Morgunblaðið - 02.07.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.07.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstuflagur 2. júlí 1965 Jafnvel aðalvegir a íslandi eru ómerkfir Viðtal vi5 Larry Fried NÝLEGA dvöldust á Islandi í boði Loftleiða 15 bandarískir blaðamenn. í hópnum var Larry Fried, kunnur blaðamaður, sem skrifar greinar víðsvegar að úr heiminum í ýmis blöð í Banda- ríkjunum. Eftir stutta dvöl á Islandi í fyTra, skrifaði hann t.d. grein héðan í Parade Magaz- ine, sem kemur út sem fylgint á sunnudögum með fjölmörgum bandariskum blöðum og nær til 30 milljón lesenda. Hann segir sögur sínar ekki hvað sízt í myndum. Þegar við komum upp í íbiið hans á Hótel Sögu kvöldið aður en hann fór, sat hann í hrúgu af myndavélum og alls kyns linsum, og í sófanum lágu tug- ir af notuðum • filmuhylkjurn. Fried kvaðst vera á leið til Nor- egs, þar sem hann mundi segja frá ferðalögum í norsku fjörð- unum, þá til Amsterdam, til að skrifa um bandaríska stúdenta í Evrópu, svo til Belgíu, Frakk- lands og Þýzkalands, í leit að margvíslegu blaðaefni. Hann kvaðst mjög ánægður með dvöl- ina á Islandi. Hann væri t.d. bú- inn að fara norður til Akureyr- ar og Mývatns og hefði einkum 120 þús. kr. sendor lil Pnkiston FJÁRSÖFNUN Hjálparsjóðs Rauða kross íslands til aðstoðar bágstöddum í Austur-Pakistan er nú lokið, segir í frétt frá Rauða krossinum. Lokauppgjör fyrir söfnunina er ekki enn fyrir hendi, þar sem uppgjör hefur ekki borizt ennþá frá nokkrum Rauða kross deildum úti á landi, en Hjálparsjóður RKÍ hefur nú þegar sent samtals kr. 120,000 til Dacca. Rauði kross fslands þakkar fyrir hönd Hjálparsjóðsins fyrir þá góðu aðstoð, sem bæði fyrir- tæki, starfshópar og einstakling- ar veittu söfnuninni. Vísukorn númer 2 AKRANESI, 24. júnf. Árdegis í gær vatt sér inn snaggaralegur maður og lagði miða á borðið. „Hérna“, segir hann. „Öldungur var að khfa á því, að ég slægi túnblett sinn. Klukkan 7 byrjaði ég, búinn er ég og kem beint frá orfinu. Meðan ég sló, hugsaði ég ekki um annað en herhvöt Gunnlaugs Péturs til vísnavina bæjarins. Og hér er mitt vísukorn: Eggja þrár hins aldna manns út á smárateiginn til að skára skikann hans skýja tárum þveginn". Oddur. eytt tíma við brennisteinsnám- urnar í Námaskarði. Fried er mjög hrifinn af íslenzkri náttúru og kveðst leggja áherzlu í grein- um frá íslandi á fjölbreytileika í landslaginu hér, þar sem hægt sé að finna á einum stað fossa, jökla, hveri o-s.frv. Eitt er hann þó ekki ánægð- ur með, hversu illa vegirmr eru merktir. Um vegina sjálfa, seg- ir hann, að þeir séu að vísu mjög nálægt því að vera verstu vegir í hinum gamla „síviiíser- aða heimi“, en hann er vanur að ferðast í Austurlöndum, Rúss landi og Afríkulöndum og kveðst ekki setja það fyrir sig. En á íslandi komi maður allt í einu að stað, þar sem vegir skiptast og engin leið að vita hvert þeir liggja, jafnvel á að- alvegum landsins. Auk þess séu nöfnin á bóndabæjum jafnt merkt sem þorpin, svo að ókunn- ugir geti engan veginn ferðast eft ir korti. Jafnvel fari vegfarandi fram hjá Geysi, ef hann er ekki kunnugur á íslandi. Þetta þurfi ekki að vera svo flókið. Ef Norðurlandsvegur væri t.d. bara númeraður með nr. 1, þá þyrfti ekki nema lítið spjald með númerinu við veginn, þar