Morgunblaðið - 02.07.1965, Blaðsíða 10
10
MORGU N BLADID
| Fðstudagur 2. júlí 1965
BossfeSgar í Beykjavík, Carl (t.v.) og John.
-Steínan er sú að byggja
fleiri verksmiðjutogara
KOMNIB eru til felands
þeir feðgar Carl og John Boss.
forstjórar Boss fyrirtækja-
samsteypunnar í Bretlandi,
sem m.a. er stærsti söluaðili á
fiski þar í landi. Morgunblað-
ið hitti þá feðga að máli í
gærmorgun. Boss eldri hafði
að mestu orð fyrir þeim. Hann
sagði:
— Ástæðan fyrir komu
okkar hingað er fyrst og
fremst sú, að við vildum
gjarnan heimsækja og hitta
vini okkar og viðskiptamenn
á íslandi. Hér þekkjum við
marga.
— Við eigum mikill og góð
viðskipti við íslendinga. Það
er því sjólfsagt að kanna
hvort þeir séu ánægðir með
samskiptin.
— Að ' þessu sinni verðum
við hér til sunnudags. Á morg
un förum við til laxvei'ða í
Feðgarnir Carl
í heimsókn
Elliðaám með Þorsteini Arn-
alds, forstjóra Bæjarútgerðar
Beykjavíkur. Það er í fyrsta
skipti, serri ég fer til laxveiða.
Helzta sport mitt er að fara
með byssuna mína til veiða
heima í Bretlandi, einkum á
vetrum. Ég hef ekki tíma til
að stunda laxveiði líka.
— Þá er í ráði áð við förum
í flugferð með Birni Pálssyni
yfir fiskislóðir við suður og
austur ströndina og líta á
togarana okkar sem þar eru
að veiðum fjarri heimkynn-
um sínum.
— Annars eru ýmsir erfið- .
leikar, sem hrjá togaraútgerð-
ina í Bretlandi éins og hér,
t.d. hækkandi tilkostnaður.
Togaraútgei'ð er ekki eins arð
'ter og hún þyrfti að vera.
Nokkrir togarar skila sæmi-
legum árangri, en þeir eru
mikilu fleiri sem taprekstur
er á.
— Við eigum alls 65 togara,
þar af eru þrír sem frysta
og John Ross
í Reykjavík
allan afla um borð. Bretar
eiga alls um 200 úthafstogara
og þyrfti að byggja 20 — 25
þeim flota til endurnýjunar
á ári, en það eru varla byggð
ir fleiri en 12. Þetta segir sína
sögu.
— Stefnan er stöðugt í þá
átt að byggja fleiri verk-
smiðjutogara. Þeim mun fara
fjölgandi srnátt og smátt.
— Svo við snúum okkur að
vi’ðskiptum okkar við fsland,
þá má geta þess, að við flytj-
um inn freðfisk frá frystihús-
um hér fyrir meira en 500
þúsund sterlingspund á ári og
við gerum ráð fyrir að þessi
viðskipti fari vaxandi á næsta
árum.
— Þá erum við umboðs-
menn í Bretlandi fyrir næst-
um alla íslenzka togara og
önnumst löndun fyrir þá. Þau
viðskipti fari vaxandi á næstu
milljón sterlingspunda árlega
(um 120 milljónum ísl. kr.).
— Fyrir tveim árum byggð
um vfð tvö skip fyrir íslenzk-
an eiganda, Guðmund Jörunds
son, útgerðarmann. Mér er
saigt að þetta séu hin mestu
aflaskip, Jörundur II. og Jör-
undur III.
— Ross fyrirtækjasamisteyp
an hefur mörg jiárn í eldinum.
Hún er stærsti sölu- og dreif-
ingaraðili á fiski í Bretlandi
og flytuir fiskinn til um 2 þús
und aðila í hverjum degi.
Nemur sú sala um 16 miUjón-
um sterlingspunda á ári. Þar
að auki má bæta við umsetn-
inguna á fiskinum 4 — 5
milljónum sterlingspunda fyr-
ir fisk sem skipin okkar afla.
— Nú eru um 16 — 17% af
fiskinum sem við seljum fryst
ur, en fyrir nokkrum árum
var ekkert af honum frosinn.
Það mun fara vaxandi á næstu
árum að fiskurinn verður
frystur.
— Fiskurinn er stærsti li’ð-
urinn í starfsemi Ross, en
næstur er ræktun og sala
kjúklinga, sem nemur 18
milljónum sterlingspunda á
ári.
— -Öll umsetning Ross fyrir
tækjanna nemur nú 80 millj-
ónum sterlingspunda á áiri
(tæpl. 10 þúsund milljónum
ísl. króna).-
— Við höfum þegar hitt hér
gamlan og góðan vin, Loft
Bjarnason, útgerðarmann, for
mann Félags ísl. botnvörpu-
skipaeigenda. Þá er staddur
hér í Reykjavík nú Þórairinn
Olgeirsson, ræðismaður, sem
starfar hjá Rinovia togaraút-
gerðarfélaginu, sem er eign
Ross, en Þórarinn nýtur mik-
ils álits og virðingar í Grims
by. Við erum mjög ánægðir að
geta fengið að njóta starfs-
krafta hans og það gleður
okkur mjög að Jón sonur hans
ætlar að feta í fótspor föður
síns, en hann er konum nú til
aðstoðar í starfi.
