Morgunblaðið - 27.06.1965, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.06.1965, Qupperneq 30
30 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 27. júní 1965 Bylting verður gerð í Rússlandi kringum 1970 Viðtal við IUichel Garder kunnan sérfræðing í málefnum Suvétrík janna r Þ E G A R bvltingin *°muiagið °g serði «t af við l •' ° Stalín sem óskeiikulan í huga L ve&'dur í Kreml, h\að verður á til þess að hleypa henni af stað, hvers vegna og hve- nær? Hverjir munu þá taka völdin? Svör við þessum spumingum, sem hljóta að koma á óvart, má finna í við- tali því, sem hér fer á eftúr og er við Michel Gardner einn fremsta sérfræðing Evrópu í málefnum Sovétríkj- anna. Viðtalið tók Fredurick C. Painton, hlaðamaður í alþjóða- deild „U.S. News and World Report.“ Spuming: Michel Gardner, ]>ér hafið spáð nýrri byltingu í Rúss landi. Er eitthvað að gerast, sem raunverulega ber merki um þetta? Svar. Já, ég geri ráð fyrir, að byiting muni verða í Sovétríkj- unum í kringum 1970. Því sem við sjaum, að nú á sér stað í Sovétríkjunum, verð’ur bezt lýst með því að líkja því við útbreitt krabbamein í manns líkamanum. Allt frá því Stalín lézt hafa einkenni hins banvæna sjúkdóms verið augsýnileg, enda þótt flestir hafi ekki veitt þeim mikla eftirtekt. Nú myndi ég segja, að hið ríkjandi leninistiska-marxistiska stjómarfyrirkomulag í Rússlandi sé I andarslitrunum. S. Hvers vegna haldið þér þessu fram? Sv. í>að er erfitt að skýra frá því í stuttu máli. Fyrst verður að byrja á spurningunni, hvers konar stjórnarfyrirkomulag ríkti á meðan Stalín var við völd; síðan hvað gerzt hefur frá því fð Stalín dó og svo nú'eftir að Krúséff var vikið úr valdastóli. Stalín varð að lokum, það sem ég myndi kalla „óskeikull“, þar eð hann hafði á hendi vald, sem var óhagganlegt og sem byggðist á óttanum gagnvart leynilög- reglu hans. Sérhvert stjómmála- fyrirkomulag réttlætir sig með einhverjum hætti. Konungarnir stjórna samkvæmt forsjón guðs. Forsetar eru kosnir. Hjá komm- únistiskri stjórn er „söguleg nauðsyn“ það, sem réttlætir allt, ©g Stalín réði því einn, hvernig hún var túlkuð gagnvart komm- únistum út um víða veröld. , Það hefur tekið 11 ár fyrir þá, *em tóku við af Stalín, að koma fyrir kattarnef því fyrirkomulagi valdsins, sem hann kom upp. Krúséff var aðeins hjlparvana gamalmenni, þegar honum var eteypt. Það var Krúsjeff sjálfur, Bem lagði niður ofsóknarfyrir- Stalín sem óskeiikulan i kommúnista. Sumir telja, að* í þessu felist sönnun um, að Sov- étstjórnin hneigist i lýðræðis- oða mannúðarátt, en harmleikn urinn er bara sá, að það er ekki unnt að siða stjórnarfyrirkomu- lag, sem er í eðli sínu siðlaust, án þes að tortíma fyrirkomulag- inu. S. Hvemig álítið þér, að bylt- inv'íin muni þróast — mun her- inn grípa völdin? Sv. Ég er ekki spámaður, en ég get komið með nokkrar til- gátur. Á meðal þeirra, sem eru mér sammála um, að sovézika stjórnin stefni að feigðarósi, telja sumir, að herinn muni taka völdin. Miehel Tatu, einn okkar beztu Rússlandssérfræðinga að- hyllist þessa skoðun, en ég reikna ekki með henni. Rússneski herinn hefur það ekki sameiginlegt með hvaða her öðrum sem er, að ef til þess kæmi, að hann stæði frammi fyrir getulausri stjóm, þá gæti svo farið, að hann tæki völdin í sínar hendur. Bezti hlutinn af liðsforingjum sovézka hersins var þurrkaður út á