxton. Er það ekki alveg óþol
andi að verða alltaf að fara á
dindilbrokki, þegar hann langar
til að taka sprett? Þér eruð vön
bestum og ættuð að geta sagt um
það.
— Jú, afskaplega óþolandi,
svaraði ungfrúin.
í þessu bili var Alfred kominn
til þeirra og æpti: — Ég segi
bara ekki annað en það, að þér
sláið þær allar út, ungfrú
Stanton Lacy! Þú kemst ekki í
hálfkvisti við hana, Eugenía!
— Við getum ekki riðið fjögur
hlið við hlið, sagði'ungf rú Wrax-
ton og lét sem hún heyrði ekki
til bróður síns. — Ríddu á eftir
með honum Alfred, Charles. Ég
get ekki talað við ungfrú Stan-
ton-Lacy yfir þig þveran.
Hann gerði sem hún bað og
ungfrúin var nú komih á hlið
við Soffíu og talaði nú við hana,
eftir að hafa búið sig vandlega
undir það: — Mér skilst, að yður
finnist siðir okkar í London ein-
kennilegir í fyrstunni?
— Nú, ég býst ekki við, að þeir
séu mikið frábrugðnir því, sem
— Þér verðið fyrst og fremst að megra yður.
gerist í París, Vín og Lissabon,
svaraði Soffía.
— Ég hef nú aldrei heimsótt
þær borgir, en ég held — og er
meira að segja viss um — að
umgengnissiðirnir í London
standi hinum langt framar, sagði
ungfrú Wraxton.
Soffíu fannst þessi rólega
sannfæringarvissa hennar svo
hlægileg, að hún rak upp skelli-
hlátur. — Ó fyrigefið, sagði hún.
— En mér finnst þetta svo ósjórn-
lega hlægilegt!
— Já, ég býst alveg við, að yð-
ur þyki það, sagði ungfrú Wrax-
ton og haggaðist ekki í rósemi
siinni. — Ég býst við, að á megin-
landinu leyfist konum sitt af
hverju. En bara ekki hér. Öðru
nær! Ég skal segja yður, að hér
þykir það alveg hræðilegt að
vera talin illa siðuð. Ég veit, að
þér takið það ekki illa upp, ef ég
gef yður smábendingar! Þér
munuð auðvitað vilja kom í sam-
kvæmin í Almack-klúbbnum, til
dæmis að taka. Ég get fuílvissað
yður um, að ef einhver aðkenn-
ing af gagnrýni berst til eyrna
stjórnarkvennanna, getið þér
sleppt allri von um meðmæli frá
þeim. Aðgöngumiðar fást ekki
nema út á meðmælabréf, skiljið
þér. Þetta er svo vandlátur fé-
lagsskapur. Einnig eru reglurnar
mjög strangar og ekki má víkja
hársbreidd frá þeim.
— Þér gerið mig dauðhrædda,
sagði Soffía. — Haldið þér þá, að
ég verði felld frá inntöku?
Ungfrú Wraxton brosti. —
Varla kemur það nú til, þegar
frú Ombersley mælir með yður.
Oig hún segir yður vafalaust,
hvernig þér eigið að hegða yður,
ef heilsan hennar leyfir henni að
fara með yður þangað. Það er
verst, að . atvikin skuli hindra
mig í að taka það ómak af henni.
— Afsakið, sagði Soffía, sem
hafði ekki hlustað á þetta með
sérlega mikilli eftirtekt. — Ég
held, að frú de Lieven sé að veifa
til mín, og það væri ókurteisi af
mér að svara því ekki.
Hún reið burt um leið og hún
sagði þetta, þangað sem skraut-
legur vagn hafði stanzað við
JAMES BOND
'cdmmumicationjs ok
WITH BOMD,
# <• #
Eftir IAN FLEMINC
— Eru sambönd við Bond í góðu
lagi?
— Já, herra. Hann hefur beðið um
10 milljónir franka til viðbótar, að
því er Jamaica segir.
Það lítur svo út sem óvinurinn sé
cioiirsaell í SDÍlavítinu og Bond vilji
vera öruggur um, að hann hafi næga
peninga til þess að geta á heppilegum
tíma lagt svo mikið undir, að hann
verði honum yfirsterkari.
stíginn, og laut fram til að taka
í þreytulega hönd, sem að henni
var rétt.
— Soffía! sagði greifafrúin. —.
Sir Horace sagði mér, að ég
mundi geta hitt þig hérna. En
þú varst á harðaspretti .... það
skaltu ekki gera oftar. Ó, frú
Burrell, lofaðu mér að kynna
þér ungfrú Stanton-Lacy!
Konan, sem sat við hlið sendi-
herrafrúnni, kinkaði ofurlítið
kolli, og leyfði vörunum á sér að
slakna í ofurlitlu brosi. Og þetta
bros breikkaði ofurlítið, þegar
hún sá ungfrú Wraxton koma á
eftir Soffíu, og hún laut höfði,
en það var hámark lítillætisins
hjá henni.
Þórshöfn
Umboðsmaður Morgun-
blaðsins á Þórshöfn er Helgi
Þorsteinsson, kaupmaður og
í verzlun hans er blaðið selt
í lausasölu.
Reyðarfjörður
KRISTINN Magnússon,
kaupmaður á Reyðarfirði, er
umboðsmaður Morgunblaðs-
ins þar í kauptúninu. Æð-
komumönnum skal á það
bent að hjá Kristni er blað-
ið einnig selt í lausasölu.
Seyðisfjörður
UMBOÐ Morgunblaðsins í
Seyðisfjarðarbæ er í Verzi.
Dvergasteinn. Blaðið er þar
einnig í lausasölu fram til
kl. 11,30 á kvöldin. „Bar-
inn“, veitingastofa, hefur
blaðið í lausasölu.
AKUREYRI
Afgreiðsla Morgunblaðs-
ins er að Hafnarstræti 92,
sími 1905.
Auk þess að annast þjón-
ustu blaðsins við kaupend-
ur þess í bænum, er Akur-
eyrar-afgreiðslan mikilvæg-
ur hlekkur í dreifingarkerfi
Morgunblaðsins fyrir Norð-
urland allt. Þaðan er blaðið
sent með fyrstu beinu ferð-
um til nokkurra helztu kaup
staða og kauptúna á Norður-
landi, svo og til fjölda ein-
staklinga um allan Eyjaf jörð
Á Egilsstöðum
HJÁ Ara Björnssyni í Egils-
staðakauptúni er tekið á
móti ásktifendum að Morg-
unblaðinu. Þar í kauptún-
inu er Morgunblaðið selt
gestum og gangandi í Ás-
bíói og eins í Söluskála kaup
félagsins.