sem aðrar leiðir koma inn á. Þannig sé þetta víðast annars staðar. — Annars á maður ekki að vera að kvarta yfir vegun- um. Hér eru þó vegir, sem hægt er að komast eftir, og það er þó betra en engir vegir, eins og í Rússlandi. Þar kemst maður hreinlega ekki á milli fjöl- margra staða. •— Hafið þér verið í Rúss- landi? Hvemig er að íerðast þar? — Ég hefi verið þar þrisvar sinnum, kom einu sinni austan megin frá með Síberíu járnbraut inni til Moskvu. Það tók 8 daga samfleytt. Fólkið er mjög elsku- legt og vingjarnlegt við ferða- menn. Þá á ég við íbúana, ekki embættisióenn og skriffinna. Og maður kynnist fólki í lestunum- Ekki sízt þar sem 4 konur og karlar búa saman í nverjum klefa í 8 sólarhringa. Og það er allt í lagi að ferðast þar. Maður fær bara langa lista yfir þá staði sem má fara til og hann er nokk uð góður. Og sums staðar má ferðast frjálst á eigin bíl. En margar borgir fær ferðamaður ekki að heimsækja. Það er bann- að. — Voruð þér nýlega í Viet Nam? — Nei, seinast i fyrra. Þá var ég með 6 Bandaríkjamnnum, sem voru að þjálfa Viet Nam hermenn úti í skógunum. Menn skiptust á riffilskotum og hand- sprengjum á hverri nóttu. En yfirleitt var rólegt á daginn. Það var ljóta ástandið! En það er verra núna. Þeg- ar maður tekur að sér að skrifa greinar, þá vill það verða svo að blöðin vilji he'.zt fá frásagnir af stöðum, þar sem eitthvað slíkt er um að vera. Fyrir okkur er það mjög fróð- legt ,en ekki skemmtilegt. Það er jafn eðlilegt að við séum mikið sendir til Viet Nam og að franskir blaðamenn séu mik- ið í Alsír og Congó. Annars ligg- ur leiðin reyndar lika t>l skemmtilegri staða, og einn slík- ur er ísland, segir Fried að lok- um. Og við ljúkum samtalinu, því Sigurður Magnússon, blaða- fulltrúi Loftleiða, kemur með mynd, sem hann hefur útvegað Fried af forsetanum í Sundlaug- unum. — Ég er nefnilega að skrifa grein um forsetann ykkar, segir hann til skýringar. Og ég náði aldrei mynd af honum í laugunum. Blaðamaðurinn Larry Fried á Hótel Sögu. Heimskringla gefur út nýja Surtseyjarbók BLAÐAMENN voru í gær kvadd- ir á fund forráðamanna Heims- kringluútgáfunnar, en hún sendi þá frá sér nýja myndabók um Syrtseyjargosið. — Kristinn E. Andrésson hafði orð fyrir Heims- kringluútgáfunni, en einnig voru staddir á fundinum Sigfús Daða- son og Gísli B. Björnsson, en Gísli hefur séð um listrænan frá- gang bókarinnar. Þorleifur Ein- arsson, jarðfræðingur, hefur skrifað texta bókarinnar, en segja má, að hann hafi fylgzt með gos- inu daglega, frá því það byrjaði. Nefnist hún í íslenzku útgáf- unni „Gosið í Surtsey í máli og myndum", en er einnig gefin út í þremur erlendum útgáfum: enskri, þýzkri og danskri. Rakin er sagan af gosinu og myndun eyjarinnar fram í aprfl sl. Af um 60 síðum bókarinnar eru 24 síður myndir, þar af 12 í litum, eftir kunna ljósmyndara. Bókin er gefin út i smekklegu broti, og er liklegt að hún verði eftirsótt af ferðamönnum. Upp- lag bókarinnar er samtals 10.000 eintök. Bókin er gerð hér heima að öllu leyti, myndamót í Kassa- gerð Reykjavíkur, prentun og bókband í Prentsmiðjunni Hólar, og er til bókarinnar vandað eins og kostur er. Stærð bókarinnar hefur verið stillt í hóf, svo að hún gæti orðið sem ódýrust. Hún kostar inn- bundin með hlífðarkápu í litum