dögum Stalíns og herinn er nú algerlega gegnum- sýrður af flokksvélinni, sem er afleiðing hinnar pólitísku skipu- lagmingar hersins. Beztu liðsforingjunum er venju lega meinað að starfa sem her- foringjar en eru settir í störf f aðalstöðvum hersins. Herinn samanstendur af mönnum, sem eru í honum vegna herskyldunn- ar. Þetta er ekki atvinnuher. Það er ef til vill hugsanlegt, að ein- staka herdeildir væri unnt að nota í pólitískum tilgangi, en herinn gæti aldrei orðið að bylt- ingarafli. Ég hef skrifað sögu Rauða hersins og hvað mig snert ir, þá tel ég slíka hugmynd úti- iokaða. Þá er það hugmyndin um al- menna uppreisn, sem er hin róm- antíska kenning um allar bylt ingar. Þá hugmynd útiloka ég iíka. Uppyeisnir, óeirðir og upp þot — allt þetta kynni að koma fyrir. Ég er nýbúinn að ræða við mann, sem skýrði mér nákvæm lega frá atvikum uppreisnanna í Novocherkassk 1962, em það liðu tvö ár, áður en fréttir af þeim bárust til Vesturlanda. En þetta voru ekiki uppreisnir póli- tísks eðlis. Þær byggðust á fé- lagslegum ástæðum — ástæðum, sem hafa áhrif á fólk. Fólkið vildi betri lífskjör og aukið fé- lagsfrelsi. Til þess að bylting heppnaðist verður hún að vera pólitísks eðlis. Þá er það kenningin um, að núverandi stjóm hljóti að taka breytingum vegna þróunar. Ég útiloka hana einfaldlega af þeirri ástæðu, að ég tel, að leiðtogar hennar muni ekki geta breytzt. Eftir er þá bylting ofan frá, sem gerð yrði af stétt fram- kvæmdastjóranna — hallarbylt- ing. Þar yrðu að verki hluti hinna tæknimenntuðu stétta, sem studdar væri ef til vill af sum- um,, sem svikju Kommúnista- flokkinn, af því þeir gerðu sér ljóst, að vindáttin væri að breyt- ast. En auk þeirra kæmi er til vill til nokkur hluti lögreglunnar og hersins. Þetta myndi valda því, að nú- fyrir því, sem væri búið og gert — nákvæmlega, það sem gerðist, þegar Krúséff var hrakinn frá völdum. Uppreisnarmennirnir mund segja eitthvað líkt þessu: Til þess hefur lýðræðið verið fótum troðið í Ráðstjórnarríkjunum. Valdið tilheyrir ráðuunm (sovét- uinum) — ekki flokknum. Mér kemur til hugar, að byltingin yrði gerð til þess að fullnægja herópinu „allt vald í hendur sov- étunum.“ Hve»s vegna? Vegna þess að öll „sovétin* sem er rúss- neska orðið fyrir ráð — eru nefndir, sem kosnar eru af fólk- inu. Hingað til hafa þau ekki haft neitt vald. S. Álitið þér, að það sé þegar fyrir hendi löglegur grundvöllur fyrir þeirri byltingu, sem þér eruð að tala um? Sv. Einmitt. Byltingin mun jafngilda því, að komið verði í framkvæmd kerfi, sem þegar er til á pappírnum. Sníkjukerfið — Kommúnistaflokkurinin — mun verða undirokaður. Fyrirkomu- lagið um ríkið, sem byggist á ráðunum, mun verða endurlífg- að. S. Hvaða merki þess, að rúss- neska þjóðin óski þessa, þykist þér sjá? Sv. Það sem ég myndi kalla þingræði — og er hluti þess sjúkdóms, sem þjakar núverandi stjórn. Krúsjeff gerði t.d. mikla skyssu í baráttu simni við Malen- kov og Molotov um völdin. Hann kallaði saman miðstjórn flokks- ins með öllum hennar meðlim- um og lét hana taka ákvörðun um hvað gera skyldi. Þetta er miðstjórn, sem kjörin MICHEL Garder er 49 ára að aldri og hætti fyrir skömmu störfum í franska hernum, þar sem hann starfaði í herforingja- ráði vamarmáladeildarinnar. Nú starfar hann við frönsku kennslu- málastofnunina í hertækni en skrifar auk þess um hernaðar- og