— í kvöld höfum við boð
inni hér á Hótel Sögu fyrir
kunningja okkar og við-
skiptavini og ýmsa framá-
menn í íslienzkum sjávarút-
vegi. Þáð verður okkur mikil
ánægja að hitta þá, sagði Carl
Ross að lokum.
Úr hófi þeirra feðga a3 Hótel Sögu í gærkvöldi. Frá vinstri: John Ross, Loftur Bjamason, Þórarinn Olgeirsson, Carl Ross
og Geir Zoega. Ljósm.: Sv. Þormóðsson.
FRETTABREF AF
SNÆFELLSNESI
Borg í Miklaholtshreppi,
26. júní ’65
HINN 24. þ.m. var haldinn að
Breiðabliki hin árlega bænda-
hátíð Snæfellinga, sótitu haná
mikið fjólmenni úr allri sýsl-
unni. Bændahátíðin er ein allra
fjölmennasta samkoma sem hald
in er hér i héraðinu, slíkar vin-
sældir á þessi samkoma í hug
fólksins.
Dagskráin var fjölbreytt og
hófst samkoman á því að form.
undirbúningsnefndarinnar Hauk
ur Sveinbjörnsson bóndi á
Snorrastöðum flutti snjallt
ávarp.
Þá fór fram guðsþjónusta séra
Árni Pálsson í Söðulsholti pré-
dikaði. Gúðmundur Jónsson
skólastjóri á Hvanneyri flutti
ræðu, Ómar Ragnarsson og
Klemens Jónsson fluttu gaman-
þætti, Sigurður Ólafsson söng
einsöng, þrjár stúlkur frá Stykk
ishólmi sungu með gítarundir-
leik, hljómsveitin „Kátir félag-
ar“ spiluðu fyrir dansinum, og
var dansað af miklu fjöri, enda
mjög góður rómur um góða
frammistöðu hljómsveitarinnar
hjá samkomugestum.
Hinn 20. júní s.l. fór fram að
Breiðabliki frjálsíþróttamót Hér
aðssambands Snæf. og Hnappa-
dalssýslu. Mótið var vel sótt og
fór sérstaklega vel fram, enda
mikið fjöimenni., Form. H.S.H.
Haukur Sveinbjörnsson setti
mótið, síðan fór fram guðsþjón-
usta. Séra Hreinn Hjartarson
prestur í Ólafsvík prédikaði.
íþróttafélag Miklaholtshrepps
var stigahæsta hlaut 65 stig,
Umf. Snæfell hlaut 55 stig, Úmf.
Eldborg 31 stif. Stigahæstir ein-
staklinga voru Guðbjartur
Gunnarsson í. M. og Elísabet
Sveinbjörnsdóttir frá Umf. Eld-
borg. Mótstjóri' var Sigurður
Helgason skólastjóri í Stykkis-
hólmi.
Kjartan Bergmann form.
glímusambands íslands flutti er-
indi og stjórnaði glímukeppni,
íþróttafélag Biklaholtshrepps,
annaðist veitingar á mótinu.
Veður var Ijómandi gott þenn-
an dag.
Þann 21. þ.m. sýndi Þjóðleik-
húsið leikritið „Hver er hrædd-
ur við Virginu Wolf“ að Breiða-
bliki. Sýningin var vel sótt og
listafólki klappað lof í lófa.
Tíðarfar í vor má heita mjög
hagstætt, sérstaklega í maí,
meðan sauðburður stóð yfir, þá
voru yfirleitt góð og þurr veður,
þótt gróðri færi fremur hægt
fram. Lambahöld voru yfirleitt
allsstaðar í bezta lagi, og ær
voru tvílembdar með meira
móti.
Fremur lítið hefur verið vart
við refi, þó er búið að vinna hér
í sveit eitt greni og hafa þau
dýr, sem þar voru unnin drepið
eitthvað af lömbum, því nokk-
ur aðdráttur var við grenið.
Grassprettu hefur miðað fremur
hægt unda.nfarið, því flesta daga
hefur verið þurrt og fremur
kalt. T. d. í nótt gjörði skúr, en
ekki voru hlýindi til fjalla meira
en það að tindar fjallanna grán-
uðu af snjó, og það um sólstöður.
Sláttur hófst hér í sveit um 20.
júní, er það helzt á nýrækt sem
ekki hefur verið beitt í vor. Þau
tún sem beitt hafa verið eru mun
seinni til sprettu, en gott útlit
er með grasvöxt, ef hlýindi
koma, því kalskemmdir eru
ekki hér á túnum sem betur fer.
vélar ræktunarsambandsins eru
fyrir nokkru byrjaðar jarð-
vinnslu og sömuleiðis skurðgröf-
ur.
Barnaskólabyggingin í Kol-
viðarnesi, sem fimm hreppar
standa að, það eru: Kolbeins-
staðahr., Miklaholtshr., Breiðu-
víkurhr. og Skógarstrandarhr.
miðar vel áfram, enda unnið þar
af dugmiklum fagmönnum.
Áformað er að þar hefjist
kennsla í haust. Verið er að
mæla út fyrir háspennulínu
vestan frá Barðastöðum í Stað-
arsveit, að barnaskólanum.
Skólabygging þessi er ein sii
allra fullkomnasta sinnar teg-
undar, og á eftir að vera sann-
kallað æskulýðsmusterL — PálL