kr. 160,00 eða með söluskatti kr. 172,00. um sínum, leiki, söng, íþróttir, dans o.s.frv. Nú virðist þurfa að hugsa fyrir öllu fyrirfram. Dugandi löggæzla — Aðvörun frá ungum manhi Velvakanda hefur borizt eftir farandi bréf: „Kæri Velvakandi! Eins og alþjóð veit, verður um næstu helgi haldið mikið ungmennafélagsmót á Laugar- vatni, og verður þar án efa margt manna saman komið. Oft vill bregða svo við, þegar úti- mót sem þessi eru haldin, að mikill unglingafjöldi þyrpist að til þess eins að drekka áfengi, sjálfum sér og öðrum til leið- inda. Hætt er við, því miður, að svo geti einnig farið nú, þrátt fyrir aðgæzlu löggæzlu- manna okkar. Vonandi þurfum við þó ekki að óttast, að þetta verði endurtekning á ævintýr- inu í Þjórsárdal fyrir fáum ár- um, er sannaði það á hryggi- legan hátt, að siðferði unglinga hér stendur ekki alltaf á of háu stigi. Það má ekki koma fyrir, að mótsstaðurinn fyllist af þessum skrfl, sem kemur að- eins til þess að drekka eitrað áfengi og til að eitra fyrir hinni göfugu hugsjón ungmennafé- lagahreyfingarinnar, sem mæl- ir, eins og kunnugt er, á móti neyzlu skaðlegra drykkja. Sendi ég hér með áskorun til yfir- valdanna, að þeir haldi þessum skríl frá Laugarvatni eftir megni, og stuðli þannig að því, að þetta mót verði sem ánægju- legast öllum þeim, sem vilja njóta mannfagnaðar á menning arlegan og óspilltan hátt, svo sem íslenzkri æsku er einni sæmandi. Með kveðju, Ungur bindindismaður". ■+C Óþarfa svartsýni? Velvakandi getur ekki við því gert, að honum finnst þessi ungi bréfritari full-svartsýnn. Engin ástæða til til þess að ætla annað fyrirfram, en sam- koma þessi verði öllum til sóma, enda er vel til hennar vandað, að því er Velvakandi bezt veit. Gífurleg undirbúningsvinna liggur að baki þessu landsmóti UMFf, sem er hið tólfta í röð- inni, og mun vel fyrir öllu séð. Útilokað má teljast, að um nokkra endurtekningu á Þjórárdalshörmungunum geti orðið að ræða, enda var þar ekki um neitt að ræða, sem ung lingarnir gætu unað við, ann- að en náttúrufegurð — og brennivín. Svo virðist, að nauð- synlegt sé að hafa ofan af fyrir álitlegum hluta íslenzkrar æsku, þar sem hún kemur sam- an, ef allt á ekki að enda með ósköpum. Hér áður fyrri fundu unglingar sér sjálfkrafa margt til dægrastyttingar á samkom- en ekki fúlmenni með poka Á Laugarvatni verður margt til skemmtunar, og ætti enginn að þurfa að leita á náðir Bakk- usar gamla út úr leiðindum. Verði þó einhverjir gikkir I veiðistöðinni, sem alltaf má og verður að reikna með, þá ætti forráðamönnum mótsins og hin- um fjöimörgu aðstoðarmönnum þeirra, — skátum, „heimavarna liðsmönnum“ og lögregluþjón- um, ekki að reynast erfitt að hafa hemil á þeim. Þó má auð- vitað með engu móti grípa til þess viðbjóðslaga miðaldaúr- ræðis, að sjálfskipaðir lög- gæzlumenn stingi fólki í poka. Slikt hefur þó einu sinni komið fyrir hér á landi á þessari öld, — og ekki ýkja langt síðan. Svoleiðis aðferðir dæma sig sjálfar og eru svo sannarlega ekki í anda ungmennafélags- hreyfingarinnar. Sá, sem fyrir þeirri andstygigilegu refsingu stóð, hefur líka fengið sinn dóm hjá almenningi. Nýtt símanúmer: 38820 B-ÆBURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Lágmúla 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.