utanríkismálefni. Á meðal bóka hans eru: Sögur af sovézka hem- um og af styrjöldinni milli Sovét- ríkjanna og Þjóðverja. Viðtal það sem fer hér á eftir, birtist nýlega í bandaríska tímaritinu U. S. News and World Report. er innan Kommúnistaflokksins. Þetta er sama miðstjórnin • og sú, sem snerist gegn Krúéff síð ar. Á sama tíma sýna ráðin merki þess, að þýðing þeirra sé að auk- ast. Þér hljótið að hafa tekið eft- ir því nú fyrir skömmu, að það var óskað eftir fleirum til að kjósa um í kosningum, en átti að kjósa og þannig skyldi fólkinu gefin kostur á að velja á milli þeirra, sem í kjöri voru. S. En hvers vegna álítið þér, að núverandi kerfi eigi fyrir sér að líða.undir lok? Er til staðar alvarleg samkeppni milli þeirra stjórnmálamanna, sem nú hafa völdin í Rússlandi og tæknisér- fræðinganna? Sv. Já. Annars vegar eru hátt- settir meðlimir flokksvélarinmar og hins vegar áhrifamesti hluti tæknimenntaðrar sérfræðinga- stéttár, sem kalla mætti stétt framkvæmdastjóra. Sumir telja, að þessar tvær stéttir séu að remna saman í eina, en þeirri skoðun hafna ég. Hugsanagangur manna eins og Brezhnevs og Kosygins hefur verið mótaður á ákveðinn hátt og honum er ekki unnt að breyta. Hinir yngri og verðamdi stjórnendur í atvinnulífinu fá hugmyndir sem eru stórtækari og stórtækari í sniðum, eftir því sem þeir komast í snertingu við Vesturlönd Oig sjá, hvað afvega fer í Rússlandi. En eilginn skyldi láta sér detta það í hug, að þeir hafi í hyggju að apa eftir Vesturlöndum í blindni. Þvert á móti. Þeir eru mjög þjóðernislega sinnaðir og verandi leiðtogar stæðu írammi I myndu hafa mikinn áhuga á því að komast fram úr Bandaríkjun- um. Það er djúpstæður ágrein- ingur milli þessarar raunveru- legu yfirstéttar og þeirra stjórn- málamanna, sem með völd fara án þess að nokkuð réttlæti það, að þeir fari með völd. Hinn raunverulegi kraftur byltingarinnar er fóligin í því, að það hefur komið í ljós, að flokks pólitíkusamir tefja fyrir fram- förum í Rússlandi. Æskulýður- inn í Rússlandi er einnig vanda- mál. Eins og er tekst að halda að- gerðum hans og skorti á aðlög' unarvilja í skefjum, en háð það °g gys, sem æskulýðurinn sýnir og gerir að stjórninni, varpar ljósi á tilfinningar þeirra. S. Hverjir eru það raunveru- lega, sem keppa um völdin? Sv. Að þessu sinni gegnir öðru máli en áður. Þegar Lenin _dó og þegar Stalín dó, þá voru fimm eða sex aðilar, sem komu raunverulega til greina. En nú myndi ég segja, að þeir væru um 300. Til viðbótar nöfnum hinna stóru, sem við þekkjum, kemur ekki aðeins stór hluti miðstjórnarinnar heldur aðrir háttsettir embættismenn flokks- ins, sem hafa hingað til vanizt því að standa í skugga hinna. Nú seigja þeir allir: „Hvers vegna ekki ég líka?“ Þannig er um að ræða heilan hóp af mönnum um 45 ára göml- um, sem útskrifuðust frá beztu fiokksskólunum og skipa þýð- ingarmiklar stöður nú. Þeir eru áhorfendur að getuleysi þeirra, sem stjórna og það hefur vakið löngun þeirra til þess að keppa um völdin. Stalin komst til valda sem bezti nemandj Lenins. Krúsjeff náði völdunum með því að snú- ast gegn Stalin. Hin nýja sam- virka forysta hefur enn ekki fundið neinn grundvöll, sem hún getur barizt á. En hvert er þá markmið þeirra? Að sitja í stól, sem þegar er búið að saga hima fjóra fæt- ur af. Þá eru það áhorfendurnir, stétt hinna sérmenntuðu tækni- fræðinga — hinn raunverulegi máttur i landinu — sem eru. nú að verða sér meðvitandi um það, að fyrr eða síðar verða þeir að gripa völdin en á öðrum grund- velli. S. Hvert er helzta vandamálið í Kreml? Sv. Aðalvandamálið myndi ég segja, að væri, hvort valdhöfun- um þar verði stætt á því að hafna þjóðnýtingunni. Hálfkák dugar ekki. Þeir verða að hafna eða velja. Geta þeir til dæmis reynt að fá til sím erlent fjármagn og samt haldið fram kenningunni um að vera sjálfum sér nóigur? Þungaiðnaður gegn neyzluiðnaði — kenning þeirra stendur í vegi fyrir allri lausn. Kommúnismi gerir róð fyrir, að efnahagslegu valdi sé safnað saman á einn stað. Allt efnahags- kerfið miðast við styrjöld. Það gerir ráð fyrir, að um baráttu sé að ræða gagnvart öllum heimin- um. Verkalýðnum er komið fyr- ir í bröggum og síðam er þunga- iðnaðurinn efldur. Á sama tíma er ekki hægt að auka neyzluiðnað, vegna þess að það krefst sveigjanleika og að ta.ka verður tillit til þarfa neyt- enda. Það er ekki hægt að gera hvort tveggja og samt geta vald- hafarnir ekki valið aðra leiðina einungis. Þá er það vandamálið ríkið gagn einstaklingnum. S. Hvenær byrjuðu kommún- istar að taka tilliti til einstakl- ingsins? Sv. Það verður að athuga allar þær breytingar, sem verið hafa að gerast. Hinir nýju leiðtogar hafa veitt einstaklingnum meira gildi en hanm hafði nokkru sinni áður. Þeir hafa verið neyddir til þess að smjaðra fyrir einstakl- ingnum. Þeir lögðu að nokkru leytl niður leynilögregluna og hafa þess vegna neyðzt til þess að virða einstaklinginn. Það er ekki nóg að tala til fólks, þeir verða að fullnægja óskum þess. Þannig standa þeir frammi fyrir vanda- máli, sem ekki var til staðar á tímum Stalins. Rússland eftir byltingu Sp. Hvers konar Rússland búizt þér við, að það verðí, sem kemur fram að lokinni þeirri byltingu, sem þér sjáið fyrir? Sv. Ég álít, að við munum verða vitni að því, að Rússland breytist frá því að vera komm- únistiskt ríki í það, að þar verði ráðandi frjálslynd, sósíalístisk stjórn tæknisérfræðinga. Samkeppnin við Bandaríkin mun ekki verða úr sögunni. Ég geri ráð fyrir, að þetta nýja Rússland verði gagntekið þjóð- ernismetnaði og reyni að fara fram úr Bandaríkjunum á öllum sviðum. S. Hvernig fer um deiluna milli Rússlands og Kína í fram- tíðinni? Sv. í Rússlandi erum við að fást við unga þjóð með fortíð, sem er full þjáninga, og er nú fyrst að komast til þroska, — þjóð með óvenjulegar gáfur. Þeir bjuggu til Spútnikana, þrátt fyrir þjóðfélagskerfið. Hverju myndu þeir ekki geta fengið áorkað, ef þeir hefðu meira frelsi? í Kína er hins vegar um að ræða gamla þjóð, sem nýlega hefur leyst af sér bönd ný- lendutímalbilsins. Ef þér gerið ráð fyrir, að rússneska byltingin verði um 1970, eins og ég geri, þá má gera ráð fyrir að Kína klofni eftir 1980. Þá skortir einingu sem þjóð. Þar að auki, veittuð þér þvi athygli, hvaða skref Kínverjar stigu með því að afnema allan stigsmun í kínverska hemum? Þetta er sú teigund mistaka, sem safna um sig eftir því sem árin líða. Hvernig myndi yður líða, ef þér væruð háttsettur kínversk- ur liðsforingi? Hvað gerist, þegar Mao Tse- tung og Chou En-lai og aðrir bverfa af sjónarsviðiinu? Hverj- ir munu koma í þeirra stað og við hvaða aðstæður? Ég er þeirr- ar skoðunar, að Kína feli í sér

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.